Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
✝ ÞorvaldurJónsson fædd-
ist á Hólmum í
Reyðarfirði 4. júní
1944. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 30. maí 2018.
Þorvaldur var
sonur hjónanna
Jóns Kristins Guð-
jónssonar frá Kol-
múla, Kolfreyju-
staðarsókn, f. 5. júní 1906, d. 6.
desember 1987, og Þóru Guð-
nýjar Snædal Jónsdóttir frá
Vopnafirði, f. 5. október 1910,
d. 12. ágúst 1994. Þorvaldur
átti níu systkini, þau eru: Ragn-
hildur, f. 1929, d. 2017, Guðjón
Þórdísi Björk Björnsdóttur og
eiga þau tvær dætur Maríönnu
Rögnu og Bergdísi Fjólu. 2)
Margrét, f. 11.6. 1968, í sambúð
með Elíasi Jónssyni og eiga þau
þrjú börn; Víking Trausta, Þor-
vald Má og Henný Marín,
barnabarn Salka Dröfn. 3) Guð-
björg Harpa, f. 6.8. 1971, gift
Sævari Inga Sverrissyni og
eiga þau tvö börn; Fjölni Frey
og Emblu Dögg. 4) Hólmar
Karl Þorvaldsson, f. 15.4. 1978,
í sambúð með Heiðu Stein-
grímsdóttir. Barnsmóðir Hólm-
ars er Gunnþóra Valdís Gunn-
arsdóttir, börn þeirra eru
Kristín Ilmur og Dagur Karl.
Stjúpdætur Hólmars eru Unnur
Þóra Sigurðardóttir og Sigrún
Eir Sigurðardóttir.
Útförin fer fram frá Reyðar-
fjarðarkirkju í dag, 9. júní
2018, klukkan 14.
Einar, f. 1931, d.
2015, Kristinn Ill-
ugi, f. 1932, d.
1939, Jón Snædal,
f. 1933, d. 2011,
Gísli, f. 1935, d.
1998, Helga Ósk, f.
1949, d. 2018, eft-
irlifandi eru Guðni
Þór, f. 1936, Krist-
ín Selma, f. 1938,
og Auðbergur, f.
1943.
Þorvaldur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni Fjólu
Jónsdóttur, f. 30. júlí 1947 frá
Auðsbergi á Fáskrúðsfirði, 31.
desember 1970. Börn þeirra
eru: 1) Guðni Kristinn Þor-
valdsson, f. 23.6. 1967, giftur
Okkur langar að minnast
elsku pabba okkar. Nú er komið
að síðustu kveðjustund margs er
að minnast og hugurinn leitar
aftur í tímann. Allar útilegurnar
sem við fórum í á rauða Saab-
inum með toppgrindina hlaðna af
dóti, appelsínugult plast yfir og
toppgrindateygju. Þannig var
brunað af stað í ferðalög og úti-
legur með stóra Tjaldborgar-
tjaldið, dásamlegar minningar.
Pabbi var ansi lunkinn á harm-
onikkuna og settist hann oft nið-
ur og spilaði á nikkuna, okkur og
sér til skemmtunar, hann kunni
orðið lagið á okkur krökkunum,
þegar allt var í háalofti hjá okkur
systkinunum átti hann til að setj-
ast niður og byrja að spila og
alltaf náði hann að róa okkur nið-
ur með tónlistinni, mamma segir
nú að hann hafi byrjað að spila til
að heyra ekki lætin í okkur. Oft
settumst við niður hjá honum og
fengum að ýta á eina og eina
nótu, hjálpa aðeins til við spila-
mennskuna ekki þótti okkur það
leiðinlegt, fannst næstum eins og
við kynnum að spila smá. Pabba
féll sjaldan verk úr hendi og
vann hann alltaf mikið til að sjá
fyrir fjölskyldunni, og ýmsir vin-
ir og kunningjar leituðu alltaf til
hans til að fá aðstoð við viðgerð á
bílum og fleiri. Hann var mjög
handlaginn maður og gat gert
allt. Foreldar okkar byggðu hús-
ið sem við fluttum í 1978 og má
segja að þau hafi að mestu byggt
það allt sjálf. Eftir fullan vinnu-
dag fóru kvöld og helgar í það að
brasa í nýja húsinu og fengum
við systkinin alltaf að hjálpa til
og var pabbi duglegur við að
setja okkur fyrir verkefni og
kenna okkur hvernig ætti að
vinna hlutina og hefur það verið
gott veganesti fyrir okkur út í
lífið.
Húsið þeirra pabba og
mömmu ber vott um það hversu
dugleg þau voru hvort sem það
var viðhald á húsinu eða að
rækta garðinn og mega þau vera
stolt af því, enda var það erfið
ákvörðun þegar þau ákváðu að
selja húsið. Það var eins og þau
hefðu verið að gefa frá sér barnið
sitt. Síðustu þrjú ár hafa verið
pabba erfið, eftir að hann fékk
krabbamein og missti heilsuna er
það búið að taka á hjá honum.
Erum við þakklát fyrir ferðina
sem næstum öll fjölskyldan fór-
um saman í júní 2017 í, tilefni 70
ára afmæli mömmu er við fórum
í tveggja vikna ferð til Austur-
ríkis, Ítalíu og Þýskalands og
áttum við góðan tíma saman þó
að ferðin hafi verið pabba erfið
var hann mjög ánægður með
þessa ferð. Hann sagði fyrir
mánuði að líklega færum við ekki
í aðra ferð í sumar en elsku pabbi
er farinn í annað ferðalag.
Erum við þakklát mömmu fyr-
ir hvað hún hugsaði vel um
pabba í veikindum hans og sagði
pabbi fyrir nokkrum vikum að
Fjóla væri besta hjúkrunar-
konan. Missir mömmu er mikill
og biðjum við góða guð að
styrkja hana og styðja í sorginni.
Guðni, Margrét (Magga),
Guðbjörg og Hólmar.
Elsku afi við kveðjum þig í síð-
asta sinn með þessum fátæklegu
orðum og þökkum fyrir allt sem
þú gerði fyrir okkur og þær
stundir sem við áttum saman.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning þín, afi
okkar. Elsku amma, missir þinn
er mikill guð gefi þér styrk og
styðji í sorginni.
Fjölnir Freyr og
Embla Dögg.
Enn er höggvið skarð í hóp
sveitunga og vina, enn einu sinni
hefur sami vágestur lagt að velli
enn eitt Hólmasystkinanna, sem
ég kýs að kalla svo. Þar og á
Eskifirði áttu þau svo langa
veru, barnahópurinn hressi og
bráðvel greindi. Foreldrar
þeirra áttu einkar farsæla ævi-
göngu, þar sem dugnaðurinn
skilaði þeim svo vel á veg fram,
stefnufestunni fékk ég heldur
betur vel kynnst, félagshyggju-
fólk vel til vinstri, sem alltaf
mátti treysta á og þessi stefnu-
festa skilaði sér svo sannarlega
áfram til ljómandi afkomenda.
Í dag kveðjum við Þorvald
Jónsson, þann mæta dugnaðar-
dreng hinna ágætustu hæfileika,
sem bæði var vinsæll og vel lát-
inn. Mér verður hugsað til ársins
1978, en þá hélt Alþýðubanda-
lagið heima forval með mikilli og
góðri þátttöku. Úrslit voru ótví-
ræð, þar fóru tveir ungir og
vaskir menn fremst: Þorvaldur
Jónsson og Árni Ragnarsson og
unnu glæsilegan sigur, urðu svo
langhæsta framboðið og fjórum
árum seinna varð Alþýðubanda-
lagið aftur sigurvegari og enn
frekar raunar, því nú flaug hún
Nína inn ásamt þeim. Hlutur
Þorvaldar í þessum sigrum var
geysilega mikill, ótrúlegasta fólk
fylkti sér um listann, fann þar
einmitt sína fulltrúa til að fylgja
og Þorvaldur aflaði fylgis á ótrú-
legustu miðum. Hann var enda
góður málafylgjumaður þó ekki
færi hátt og náði ýmsu mætu
fram með þeirri elskulegu ýtni
sem oft dugar bezt til margra
góðra verka. Hann sat lengi í
sveitarstjórninni heima á Reyð-
arfirði, jafnhliða því að vera
verkstjóri allra framkvæmda
heima og þar var að mörgu að
hyggja. Þetta fórst honum
einkar vel úr hendi enda forsjáll
og verkhagur og einstaklega vel
liðinn af samstarfsmönnum.
