Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 108
Bækur
Enn logar jökull
Matthías Johannessen
Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur
Fjöldi síðna: 173 bls.
Þegar Matthías Johannessen kvaddi
sér hljóðs með sinni fyrstu ljóða-
bók (Borgin hló, 1958) var ljóst að
þar fór skáld sem hafði ljóðmálið
á valdi sínu. Þrátt fyrir rímleysi var
því veitt athygli að ljóð hans voru
vel byggð og oft myndsterk. Eins og
ungu Reykjavíkurskáldi hæfði orti
hann um „götur með varir blautar af
tjöru“, og strax þá var söknuður eftir
liðnum tíma og vitundin um fallvalt-
leikann einkenni á ljóðum hans – svo
er enn.
Í nýjustu bók sinni, Enn logar
jökull, er Matthías sem fyrr að kljást
við tímann sem hefur verið grunn-
tónn svo margra ljóða hans frá upp-
hafi. Tíminn, sagan og tortímingin
eru grunnstef þessarar bókar, sem
og feigðin og hin óhjá-
kvæmilegu endalok í
ýmsum myndum.
Bókin skiptist í tvo
meginþætti. Fyrri hlut-
inn nefnist Land mitt
og er að verulegu leyti
sögulegur. Nokkurskon-
ar samræða við fornöld
samhliða hugleiðingum
um eyðingarmátt lands-
ins annars vegar, hins
vegar eyðingarmátt
mannsins á jörðinni.
Víða gætir prédikunar-
tóns í heimspekilegum
hugleiðingum um lífið
og tilveruna, eins og í
ljóðinu Á vegum seiðmanna:
...
Enginn hefur bundið okkur
við þetta sker, nema sjálfskaparvíti
okkar sjálfra,
við erum
á flæðiskeri stödd, vorum
í helgreipum seiðmanna
og fjölkynngi þeirra.
V i ð l e s t u r
þessa og fleiri
viðlíka ljóða
vaknar oft vafi
um mörk ljóð-
máls og ræðu,
sögu og pistils.
Innan um eru
s v o ö n n u r
skáldlegri og
jafnvel hefð-
bundnari ljóð-
mæli þar sem
rím, stuðlar
og höfuðstafir
bera mynd-
málið uppi.
Þó verður að
segjast að orðgnóttin vill á stundum
bera inntakið ofurliði einkanlega
í þessum hluta bókarinnar, enda
auðséð að skáldinu liggur ýmislegt
á hjarta.
Við tjaldskör tímans – frá forn-
öld til fullveldis nefnist síðari hluti
bókarinnar. Ljóðin hér eru sögu-
þrungin líkt og framar, mikið um
vísanir í bókmenntahefð og goða-
fræði. Að sumu leyti er þessi hluti
þó persónulegri og ljóðrænni þar
sem skáldið lítur oftar inn á við. Hér
eins og í fyrri hlutanum er dauðinn
nálægur og náttúruöflin blása ösku
og eimyrju yfir land og lýð. Ljóð-
mælandinn er eins og vindurinn
sem „blæs úr fornum heimkynnum
menningar og næðir um það frum-
stæða mannkyn sem nú eigrar um
jörðina og er helsta vandamál henn-
ar“ eins og höfundur útskýrir sjálfur
aftan á bókarkápu. Víða getur að líta
sterkar ljóðmyndir, líkt og í ljóðinu
Hugur og hold:
Í auðmýkt festir hugur minn rætur
við heljartök gamalla
sagna
þegar aldir renna í einum farvegi
eins og fljót
að ósi
og ljósið fellur inn í tímans þagnir.
Fleira er þó á seyði: Einsemd, feigð-
argrunur, tilfinning fyrir endanleik-
anum, söknuður eftir horfnum tíma,
uggur um hvað taki við. Þessar hug-
renningar leita fast á í hverju ljóðinu
af öðru, og fátt um svör. Nú bregður
svo við að orðum fækkar í persónu-
legustu ljóðunum og ljóðmælandinn
sýnir lesandanum trúnað. Dæmi um
það er ljóðið Lok þar sem kallast er á
við kunnuglegt stef annars Matthías-
ar um smáblómið í eilífðinni:
Ég er einn
og enginn gengur
hjá,
eitt lítið strá
á tímans vegaleysum.
Heiti bókarinnar ber skáldinu
sjálfu vitni. Eftir lesturinn má
sannar lega segja um neista Matthías-
ar eins og jökulinn: Hann logar enn.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Niðurstaða: Skáldið er hinn aldni
jökull sem gerir ýmist að gjósa eða varpa
frá sér aftanskini sólar í þessu verki.
