Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 31
árs 2017, sem er það sama og árið
2016. Þetta þýðir að fyrirtæki
missa af miklum mannauði sem
felst í vel menntuðum og reynslu-
miklum konum og þróunin er allt of
hæg.
Unnið er að því að móta viðmið
fyrir Jafnvægisvogarmerkið sem
veitt verður fyrirtækjum sem eru
til fyrirmyndar í jafnrétti á næsta
ári. Í millitíðinni viljum við hvetja
öll fyrirtæki á Íslandi til þess að
skoða vel stöðu sína og skrifa undir
viljayfirlýsingu um að koma í þessa
vegferð með okkur. Einnig að velta
því fyrir sér hvaða þekkingu og
reynslu þau öðlist með því að hafa
kynjajafnvægi í efstu stjórnunar-
lögunum. Það getur skipt sköpum í
rekstri fyrirtækisins að nýta mann-
auðinn vel. Takið frá 31. október
því þá verður ráðstefna þar sem
niðurstöður verða kynntar og fyrir-
myndarfyrirtæki kynna aðgerðir.
» Félag kvenna í at-
vinnulífinu hóf á vor-
mánuðum hreyfiafls-
verkefnið Jafnvægis-
vogina ásamt velferðar-
ráðuneytinu, Sjóvá,
Deloitte, Pipar/TWBA
og Morgunblaðinu.
Guðrún er talskona Jafnvægis-
vogarinnar. Eva er verkefnisstjóri
Jafnvægisvogar.
eva@podium.is
MESSUR 31á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
10-18
laugardaga
11-15
Klassísk gæða
hönnun á
góðu verði
Veitingarekstur
á HvolsvelliTil sölu
Um er að ræða þekktan veitingastað í góðu húsnæði ca 100 km frá
Rvk, með áralanga góða rekstrarsögu og góða aukningu í veltu á
hverju ári. Staðurinn er vel tækjum búinn og með fullt leyfi. Sæti eru
fyrir 50 manns inni og nýlega opnuð flott útiaðstaða. Hér er á ferðinn
flott tækifæri, góður rekstur með fína ebitu. Góður leigusamningur
í boði á húsnæðinu. Ath. einnig er möguleiki að kaupa húsnæðið sé
áhugi fyrir því.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
í síma 487 5028, 487 8688 og gsm 893 8877.
Þrúðvangi 18, 850 Hellu, sími 487 5028
Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasaliFasteignasala
Fannberg
Í borgarstjórnar-
kosningunum 26. maí
sl. voru 16 flokkar í
framboði. Þrír af þeim
höfðu stjórnað borg-
inni undanfarin fjögur
ár, allt flokkar sem
voru sammála um að
láta rödd Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar
og flugvallarvina ekki
heyrast á síðasta kjör-
tímabili. Fráfarandi
meirihluti var með sterkt umboð
eða 62% atkvæða en minnihlutinn
var með 36% atkvæða á bak við sig.
Ef Björt framtíð er tekin út, fengu
meirihlutaflokkarnir (S+VG+P)
2014 samtals 46% atkvæða í kosn-
ingunum 2014. Borgarstjórnar-
meirihlutinn var samansettur af
öllum þeim flokkum sem náðu inn
2014 nema Sjálfstæðisflokki og
Framsókn og flugvallarvinum.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn úr fyrrverandi minni-
hluta borgarstjórnar sem nær inn
fulltrúum.
Stærstu mál borgarstjórnar-
kosninganna nú voru húsnæðismál,
samgöngumál, málefni skóla, skipu-
lagsmál og velferðarmál. Fráfar-
andi meirihluti og borgarstjóri voru
dugleg að koma sér á framfæri með
alls konar glensi og gamni sem hef-
ur verið í boði í borginni á síðasta
kjörtímabili. Þau voru hins vegar
öskufljót að láta sig hverfa ef
vandamál komu upp. Sá feluleikur
er reyndar í góðu samræmi við
leiðarstef þeirra að allt sem úr-
skeiðis fer sé öðrum að kenna.
Margir flokkar voru í boði í nýaf-
stöðnum kosningum og helmingur
þeirra komst inn eða átta flokkar.
