Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 SKARTGRIPIR&ÚR SÍÐAN 1923Skartgripirogur.is - Bankastræti 12 - 551 4007 Skemmtilegar útskriftargjafir Það er gott og fagurt að elska málið. Og hinir sönnu elskhugartungunnar þurfa oft ekki mikið til að „sæt músík rísi í hjört-unum“ eins og danska skáldið Jens Ágúst Skaði kvað. Hérskulu enn rifjuð upp tvö dæmi um sanna ást: Í Svarfaðardal var til sérkennileg málvenja sem fólst í því að fram- söguháttur fyrstu persónu veikra sagna, sem að réttu og viður- kenndu lagi á að enda á a, ég tala, ég vona, ég borða, tók að enda á i rétt eins og í viðtengingarhætti: Ég tali, ég voni, ég borði. Til er saga af konu framan úr dal sem var einu sinni sem oftar mætt til messu á Tjörn og gekk síðan mjög hart fram í kirkjukaffinu á eftir við að hita kaffi og uppvarta kirkjugesti og dró hvergi af sér. Á endanum var hún spurð hvort hún vildi nú ekki reyna að slaka aðeins á og fá sér sjálf eitthvað af góðgerðunum, grípa svo sem eins og einn kaffibolla. Þá svaraði hún því sem síð- ar varð að orðtaki: „Nei takk, ég smakki það aldrei þegar ég lagi það sjálf.“ Þessi merkilega málvenja var við lýði alllengi fram- eftir tuttugustu öld en fór síðan halloka eftir því sem skólakerfið efldist og hvarf loks alveg. Svo var það dag einn fyrir tæpum þrjátíu árum að ég var staddur í dalnum og kom að máli við Hjört á Tjörn, frænda minn, og tók strax eftir því hvað það var létt og bjart yfir honum. Það var svo sem ekkert óvenjulegt en augljóst samt að þetta var eitthvað alveg sérstakt. Skýringin kom fljótlega. Hann hafði daginn áður komið við á einum af fremstu bæjum í daln- um og hitt þar bónda nokkuð við aldur. Þeir tóku tal saman um landsins gagn og nauðsynjar eins og alsiða er. Í þann mund sem þeir eru að kveðjast spyr Hjörtur hann hvort hann sé ekki á því að þurrk- ur eigi eftir að haldast næstu daga: Öldungurinn leit til himins og svarið lét ekki á sér standa: „Ja, ég voni það.“ Frændi minn hafði þá ekki heyrt nokkurn mann taka svona til orða í marga áratugi og það var þetta sem hafði glatt hann svona mikið. Hann lýsti viðbrögðum sínum við þessum stórkostlega atburði þannig að sér hefði hitnað öll- um. Seinna dæmið: Ég var að lesa Brazilíufarana, skáldsögu Jóhanns M. Bjarnasonar (Winnipeg 1905) og rakst þar strax í fyrsta kafla á eftirfarandi setningu: „Við vorum fjórir farþegjarnir, allir íslenzkir, allir einhleypir, ungir og heilsugóðir.“ Ég hafði aldrei séð þessa beyg- ingarmynd áður, farþegjarnir, og bar hana umsvifalaust eins og allt slíkt undir föður minn. Það kom sælubros á andlit hans og ég sá strax að honum hitnaði öllum þegar hann sagði: „Já, svona talaði fólk. Æ, mikið er ég þér óendanlega þakklátur fyrir að minna mig á þetta.“ Svona getur hin sanna ást á tungunni birst. Hitinn sem þarna sló út hjá þessum svarfdælsku bræðrum, það er sami ylur og Jónas Hall- grímsson hafði í huga og fann fyrir þegar hann kallaði málið ylhýrt. Að elska málið Tungutak Þórarinn Eldjárn Ást á tungunni Hinir sönnu elskhugar tung- unnar þurfa oft ekki mikið til að „sæt músík rísi í hjörtunum“. Sl. miðvikudag efndi forsætisráðuneytið til opinnarráðstefnu um Framtíð íslenzkrar peningastefnu,en það er heiti á skýrslu þriggja manna nefndar,sem í áttu sæti Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, Ás- dís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, um það efni. Skýrslan er í raun tæplega 250 síðna bók, sem líkleg er til að verða lykilverk um þessi efni næstu árin en er kannski um leið eins konar vísir að hagsögu Íslands síðustu 100 ár frá því að við fengum fullveldi 1918. Sá