Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 36
„Nú hugsa ég um barnabörnin, dýrin mín, garðinn og heimilið – og svo auðvitað Magnús. Ég hef nógu að sinna og mér leiðist aldrei.“ „Ég vildi skapa óöryggi, væntingar og sköpun á staðnum og við kláruðum að hljóðrita 13 lög á tveimur dögum. í garðinum. Svo ég bjó til lag um það.“ „Þórunn Antonía, dóttir hans Magnúsar, kallar mig stundum skáldagyðjuna, það finnst mér fal- legt,“ segir Jenný sem kveðst þó ekkert skáld vera. „En ég kann að meta tónlist og elska hana.“ Nú tekur hún yfir í eldhúsinu því brauðbakstur er í aðsigi. Gerið búið að leysast upp og nú er komið að því að setja mjölið út í og hræra. Svo þarf deigið að hefa sig. „Ég set grænmeti út í brauðið líka, til dæmis rauðrófur, það eykur holl- ustuna og litirnir koma vel fram þegar brauðið er skorið og gera það lystugt,“ lýsir hún. „Já, svona brauðgerð er hálf heil- ög athöfn,“ segir Magnús og Anton ljósmyndari tekur undir það. „Verst að hafa ekki hverinn í eldhúsinu, þá hefði verið hægt að baka í honum,“ segir hann og við setjumst hlæjandi við borðstofuborðið með ilmandi kaffi í krúsum. Nýja platan þróaðist í það að verða afmælisútgáfa enda varð Magnús sjötugur nú síðsumars. Hún er unnin með piltum í hljóm- sveitinni Árstíðum. „Rosalega flott- um strákum,“ svo notuð séu hans orð. „Ég ætlaði bara að fá þá til að vinna með mér eitt lag en þeir voru komnir hér inn með gítarana og hljómborðin og fóru að þefa meira af því sem ég var með og fletta og fannst það greinilega eitthvað spennandi. Alltaf að syngja og spila og stungu upp á því að við mundum bara vinna saman heila plötu. Mér leist vel á það enda finnst mér voða gaman að taka þátt í skapandi verkefnum en ég er ör en þeir mjög vandvirkir svo við þurftum að hafa svolítið fyrir því að finna jafnvægið. Þegar þeir voru hér í janúar 2017 og sögðu: Heyrðu, Magnús, eigum við svo ekki bara að gera hljómplötu með haustinu? Þá hugsaði ég: með haustinu? fyrir mér var það ljósár fram í tímann!“ Magnús kveðst hafa drifið í að bóka stúdíó og grunnupptökurnar hafi verið gerðar í febrúar 2017 í hans tempói. „Við fórum í Sund- laugina, dásamlegt stúdíó sem Sigur Rós byggði, og þar var ýtt á upptöku. Ég vildi skapa óöryggi, væntingar og sköpun á staðnum og við kláruðum að hljóðrita þret- tán lög á tveimur dögum. Ég vildi ekki endurtaka neitt, ekki syngja neitt aftur. Þannig verður til svo mikið ævintýri, augnablikið verður svo stórt, allt svo skýrt og einfalt. Ég vildi heldur ekki hlusta á upp- tökurnar í stúdíóinu, þá fara ein- hverjar allt aðrar stöðvar í gang, heldur fara beint í næsta lag og hlusta þegar upptökum var lokið. Þetta var fallegt sköpunarferli.“ Eftir þetta segir Magnús hafa hægst á vinnslunni. „Ég róaðist og sagði við Jenný: „Ég held það sé best að taka drengjunum eins og farfuglum, þegar þeir lenda á tún- inu þá gerum við eitthvað og þegar þeir fara þá er það í lagi, þeir koma aftur.“ Þannig varð það. Við tókum til dæmis upp raddir hér í stiganum hjá okkur, þar er svo góður hljóm- ur. Verkefnið tók eitt og hálft ár, í staðinn fyrir einn mánuð eins og ég hafði áætlað!“ Jenný segir Magnús vera sístarf- andi. „Hann er með ADHD.“ „Já, ég vissi nú ekkert af því fyrr en ég var orðinn 39 ára. Þá þurftum við að fara með ungan son okkar í greiningu sem var uppi um alla veggi og úti um allt. Þegar ég las greininguna rann upp fyrir mér ljós. Ég var bara að lesa um mig. Ef ég hefði vitað þetta fyrr hefði ég getað unnið meira með það.