Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Bandaríski ljósmyndarinn David
Douglas Duncan er látinn, 102 ára
að aldri. Hann lést í Suður-
Frakklandi, þar sem hann var bú-
settur í nær sex áratugi. Duncan var
einn áhrifamesti frétta- og heimilda-
ljósmyndari seinni hluta 20. aldar og
öðlaðist heimsfrægð fyrir skrásetn-
ingu sína á átökum, ekki síst Kóreu-
stríðinu, en myndir hans birtust
reglulega í virtustu tímaritum síns
tíma. Þá var Duncan höfundur rúm-
lega tuttugu bóka og sú fyrsta sem
öðlaðist verulega frægð var „This Is
War“ sem kom út árið 1951, fjallar
um Kóreustríðið og þótti sýna hryll-
inginn á afhjúpandi hátt.
Á seinni hluta ævinnar var Dunc-
an þekktur sem hirðljósmyndari
Pablos Picasso. Hann fór fyrst óboð-
inn að hitta listamanninn heims-
fræga, Jacqueline eiginkona hans
bauð Duncan inn og að spjalla við
Picasso, sem var í baði. Þeir urðu
bestu vinir og eyddi Duncan miklum
tíma með Picasso síðustu 17 árin
sem málarinn lifði, og gaf út fjölda
bóka með myndum af lífi hans og
umhverfi.
Við Duncan hittumst nokkrum
sinnum á árlegri hátíð helgaðri
fréttaljósmyndun í Suður-Frakk-
landi og árið 2002 átti ég við hann
samtal sem birtist hér í blaðinu. Við
gengum þá saman um ljósmynda-
sýningar og sumar sýndu stríðsátök.
„Hér er mikið af frábæru efni í
myndum,“ sagði hann, „en kannski
of mikið af tragík og óhugnaði. Ég
vildi gjarnan sjá fleiri myndasögur
með hamingju og léttleika. Það er
erfitt að nota myndavél til að segja
sögu en það er auðvelt að nota
myndavél við að segja stríðsfréttir.
Stríð er það auðveldasta sem þú get-
ur myndað; alls staðar eru særðir,
drama, sorg... Maður þarf bara að
vita hvernig stríð eru háð, komast
nálægt átökunum og vera heppinn.
Þegar stríð bresta á fara allir þessir
ljósmyndarar af stað og vilja ná
MYNDINNI. Það er auðvelt. En að
fylgjast með lífi fólks og gera heild-
stæða sögu, það er erfitt en gefur
ljósmyndaranum svo miklu meira.“
Hann sagði að þrátt fyrir að hann
væri hvað þekktastur fyrir stríðs-
myndir hefði stríðsljósmyndun verið
atvinna fyrir sér, ekki áhugamál. Þá
hefði lífið verið auðveldara fyrir ljós-
myndara hér áður fyrr. „Nú hafa all-
ir séð atburðina í sjónvarpsstöðv-
unum; við ljósmyndarar þurfum að
gera mjög óvenjulegar sögur til að
grípa athyglina. En samt er þessi
urmull góðra ljósmyndara á ferðinni
í dag og allir vilja verða nýr Cartier-
Bresson, Eisenstadt, James
Nachtway – eða Douglas Duncan!“
En myndlist var áhugamál og
hann naut þess að kynnast Picasso.
„Ég var ekki málari, ekki listfræð-
ingur heldur bara ljósmyndari og Pi-
casso gat verið alveg afslappaður
gagnvart mér,“ sagði hann. „Picasso
var alltaf í vinnustofunni en hann
var forvitinn um heiminn og vildi
spjalla. Ég var alltaf á ferðinni, í
Rússlandi, í Palestínu, Asíu, og þeg-
ar ég sneri heim til Frakklands
heimsótti ég hann og sagði sögur.
Picasso skildi hvað ég var að gera
með öllum þessum myndum, hann
vissi að með tímanum yrði þetta yrði
merkileg heimild. Ég gaf honum oft
prent og hann lék sér að sumum
þeirra, málaði á þau, og ég myndaði
Morgunblaðið/Einar Falur
Sögustund David Douglas Duncan á ljósmyndahátíð í Perpignan í Frakk-
landi árið 2002 og heimsþekktir ljósmyndarar hlýða á sögur meistarans,
þeir Nick Knight, Christopher Morris og James Nachtaway.
Frægur stríðs-
ljósmyndari allur
David Douglas Duncan látinn
Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig er
þekkt undir nafninu Shoplifter, verður í dag, laugardag,
klukkan 15 með leiðsögn um sýningu sína Innrás II í Ás-
mundarsafni við Sigtún.
Á sýningunni laumar Hrafnhildur verkum sínum inn á
milli sumra verka Ásmundar Sveinssonar, sveipar önnur
dýrðarljóma eða hjúpar þau með sínum hætti. Verk
hennar eru í tilkynningu sögð „rómantísk, kjánaleg,
fyndin og falleg. Hún hefur leikið sér með andstæður,
fínlega efnisnotkun og handverk ásamt ofhlæði og af-
káraleika.“ Í vikunni var tilkynnt að Hrafnhildur yrði
fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári.
Hrafnhildur segir frá verkum sínum
Hrafnhildur –
Shoplifter
Ingibjörg Jóhannsdóttir, annar sýningarstjóra Ýmissa
kvikinda líki - Íslensk grafík, sýningar sem nú stendur
yfir í Listasafni Íslands, verður með leiðsögn á sunnudag
klukkan 14.
