Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Stærð: 200 x 103 x 69 cm Svefnflötur: 140 x 200 cm Springdýna Rúmfatageymsla í sökkli Verð 115.000 kr. Þægilegir svefnsófar á góðu verði Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur víkur að eldhúsdegi og píröt- um í pistli á mbl.is. Hann segir: „Þór- hildur Sunna talar eins og ákærandi, hún er ekki bara ósammála pólitísk- um andstæðingum - hún berst við þá af því að þeir eru vont og spillt fólk.    Hugmynda-fræðileg fá- tækt er farin að ein- kenna málflutning Pírata sem eru orðn- ir að býrókratískum prófarkalesurum umfram annað. Um- kvörtunarefnið gengur vanaleg út á að þetta eða hitt minnisblaðið hafi ekki birtist á réttum stað og tíma!    Ég hef áður talið að ekki séástæða til að efast um lýðræðisvilja margra í hópi Pírata en svo virðist sem nálgun þeirra og vinnubrögð bendi til þess að þeim sé fremur áskapað að gagnrýna en byggja upp.    Í eðli sínu virðast Píratar verastjórnarandstöðuafl en ástæða er til að hafa áhyggjur af viðleitni þeirra til að setja upp sýndarréttar- höld yfir pólitískum andstæðingum.    Umræða þeirra um spillingu náðinýjum hæðum í gær þegar Þórhildur Sunna sagði að umræðu um lækkun veiðileyfagjalds hefði verið haldið frá sveitastjórnarkosn- ingunum! Eins og það hafi skort um- ræðuefni þar, fyrir utan að veiði- leyfagjald kemur sveitarstjórnar- kosningum ekkert við.    En með því að ræða spillingueykst spilling. Það er vegna þess að mælingar á spillingu byggj- ast meðal annars á því hve mikið er rætt um hana!“ Sigurður Már Jónsson Spillingartal Pírata STAKSTEINAR Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Veður víða um heim 8.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 alskýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 17 skýjað Nuuk 3 alskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 24 heiðskírt Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 14 heiðskírt Lúxemborg 22 skúrir Brussel 22 þoka Dublin 20 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 20 léttskýjað París 24 heiðskírt Amsterdam 19 heiðskírt Hamborg 28 skýjað Berlín 30 heiðskírt Vín 27 léttskýjað Moskva 11 léttskýjað Algarve 19 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 24 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 24 heiðskírt Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 24 alskýjað Montreal 18 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 16 rigning Orlando 26 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:05 23:50 ÍSAFJÖRÐUR 1:56 25:09 SIGLUFJÖRÐUR 1:31 24:59 DJÚPIVOGUR 2:22 23:32 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Kynntur var velferðarsjóður fyrir Grænland á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hann er stofnaður í kjölfar landssöfnunarinnar „Vinátta í verki.“ Hjálparstarf kirkjunnar, skákfélagið Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, stóðu fyrir landssöfnuninni. 40 milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni, sem var sett á fót vegna náttúruhamfaranna á Vestur- Grænlandi sem urðu þann 18. júní sl. þegar flóðbylgja reið yfir smáþorpið Naarsuuriaq. „Við vildum passa mjög vel upp á þessa peninga og helst þannig að þetta gæti orðið upphafið að öðru meira. Þannig að við höfum nú stofn- að velferðarsjóðinn sem fær söfnun- arféð til umráða á næstu tveimur ár- um,“ segir Hrafn Jökulsson, einn stofnenda landssöfnunarinnar og talsmaður Hróksins. Fimmtán ár eru nú liðin síðan skáklandnám Hróksins hófst á Grænlandi. Því var fagnað samhliða kynningunni og var undirritaður samningur Hróksins og Air Iceland Connect. Velferðarsjóður í þágu Grænlands Sjóðurinn stofnaður í kjölfar landssöfn- unar sem skilaði 40 milljónum króna Morgunblaði/Arnþór Samstarf Hrókurinn og Air Iceland Connect undirrita samninginn. Kjaradeilu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflug- manna hefur verið vísað til ríkissáttasemj- ara. Þetta stað- festir Örnólfur Jónsson, formað- ur FÍA, í samtali við Morgun- blaðið, en einungis fimm flugmenn starfa hjá Norðurflugi. Þetta er í fyrsta sinn sem kjarasamningur er gerður milli Norðurflugs og FÍA. Örnólfur segir að enn sé langt á milli deiluaðila. „Við höfum ekki gert kjarasamning áður og það er alveg ljóst að það munar enn tals- verðu. Ég held að í raun höfum við ekki rætt nægilega mikið saman,“ segir Örnólfur en deilunni var vís- að til ríkissáttasemjara sl. mið- vikudag. Spurður hvort sáttafundur hafi verið settur segir Örnólfur svo ekki vera. „Þetta er auðvitað ný- skeð og sáttasemjari hefur ekki enn boðað til fundar. Nú bíðum við bara eftir því að hann geri það,“ segir Örnólfur. aronthordur@mbl.is Örnólfur Jónsson Talsvert á milli aðila  FÍA og Norður- flug til sáttasemjara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.