“ „Þetta er auðvitað bara orka,“ útskýrir Jenný. „Við sögðum við strákinn okkar meðan hann var að læra að temja fjörið að hann væri með aukabensíntank en hann þyrfti ekki alltaf að vera með hann tengdan. Hann gæti stjórnað því hversu fast hann stigi á bensín- gjöfina og við kenndum honum það. Hann er fyrirmyndarmaður í dag, á konu og tvö börn og gengur allt í haginn.“ ÞAÐ ER LÆRDÓMUR AÐ SKYNJA SVONA FÓLK. ÞÁ ER MAÐUR VEIÐIMAÐUR, KASTAR Í DÝPIÐ OG REYN- IR AÐ VEIÐA HUGSANIR OG ORÐ. EITT LAGIÐ MITT ER UM ÞAÐ, OG HEITIR AF- LEIÐUR UNDIRLIGGJANDI ÞAGNA. Magnús Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni rafhlöðu sem skilar ai til þess að slípa, er léttari en snúrurokkur í sinni stærð. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FLAG Alvöru slípirokkur frá Milwaukee vfs.is Ekki séns að rífast Jenný er leikskólakennari en hætti að vinna fyrir tveimur árum. „Það var erfitt fyrst en ég gat bara ekki meira, var alltaf með höfuðverk og vöðvabólgur en er að ná mér hægt og rólega. Nú hugsa ég bara um barna- börnin, dýrin mín, garðinn og heim- ilið – og svo auðvitað Magnús! Ég hef nógu að sinna og mér leiðist aldrei.“ Hún segir tvo syni þeirra búa í Hveragerði. „Við keyptum hér ónýtt hús og gerðum það upp, öll fjölskyldan, á sjö mánuðum og nú er það hreiður fyrir unga fólkið okkar,“ segir Magnús og bætir við að eitt barnabarnið, lítil stúlka, verði kannski á plötunni á mynd sem var tekin af henni tveggja daga gamalli þar sem hún hvílir höfuðið í hendi móður sinnar og horfir með öðru auganu á heiminn. „Það er barnabarn númer tólf og eitt hefur bæst við síðan,“ segir Jenný ánægjuleg. Hvenær á svo platan að koma út? „Í byrjun nóvember,“ svarar Magnús. „Við erum búin að fá mann til að framleiða geisladiska og líka tvöfalda vínylplötu.“ „Já, við hipparnir verðum að hafa eitthvað til að halda á,“ tekur Jenný undir glaðlega. „Pönkið var vinsælt þegar ég var ung en mér fannst það alltof gróft og alltof hart, ég valdi að verða hippi og varð það alveg fram í fingurgóma. Mér finnst leiðinlegt að rífast og læt engan draga mig út í það.“ „Nei, ég hef gert nokkrar til- raunir til að skapa fæting en það er ekki séns,“ segir Magnús hlæjandi og heldur svo áfram að tala um plötuna. „Það mætti benda á að við erum að safna á Karolina Fund fyrir útgáfunni og verðum með heima- tónleika fyrir þá sem leggja þar inn. Útgáfutónleikar verða í Háskóla- bíói 15. og 16. nóvember. „Það seld- ist strax upp á fyrri tónleikana, mér til undrunar,“ segir listamaðurinn. „Það brast á einhver athyglisbylgja þannig að gömlu lögin mín eru að spretta upp hér og þar hjá kórum, einsöngvurum og lúðrasveitum. Þau hafa öðlast nýtt líf með nýjum kyn- slóðum. Ég vona bara að nýju lögin falli líka í kramið.“ Nú er komið að myndatöku úti í garðinum, þar dafna ótal tegundir jurta í skjóli hússins, sem er tveggja hæða. „Þetta hús var búið að vera á sölu í eitt og hálft ár, áður en við keyptum það,“ segir Magnús Þór. „Ég skil það nú ekki,“ segir Anton ljósmyndari. „Hver vill ekki hver í eldhúsinu?“ 2 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 9 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 2 -D 3 A 4 2 0 F 2 -D 2 6 8 2 0 F 2 -D 1 2 C 2 0 F 2 -C F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.