Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 Gardavatn& Feneyjar sp ör eh f. Haust 13 AUKA BROTTFÖR Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda meðal allra fegurstu staða Ítalíu. Við dveljum í yndislega bænum Torbole, njótum þess að sigla á Gardavatni, heimsækjum Feneyjar og elstu borg Norður-Ítalíu, Veróna. Ferðina endum við í Seefeld í Tíról, þar sem við njótum náttúrunnar milli hárra og tignarlegra fjalla. 27. september - 7. október Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hæstiréttur Íslands ógilti í fyrsta sinn hjúskap með dómi á fimmtudag í máli hælisleitanda og íslenskrar konu með þroskafrávik. Sneri dómurinn niðurstöðu héraðsdóms sem hafði hafnað ógildingu. Hæstiréttur taldi að hjúskapnum að baki hefði legið eindregin ráðagerð mannsins um að öðlast dvalarleyfi hér á landi og byggist niðurstaðan á síðari málslið 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. hjúskap- arlaga nr. 31/1993. Þar segir að annað hjóna geti krafist ógildingar hjúskap- ar síns hafi það verið viti sínu fjær þegar vígsla fór fram eða að öðru leyti svo ástatt um það að það mátti þá eigi skuldbinda sig til hjúskapar að lögum. segir Pétur Örn Sverrisson, lögmaður konunnar. „Þetta er einstakt mál hérlendis. Hjúskapur hefur ekki verið ógiltur hér á landi með dómi áður,“ segir Pét- ur Örn og tekur fram að í málflutningi hafi verið vísað í dönsk dómafordæmi til að finna sambærilegar aðstæður. Hæstiréttur leit meðal annars til þess að skammur tími hafði liðið frá fyrstu kynnum hjónanna og þar til þau stofnuðu til hjúskapar, um tveir mán- uðir. Fyrir dóminn var lögð matsgerð barna- og unglingageðlæknis, en þar kom m.a. fram að konan hefði skýr einkenni einhverfu og þroskaskerð- ingar. Þá sagði að hafið væri yfir allan vafa að færni konunnar til að gera sér grein fyrir því hvað fælist í hjónabandi hennar og mannsins væri verulega skert. Taldi Hæstiréttur að í aðdrag- anda hjúskaparstofnunar hefðu verið uppi svo sérstakar aðstæður með tilliti til andlegrar stöðu konunnar, að þeim yrði fyllilega jafnað við að hún hefði í skilningi ákvæðisins ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur. Mál mannsins er til skoðunar Mál mannsins er nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hver staða um- sóknar hans er nú eða hvort hann hafi þegar fengið dvalarleyfi. Þórhildur Hagalín, upplýsinga- fulltrúi Útlendingastofnunar, segir að tímabundið dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar verði ekki veitt ef staðfest- ur grunur er um að það sé til mála- mynda. Sé leyfi veitt, gildi það á með- an forsendur séu enn fyrir því, en síðar geti komið til þess að dvalarleyfi sé veitt ótímabundið. „Ef grunur er um málamyndahjú- skap og sá grunur er staðfestur, þá er ekki veitt dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar. Að sama skapi er það þannig að ef dvalarleyfi hefur verið veitt á grundvelli hjúskapar sem síð- ar er felldur úr gildi, þá er forsendan fyrir því dvalarleyfi brostin,“ segir hún og nefnir að hið sama gildi um skilnað. Þórhildur segir að aðrar ástæður geti þó legið að baki veitingu dvalarleyfis. „Það geta verið komnar forsendur fyrir dvalarleyfi á öðrum grundvelli, t.d. ef viðkomandi hefur eignast börn hér á landi sem eru íslenskir ríkis- borgarar o.fl.“ segir hún. Skoða mál hælisleitanda í kjölfar dóms  Giftist þroskaskertri konu til að afla dvalarleyfis  Verulega skert færni til að skilja inntak hjúskapar Pétur Örn Sverrisson Þórhildur Hagalín Standi vörð um bágstadda „Það er afskaplega dapurlegt að vita til þess að einhverjir vilji nýta sér bágindi fólks með þessum hætti, en jafnframt er gott að sjá að réttarkerfið stendur vörð um þá sem minna mega sín þegar svona atvik koma upp,“ „Viðræðurnar hafa gengið vel,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, en fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, VG og Pírata hafa fundað eftir sveitastjórnarkosningarnar með myndun nýs meirihluta í Reykjavík í huga. Þórdís vildi ekki segja nákvæm- lega hvað hefði farið fram á fund- unum. „Við höfum sagt það áður að við förum í gegnum málaflokkana, höfum farið dýpra og dýpra og er- um að átta okkur á því hvernig við viljum sjá næstu fjögur ár.