vísir ætti að verða til þess að sú saga verði skrifuð því að af henni má augljóslega margt læra. Ásgeir Jónsson kynnti efni skýrslunnar og síðan töluðu nokkrir erlendir sérfræðingar, sem nefndin hafði leitað ráð- gjafar hjá. Þar vakti einna mesta athygli greinarhöfundar fyrrverandi seðlabankastjóri Írlands, Patrick Honohan að nafni, sem augljóslega hefur góðan skilning á íslenzkum aðstæðum. Það sama verður ekki sagt um sænskan prófessor, sem vafalaust hefur ætlað að vera fyndinn en í þeirri fyndni mátti heyra enduróm af gamalkunnugum sjónarmiðum Norðurlandaþjóða, sem lengi hafa talið að Íslendingar og aðrar eyþjóðir í Norður-Atlantshafi, eigi ekki að hafa fyrir því að vera sjálfstæðar. Frosti Sigurjónsson, fyrrum alþingismaður, sá um þá hlið málsins með eftirminnilegum hætti. Í þessari skýrslu kemur fram, að á þeim 100 árum, sem senn eru liðin frá því að Ísland fékk fullveldi en var þó enn í konungssambandi við Dani til 1944, hafi þjóðin fjórum sinn- um orðið greiðsluþrota. Í fyrsta sinn hafi það gerzt árið 1920, þegar póstávísun var send til Kaupmannahafnar, sem viðskiptabanki íslenzka ríkisins neitaði að innleysa en átti að nota til að greiða ýmis útgjöld ríkisins. Til eru danskar heimildir, sem lýsa stöðunni á þeim tíma á þann veg, að danskir ráðamenn hafi verið orðnir þreyttir á kvabbi Íslendinga og rætt í sínum hópi að bezt væri að losa sig alveg við þá. Næst segir skýrslan að þetta hafi gerzt 1930-1931 þegar Alþingi hafi verið kallað saman á neyðarfund á sunnudags- kvöldi í febrúarbyrjun 1930 og setið fram undir morgun, vegna beiðni um ríkisábyrgð fyrir þáverandi Íslandsbanka, sem var hafnað. Þetta atvik minnir á annan slíkan neyðarfund, sem kall- aður var saman á sunnudegi síðla vetrar 2006 á heimili Dav- íðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, þegar íslenzku bank- arnir fóru fram á miklar ríkisábyrgðir fyrir opnun markaða næsta dag. Niðurstaðan þá var sú að halda að sér höndum og sjá hvað gerðist og áhyggjur bankastjóranna reyndust ástæðulausar í það sinn. Síðan segir í skýrslunni: „Þann 13. október þetta haust (1931) kom Jón Árnason – þá formaður bankaráðs Landsbankans – aftur frá London. Sagði hann farir sínar ekki sléttar“. Þetta minnir á aðra heimkomu frá London, snemma árs 2008, þegar Davíð Oddsson, þá seðlabankastjóri, óskaði eft- ir fundi með forráðamönnum þáverandi ríkisstjórnar og sagði farir sínar ekki sléttar eftir viðtöl við banka í London. Á þau aðvörunarorð var ekki hlustað þá. Skýrsluhöfundar segja að Ísland hafi orðið greiðsluþrota í þriðja sinn árið 1946 og lýsa því með þessum hætti: „Við lok seinni heimsstyrjaldar var Ísland að nafninu til ein ríkasta þjóð Evrópu en gat þó ekki flutt inn ávexti nema aðeins fyrir jólin!“ Hér má skjóta inn í að rúmum ára- tug síðar eða vorið 1958, var óvissa um, hvort stúdentar, sem þá voru að út- skrifast frá Menntaskólanum í Reykja- vík gætu sett upp stúdentshúfur vegna þess að það var álitamál, hvort fram- leiðandi húfanna, P. Eyfeld, fengi gjaldeyri til að leysa inn efnið í húf- urnar. Fjórða greiðsluþrotið skv. skýrsl- unni var svo að sjálfsögðu haustið 2008. Þetta er fróðleg og gagnleg upprifjun, sem um leið sýnir að sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig. Í því samhengi er ástæða til að vekja athygli á, að í máli manna á fyrrnefndri ráðstefnu forsætisráðuneytis kom aft- ur og aftur fram, að Norðurlöndum hefði tekizt að ná víð- tæku samkomulagi, eins konar samfélagssáttmála, sem næði líka til vinnumarkaðarins. Það hefur ekki tekizt hér en þó hefur það verið reynt. Svonefnt Salek-samkomulag, sem undirritað var undir lok októbermánaðar 2015 af fulltrúum meirihluta launþega í landinu, atvinnulífsins og þáverandi ríkisstjórnar, var heið- arleg tilraun til þess. Í aðdraganda þeirrar undirskriftar hafði verið deilt um, hvort viðmiðunarár ætti að vera 2006 eða 2013 og að lokum tókst samkomulag um 2013. Þetta var skref í átt til þess að koma hér á eins konar samfélagssáttmála, sem næði líka til vinnumarkaðarins eins og tekizt hefur á öðrum Norðurlöndum og rækilega var rakið á fyrrnefndri ráðstefnu forsætisráðuneytis. Nú er þessi tilraun í rúst. Hvers vegna? Vegna þess, að þegar Kjararáð úrskurðaði um launa- hækkanir til æðstu embættismanna sumarið 2016 og til þingmanna og ráðherra haustið 2016 var Salek-sam- komulagið haft að engu. Og Alþingi virðist ekki hafa dottið í hug að afnema þessar hækkanir sjálfu sér til handa eins og það hafði gert tvívegis áður, 1992 og 2005. Það má orða þetta á annan veg, að þeir sem stóðu fyrir ráðstefnunni um Framtíð íslenzkrar peningastefnu sl. mið- vikudag, hafi kosið að hafa þær ábendingar, sem þar komu fram að engu. Ísland fjórum sinnum greiðsluþrota á 100 árum Vorið 1958 var álitamál hvort hægt væri að leysa inn efni í stúdentshúfur vegna gjaldeyrisskorts! Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Eftir komuna til Íslands í júní2018 getur kanadíski sálfræði- prófessorinn Jordan Peterson tekið sér í munn orð Sesars: Ég kom, sá og sigraði. Hann fyllti stóran sam- komusal í Hörpu tvisvar, þótt að- gangseyrir væri hár, og bók hans rokselst, Tólf lífsreglur: Mótefni við glundroða, sem Almenna bóka- félagið gaf út í tilefni heimsóknar- innar. Boðskapur Petersons er svip- aður og í tveimur kverum, sem framgjarnir íslenskir unglingar lásu á nítjándu öld, Auðnuveginum eftir William Mathews og Hjálpaðu þér sjálfur eftir Samuel Smiles: Menn verða að herða upp hugann og leggja á brattann. Minna máli skipt- ir, að þeir hrasi, en að þeir standi á fætur aftur. Þeir mega ekki hugsa um sjálfa sig sem fórnarlömb, held- ur smiði eigin gæfu. Öfund er löst- ur, en hugrekki og vinnusemi dygðir. Hvað veldur hinum ótrúlega áhuga á boðskap Petersons? Ein ástæðan er, að hann nýtir sér út í hörgul nýja miðla, Youtube og Twitter. Hann er gagnorður og sléttmáll, og honum fipast hvergi, er harðskeyttir viðmælendur sækja að. Í öðru lagi deila miklu fleiri með honum skoðunum en mæla fyrir þeim opinberlega. Langflestir menntamenn eru vinstri sinnaðir: Gáfaðir hægri menn gerast verk- fræðingar, læknar eða atvinnurek- endur, gáfaðir vinstri menn kenn- arar eða blaðamenn. Þriðja ástæðan er, að vinstri sinn- aðir menntamenn hafa nú miklu meiri völd í skólum og fjölmiðlum en áður, og þeir nota þau til að þagga niður í raunverulegri gagn- rýni. Í huga þeirra eru vísindin ekki frjáls samkeppni hugmynda, heldur barátta, aðallega gegn kapítalism- anum, en líka gegn „karlaveldinu“. Eins og Peterson bendir á, eru til dæmis eðlilegar skýringar til á því, að tekjumunur mælist milli kynjanna. Fólk hefur tilhneigingu til að raða sér í ólík störf eftir fram- tíðaráætlunum sínum, og það er niðurstaðan úr þessari röðun, þessu vali kynjanna, sem mælist í kjara- könnunum. En á Íslandi og annars staðar hefur risið upp jafnréttisiðn- aður, sem kennir „karlaveldinu“ um þessa mælinganiðurstöðu. Jafn- framt hefur skólakerfið verið lagað að áhugamálum róttækra kven- frelsissinna, svo að tápmiklir piltar finna þar litla fótfestu. Nú er aðeins þriðjungur þeirra, sem brautskrást úr Háskóla Íslands, karlkyns. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Jordan Peterson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.