Fylgið dreifðist mikið en klárlega
slógust tveir turnar um atkvæði
borgarbúa. Annars vegar var Dag-
ur í boði með óbreyttu ástandi og
hins vegar Sjálfstæðisflokkur sem
boðaði breytingar á borginni.
Sigurvegari þeirrar baráttu var
klárlega Sjálfstæðisflokkurinn með
31% atkvæða en ekki
Dagur með sín 26%.
Merkilegt nokk til-
kynntu Samfylking og
Píratar eftir kosningar
að þeir ætluðu ekki að
virða vilja þriðjungs
kjósenda eða þá sem
kusu Sjálfstæðisflokk
eða Miðflokk með því
að útiloka samstarf við
þá. Líta má svo á, að í
því felist tilraun til að
sniðganga niðurstöðu
kosninganna.
Nú, þegar þetta er skrifað reyna
þessir þrír flokkar sem stjórnuðu
borginni síðast að mynda meirihluta
með Viðreisn. Þessir flokkar eru
með 46% atkvæða á bak við sig og
telja sig sigurvegara. Minnihlutinn
er með 48% atkvæða á bak við sig,
en með færri fulltrúa. Þannig fóru
kosningarnar þegar atkvæðum var
raðað á flokka. Ef skoðað er hvað
flokkarnir, sem stóðu að fyrrver-
andi meirihluta (S+VG+P), fengu í
nýafstöðnum kosningum, þá var það
aðeins 38% atkvæða. Þeir sem sagt
lækka um 8 prósentustig í fylgi,
fara úr 46% í 38%. Sjálfstæðis-
flokkur fer úr 26% í 31% og bætir
við sig 5 prósentustigum.
Björt framtíð þraut örendi en
Viðreisn kemur inn í staðinn. Björt
framtíð fékk 16% atkvæða 2014 en
Viðreisn, sem fékk 8% atkvæða
núna, virðist ætla að reisa við veik-
an meirihluta og leggur sjálfa sig
undir. Í þeirri ákvörðun Viðreisnar
felst áhætta, sérstaklega ef flokk-
urinn fær ekki framgengt gagn-
gerum breytingum á bæði stefnu-
skrá meirihlutans og skipan í
embætti. Það er alveg sama hvaða
framfaramálefnum Viðreisn tekst
að koma inn í stefnuskrána ef sömu
kerfisjálkarnir verða áfram við völd.
Þá verður aldrei litið á Viðreisn
nema sem fjórða hjólið sem kom inn
í stað Bjartrar framtíðar.
Óhætt er að segja að orð og efnd-
ir Samfylkingar, VG og Pírata fara
ekki saman. Það er augljóst að
þessir flokkar biðu afhroð í kosning-
unum en þeir fengu ekki náðar-
högg.
Myndun borgar-
stjórnar 2018
Eftir Svan
Guðmundsson
» Þessir flokkar eru
með 46% atkvæða á
bak við sig og telja sig
sigurvegara. Minnihlut-
inn er með 48% atkvæða
á bak við sig, en með
færri fulltrúa.
Svanur
Guðmundsson
Höfundur hefur komið að kosninga-
stjórn fyrir sveitar- og alþingis-
kosningar undanfarin kjörtímabil.
svanur@husaleiga.is
AKUREYRARKIRKJA | Fljótandi messa í Ak-
ureyrarkirkju kl. 11. Ivan Mendez flytur frum-
samin lög um hin helgu fljót Amazon og Gang-
es. Fjallað um andlegt gildi vatns og
vatnsfalla. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson.
Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Org-
anisti er Petra Björk Pálsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarguðsþjónusta kl.
11. Sr. Þór Hauksson þjónar og prédikar.
Benjamín er organisti. Félagar úr kór Árbæj-
arkirkju leiða safnaðarsöng.
ÁSKIRKJA | Messa sunnudagsins 10. júní
fellur niður vegna sumarferðar Safnaðarfélags
Ásprestakalls. Siglt verður úr Landeyjahöfn til
Vestmannaeyja. Þar taka ferðalangar þátt í
guðsþjónustu í Landakirkju kl. 11 þar sem
Viðar Stefánsson prestur í Vestmanna-
eyjaprestakalli þjónar fyrir altari og Sigurður
Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls prédik-
ar. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur um kvöld-
matarleytið.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths
Reed. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing
og samfélag á eftir.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Göngumessur á milli
kirkna í Breiðholti 10. júní, kl. 10 verður geng-
ið frá Seljakirkju og að Fella- og Hólakirkju.
