Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Velferðarráðuneytinu bar að gera frekari athuganir á kvörtunum barnaverndarnefnda á höfuðborgar- svæðinu vegna Barnaverndarstofu og Braga Guðbrandssonar, for- stjóra hennar. Ávirðingar voru þess eðlis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í óháðri úttekt á málsmeð- ferð og efnislegri athugun velferð- arráðuneytisins sem kynnt var á fundi með blaðamönnum í gær. Meðal þess sem þar kom fram var að athugasemd var gerð við hvernig velferðarráðuneytið tók á málum Barnaverndarstofu og forstjóra stofnunarinnar. Upphaf þessa máls má rekja til kvartana sem komu fram á fundi sem Þorsteinn Víglundsson, þáver- andi ráðherra félags- og jafnréttis- mála, átti með Tómasi Hrafni Sveinssyni, formanni barnaverndar- nefndar Reykjavíkur, Þórdísi Bjarnadóttur, formanni barna- verndarnefndar Hafnarfjarðar, og Kolbrúnu Þorkelsdóttur, formanni barnaverndarnefndar Kópavogs, ásamt Regínu Ásvaldsdóttur, svið- stjóra velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar, en fundurinn mun hafa ver- ið haldinn að beiðni formannanna. Töldu stöðuna alvarlega Af gögnum málsins verður ráðið að tilefni fundarins hafi verið að formenn framangreindra barna- verndarnefnda töldu alvarlega stöðu vera uppi í barnaverndarmál- um á höfuðborgarsvæðinu og þar voru alvarlegar athugasemdir gerð- ar við háttsemi og framgöngu Braga og annars starfsfólks. Bragi er nú í eins árs leyfi frá stofnuninni. Í byrjun síðasta mánaðar til- kynnti forsætisráðuneytið að áður- nefnd úttekt færi fram og var hún unnin að ósk Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttis- málaráðherra. Ekki brot í Hafnar- fjarðarmálinu Ein af niðurstöðum úttektarinnar var að Bragi hefði ekki brotið af sér með upplýsingagjöf til afa barna í Hafnarfirði, svokölluðu Hafnar- fjarðarmáli, en að velferðarráðu- neytið hefði gerst brotlegt við grundvallarreglur stjórnsýslurétt- arins um andmælarétt, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga. Í úttektinni er einnig fundið að þeirri niðurstöðu sem velferðarráðuneytið tilkynnti forstjóra Barnaverndarstofu 27. febrúar 2018 að hann hafi átt að beina máli sem hann hafði afskipti af hjá barnavernd Hafnarfjarðar í annan farveg og að hann hafi farið út fyrir verksvið sitt með því að gera það ekki. Fór út fyrir valdsvið sitt Í úttektinni eru tiltekin 18 dæmi þar sem forstjóri Barnaverndar- stofu virðist hafa farið út fyrir vald- svið sitt. M.a. hafði hann bein af- skipti af barnaverndarmáli sem var í vinnslu hjá barnavernd Reykjavík- ur. Hann virðist hafa lofað yfirvöld- um í tilteknu landi því að barn yrði á Íslandi og færi ekki í umsjón ann- ars foreldris. Hann hafi komið að tilhögun þess að barn færi á BUGL, en ekki verði séð að lagaheimild hafi verið fyrir þeim afskiptum. Þá hafi hann hringt drukkinn í tvígang í starfsmann barnaverndar Reykja- víkur vegna tveggja telpna, en faðir þeirra var vinur Braga. Af sam- tölum við starfsmenn nefndarinnar sé ljóst að slík tilvik séu í raun miklu fleiri þar sem afskipti Braga hafi ekki alltaf verið skráð. Að sögn Kjartans er boltinn nú í höndum velferðarráðherra, Ás- mundar Einars Daðasonar, um hver næstu skref verða í málinu. Ráðuneytið gagnrýnt  Samkvæmt úttekt átti að gera frekari athuganir á kvörtunum vegna Braga og Barnaverndarstofu  Bragi er sagður hafa farið ítrekað út fyrir valdsvið sitt Morgunblaði/Arnþór Fundur Kjartan Bjarni Björgvinsson kynnti niðurstöður úttektar sem unnin var að beiðni forsætisráðherra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Engjateig í Reykjavík eftir hádegi mánudaginn 4. júní síðastliðinn, en tilkynnt var um árásina laust fyrir klukkan hálf- þrjú. Kemur þetta fram í tilkynn- ingu frá lögreglunni. Árásin átti sér stað á eða við göngustíg sem liggur á milli Engja- teigs 9 og 11, að Sigtúni. Þar veitt- ist rúmlega tvítugur maður að karl- manni um fertugt sem var á göngu með hundinn sinn. Árásarmaðurinn lét höggin dynja á honum, notaði hjól sitt sem barefli og skildi fórnarlamb sitt efir í blóði sínu. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárás- inni að hafa samband í síma 444- 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið hermann.pall@lrh.is eða í einka- skilaboðum á Facebook-síðu lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Eggert Sakamál Ráðist var á manninn með reiðhjóli og hann barinn á götu úti. Vitni að árás gefi sig fram Hafliði Helgason hefur verið ráð- inn upplýsinga- fulltrúi dóms- málaráðuneytis- ins. Starfið var auglýst í mars og svo á nýjan leik í apríl. Segir frá þessu á vefsíðu ráðuneytisins. Hafliði hefur að undanförnu starfað sem fram- kvæmdastjóri Hringbrautar, en á að baki langan feril við frétta- mennsku og almannatengsl, m.a. hjá Fréttablaðinu og Framtakssjóði Íslands. Hann hefur MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, auk menntunar í blaðamennsku og hug- vísindum. Hann kemur til starfa í ráðuneytinu í byrjun ágúst næst- komandi. Nýr upplýsinga- fulltrúi dómsmála Hafliði Helgason „Ef það er krafa að það sé þurrt alla helgina þá eru nú fáir staðir í boði,“ segir Daníel Þorláks- son, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, við mbl.is spurður hvar bú- ast megi við besta helgarveðrinu. Úrkomuskil gengu yfir landið í nótt og verður hið sama uppi á teningnum í allan dag og á morgun er útlit fyrir rign- ingu á vesturhelmingi landsins, en að þurrt austanmegin og skýjað. Á sunnudag er spáð rigningu á köflum um allt land en helst að það haldist þurrt á Austfjörðum, að sögn Veðurstofunnar. Hlýtt hefur verið í veðri austan- og norðaustanlands síðustu daga og hiti sums staðar mælst yfir 20 gráð- um en búast má við 17-18 stiga hita um landið norðaustanvert í dag. Landinn má búast við vætu um helgina Rigning Góð hlíf kemur sér vel. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagðist í viðtali við mbl.is í gær vera afskaplega ánægður með meginniðurstöður úttektarinnar. Hann sagðist sömuleiðis ánægður með að skýrsl- an væri komin út en nefndi að honum hefði ekki gefist kostur á að lesa hana vandlega. „Það er skiljanlega svo fyrir mann eins og mig sem hef helgað líf mitt baráttu fyrir réttindum barna, að það er afskaplega sársaukafullt að sitja undir því svo mánuðum skiptir að hafa með athöfn- um stefnt öryggi barna í hættu með því að gera til- raun til að koma þeim í hendur á meintum barnaníðingi,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fórnað yfir 30 árum ævi sinnar í að berjast fyrir réttindum barna og sérstaklega gegn kynferðisofbeldi. „Þessu hef ég þurft að sitja undir og það er mikill léttir að það mál er nú algjörlega úr sögunni.“ Bragi sagði að ýmislegt fleira mætti segja um málið sem hefur verið í gangi en kveðst nú vilja halda áfram með líf sitt og líta á bjartari hliðar tilverunnar. „Það er gott að þetta er afstaðið. Skýrsl- an er afdráttarlaus, hún er mjög vel unnin og afskaplega vel rök- studd í alla staði og raunar í öllum aðalatriðum kom hún mér ekki á óvart.“ Spurður hvað niðurstaðan þýddi varðandi framboð hans til Barna- réttarnefndar Sameinuðu þjóðanna staðfesti hann að ríkisstjórnin hefði ákveðið það á fundi sínum í gærmorgun að málið myndi ekki hafa nokkur áhrif á framboð hans en kosið verður í nefndina 29. júní næstkomandi. freyr@mbl.is „Afskaplega sársaukafullt“ BRAGI GUÐBRANDSSON UM NIÐURSTÖÐUR ÚTTEKTARINNAR Bragi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.