Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Þín eigin skrifborðskæling! Stjórnaðu hitastiginu við vinnustöðina þína. Kælitæki, rakatæki og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Til í hvítu og svörtu. Kynningarverð aðeins kr. 37.227 m.vsk. Hafró kom nýlega úr ralli, en rallið er þeirra aðferð við að mæla stærð fisk- stofna, svo gefa megi út veiðiráðgjöf, sem byggist nú á afla- reglu, þar sem fyrir fram ákveðið hlutfall skal veitt úr hverjum stofni. Veiða skal 20% af áætluðum veiði- stofni þorsks. Hafró tilkynnti að stofnvísitala þorsks „væri 5% lægri en meðaltal áranna 2012- 2017, þegar vísitölur voru háar“. En þegar skoðað er nánar má sjá að vísitalan hefur lækkað um 21% frá í fyrra, svo einkennilegt er að miða hana við meðaltal fyrri ára. Niðurstaða rallsins varðandi þorsk er þvert á það sem Hafrómenn héldu í fyrra, en þá bjuggust þeir við að veiðistofninn myndi stækka nokkuð milli 2017 og 2018. Afla- ráðgjöfin er nokkuð beintengd vísitölunni svo vænta má tilsvar- andi lækkunar á aflamarki eða um 50 þús. tonn en líklega gildir enn sú regla að kvóti megi ekki breytast meira en 30 þús. tonn milli ára. Ráðamenn hafa keppst um að mæra fiskveiðistjórnunar- kerfi okkar, segja það besta kerfi sem völ er á, það tryggi stöðug- leika og að deilur um það séu mjög á undanhaldi. Svo virð- ist sem markmið lag- anna hafi gleymst, en þar segir: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofnanna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Segja má að tekist hafi að vernda stofnana því þorskaflinn nú er ekki nema helmingur þess sem hann var áður en farið var að stjórna með kvótakerfinu. En markmiðið um hagkvæma nýtingu til að treysta byggð og atvinnu í landinu hefur brugðist og flest sjávarþorp flokkast nú undir brot- hættar byggðir. Undirstaðan kvótakerfisins er fiskveiðiráðgjöf Hafró. Stofnunin ákveður afla- mark og mótar þær reglur um há- marksafla sem hún telur að gefi mesta nýtingu. Á áttunda áratugn- um trúði Hafró því að þorskstofn- inn væri ofveiddur og draga yrði úr veiðum. Stofnunin fullyrti þá að ef farið yrði að þeirra ráðum væri hægt að veiða 500 þús. tonn af þorski árlega. Ráð þeirra var í meginatriðum að draga úr veiði, sérstaklega á smáfiski svo hann fengi að vaxa, stofninn að stækka og þá fengist meiri afli seinna. Þegar við höfðum fengið full yfir- ráð yfir landhelginni var hægt að hefjast handa. Möskvi var stækk- aður í trolli og farið var að loka svæðum þar sem mikið veiddist af smáþorski. Þetta bar þann árang- ur að verulega dró úr afla á smá- fiski. Þegar hann svo fór að stækka og banka á dyrnar var sett á skrapdagakerfi til að tak- marka þorskaflann. Það dugði skammt og 1981 veiddust 470 þús. tonn af þorski. Aflinn féll svo í 300 þús. tonn árið 1983, sem þótti skelfilegt og þurfti að leita aftur til stríðsáranna til að finna svo lít- inn afla. Fiskur var orðinn léttari eftir aldri vegna ónógrar fæðu og stofninn féll. Í stað þess að endur- skoða stefnuna í ljósi þeirrar nið- urstöðu að fæðuframboðið stóð ekki undir stækkun stofnsins héldu menn áfram að friða. Árið 1994 varð nýr skellur og gripið var til enn frekari friðunar- aðgerða. Sett var á 25% aflaregla. Annar skellur varð 2001 og þá var haldið tveggja daga fyrirspurna- þing, þar sem stefna Hafró var krufin til mergjar, en stefnunni