Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 41
Víkverji fór á fyrirlestur með JonKabat-Zinn í Hörpu, en Kabat-
Zinn lagði fyrstur manna grunn að
iðkun núvitundar í læknisfræði og
sálfræði okkar daga. Víkverji var bú-
inn að bíða spenntur eftir þessum
fyrirlestri og langaði að fá innblástur
til að fá meiri núvitund í líf sitt.
x x x
Ekki byrjaði það vel. Fyrirlesturinnhófst klukkan 19 og það endaði á
því að vera talsvert stress hjá Vík-
verja að ná í tæka tíð enda nóg að
gera í vinnu og heima en það tókst að
gefa börnum að borða og setjast nið-
ur í Silfurbergi í tíma. Stressið yfir-
tók allt og það hefði áreiðanlega verið
gott að kunna að vera meira í núinu
og sáttur við sjálfan sig á þessum
tímapunkti.
x x x
Kabat-Zinn hefur skilgreint núvit-undarhugleiðslu sem „meðvit-
undina sem kemur frá því að veita at-
hygli, viljandi, á núlíðandi stund án
þess að dæma“. Hann fékk gesti til
þess að beina athyglinni inn á við um
stund, nokkuð sem er mjög kærkom-
ið í nútímasamfélagi og sérstök upp-
lifun að sitja í þögn með öllu þessu
fólki.
x x x
Það sem er merkilegt við hann ereinmitt það að hann vill ekki vera
merkilegri en aðrir. Hann hefur náð
ótrúlega miklum árangri í sínu starfi
og líta mjög margir upp til hans.
Hann vill samt ekki vera dýrkaður. Í
fyrirspurn eftir fyrirlesturinn komu
upp umræður um Donald Trump
Bandaríkjaforseta og hvernig hann
komst til valda. Hluti af því er að fólk
skipar sér í hópa; það sjálft og hina,
en það er það sem er svo hættulegt.
Hinir eru þá eitthvað sem er öðruvísi,
eitthvað til að óttast, og hrætt fólk
getur gert alls konar vitleysu.
x x x
Þetta snýst nefnilega ekki um okk-ur og hina, fólk er fljótt að flokka
allt niður í andstæður og sér þá ekk-
ert nema andstæðinga. Lands-
byggðin og Reykvíkingar, mið-
borgarbúar og úthverfafólk. Þetta er
óþarfi, við búum hér öll saman, í sama
landi og á sömu jörð. vikverji@mbl.is
Víkverji
DÆGRADVÖL 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú mátt eiga von á einhverju óvæntu
í vinnunni í dag. Mundu að það getur tekið
nokkur ár að ávinna sér traust en ekki nema
nokkrar mínútur að brjóta það niður.
20. apríl - 20. maí
Naut Heillandi hugmyndir og geislandi gáfur
einkenna þig í dag. Þú þarft að læra að nýta
þér þann eiginleika sem fær fólk til þess að
opna hjarta sitt fyrir þér
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú skalt forðast það sem heitan
eldinn að gera áætlanir með vinum og kunn-
ingjum í dag. Reyndu því ekki að troða mál-
um þínum áfram.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur lofað upp í ermina á þér og
sérð nú fram á að geta ekki staðið við orð þín
nema biðja um aðstoð. Láttu ekki aðra fara í
taugarnar á þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert á öndverðum meiði gagnvart
ættingja og þarft að hafa hemil á skapi þínu
ef þú vilt ekki að allt fari úr böndunum. Við-
brögðin munu koma þér á óvart.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhver sem gerði á hluta þinn á eftir
að biðja þig afsökunar. Ef þú finnur til
óánægju skaltu ekki byrgja hana innra með
þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það gengur ekki að drottna einn yfir öllu,
þegar um samstarf við aðra er að ræða. Tal-
aðu hreint út og láttu engan fara í grafgötur
um tilgang þinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Reyndu að hressa upp á hugs-
anaganginn sem er þarft en ekki létt verk.
Láttu ekki hugfallast heldur gakktu æðrulaus
til verks. Vertu þolinmóður.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það getur valdið andvaraleysi að
allir hlutir gangi refjalaust fyrir sig. Aðstoð
þín við aðra getur leitt til þess að mikilvægur
árangur náist.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Stundum finnur maður ekki fyrir
því að deila með einhverjum - eins og að deila
kastljósinu með skapandi vini. Gamalt mál úr
fortíðinni lifnar við og kemur þér á óvart.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er komið að þeim tímamótum í
lífi þínu að þú hrindir í framkvæmd þeirri
áætlun sem þú hefur svo lengi verið með í
undirbúningi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það myndi bjarga mörgu, ef þú gæfir
þér tíma til þess að njóta návista vina þinna.
Vertu óhræddur við að leita aðstoðar á þeim
sviðum, sem ekki eru á þínu valdi.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hryggur þrátt ver hana skaða.
Hún vínanda færir þér.
Gera þeir, sem heyi hlaða.
Hálfgerð rola þetta er.
Sigmar Ingason leysir gátuna
þannig:
Mænan liggur inní miðjum hrygg
mörg er flaskan nefnd svo — að ég
hygg,
vel mænd sáta sérhvert prýðir engið,
síst skal verk það hengilmænu fengið.
Þessi er lausn Helga R. Einars-
sonar:
Hryggur, vínið, hey og skauð
hugarfrónni ræna.
Er lausnarorðið saman sauð
mér sýndist birtast mæna.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Heila mænu hryggur tryggir,
hnarreist skal ég mæna á þjón.
Mænir hátt er hey upp byggir
hengilmænan lati Jón.
Harpa á Hjarðarfelli svarar með
þessum orðum: „Þá er sauðburðar-
önnum að mestu lokið og hægt að
gefa sér tíma fyrir gátur. Lausnin
að þessu sinni er svona.
Mæna er í mínum hrygg
Mæna flaska er.
Mæna heyið mjög vel hygg.
Mæna hengils hér.“
Hér er lausn Helga Seljan:
Mænuna vísast má ei skaða,
á mænu þyrstir hafa trú.
Upp í mæna heyi hlaða,
hengilmænur finnast nú.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hryggur mænu manns ver skaða.
Mæna vínið færir þér.
Mæna þeir, sem heyi hlaða.
Hengilmæna rolan er.
Þá er limra:
Ein hænuréttinda hæna
tók hana grobbinn til bæna
og ærðan af ótta
rak óðar á flótta,
því haninn var hengilmæna.
Að lokum er ný gáta eftir Guð-
mund:
Vorið góða vermir lönd,
vindar hægt sér láta.
Fagur dagur fer í hönd,
fæðist lítil gáta:
Brattur tindur birtist hér.
Bátskríli, sem hrörlegt er.
Lag það heyrist leikið á.
Löngum má þar vísur sjá.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það er margur mænirinn
Í klípu
„TILFINNINGU HAFNAГ
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VEIT EKKI AF HVERJU ÉG ER AÐ ELDA
FYRIR ÞIG.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... fyrsta „halló-ið“!
EKKI EINS AUÐVELT OG
ÞAÐ VIRÐIST VERA
KJAMS! SNARF! ÉG VILDI ÉG ÆTTI FLEIRI!
FLEIRI
KJÚKLINGA-
VÆNGI?
FLEIRI MAGA!!
Finnið og sjáið að Drottinn er góður,
sæll er sá maður sem leitar hælis hjá
honum.
(Sálm: 34.9)