Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns Ljósmynd/Magni Fyrsti leikur Fjöldi fólks mætti á fyrsta heimaleik Magna í sumar þegar liðið tók á móti Þrótti Reykjavík í blíð- skaparveðri fyrr í vikunni. Liðið þurfti þó að lúta í lægri haldi en lokatölur voru 4-1 eftir jafnan leik framan af. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Þetta var unnið í sjálfboða-vinnu á kvöldin og í frí-tíma fólks héðan úrGrenivík og nágrenni,“ segir Heimir Ásgeirsson, eigandi Eyjabita og einn bakhjarla knatt- spyrnuliðsins Magna, um nýja stúku félagsins sem tekin var í notkun fyrr í vikunni. Magni hefur undanfarin ár leikið í neðri deild- um á Íslandi en komst í fyrra upp í næstefstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1978, en þar er gerð krafa um ákveðna stærð af stúku. Alls tekur stúkan nú um 380 manns í sæti og rúmar því alla íbúa Grýtubakkahrepps og rúmlega það, en íbúar hreppsins eru 372 talsins. Heimir segir að það hafi tekið um tvær vikur að reisa stúk- una með aðstoð fjölda velunnara félagsins. 620 klukkustundir af vinnu „Það voru sex smiðir sem unnu á kvöldin og í öllum sínum frítíma við að reisa stúkuna með góðri hjálp félagsmanna. Þess utan héldum við eitt vinnukvöld þar sem um 30 manns mættu, bæði gamlir leikmenn Magna og íbúar í bænum. Í heildina held ég að þetta hafi verið um 620 klukkustundir af vinnu. Efnið fengum við frá Byko og Eyjabiti sá síðan um gámana sem hýsa fjölmiðlamenn,“ segir Heimir sem telur að ef verkið hefði verið boðið út hefði kostnaður ver- ið í kringum 15 milljónir króna. Spurður um hvort stúkan sé ekki of stór fyrir jafnlítinn bæ og Grenivík segir Heimir að í fyrsta leik hafi það sýnt sig að svo er ekki. „Í fyrsta leik á móti Þrótti Reykjavík var stúkan þéttsetin og mikil stemning. Næst er síðan ná- grannaslagur á móti Þór Akureyri og það er alveg klárt að það verður fullt á þeim leik og rúmlega það,“ segir Heimir. Heitur pottur í VIP-stúkunni Nýlega kom fram hugmynd um að búa til svokalla heiðursstúku við hlið nýju stúkunnar, þar sem nú er lítil geymsla. Þar yrði komið fyrir heitum potti þar sem fólk gæti setið og fylgst með leikjum liðsins. Á þaki geymslunnar sem um ræðir er pallur sem áður var hugsaður sem aðstaða fyrir fjölmiðlamenn. Að- spurður segir Heimir að sér hafi verið bent á þessa hugmynd en hún sé þó ekki á dagskrá á næstunni. „Þetta var hugmynd sem fjöl- miðlamenn að sunnan komu með og ég heyrði nú bara fyrst af þessu fyrir nokkrum dögum. Maður vill ekki fara að lofa upp í ermina á sér enda er þetta ekkert sem maður er farinn að hugsa út í. Allur kraftur- inn fór í að byggja þessa stúku en svo veit maður aldrei í framtíðinni,“ segir Heimir, en framundan hjá Magnamönnum er bygging nýs vallarhúss. Hingað til hafa klefar sundlaugar bæjarins verið notaðir sem aðstaða fyrir knattspyrnuliðið þegar leikir fara fram. „Þegar leikir fara fram er sundlauginni lokað auk götunnar frá sundlauginni að vallarstæðinu. Næst á dagskrá hjá okkur er því að reisa aðstöðuhús við hlið vallarins svo að sundlaugin geti verið opin og ekki þurfi að loka götunni,“ segir Heimir. Reistu stúku sem rúmar alla íbúana Íbúar Grýtubakkahrepps reistu í sameiningu nýja stúku fyrir knattspyrnulið hreppsins, Magna. Stúkan, sem reist var á um tveimur vikum, tekur nú 380 manns í sæti en íbúarnir eru 372 talsins. Heimamenn eru sannfærðir um að um heimsmet sé að ræða. Undirbúningur Jafnt ungir sem aldnir komu að verkinu. Vinna Margir íbúar Grenivíkur lögðu hönd á plóg þegar kom að vinnu við stúkuna. Það tók rétt rúmlega tvær vikur að reisa stúkuna. Bláa lóns þrautin eða Blue Lagoon Challenge, stærsta fjallahjólakeppni ársins, fer fram í 22. skiptið í dag. Um 700 þátttakendur eru skráðir í keppnina en þeir munu hjóla 60 kíló- metra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði, um Reykjanesið og að bílastæðum Bláa lónsins í Svartsengi í Grindavík. Búast má við æsispennandi keppni í ár en Ingvari Ómarssyni, Íslands- meistara í fjallahjólreiðum, er spáð velgengni. Einnig má búast við harðri sam- keppni í kvennaflokki en Anna Kristín Sigurpálsdóttir sigraði í fyrra. Var þá rétt rúma 2 tíma að hjóla kílómetrana sextíu. Auk Önnu eru margar af bestu hjólakonum landsins skráðar til leiks sem og Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari. Bláa lónið styrkir þátttöku Hjóla- krafts og rennur allur ágóði keppn- innar til uppbyggingar á starfi Hjól- reiðafélags Reykjavíkur. Keppnin er ræst kl. 19.40 frá Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hópurinn hjólar saman í lögreglufylgd um 3 km til suðurs, þar sem tímataka hefst. 700 þátttakendur eru skráðir í Bláa lóns þrautina 60 kílómetra hjólaleið og búast má við afar spennandi keppni Bláa lóns þraut Tekið verður á rás í stórbrotnu umhverfi á Reykjanesskaganum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.