Hann var samvizkusamur og
sanngjarn vel, enda í þannig
starfi í nærumhverfi sveitung-
anna þar sem vandalaust var
ýmsum að finna að. Þorvald var
alltaf jafngott að hitta, glaðsinna
og ekki má ég gleyma því hversu
góður dansmaður hann var, það
var yndi að sjá þau Fjólu á dans-
gólfinu í Félagslundi. Honum
var falinn mikill trúnaður auk
sveitarstjórnarmálanna heima,
því hann var lengi formaður
FOSA, Félags opinberra starfs-
manna á Austurlandi og rækti
það af þeirri miklu trúmennsku
sem honum var ætíð huga næst.
Það gladdi alltaf geð okkar
Hönnu að hitta þau Þorvald og
Fjólu, enda var hún systir al-
beztu vinkonu Hönnu, hennar
Dubbu sem dó svo langt fyrir
aldur fram. Lífslán hans Þor-
valdar okkar var innsiglað af
hans indælu og dugmiklu eigin-
konu, sem stóð við hlið hans til
hinztu stundar.
Svo alltof fljótt er að kveðju-
stund komið, en kallið mikla varð
ekki umflúið eftir harða baráttu
við illvíga meinsemd.
Við Hanna sendum henni
Fjólu, börnum þeirra hjóna og
aðstandendum öðrum okkar
saknaðar- og samúðarkveðjur.
Dugmikill drengur kveður eft-
ir dáðríkt starf þar sem margir
eiga mikla þökk að gjalda. Hans
er sannlega saknað í heima-
byggð.
Blessuð sé vorbjört minning
Þorvaldar Jónssonar.
Helgi Seljan.
Þorvaldur Jónsson
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa
notuð með minningargrein
nema beðið sé um annað. Ef
nota á nýja mynd skal senda
hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag
útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um
það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing
þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið
og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ALBERT RÚNAR ÁGÚSTSSON,
Miðnestorgi 3,
Sandgerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 26. maí.
Útförin hefur farið fram.
Aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
TRAUSTI BJÖRNSSON,
Aðalgötu 5, Keflavík,
áður til heimilis að Smáratúni 40,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 1. júní.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Áslaug Hilmarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN B. BJÖRNSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í faðmi
fjölskyldunnar þriðjudaginn 5. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Guðmundur Bergsson
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BJARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR,
frá Hausthúsum
lést umvafin ástvinum sínum á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
miðvikudaginn 6. júní.
Auðbjörg Friðgeirsdóttir Úlfar Ragnarsson
Þórarinn M. Friðgeirsson Ásdís H. Júlíusdóttir
Arnar Þ. Friðgeirsson
Guðjón Viggósson og fjölskylda
ömmu og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI JÓNSSON
rafvirkjameistari,
Freyvangi 20, Hellu,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 5. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Esther Markúsdóttir
Svava Þuríður Árnadóttir
Jón Árnason
Sigurður Grétar Árnason
Sandra Árnadóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og bróðir,
HAFSTEINN SIGURVINSSON
múrari,
Vesturbraut 11, Keflavík,
lést á Landspítalanum v/Hringbraut,
laugardaginn 2. júní.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 13. júní
klukkan 11.
Þóra Kristrún Hafsteinsd. Þórarinn Pétursson
Hanna Dís Hafsteinsdóttir Friðrik Þór Steingrímssson
Fríður Hilda Hafsteinsdóttir Gunnar Stígur Reynisson
afabörn og systkini