“ Spurð hvort ekki sé líklegra en ekki að flokkarnir myndi nýjan meirihluta í borginni segir Þórdís ekki hægt að segja til um það. „En það gengur mjög vel og hefur gert frá byrjun.“ Hún segir að flokkarnir muni halda áfram að funda um helgina en áður hefur verið greint frá því að stefnt sé að því að ljúka við- ræðum fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar 19. júní. Oddvitar flokkanna hafa lítið sem ekkert viljað tjá sig um hver verð- ur borgarstjóri ef samstarfið geng- ur eftir. Þórdís segir þau nú vera að ræða málefnin og borg- arstjórastóllinn verði skoðaður seinna. johann@mbl.is Flokkarnir funda áfram um helgina  Viðreisn segir viðræður ganga vel Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðræður Hugsanlegt meirihluta- samstarf er í mótun í Reykjavík. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Rebekka Rut Harðardóttir er 12 ára Árbæingur sem verður bolta- beri Kia á fyrsta leik Íslands í sögu HM, þegar liðið mætir Argentínu 16. júní á Spartak Stadium í Moskvu. Askja er umboðsaðili KIA á Íslandi en Kia Motors stendur fyrir valinu á boltabera Kia fyrir fjölmarga leiki á HM í Rússlandi. Bílaumboðið Askja fékk það verð- uga verkefni að útnefna boltabera fyrir leik Íslands og Argentínu. Í kjölfarið var farið af stað með keppni fyrir áhugasama þar sem aðsóknin fór fram úr vonum, að sögn Elvars Þórs Hjörleifssonar, markaðsfulltrúa Kia á Íslandi. Hátt í 300 börn fædd tímabilið 2004-2007 sendu inn myndbönd þar sem þau sýndu ástríðu sína fyrir fótbolta og framkvæmdu ýmsar fót- boltakúnstir. Loks komust 10 krakkar í lokaúrslit í þáttunum Söguboltanum á RÚV þar sem Rebekka Rut varð hlutskörpust. „Ég bara elska fótbolta“ Rebekka Rut segist hafa orðið mjög undrandi þegar henni var til- kynntur sigurinn. „Ég elska fót- bolta og ég var bara að gera þarna það sem ég geri vanalega.“ Rebekka hefur æft fótbolta með Fylki frá því hún var fimm ára og fylgist einnig vel með fótboltanum þess utan, en Liverpool er hennar lið. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að spila fótbolta, mæta á æfingar og æfa mig. Ég bara elska fótbolta.“ Spurð hvaða stöðu á vellinum henni finnst skemmtilegast að spila svarar Rebekka: „Ég hef spilað út um allt. En skemmtilegast finnst mér að spila á miðjunni. Gylfi og Aron Einar eru þar og það er lykil- staða í leiknum. En ég er líka að prófa aðrar stöður.“ Rebekka seg- ist jafnframt vilja stefna á atvinnu- mennskuna í framtíðinni. Stíf dagskrá í Moskvu Rebekka mun fara til Rússlands með föður sínum, Herði Valssyni, daginn fyrir leikinn sögufræga og tekur þá við stíf dagskrá, að sögn þeirra. „Þetta verður mikið ævin- týri, við mætum snemma á leikvöll- inn til að æfa prógrammið en þetta er mjög stórt allt.“ Faðir hennar tekur undir. „Við erum að fara til Rússlands í fyrsta sinn og fáum að heimsækja helstu staðina í borginni á þessum stutta tíma á vegum Kia. Það er ljóst að það er mikið um- stang í kringum þetta.“ Rebekka mun leiða fyrirliðana Lionel Messi og Aron Einar Gunn- arsson út á völlinn. Spurð hvort hún sé stressuð fyrir hlutverkinu segist hún vera róleg. „Ég er aðal- lega spennt að hitta alla þessa fót- boltamenn, þetta eru fyrirmynd- irnar mínar.“ Rebekka segir marga spennta fyrir sína hönd og þá sérstaklega samnemendur hennar í Árbæjar- skóla, þar sem ljóst er að margir munu fylgjast með og hvetja hana áfram í boltaberahlutverkinu. „Þetta er búið að vekja rosalega mikil athygli í skólanum og það eru allir að segja að þeir ætli að horfa á leikinn.“ Morgunblaðið/Hari Spennt Rebekka Rut er að vonum mjög spennt fyrir því að labba inn á völlinn með fótboltahetjum sínum. Hún hefur æft fótbolta með Fylki frá 5 ára aldri. Íslensk stúlka boltaberi á fyrsta leik Íslands á HM  Valin úr hópi 300 barna til að leiða fyrirliðana á völlinn 7 DAGAR Í FYRSTALEIK ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.