Skáldleg orðgnótt
Eftirbátur er ný skáldsaga eftir Rúnar Helga Vignis-son. „Í víðum skilningi fjallar bókin um leitina að faðerninu. Hugmynd-in spratt út frá því að ég
fékk að kíkja aðeins á skak með vini
mínum sumarið 1993. Það eru sem
sagt 25 ár síðan ég skrifaði fyrsta kafl-
ann,“ segir Rúnar Helgi. „Þá ætlaði ég
að skrifa sögu um mann sem fer á sjó
og lendir í nýjum veruleika og nýjum
tíma í hverri sjóferð. Ég skrifaði all-
marga kafla en lengi vel sá ég ekki til
lands. Samt juðaði ég við þetta árum
saman, því að hugmyndin heillaði,
og bætti alltaf einhverju við. Það var
ekki fyrr en 2010–2011 sem þetta fór
að smella saman. Árin þar á eftir gat
ég skrifað söguna þannig að úr varð
heild. Til varð þetta verk þar sem
tímarnir tvennir, þrennir eða fernir
flæða saman.“
Rúnar Helgi segir söguna öðrum
þræði fjalla um karlmennskuna.
„Sagan hefst á því að söguhetjan
Ægir fær símhringingu þar sem
honum er sagt að föður hans, sem
er sjómaður, sé saknað og bátur
hans hafi fundist mannlaus á hafi
úti. Ægir neitar að trúa því að karl-
inn hafi drukknað og fer að leita
hans. Sú leit leiðir hann hingað og
þangað um norðanverða Vestfirði,
bæði í tíma og rúmi. Úr verður
skoðun á faðerninu síðustu öldina.
Þarna vakna spurningar eins og:
Hvernig verður faðerni til? Er fað-
erni afsprengi tímans og staðhátt-
anna? Og síðast en ekki síst: Þarf
maður að þekkja fortíðina til að
þekkja sjálfan sig? Það gerir sögu-
hetjan ekki í upphafi sögunnar,
Ægir rekur auglýsingastofu og fæst
því við nútímann. Á meðan þessu
vindur fram bíður eiginkona hans í
landi og hefur óvæntar hugmyndir
um samlíf þeirra.“
Sjómennskan alla tíð viðmið
Sagan gerist á Vestfjörðum. „Mín
genasúpa hefur orðið til við Djúp,
þetta eru slóðir sem ég þekki og
því nærtækt að fjalla um þær,“
segir Rúnar Helgi. „Hið mikilúðlega
landslag þar um slóðir og voveiflegir
atburðir sem þar urðu leika stórt
hlutverk í bókinni. Þess utan er hún
kannski í aðra röndina uppgjör sjó-
mannssonarins, en pabbi var skip-
stjóri þegar ég var að vaxa úr grasi
og báðir afarnir. Sjómennskan hefur
því alla tíð verið viðmið í mínu lífi.“
Ljúf og skrýtin tilfinning
Þar sem sagan hefur verið áratugi
í vinnslu er Rúnar Helgi spurður
hvernig tilfinning það sé að sjá hana
loks komna á prent. „Þetta er bæði
ljúf og skrýtin tilfinning því þegar ég
horfi á höfundarmynd af mér sem
var tekin 1993 og ber hana saman
við höfundarmyndina sem var tekin
fyrir þessa bók, þá er ljóst að ég hef
sjálfur lent í tímaflakki. Ótrúlega stór
hluti ævi minnar er á bak við þessa
bók; þegar ég byrjaði á henni var ég
að hefja minn feril en nú er útsýnið
allt annað. Ætli bókin hafi ekki bara
þekkt sinn vitjunartíma.“
Rúnar Helgi kennir ritlist við
Háskóla Íslands og starfar einnig sem
þýðandi. Í mörg ár hefur hann unnið
að ritröðinni Smásögum heimsins,
ásamt öðrum. Asía og Eyjaálfa eru í
prentun og koma í einu bindi. „Við
erum gríðarlega spennt fyrir þeirri
bók því þar fáum við sögur frá lönd-
um sem ekki hafa átt marga fulltrúa
á íslenskum bókamarkaði í gegnum
tíðina og í sumum tilfellum enga,“
segir Rúnar Helgi.
Tímarnir flæða saman
Í nýrri skáldsögu, Eftirbátur, fjallar Rúnar Helgi Vignisson
meðal annars um leitina að faðerninu. 25 ár síðan fyrsti kafl-
inn var skrifaður. Stór hluti ævinnar á bak við þessa bók.
„Ótrúlega stór hluti ævi minnar er á bak við þessa bók,“ segir Rúnar Helgi Vignisson um nýja skáldsögu sína, Eftirbátur. FRéttabLaðið/SigtRygguR aRi
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
ÞEgaR ég HoRfi á
HöfundaRmynd
af méR SEm VaR tEkin
1993 og bER Hana Saman
Við HöfundaRmyndina
SEm VaR tEkin fyRiR
ÞESSa bók, Þá ER ljóSt
að ég HEf SjálfuR lEnt Í
tÍmaflakki.
2 9 . s E p t E M B E r 2 0 1 8 L a u G a r D a G u r52 M E N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
menning
2
9
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
9
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
F
2
-9
D
5
4
2
0
F
2
-9
C
1
8
2
0
F
2
-9
A
D
C
2
0
F
2
-9
9
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K