Morgunblaðið - 09.06.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Grillboð í
Múrbúðinni
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
44.990
Kaliber Red
gasgrill
4 brennara (12KW)
+ hliðarhella
(2.5KW). Grillflötur
41x56cm
39.900
GRILLBOÐ*
*G
ril
lb
oð
ið
gi
ld
ir
25
.5
-1
0.
6.
20
18
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sextán örvaroddar, fimm oddar af
spjótum, axarhöfuð, sveigðar járn-
þynnur, ljár af orfi, hálsfesti og
glerbrot úr lyfjaglösum eru munir í
óvæntri sendingu sem Þjóðminja-
safni Íslands barst í síðustu viku.
Það var á föstudag sem starfsmenn
Góða hirðisins fundu ýmsa for-
vitnilega gripi í plastkassa í gámi
sem borist hafði frá endurvinnslu-
stöðinni við Dalveg í Kópavogi. Í
kassanum reyndist vera nokkur
fjöldi gripa sem líta út fyrir að vera
fornir. Haft var samband við Þjóð-
minjasafnið og sótti starfsmaður
þess gripina sem hafa verið til at-
hugunar síðustu daga.
Skrautlauf úr kopar
„Það er mjög óvenjulegt að safn-
inu berist nokkuð þessu líkt. Hins
vegar vitum við ekkert um uppruna
þessara gripa svo við leitum eftir
upplýsingum frá þeim sem kunna
að vita hvaðan gripirnir koma,“
segir Ármann Guðmundsson, sér-
fræðingur fornminja hjá Þjóðminja-
safninu. Hann telur ekki ósennilegt
að kopargripir í þessari sendingu
séu af erlendum uppruna; það er
spjótsoddur og skrautlauf, sem lík-
ast til hafi verið skeytt við stöng
eða skaft. Þá sé í sendingu þessari
annar spjótsoddur úr járni sem
ýmislegt bendi til að sé frá 10. öld.
„Við munum rannsaka alla þessa
gripi, það er efnagreina og
röntgenmynda auk þess sem hand-
bragð og tákn úr menningarsög-
unni geta alltaf gefið okkur vís-
bendingar. Gerðfræðilegar rann-
sóknir köllum við slíkt, það er að
skoða hlutina í samhengi við annað.
Og þá þurfum við fyrst og síðast
upplýsingar, til dæmis frá þeim
sem fór með þessa gripi í gáminn á
Dalvegi eða öðrum sem til þekkja.
Það mun verða okkur afar gagn-
legt. Það er mjög óvenjulegt að
nokkuð þessu líkt hafi verið í einka-
eigu og endi svo í nytjagámum,“
segir Ármann.
Gripir úr jörð
Gripirnir sem um ræðir virðast
komnir úr jörð og óskar Þjóðminja-
safn Íslands eftir upplýsingum frá
þeim sem kunna að þekkja til
þeirra. Viðkomandi eru beðnir um
að hafa samband við Þjóðminjasafn
Íslands eins og lög gera ráð fyrir.
„Svona gripir eru sameign okkar
allra og mega ekki fara í svelginn,“
segir Ármann – og bætir við að
gripir úr jörð almennt þurfi að fá
sérstaka meðferð forvarða og við-
eigandi aðstæður. Varðveisla þeirra
og sýning ráðist annars mjög af
þeim upplýsingum sem nú er leitað
eftir.
Morgunblaði/Arnþór
Munir Oddar af örvum og spjótum, skrautlauf, brot úr lyfjaglasi og hálsfesti voru í sendingunni góðu.
Merkir gripir bárust
úr Góða hirðinum
Fágæti til Þjóðminjasafnsins úr Góða hirðinum Spjóts-
oddur hugsanlega frá 10. öld Upplýsinga er nú leitað
Morgunblaði/Arnþór
Spjótsoddur Gæti verið frá 10. öld-
inni, segir Ármann Guðmundsson,
sérfræðingur á Þjóðminjasafni.
„Það vantar ennþá talsvert upp á,“
segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir,
formaður kjaranefndar Ljósmæðra-
félags Íslands, við Morgunblaðið og
vísar til nýgerðs kjarasamnings ljós-
mæðra sem félagið hafnaði í gær.
Eins og kom fram á mbl.is hljóðaði
nýi samningurinn upp á 4,21 pró-
sents launahækkun og innspýtingu
fjármagns inn í heilbrigðisstofnanir
frá heilbrigðisráðuneytinu. Útlit er
fyrir að samningaviðræður muni
dragast eitthvað áfram, en eftir helgi
mun kjaranefnd Ljósmæðrafélags-
ins funda um næstu skref.
Hefði viljað gera miklu betur
Aðspurð segist Katrín Sif sjálf
ekki hafa verið ánægð með samning-
inn sem um ræðir. „Við í kjaranefnd-
inni vorum komin þarna með mála-
miðlun og okkur þótti því rétt að
félagsmenn myndu kjósa sjálfir um
hana,“ segir Katrín Sif, en tæplega
70% þeirra sem þátt tóku í atkvæða-
greiðslunni greiddu atkvæði gegn
samningnum.