Þar hefst messa kl. 11. Kaffisopi eftir messu
og akstur að Seljakirkju.
Í Breiðholtskirkju verður ensk bænastund kl.
14. Prestur sr. Toshiki Toma. Kaffisopi eftir
stundina.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Bú-
staðakirkju og kantor er Jónas Þórir. Messu-
þjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matthías-
son. Heitt á könnunni eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
er Gunnar Sigurjónsson. Organisti er Sólveig
Sigríður Einarsdóttir. Veitingar í safnaðarsal
að messu lokinni.
DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti |
Messa sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á
íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og mán., mið og fös. kl. 8,
lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Ólafur
Jón Magnússon prédikar og þjónar. Minnum á
bílastæðin við Alþingi.
FELLA- og Hólakirkja | Göngumessur Breið-
holtssafnaðanna í júní. Boðið verður upp á úti-
vist, hreyfingu og góðan félagsskap í göngu-
messum Breiðholtssafnaðanna. Næstu þrjá
sunnudaga sameinast söfnuðirnir í sínum ár-
legu messum þar sem gengið er til messu frá
einni kirkju til annarrar. Safnast saman við
Seljakirkju kl. 10 og gengið til Fella- og Hóla-
kirkju þar sem messa hefst kl. 11.
Boðið verður upp á kirkjukaffi í lok hverrar
messu og einnig ökuferð til baka að upp-
hafstað göngunnar.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhanns-
son leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og
Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina
ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.
GLERÁRKIRKJA | Kvöldguðþjónusta kl. 20.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Petra
Björk Pálsdóttir sér um tónlistina. Hugleiðsla,
fyrirbænir samneyti.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra
Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogs-
kirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifs-
son.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María
Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt messuþjónum. Organisti er Kristján
Hrannar Pálsson og félagar úr Kirkjukór
Grensáskirkju leiða söng. Kaffi fyrir og eftir
messu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta kl. 20. Prestur er Leifur Ragnar Jóns-
son. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór
Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa
Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund og
skírn kl. 11. Prestur er Jón Helgi Þórarinsson.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Kaffisopi
eftir stundina.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar
úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org-
anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Fyrir-
bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdeg-
ismessa miðvikud. kl. 8.
HAUKADALSKIRKJA | Fermingarmessa 10.
júní kl. 14. Prestur er Egill Hallgrímsson. Org-
anisti er Jón Bjarnason.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga
Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Organisti er Steinar Logi Helgason.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Ferming-
armessa 9. júní kl. 13. Séra Bryndís Valbjarn-
ardóttir þjónar fyrir altari. Kór Hólaneskirkju
undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur
syngur. Meðhjálpari er Jón Ólafur Sig-
urjónsson.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnudag kl. 20.
Samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Guð-
jón Vilhjálmsson prédikar. Eftir stundina verð-
ur boðið uppá kaffi og samfélag.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagskvöldið
10. júní kl. 20. Göngumessa frá Keflavík-
urkirkju. Lagt verður af stað frá kirkjutröppum
kl. 20. Sr. Erla og Arnór organisti leiða rölt í
rólegheitum, fræða og flytja biblíuorð. Staldr-
að verður við Keflavíkurkirkjugarð við Að-
algötu, KFUM- og KFUK-húsið og Nónvörðu.
Endað verður í kvöldkaffi heima hjá organist-
anum þar sem boðið verður upp á kaffi og
heimabakað. Velkomið er að fylgja eftir hópn-
um á bíl.
KIRKJA heyrnarlausra | Messa verður í
kirkju heyrnarlausra í Grensáskirkju kl. 14. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur sr.
Kristínu Pálsdóttur inn í embætti prests
heyrnarlausra.
Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar
Ólafsdóttur. Organisti er Kristján Hrannar
Pálsson. Kaffi í safnaðarheimilinu eftir mess-
una.
LANGHOLTSKIRKJA | Kaffihúsamessa í litla
sal safnaðarheimilis kl. 11. Félagar úr söng-
sveitinni Fílharmóníu leiða sönginn og taka
lagið fyrir kirkjugesti. Sr. Jóhanna Gísladóttir
þjónar auk Magnúsar Ragnarssonar organ-
ista, Aðalsteins Guðmundssonar kirkjuvarðar
og messuþjóna.
LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20.
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Elísabet Þórðar-
dóttir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn
Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís
Linn prédikar og þjónar fyrir altari.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskól-
inn kl. 11. Guðþjónusta kl. 20. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson þjónar. Tónlist í
umsjá Óskars Einarssonar.
NESKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Félagar úr
kór Neskirkju syngja og leiða söng við undir-
leik Maríu Kristínar Jónsdóttur. Prestur er
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litir og blöð í
boði fyrir unga dundara. Kaffi og samfélag eft-
ir messu á Kirkjutorginu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Gönguguðsþjón-
usta 9. júní kl. 9. ATH br. tíma. Sr. Pétur þjón-
ar fyrir altari og félagar úr Fjárlaganefnd
syngja undir stjórn organistans Árna Heiðars
Karlssonar. Ólafur Kristjnsson tekur á móti
öllum. Lesmessa 10. júní kl. 11.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar
samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga
í Kristiboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3.
hæð. Ræðumaður: Jón Kristinn Lárusson.
Barnastarf. Túlkað á ensku.
SAURBÆJARKIRKJA á Kjalarnesi |
Sumarmessa kl. 14. Kirkjukór Reynivalla-
prestakalls leiðir sálmasöng. Organisti er
Guðmundur Ómar Óskarsson. Sr. Arna
Grétarsdóttir þjónar.
SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónustur safn-
aðanna í Breiðholti. Gengið verður frá Selja-
kirkju kl. 10 til Fella- og Hólakirkju, þar sem
guðsþjónusta hefst kl. 11.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa klukkan
11. Sóknarprestur þjónar. Organisti er Erla
Rut Káradóttir. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir
leiðir almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar
og samfélag eftir athöfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson Skál-
holtsbiskup prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt Agli Hallgrímssyni sóknarpresti. Ung-
lingakór úr sex kórum sem dvelur í kór-
sumarbúðum kirkjunnar í Skálholti syngur og
leiðir messusöng. Stjórnendur: Margrét Bóas-
dóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Organ-
isti er Jón Bjarnason.
SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð | Árleg
kvöldmessa á sumri verður 10. júní kl. 20.
Prestur er Þorgeir Arason, organisti er Jón
Ólafur Sigurðsson, Kór Kirkjubæjar- og Sleð-
brjótskirkna syngur, meðhjálpari er Margrét
Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar.
SÓLHEIMAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr.
Sveinn Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédik-
ar. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Ármann Egg-
ertsson og Hallbjörn Rúnarsson syngja og
leika fyrir kirkjugesti. Bænir Gunnlaugur Ingi-
marsson og María K. Jacobsen. Kirkjuvörður
er Valdís Ólöf Jónsdóttir.
VÍDALÍNSKIRKJA | Gönguguðsþjónusta við
vatnið. Göngufólk hittist við bílastæðið við
Vífilsstaðavatn í Garðabænum kl. 11. Jóna
Hrönn Bolladóttir sóknarprestur leiðir göng-
una og flytur þrjár örhugleiðingar á leiðinni, fé-
lagar í kór Vídalínskirkju syngja á leiðinni og
stjórnandi er Jóhann Baldvinsson.
VÍÐIDALSTUNGUKIRKJA | Fermingarguð-
sþjónusta kl. 11. Prestur er Guðni Þór Ólafs-
son, organisti er Pálína F. Skúladóttir.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgi-
stund kl. 20. Helga Þórdís Guðmundsdóttir
spilar á orgel og leiðir söng. Prestur er Bragi J.
Ingibergsson.
ORÐ DAGSINS: Hin
mikla kvöldmáltíð
(Lúk. 14)
Morgunblaðið/Arnaldur
Kirkjur Hríseyjarkirkja