Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Landsframleiðsla á fyrsta ársfjórð-
ungi jókst um 6,6% miðað við sama
fjórðung í fyrra, samkvæmt nýjum
þjóðhagsreikningum Hagstofunnar
sem birtir voru í gær. Þjóðarútgjöld,
sem eru samtala neyslu og fjárfest-
ingar, jukust um 6,8%. Einkaneysla
jókst um 5,9%, samneysla um 2,9%
og fjárfesting um 11,6%. Útflutning-
ur jókst um 10,2% og innflutningur
um 10,9%.
Leiðrétt landsframleiðsla minni
Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla
jókst um 1,1% milli fjórða ársfjórð-
ungs 2017 og fyrsta fjórðungs þessa
árs. Með árstíðaleiðréttingu er leit-
ast við að greina og fjarlægja árs-
tíðabundnar sveiflur í gögnunum, til
þess að auðvelda samanburð talna
innan hvers árs og á milli samliggj-
andi fjórðunga. Rétt er að taka fram
að niðurstöður Hagstofunnar fyrir
árin 2016-2018 eru bráðabirgðatölur
sem gætu tekið breytingum, ef ýtar-
legri upplýsingar liggja fyrir.
Einka- og samneysla eykst
Einkaneysla jókst um 5,9% á
fyrsta ársfjórðungi samanborið við
sama fjórðung í fyrra. Einkaneyslan
jókst hins vegar einungis um 1,1% ef
hún er borin saman við fjórða fjórð-
ung síðasta árs. Í Hagsjá hagfræði-
deildar Landsbankans er vakin at-
hygli á því að eitt af einkennum
núverandi uppsveiflu sé að vöxtur
einkaneyslu hafi verið minni en vöxt-
ur kaupmáttar. Það er fyrst nýverið
sem vöxturinn í einkaneyslu hefur
tekið fram úr aukningu kaupmáttar.
Á fyrsta ársfjórðungi var sam-
neysla 2,9% meiri en á sama fjórð-
ungi í fyrra, en einungis 0,8% meiri
sé miðað við síðasta fjórðung 2017.
Íbúðafjárfesting jókst um 38%
Vöxt í fjárfestingu má að mestu
rekja til íbúðafjárfestingar sem
jókst um 38% miðað við fyrsta árs-
fjórðung í fyrra. Fjárfesting at-
vinnuvega jókst um 7,1% og um
2,2% hjá hinu opinbera. Inn- og út-
flutningur skipa og flugvéla getur
haft veruleg áhrif á fjárfestingu árs-
ins. Að frádreginni fjárfestingu í
skipum og flugvélum jókst fjárfest-
ing atvinnuvega um 5,5% borið sam-
an við sama ársfjórðung í fyrra.
Alls jókst fjárfesting á milli ára
um 11,6% á fyrsta ársfjórðungi, en
dróst saman um 1,5% borið saman
við fjórða ársfjórðung í fyrra þótt
íbúðafjárfesting hefði aukist um
11%.
Vöruútflutningur vex hratt
Útflutningur jókst um 10,2% á
fyrsta ársfjórðungi milli ára, sem er
mesti vöxtur síðan á þriðja fjórðungi
2016. Vöruútflutningur jókst um
17,5% og þjónustuútflutningur um
5,3%. Landsbankinn telur þetta
töluverð tíðindi, þar sem vöxtur
þjónustuútflutnings hefur verið
meiri en vöruútflutnings síðustu ár.
Mikinn vöxt vöruútflutnings má
meðal annars rekja til aukins út-
flutnings á þorski en sjómannaverk-
fall varð til þess að lítið var um veið-
ar á fyrstu tveimur mánuðum
síðastliðins árs.
Hagvöxtur fyrsta fjórðungs var
nokkuð umfram væntingar. Hag-
vaxtarspár greiningardeilda og
opinberra aðila liggur á bilinu 2,6-
4,1% fyrir árið í heild.
Hagvöxtur mældist 6,6%
á fyrsta ársfjórðungi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vöxtur Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi var nokkuð meiri en búist var við.
Vöxturinn nokkuð yfir væntingum Fjárfesting og einkaneysla helstu drifkraftar
Þjóðhagsreikningar
» Hagstofan sendi upphaflega
ranga niðurstöðu frá sér í gær-
morgun um að hagvöxtur hefði
verið 5,4%.
» Það var leiðrétt síðar um
daginn og hagvöxtur hækkaður
í 6,6%.
» Villan leyndist í útreikningi á
utanríkisviðskiptum.
mund Örn Þórðarson, stjórnarmann
í Kviku og Einar Örn Ólafsson,
stjórnarmann í TM. Svanhildur
Nanna vék úr stóli stjórnarfor-
manns VÍS í kjölfar þess að hún var
handtekin og færð til skýrslutöku í
tengslum við rannsóknina á fimmtu-
dag í síðustu viku.
