Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 1
Á faralds-fæti
10. JÚNÍ 2018SUNNUDAGUR
Gómsætir götubitar
Emmsjé Gautiferðast umlandið,heldur
tónleikaog tekurupp
þætti 2
Sigríðar samtímansLæknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur
Már Björnsson feta í fótspor Sigríðar í Bratt-
holti og berjast fyrir verndun fossa 12
Matur og iðandi mannlífí mathöllinni á Granda 24
L A U G A R D A G U R 9. J Ú N Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 134. tölublað 106. árgangur
Krabbameinsfélagsins
Sumar-
happdrætti
280 skattfrjálsir
vinningar að verðmæti
46.790.777kr.
Dregið 17. júní 2018
Á LEIÐ Í EITT ÖFL-
UGASTA HÁSKÓLA-
LIÐ VESTAN HAFS
TÓNLIST
OFAN Í ÖLDU-
SELSLAUG
KRÆSINGAR Á BAKKANUM Í BREIÐHOLT FESTIVAL 42ALLTAF TILBÚIN ÍÞRÓTTIR 4
Ógilti hjúskap í fyrsta skipti
Hæstiréttur ógilti hjúskap með dómi í fyrsta skipti Hælisleitandi giftist þroska-
skertri konu til að afla dvalarleyfis Málið til skoðunar hjá Útlendingastofnun
en jafnframt er gott að sjá að
réttarkerfið stendur vörð um þá
sem minna mega sín þegar svona
atvik koma upp,“ segir Pétur Örn
Sverrisson, lögmaður konunnar.
Í dómi réttarins segir að svo sér-
stakar aðstæður hafi verið uppi í
málinu með tilliti til andlegrar stöðu
konunnar, að hún hafi ekki getað
talist bær til að takast þá skuld-
bindingu á hendur að ganga í hjú-
skap.
Hæstiréttur vísaði til matsgerðar
þar sem fram kom að konan hefði
skýr einkenni einhverfu og þroska-
skerðingar. Þar sagði að skilningur
hennar á félagslegum samskiptum
væri takmarkaður og að hafið væri
yfir allan vafa að færni hennar til að
gera sér grein fyrir því hvað fælist í
hjónabandi hennar og mannsins
væri verulega skert.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Hæstiréttur ógilti í fyrsta sinn hjú-
skap með dómi sínum á fimmtudag.
Í málinu hafði hælisleitandi á þrí-
tugsaldri gifst íslenskri þroska-
skertri konu, einnig á þrítugsaldri, í
því skyni að öðlast dvalarleyfi.
„Það er afskaplega dapurlegt að
vita til þess að einhverjir vilji nýta
sér bágindi fólks með þessum hætti,
Hæstiréttur
» Vísað til sérstakra að-
stæðna í málinu með tilliti til
andlegrar stöðu konunnar.
» Hafið yfir allan vafa að færni
konunnar til að skilja þýðingu
hjónabands var verulega skert.
MSkoða mál hælisleitanda »6
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stakk
sér í gærmorgun til sunds í Nauthólsvík í
Reykjavík og voru sig- og spilmenn frá ýmsum
ríkjum með honum í för. Tilefni sundsins er al-
þjóðaráðstefna sig- og björgunarmanna sem
hófst síðastliðinn fimmtudag og lýkur í kvöld.
Kapparnir tóku sig vel út á ströndinni þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins hitti þá og stóð til
að endurtaka leikinn í dag, án Guðna þó.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forseti í sjónum með sig- og björgunarmönnum
Guðni og kapparnir í Nauthólsvík í gær
Fornleifafræðingar komu niður á
hellisop forns manngerðs hellis og
leifar af torfhlöðnum forskála við
rannsóknir í túninu í Odda á Rang-
árvöllum í gær. Þykir þetta afar
merkilegur fornleifafundur.
Aldursgreining hefur ekki farið
fram en margra metra jarðvegur yf-
ir hinum hrundu hellum bendir til að
þeir séu fornir. Þá eru til ritaðar
heimildir frá því undir lok 12. aldar
um Nauthelli sem þá var fallinn
saman. Einnig er staður á bænum
sem kallaður er Sæmundarfjós og
vísar til Sæmundar fróða sem bjó í
Odda og lést árið 1133.
Rannsóknirnar eru á vegum
Oddafélagsins. Þeim er lokið í bili og
hafa minjarnar verið huldar en
Kristborgu Þórsdóttur fornleifa-
fræðingi þykir mannvirkin svo
merkileg að hún vill skoða þau bet-
ur. »10
Fræðingar
fundu mann-
gerða hella
Rannsókn er í
Odda á Rangárvöllum
Sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leita nú
upplýsinga um fjölda gripa sem því bárust frá
nytjamarkaði Góða hirðisins á föstudaginn í sl.
viku. Í plastkassa sem barst á gámastöðina við
Dalveg í Kóapvogi voru, vafðir innan í salernis-
pappír, oddar af örvum og spjótum, sveigðar
járnþynnur, glerbrot úr lyfjaglösum, axar-
höfuð, skrautlauf og fleira; alls tugir gripa sem
allir eru mjög fágætir.
Ármann Guðmundsson, sérfræðingur forn-
minja hjá Þjóðminjasafninu, segir þessa send-
ingu mjög óvenjulega. Nauðsynlegt sé að sá
eða sú sem fór með gripina í sorpið gefi sig
fram og greini frá vitneskju sinni, hver sem
hún kunni að vera. Öðruvísi upplýsist málið
varla.
„Við munum rannsaka alla þessa gripi, það
er efnagreina og röntgenmynda auk þess sem
handbragð og tákn úr menningarsögunni geta
alltaf gefið okkur vísbendingar,“ segir Ármann
sem telur að einn spjótsodddurinn sem í þessu
safni er kunni að vera frá 10. öld. Annað sé
væntanlega yngra og kopargripirnir séu að öll-
um líkindum af erlendum uppruna. Um fátt sé
þó hægt að kveða upp úr, á meðan upplýsingar
liggja ekki fyrir. Margt bendi þó til að gripir
þessir hafi verið teknir úr jörð, enda sjást
moldarblettir á sumum þeirra. Tekið er jafn-
framt fram að gera eigi Minjastofnun Íslands
viðvart um leið og forngripir finnast og best sé
að þeiri liggi á sínum stað uns fornleifafræð-
ingar mæta. »4
sdfsdf
Fornminjar Ármann Guðmundsson á Þjóðminja-
safninu með axarhöfuð úr sendingunni góðu.
Fornir gripir fundust í sorpgámi
Ráðgáta á Þjóðminjasafni Íslands Oddar,
skrautlauf og axarhöfuð Upplýsinga er leitað
Morgunblaði/Arnþór
Óli Björn
Kárason, for-
maður efnahags-
og viðskipta-
nefndar, segir að
lækkun veiði-
gjalda eigi að
vera forgangs-
mál þegar þing
kemur saman í
haust. „Ég von-
ast til þess að við berum gæfu til að
koma skikk á málin þegar við kom-
um saman í haust. Það hlýtur að
vera eitt af forgangsmálum á nýju
þingi að breyta gjöldunum þannig
þau taki mið af afkomu grein-
arinnar,“ segir Óli Björn. Hann
bendir á að afkoma greinarinnar
hafi versnað verulega á sama tíma
og veiðigjöld hafi hækkað. »4
Veiðigjöld forgangs-
mál á næsta þingi
Óli Björn Kárason