í engu breytt. Enn kom skellur 2007 og þá kom aflareglunefnd saman og lét tölvuna reikna út að það ætti að taka 20% úr stofn- inum. Til samanburðar má geta þess að áður fyrr þegar aflinn var 4-500 þús. tonn árum saman voru 35-40% tekin úr stofninum án þess að valda nokkrum skaða. Í öll þau skipti sem aflinn féll var undanfari þess horaður fiskur og sjálfát. Fæðubúrið þoldi ekki friðun og til- raunirnar til stækkunar stofnsins. En eftir að 20% aflareglan var sett fór friðunin að bera þann ár- angur meira varð af stórum fiski. Ástæðan er líklega sú að skyndi- lega varð til fæða fyrir stóran fisk en árið 2006 fór makríll, og síðar síld að ganga á Íslandsmið á sumrin. Stór fiskur fór skyndilega að veiðast fyrir Norðurlandi og var hann fullur af makríl og síld. En þegar makríllinn fer héðan á haustin er stórþorskurinn enn svangur og leggst í sjálfát og ræðst einnig á aðra nytjafiska. Nýliðun þorsks hefur verið léleg frá 1986 vegna þessara þátta, fæðuskorts og sjálfáts, en hrygn- ingarstofninn hefur verið óvenju- stór undanfarin ár, það þarf að leita aftur til 1964 til að finna eitt- hvað svipað. Það er ekki bjart fram undan í þorskveiðum og fyrirsjáanlegt að afli mun ekki aukast frá því sem nú er nema aflareglu og sóknarmynstri verði breytt þannig að veitt verði meira úr stofninum og hætt að friða smáfisk. Þorskstofninn er að mínu mati kominn í hámark og mun því aðeins geta minnkað. Þá bendi ég á að með óbreyttri aflareglu yrði stofninn að tvöfaldast til að gefa 500 þús. tonn. Það er ómöguleiki. Er ekki komið nóg af mistök- um við stjórn fiskveiða? Eftir Jón Kristjánsson » Það er ekki bjart fram undan í þorsk- veiðum og fyrirsjáan- legt að afli mun ekki aukast frá því sem nú er nema aflareglu og sóknarmynstri verði breytt. Jón Kristjánsson Höfundur er fiskifræðingur. Að skrifa nafnlaust um hitamál samfélags ber þess ekki merki að menn vilji taka um- ræðuna fyrir opnum tjöldum og með mál- efnalegum hætti. Dæmi um slík skrif eru Víkverjans á síðum Morgunblaðsins fyrsta dag þessa mánaðar. Þar er umfjöllunar- efnið Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Víkverji telur að mannanna verk á borð við virkjanir og háspennuturna séu listamönnum heimsins lítill inn- blástur þar sem hvorki undursamleg ljóð né dýrleg listaverk hafi litið dagsins ljós undir áhrifum frá slíkum mannvirkjum. Þetta er án efa rétt hjá Víkverja. En svipaða sögu má segja um flesta þá innviði sem menn- irnir byggja upp til að létta sér lífið og tilveruna. Hraðbrautir og hring- torg, stórskipahafnir og sjúkrahús, flugbrautir og flóðavarnir – allt eru þetta nauðsynlegir innviðir en trú- lega lítil uppspretta andans öðrum en arkitektum sem gera sitt ýtrasta til að mannvirkin falli vel að umhverfi sínu. Hástemmd ljóð um slík mann- virki eru sennilega vandfundin. Reyndar urðu raforkumál góðu skáldi hér fyrir vestan oft að yrkis- efni. Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundar- firði sat marga fundi Orkubús Vest- fjarða og lét sig raforkumál fjórð- ungsins miklu varða. Hann orti: Aldrei var svo vitlaus gerð virkjun hér á landi, að hún borgi ei sitt verð og til heilla standi. Og góðum skáldum verður fleira að yrkisefni en náttúran ein. Upp í hugann kemur fallegur texti um al- genga stjóriðjuafurð – bárujárnið góða. Það veitti nú einhverjum inn- blástur einhvern tímann. Sá sem orti um bárujárnið greiddi trúlega götu fleiri stóriðjuvera og fleiri orkumannvirkja hér á landi en nokkur annar núlifandi Íslend- ingur – allt í nafni fram- fara á Íslandi. Hann sagði einnig á forsíðu Tímans, í kjölfar mikilla hamfara hér fyrir vest- an í janúar 1995, að Vestfirðir væru eitt mikilvægasta svæði landsins hvað tekjuöflun þjóðarinnar varðaði. Það ætti að styrkja stöðu byggðanna þar til þess að fólk gæti komið sér fyrir á þeim svæðum sem öruggust væru. Nú hillir undir að langþráðar framfarir í raforkumálum og at- vinnuuppbyggingu líti dagsins ljós á Vestfjörðum. Um það eru þeir sér- fræðingar samdóma, sem hafa sett sig gaumgæfilega inn í það hvaða þýðingu Hvalárvirkjun, og nauðsyn- leg orkuflutningsmannvirki henni tengdri, munu hafa fyrir orkuöryggi og möguleika til atvinnusköpunar í fjórðungnum. Er til of mikils mælst að þeir sem búa við allsnægtir höfuðborgar- svæðisins með örugga orku á lág- marksverði, fjölbreytta atvinnu- möguleika og alla nauðsynlega innviði á sínum stað, standi með okk- ur Vestfirðingum í þeirri viðleitni að gera fjórðunginn okkar að sambæri- legum búsetukosti og önnur svæði Íslands? Við lifum ekki í ljóðinu einu saman Eftir Birnu Lárusdóttur Birna Lárusdóttir » Sá sem orti um báru- járnið greiddi trú- lega götu fleiri stór- iðjuvera og fleiri orkumannvirkja hér á landi en nokkur annar núlifandi Íslendingur. Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði, sem fyr- irhugar að reisa Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. birna@vesturverk.is Félag kvenna í at- vinnulífinu hóf á vor- mánuðum hreyfiafls- verkefnið Jafn- vægisvogina ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/ TWBA og Morgun- blaðinu. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í fram- kvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/60 árið 2027. Markmiðið er metnaðarfullt og er fyrsta verkefni Jafnvægisvogar- innar að taka saman niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í ís- lensku atvinnulífi. Niðurstöðurnar verða m.a. birtar á ráðstefnu sem haldin verður 31. október. Jafnrétti er engin tilviljun og gerist ekki af sjálfu sér – jafnrétti er ákvörðun sem stjórnendur taka. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Það kostar sam- eiginlegt átak beggja kynja því jafnrétti er ekki eingöngu á ábyrgð kvenna. Bæði kynin þurfa að taka samtalið og takast á við verkefnið saman. Það er ekki nóg að vera best í heimi í jafnrétti ef munurinn á stöðu kvenna og karla er enn svona mikill. Konur eru 65,5% útskrifaðra há- skólanema en einungis 11% for- stjóra. Eftir því sem fyrirtækin eru stærri fækkar konum í fram- kvæmdastjórastöðum. Af 90 æðstu stjórnendum fjármálafyrirtækja eru 81 karl og níu konur. Í lok árs 2017 voru konur 26,1% stjórn- armanna fyrirtækja í hluta- félagaskrá en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hefur staðið í stað síðustu þrjú ár. Hlutfall kvenna í stöðu fram- kvæmdastjóra stendur einnig í stað á milli ára (22,1%) en frá 1999 varð hægfara aukning fram til ársins 2016. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 23,9% í lok Nýtum mannauðinn Eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur og Evu Magnúsdóttur Guðrún Ragnarsdóttir Eva Magnúsdóttir Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.