Mögulega fjölgar uppsögnum
„Maður getur svo sem gert sér
það í hugarlund að uppsögnum muni
fjölga frekar en að það dragi úr
þeim,“ segir Katrín Sif ennfremur,
en fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt
upp störfum og munu uppsagnirnar
taka gildi 1. júlí næstkomandi.
Katrín Sif segir að eðlilega taki
þessi barátta á ljósmæður og nefnir
að á Landspítalanum muni 19 ljós-
mæður ganga út um næstu mánaða-
mót ef ekkert breytist. „Það er mjög
rafmagnað andrúmsloftið þar,“ segir
Katrín Sif og bætir við: „Það eru
nokkrar hættar nú þegar. Þetta eru
allt konur sem fara út með alveg
gríðarlega reynslu.“ teitur@mbl.is
Ljósmæður felldu
nýja samninginn
Fjöldi ljósmæðra gengur út 1. júlí
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar, segir það
geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir
útgerðir að ekki muni takast að
lækka veiðigjöldin á þessu þingi.
„Það að hafa ekki náð fram þessum
breytingum núna er alvarlegt. Ég
vona að það hafi sem minnst áhrif, en
ég óttast að þetta hafi afleiðingar í
för með sér sem menn verða þá að
horfast í augu við því þingið hafði
ekki burði til þess að taka málið til
efnislegrar meðferðar eins og lagt
var upp með hér í síðustu viku. Það
var komið í veg fyrir það,“ segir Óli
Björn, spurður um líkleg áhrif þess
að veiðigjöld haldist óbreytt fram að
áramótum.
„Það er alveg ljóst að það eru
margar útgerðir sem glíma við veru-
legan vanda. Afkoman hefur versnað
verulega, útflutningsverðmæti eru
mun minni heldur en þau voru en
veiðigjöldin hafa verið að hækka.
Það er frammi fyrir þessum stað-
reyndum sem það var rétt og skylt
að lækka veiðigjöldin, þ.e.a.s. færa
þau nær raunveruleikanum.“
Hann segir nauðsynlegt að horfa
til þess að hér sé ekki bara verið að
ræða um útgerðir og fiskvinnslu
heldur séu fyrirtæki sem þjónusta
sjávarútveginn sem eiga mörg hver
allt sitt undir að það gangi vel. Veiði-
gjöldin hafi einnig bein áhrif á mörg
sveitarfélög. „Þetta hefur bein áhrif
á sveitarfélögin, áhrif á samfélög lítil
og stór, ef útgerðarfyrirtækin berj-
ast í bökkum og ég tala nú ekki um ef
einhver leggja upp laupana. Það er
ekki tilgangur veiðigjaldanna að
ganga af útgerðum dauðum, heldur
að þau séu greiðsla fyrir réttinn og
endurspegli afkomu útgerðarinnar
og það er ekki að gerast.“
Kjararáð rætt á mánudaginn
Formenn allra flokka sömdu á
fimmtudagskvöldið hvaða mál fá af-
greiðslu á þingi fyrir þinglok. Óli
Björn býst við því að frumvarp um
niðurfellingu kjararáðs fari í aðra
umræðu á mánudaginn en skipunar-
tími núverandi kjararáðs rennur út
30. júní og með lögunum verður ekki
skipað nýtt. Ný persónuverndarlög-
gjöf verður einnig tekin fyrir í næstu
viku og er það stærsta málið sem á
eftir að afgreiða á þessu þingi. Per-
sónuverndarlöggjöfin er enn í alls-
herjar- og menntamálanefnd og mun
nefndin funda yfir helgina. Páll
Magnússon, formaður allsherjar- og
menntamálanefndar, býst við því að
hægt verði að afgreiða málið úr
nefnd um eða eftir helgina.
Óbreytt veiðigjöld sliga útgerðir
Veiðigjöld hafa hækkað samhliða versnandi afkomu útgerðar Formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar telur líklegt að óbreytt veiðigjöld geti haft slæm áhrif
Morgunblaðið/Hari
Þing Þingmenn vinna nú hörðum höndum að síðustu málunum fyrir þinglok.
Langar og þéttar hafísspangir
sáust greinilega skammt norður
undan Vestfjörðum um hádegi í
gær, þegar TF-SIF, flugvél Land-
helgisgæslunnar, flaug þar yfir.
Ásamt áhöfn voru um borð vís-
indamenn frá Veðurstofunni og
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
auk blaðamanns og ljósmyndara
Morgunblaðsins.
Meginbrún hafíssins reyndist
liggja um 23 sjómílur frá Kögri. Við
jaðarinn reyndist ísinn nokkuð
þéttur, en talsvert gisnari þar norð-
ur af. Myndarlegur borgarísjaki
var innan um ísinn, tæpir tveir
hektarar að flatarmáli, en lágur
var hann og flatur. Nánar má lesa
um flugið á vefsíðu 200 mílna.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ís Í borgarísjakanum sjást rákir eftir vatn,
frá því hann var áfastur Grænlandsjökli.
Þéttar hafísspangir
hjá Vestfjörðum