Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  145. tölublað  106. árgangur  LÖNG TÓNLEIKA- FERÐ OG SÓLÓ- PLATA Á LEIÐINNI GRÁSLEPPAN GEFUR VEL GERSEMAR ÚR GEYMSLUM TIL SÝNIS Í HAFNARFIRÐI TVEIR MILLJARÐAR 18 HAFNARBORG 30ÓLAFUR ARNALDS 33 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Icelandair mun ekki segja upp flug- mönnum fyrir veturinn líkt og gert hefur verið um áratugi. 64 flugmenn voru sérstaklega ráðnir til starfa fyr- ir sumarið, sem er metfjöldi, en að þeim meðtöldum munu um 500 flug- menn starfa hjá félaginu í vetur. Ástæðan er umfangsmeiri verk- efni t.d. aukið framboð í leiðakerfi árstíðasveiflu í rekstrinum og mark- visst hafi verið unnið að því um ára- bil. „Einn liður var fjárfesting í nýj- um flugvélum, Boeing 737MAX, sem henta okkar leiðakerfi afar vel. Með vetraráætlun okkar fyrir næsta vet- ur stígum við mikilvæg skref og á næsta ári tökum við sex nýjar flug- vélar í notkun,“ segir hann. „Mér finnst afar jákvætt að þessar breytingar hafa það í för með sér að félagið þarf ekki að segja upp flug- mönnum fyrir þennan vetur eins og það hefur þurft að gera undanfarna áratugi vegna árstíðasveiflunnar í rekstrinum. Við horfum til framtíðar og erum í góðri stöðu til að bregðast við óskum viðskiptavina okkar um góða og hagkvæma þjónustu í flugi,“ segir Björgólfur. Icelandair flýgur til 33 áfanga- staða í vetur, en þeir voru 27 síðasta vetur. Tíðnin verður einnig aukin til margra áfangastaðanna. flugfélagsins. Þá munu milli 110 og 120 flugmannanna, samhliða öðrum störfum, fá þjálfun á nýjar Boeing 737MAX-flugvélar sem félagið hefur fest kaup á. Sex vélar verða afhentar Icelandair á næsta ári og teknar í notkun frá janúar fram í apríl. Tekist að minnka árstíðasveiflu Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair, segir það hafa verið keppikefli hjá félaginu að minnka Segja flugmönnum ekki upp  64 flugmenn sem ráðnir voru fyrir sumarið halda áfram hjá Icelandair í vetur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær gott tæki- færi til að stíga stórt skref í átt að sextán liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu þegar það mætir Nígeríu í Volgograd klukkan 15 í dag. Eftir stór- sigur Króata á Argentínumönnum í gær liggur fyrir að annaðhvort Ísland eða Nígería verður í öðru sæti D- riðils að leik loknum og í góðri stöðu til að komast áfram í keppninni. Um þrjú þúsund Íslendingar verða á leiknum í dag og í þeirra hópi er Evgenía Mikaelsdóttir sem er komin til Volgograd í fyrsta skipti en þar féll afi hennar í síð- ari heimsstyrjöldinni. Hún fékk endanlega staðfest í gær að borin hefðu verið kennsl á hann en nafn hans er að finna í hvelfingu við stærstu styttu í Evrópu, Móð- urlandið kallar, sem er steinsnar frá knattspyrnuvell- inum í borginni. »4,6 og Íþróttir Gríðarleg spenna fyrir leikinn í dag Morgunblaðið/Eggert Stuðningur Fjöldi Íslendinga var mættur til Volgograd í gær og fylgdist með útsendingu frá leik Króata og Argentínu. Gríðarleg spenna er í D-riðlinum á HM í Rússlandi. Landsliðið Strákarnir tóku létta æfingu í Volgograd í gær.  Um 2.400 manns störfuðu hjá starfsmannaleigum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er fjölgun um 40% frá síðasta ári og um fimm- föld fjölgun frá árinu 2016. At- vinnulausum erlendum ríkisborg- urum hefur einnig fjölgað úr 963 í 1.396 milli ára. Þetta er hæsta at- vinnuleysistíðni í þessum hópi frá byrjun ársins 2014. Vinnumála- stofnun gaf út 119 atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli árið 2016 og Gísli Davíð Kristjánsson, sér- fræðingur hennar, segir skort vera á starfsmönnum á Íslandi. »10 Atvinnulausum út- lendingum fjölgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.