Á sýningunni má sjá hvernig 27 samtímalistamenn,
sem þekktari eru fyrir vinnu í aðra miðla, hafa beitt
margbreytilegri skapandi færni og ýmiss konar prent-
tækni. Sýningarstjórarnir Ingibjörg og Pari Stave hafa
valið á sýninguna verk eftir listamenn sem vinna jafn-
hliða í grafík og aðra miðla. Meðal sýnenda eru rithöf-
undar og tónskáld en einnig myndlistarmenn; elstu verk-
in eru frá 1957 en þau yngstu eru sköpuð á staðnum.
Leiðir gesti um grafíksýningu
Ingibjörg
Jóhannsdóttir
Undir trénu 12
Agnes grípur Atla við að
horfa á gamalt kynlífs-
myndband og hendir honum
út. Atli flytur þá inn á for-
eldra sína, sem eiga í deilu
við fólkið í næsta húsi.
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 22.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 20.00
Mýrin 12
Metacritic 75/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 18.00
On Body and Soul 12
Metacritic 77/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 22.00
In the Fade 12
Metacritic 64/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.30
Call Me By Your
Name 12
Metacritic 93/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 20.00
Doktor Proktor og
tímabaðkarið
Opnunarmynd alþjóðlegrar
barnakvikmyndahátíðar í
Reykjavík. Myndin er talsett
á íslensku.
Bíó Paradís 16.00
Krummi Klóki Bíó Paradís 16.00
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Þegar eldfjallið á eyjunni
vaknar til lífsins, þá þurfa
Owen og Claire að bjarga
risaeðlunum frá útrýmingu.
Metacritic 52/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00,
20.00, 22.40
Sambíóin Álfabakka 14.15,
17.00, 19.45, 22.30
Sambíóin Egilshöll 14.00,
17.00, 20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 17.00,
19.45, 22.30
Smárabíó 13.00, 13.30,
16.00, 16.30, 19.00, 19.30,
19.40, 22.00, 22.20, 22.30
Háskólabíó 15.30, 18.20,
21.00
Borgarbíó Akureyri 15.00,
17.00, 19.30, 22.10
Terminal 16
Myndin fjallar um tvo leigu-
morðingja í illum erinda-
gjörðum, forvitna þjón-
ustustúlku ,kennara sem
haldinn er ólæknandi sjúk-
dómi og húsverði sem býr
yfir hættulegu leyndarmáli.
Metacritic 26/100
IMDb 5,2/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni
16.00, 18.10, 20.20, 22.30
Sambíóin Akureyri 21.30
Avengers: Infinity
War 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 68/100
IMDb 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 14.20,
17.30, 20.40, 22.15
Sambíóin Egilshöll 14.00,
17.00, 22.20
Vargur 16
Bræðurnir Erik og Atli eiga
við fjárhagsvanda að stríða.
Þeir grípa til þess ráðs að
smygla dópi. Erik skipulegg-
ur verkefnið og allt virðist
ætla að ganga upp, en
óvænt atvik setur strik í
reikninginn.
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,6/10
Smárabíó 22.00
Háskólabíó 21.00
Bíó Paradís 18.00
I Feel Pretty 12
Höfuðmeiðsl valda því að
kona fær ótrúlega mikið
sjálfstraust og telur að hún
sé ótrúlega glæsileg.
Metacritic 47/100
IMDb 4,5/10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.40, 20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Overboard Metacritic 42/100
IMDb 5,4/10
Háskólabíó 18.30
Bókmennta- og
kartöflubökufélagið
Rithöfundur myndar óvænt
tengsl við íbúa á eynni
Guernsey, skömmu eftir
seinni heimsstyrjöldina, þeg-
ar hún skrifar bók um
reynslu þeirra í stríðinu.
Háskólabíó 15.50, 18.00
Rampage 12
Metacritic 45/100
IMDb 6,4/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum.
Laugarásbíó 13.50, 15.50
Smárabíó 12.50, 15.00,
17.10
Háskólabíó 15.40
Borgarbíó Akureyri 15.00
Pétur Kanína Pétur reynir að lauma sér
inn í grænmetisgarð nýja
bóndans og þeir há mikla
baráttu.
Smárabíó 13.30
Lói – þú flýgur aldrei
einn Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 13.10, 15.15
Bíó Paradís 16.00
Víti í Vestmanna-
eyjum Morgunblaðið bbbbn
Sambíóin Álfabakka 14.15
Sambíóin Egilshöll 14.00
Sambíóin Akureyri 17.10
Midnight Sun
Myndin fjallar um 17 ára
gamla stelpu, Katie. Hún er
með sjaldgæfan sjúkdóm
sem gerir hana ofur-
viðkvæma fyrir sólarljósi.
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Sambíóin Kringlunni 15.50,
18.00, 20.20, 22.35
Sambíóin Akureyri 19.30
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 62/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 14.00, 19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 14.20, 16.50, 19.40,
22.30
Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Keflavík 17.00, 19.45
Solo: A Star Wars Story 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og
hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur
inn í líf hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Laugarásbíó 17.40, 20.00
Smárabíó 17.30, 19.50
Háskólabíó 15.40, 18.10,
20.50
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Deadpool 2 16
Morgunblaðið
bbbnn
Metacritic 68/100
IMDb 8,6/10
Laugarásbíó 22.10
Sambíóin Keflavík
22.30
Smárabíó 16.40,
19.50, 22.30
Háskólabíó 20.30
Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio