Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Hópur af kindum skaut óvænt upp
kollinum í Kringlunni í vikunni gest-
um verslunarmiðstöðvarinnar til
mikillar kátínu. Þar var á ferðinni
kanadíski danshópurinn Corpus sem
kortlagt hefur hegðun kinda í dans-
gjörningi sem sýndur hefur verið á
yfir 100 hátíðum í 20 löndum.
Hópurinn kemur fram á Listahátíð í
Reykjavík í dag og á morgun kl. 12
og kl. 15 báða daga í útileikhúsinu
sem staðsett er við Veröld – hús
Vigdísar við Brynjólfsgötu 1.
Í verkinu, sem ætlað er allri fjöl-
skyldunni, er snúið upp á veru-
leikann á óvæntan og bráðfyndinn
máta. Leikstjóri er David Danzon
sem jafnframt á hugmyndina ásamt
Sylvie Bouchard. Meðal dansara eru
Ayelen Liberona, Jack Rennie, Ta-
kako Segawa og Rob Feetham.
Kindur vekja kæti
Kanadíski danshópurinn Corpus á Listahátíð í Reykjavík
Morgunblaðið/Valli
Kátína Uppákoma kanadíska danshópsins Corpus vakti lukku hjá gestum og gangandi í Kringlunni.
Gleði Margir vildu festa kindurnar á filmu án þess þó að komast í of mikið
návígi við sveitaskepnurnar, enda óútreiknanlegar í borgarlandslaginu.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
„Á Húrra mun HAM bjóða upp á
hugvíkkandi kokteil nýrra og
klassískra verka og kafa djúpt í
rannsóknir sínar á svikum, dauða
og helvíti mannanna,“ sagði í tón-
leikatilkynningu sveitarinnar og
þetta stóð heima. Auðvitað er þessi
setning grínaktugur auglýsinga-
texti fyrst og fremst en Ham stóð
sína plikt að vanda, bauð upp á
dúndrandi þétt rokk með kunn-
uglegum, myrkum undirtónum en
kímileitið skrautið aldrei langt
undan heldur.
Ég hef verið aðdáandi Ham
síðan ég keypti Hold á 99 kr. á út-
sölu í Fálkanum árið 1989 og sá
Óttar Proppé á Rykkrokki með
tuskuapa á öxlinni sama ár.
Íklæddur hermannagalla og með
síðskegg að hætti Castro. Þetta var
mikil upplifun fyrir ungan mann.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan en staða Ham í íslensku tón-
listarlífi er einstök, hún er talin
með allra bestu rokksveitum lands-
ins og mikil költaðdáun í kringum
hana. Tónleikar líkt og messugjörð
í kirkju. Samsetning áhorfenda-
hóps hefur þó eðlilega breyst. Í
dag mæta gamlir, trygglyndir
Heitt í kolunum
Morgunblaðið/Inga Rún Sigurðardóttir
Þeir eru Ham „Ef þig vantar eitthvert partí skaltu koma til oss,“ segir í laginu og það eru orð að sönnu.
aðdáendur og virkar kvöldið nán-
ast eins og endurfundir gamalla
stúdenta, nostalgía yfir vötnum og
eftirvænting í loftinu. Innan um
eru svo yngri aðdáendur, en end-
urnýjun aðdáendahópsins er nokk-
uð stöðug, bæði vegna marg-
sannaðra gæða tónlistarinnar en
líka fyrir tilstilli þess nýja efnis
sem hefur verið að koma út. Tvær
nýjar hljóðversplötur liggja nú eft-
ir sveitina en sú seinni, Söngvar
um helvíti mannanna, kom út fyrir
réttu ári (Svik, harmur og dauði
kom út árið 2011).
Lög af þeim tveimur fengu að
hljóma í bland við þekkta slagara
og var hlutfallið nokkuð jafnt á
milli þessara þriggja þátta. Byrjað
var á „Svín“ og þótti mér vænt um
það. Nokkurs konar þjóðsöngur
okkar sem fundu okkur eilítið
utangarðs á þessum árum og söng
salurinn með einum rómi. Lög af
Söngvar... fengu að óma, oft með
stórum og afgerandi riffum, hvass-
ar og minimalískar smíðar. Gott
var að heyra „Musculus“ og „Ani-
malia“, þvílíku snilldarsmíðarnar
sem þær eru. „Þú lýgur“ og „Dauð
hóra“ voru brakandi flott og það
„hitnaði í kolunum“ eftir sem á leið
eins og forsöngvarinn minnti okk-
ur reglulega á. Settið var keyrt
hratt og örugglega og sveitt
stemningin á Húrra vann með
sveitinni.
„HAM er öllum nauðsynleg
hughreysting og andans lækning,“
sagði m.a. í hinni ágætu frétta-
tilkynningu. Það er merkilegt
hvernig svona samkundur geta
virkað á fólk. Ég talaði við nokkra
gamalreynda aðdáendur og þeir
nefndu hluti eins og vellíðan og
trans. Vinkona mín sem ég ræddi
við daginn eftir sagði: „Þetta var
dásamlegt, eitthvað það næsta sem
maður kemst trúarlegri upplifun.
Mjög nærandi. Er ennþá glöð og
líður vel.“ Eins og segir. Þeir eru
Ham. Og við erum Ham.
» Byrjað var á„Svín“ og þótti mér
vænt um það. Nokkurs
konar þjóðsöngur okkar
sem fundu okkur eilítið
utangarðs á þessum ár-
um og söng salurinn
með einum rómi.
Hljómsveitin geðþekka Ham hélt tónleika á
Húrra síðustu helgi og var mikið um dýrðir.
Hún mun nú leggjast í híði í óskilgreindan tíma
en bassaleikarinn er m.a. á leið vestur um haf.
Tíminn fellur saman á Listahátíð í
Reykjavík 2018 á morgun, sunnu-
dag, milli kl. 13-18 í fjölmennasta
viðburði hátíðarinnar í ár. Reykvík-
ingar ársins 1918 birtast ljóslifandi
víðsvegar um borgina og horfa
beint í augun á okkur, hundrað ár-
um síðar. R1918 er þátttökuverk-
efni sem hófst með örstuttum dag-
legum útvarpsþáttum á Rás1 frá
áramótum. Verkefnið nær hámarki
á morgun með gjörningi í miðborg
Reykjavíkur með aðkomu 150
almennra borgara. Listrænir
stjórnendur eru Ágústa Skúladóttir
og Þórunn María Jónsdóttir.
Leiftur úr fortíð á götum borgarinnar
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Fortíð Reykvíkingar
fyrri tíma mæta.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200