Morgunblaðið - 09.06.2018, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal
Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
Sunnudagsleiðsögn sýningarstjóra Ýmissa kvikinda líki – íslensk grafík
10. júní kl. 14.
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL 22.5 - 31.12 2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Breiðholt festival, hátíðin sem
haldin hefur verið í Breiðholti
nokkur sumur í röð, tekur þátt í
Listahátíð í Reykjavík í ár með við-
burði sem fram fer í dag kl. 14 í
Ölduselslaug sem jafnan er notuð
til sundkennslu. Býðst hátíðar-
gestum þá að hlusta á kvikmynda-
og sjónvarpsþáttatónlist ofan í
lauginni og verður hún ekki leikin
af sundlaugarbakkanum heldur úr
vatnsheldum hátölurum ofan í
lauginni.
Gestum verður boðið að setja á
sig flothettur til að njóta tónlistar-
innar og geta þannig flotið um
laugina með eyrun undir vatns-
yfirborðinu og notið tónanna í allt
að fjórar klukkustundir.
Flest tónverkanna sem leikin
verða hafa hlotið ýmsar tilnefn-
ingar og verðlaun. Pétur Ben hlaut
Edduverðlaunin fyrr á þessu ári
fyrir tónlist sína við sjónvarps-
þættina Fanga, Daníel Bjarnason
hlaut Norrænu kvikmynda-
tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist
sína við kvikmyndina Undir trénu
og einnig verða leikin tónverk
Hildar Guðnadóttur og Jóhanns
Jóhannssonar sem þau sömdu fyrir
kvikmyndina Mary Magdalene,
tónlist Ben Frost við Dark og tón-
list Örvars Smárasonar og Gunn-
ars Tynes úr múm við kvikmyndina
Svaninn.
Tenging við umhverfið
Listrænir stjórnendur Breiðholt
festival eru Sigríður Sunna Reynis-
dóttir og Valgeir Sigurðsson og
segir Valgeir að Breiðholt festival
hátíðin sé nú haldin í fjórða sinn.
En hvers vegna varð tónlist sam-
in við kvikmyndir og sjónvarps-
þætti fyrir valinu?
,,Það er bara svo margt spenn-
andi búið að vera að gerast í kvik-
myndatónlist og við höfum alltaf
haft aðeins að leiðarljósi að tónlist-
in á hátíðinni tengist eitthvað okk-
ar umhverfi og sé eftir aðila sem
hafi einhverja tengingu við Breið-
holtið. Mikið af þessari tónlist hef-
ur einhverja tengingu við Gróður-
húsið, hljóðverið, er eftir fólk sem
hefur unnið þar og okkur fannst
þetta skemmtilegur vinkill.
Við höfum verið með svona sam-
flot, svona neðansjávarmúsík, í
lauginni áður og okkur langaði að
gefa því núna meiri fókus og leggja
meiri áherslu á sérstaka þætti í
tónlistinni,“ svarar Valgeir.
Kræsingar á bakkanum
– Heyrist tónlistin vel ofan í
vatninu? Hún hlýtur að breytast
töluvert?
,,Já, hún breytist en vatn ber
hljóð mjög vel og þú þarft að vera
með eyrun ofan í því. Þetta er að-
eins öðruvísi upplifun, auðvitað, og
það sem breytist er að þú ferð ofan
í það – er kannski erfitt að vera
með eyrun ofan í í fjóra klukku-
tíma, segir Valgeir, ,,þú dýfir þér
aðeins ofan í og upp úr aftur.“
Aðgangur að viðburðinum er
ókeypis og þar sem laugin er
kennslulaug þarf ekki að borga sig
ofan í hana. Að auki verður matar-
markaður á sundlaugarbakkanum
með kræsingum frá ýmsum heims-
hornum, að sögn Valgeirs. ,,Við er-
um að leggja áherslu á þetta fjöl-
menningarsamfélag sem Breið-
holtið er og erum því að fá fólk frá
ýmsum heimshornum, Víetnam og
víðar að, til að vera með sinn mat á
boðstólnum.
Á floti með kvikmyndatóna í eyrum
Tónlist samin fyrir kvikmyndir og
sjónvarp leikin ofan í Ölduselslaug
Á kafi Tæknimaður Breiðholt festival leggur höfuðið í bleyti í Ölduselslaug. Til hliðar við hann má sjá flothettur,
hangandi á handriði, sem gestir geta notað sér til yndisauka og slökunar á meðan þeir njóta fagurra tóna í vatni.
Hjálmurinn, hljóðverk fyrir börn, er
á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík
kl. 16 í Tjarnarbíói sunnudaginn 10.
júní. Verkið er samspil tónlistar,
leikhúss og ritlistar. Eins og nafnið
bendir til kemur hjálmur við sögu.
Líka ungur drengur, sem er með
hjálminn á hausnum og ætlar ekki
undir neinum kringumstæðum að
taka hann af sér. En spyrjum að
leikslokum því hugsanlega gerist
eitthvað sem veldur því að dreng-
urinn afræður að taka hjálminn af
sér.
Kannski hafa áhorfendur líka eitt-
hvað um það að segja því þeir skapa
sýninguna ásamt leikaranum Guð-
mundi Felixsyni, sem les texta
barnabóka- og verðlaunahöfund-
arins Finn-Ole Heinrich við tónlist
nútímatónskáldsins Sarah Nemt-
sow. Í uppsetningunni renna saman
texti og tónlist, tónlist verður að
texta og texti að tónlist. Sýningin
verður tekin upp og upptökunni síð-
an hlaðið upp á netþjón. Áhorfendur
fá sérstakan kóða til þess að þeir
geti nálgast upptökuna.
Hjálmurinn er verk íslensk/þýska
nútímatónlistarhópsins, Ensemble
Adapter, sem getið hefur sér gott
orð á erlendum vettvangi og hefur
Hjálmurinn víða slegið í gegn. Í
hópnum eru Kristjana Helgadóttir,
bassaflauta, Ingólfur Vilhjálmsson,
kontrabassaklarinett, Gunnhildur
Einarsdóttir, harpa, Mattthias Eng-
ler, slagverk, og Zoé Cartier, selló.
Tónlist verður texti og öfugt
Morgunblaðið/Stella Andrea
Leikarinn Guðmundur Felixson
leikur drenginn með hjálminn.
Mörgum í hversdagslegum erindagjörðum; á hlaupum í
innkaupum – svo dæmi sé tekið – var skemmtilega við-
brugðið síðdegis í gær þegar á annan tug dansara í Ís-
lenska dansflokknum sýndi dansverkið The Great
Gathering á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Sér til fulltingis
hafði dansflokkurinn fríðan hóp 9-16 ára krakka.
Sýningin var einn af fjölmörgum viðburðum Listahátíðar
í Reykjavík, sem nú stendur sem hæst og og vart fer
framhjá nokkurri manneskju.
Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts eru höf-
undar dansverksins í samvinnu við dansara. Rebekka
Jónsdóttir á heiðurinn af búningunum. Verkið var flutt
við tónlist eftir Sigur Rós, Gus Gus, Hot Chip, Jarvis
Cocker, Peaches og fleiri.
Morgunblaðið/Eggert
Fríður hópur Þessir knáu ungmenni brutu upp hversdagsleikann með hressilegum verslunarmiðstöðvardansi.
Boðið upp á dans á Eiðistorgi