Lögum samkvæmt hefur FME eft-
irlit með hæfi framkvæmdastjóra
og stjórnarmanna í skráðum fé-
lögum og getur á grundvelli þeirra
tekið hæfi þeirra til sérstakrar
skoðunar. Morgunblaðið hefur
ítrekað leitað svara hjá FME um það
hvort hæfi stjórnarmannanna fyrr-
nefndu hafi verið athugað en stofn-
unin segist ekki veita upplýsingar
um einstök mál. Hins vegar segir í
svari þaðan að FME leitist við að
miðla upplýsingum um starfsemi
sína eftir föngum. Það sé oftast gert
í „samandregnum niðurstöðum eftir
að athuganir eða rannsóknir hafa
farið fram og þegar öll málsatvik
hafa verið skoðuð“. ses@mbl.is
Fjármálaeftirlitið verst allra frétta
af því hvort stofnunin hafi til athug-
unar eða hafi lokið athugun á hæfi
þriggja einstaklinga sem hafa stöðu
sakbornings í máli sem Héraðs-
saksóknari rannsakar og varðar
eignarhaldið á Skeljungi á árunum
2008-2013. Einstaklingarnir sem í
hlut eiga sitja í stjórnum þriggja
skráðra fjármálafyrirtækja sem
lúta eftirliti FME. Þar er um að
ræða Svanhildi Nönnu Vigfús-
dóttur, sem situr í stjórn VÍS, Guð-
FME gefur ekkert upp um athugun
Stofnunin hefur eftirlit með hæfi stjórnarmanna í skráðum félögum á markaði
Skeljungur FME verst allra frétta.
● Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki
spá því að peningastefnunefnd Seðla-
bankans muni halda stýrivöxtum
óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun
sem kynnt verður á miðvikudaginn.
Þrátt fyrir að bráðabirgðatölur Hag-
stofunnar um hagvöxt, sem fjallað er
um hér á síðunni, bendi til þess að
meiri kraftur sé í hagkerfinu en spár
gerðu ráð fyrir, telur hagfræðideild
Landsbankans að þær muni ekki leiða
til þess að nefndin ákveði að nú sé rétti
tíminn til að breyta vöxtum.
Greiningardeild Arion banka telur að
ólíkt síðustu vaxtaákvörðun muni valið
standa á milli óbreyttra vaxta eða
vaxtalækkunar, og að mjótt geti orðið
á mununum. Líklegra sé þó að vöxtum
verði haldið óbreyttum.
Bankarnir spá óbreytt-
um stýrivöxtum
9. júní 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.88 106.38 106.13
Sterlingspund 141.91 142.59 142.25
Kanadadalur 81.31 81.79 81.55
Dönsk króna 16.695 16.793 16.744
Norsk króna 13.064 13.14 13.102
Sænsk króna 12.081 12.151 12.116
Svissn. franki 107.64 108.24 107.94
Japanskt jen 0.9683 0.9739 0.9711
SDR 150.22 151.12 150.67
Evra 124.35 125.05 124.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.061
Hrávöruverð
Gull 1298.3 ($/únsa)
Ál 2317.0 ($/tonn) LME
Hráolía 75.88 ($/fatið) Brent
WOW air flutti 328
þúsund farþega til
og frá landinu í maí.
Það eru um 60%
fleiri farþegar en í
maí árið 2017, að því
er fram kemur í til-
kynningu frá flugfélaginu.
Sætanýting WOW air var 90% í
maí í ár en var 86% í sama mánuði í
fyrra. Nýtingin jókst því þrátt fyrir
að framboðnum sætakílómetrum
hafi verið fjölgað um 59% milli ára.
Það sem af er ári þá hefur WOW
air flutt um 1,2 milljónir farþega.
Komufarþegum WOW air fjölgaði
um 25% í maí á milli ára, samanborið
við 13% vöxt heildarmarkaðarins til
Íslands, segir í tilkynningunni.
Nýting WOW
90% í maí
Farþegum fjölgaði
um 60% milli ára
● Erlendur Magn-
ússon var kjörinn
stjórnarformaður
af nýrri stjórn
Heimavalla, sem
kjörin var á hlut-
hafafundi sem
haldinn var á Hilton
Nordica Hóteli í
gær. Erlendur er
eigandi Total
Capital Partners og
var stjórnarformaður Borgunar í þrjú ár,
eða þar til í mars á þessu ári.
Í stjórn Heimavalla voru einnig kjörin
Anna Þórðardóttir, Arthur Irving, Hall-
dór Kristjánsson og Hildur Árnadóttir.
Erlendur nýr stjórnar-
formaður Heimavalla
Erlendur
Magnússon
STUTT
Kísil
STEINEFNI
Sterkari neglur
Getur meðal annars
stuðlað að:
• Fyrirbyggingu við
beinþynningu
• Styrkingu á hjarta- og
æðakerfi líkamans
• Heilbrigði húðar og hárs
• Sterkari nöglum
• Góðri heilsu
• Örvun kollagen myndunar
Inniheldur engin aukaefni.
Nánari upplýsingar á www.geosilica.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf