Morgunblaðið - 22.06.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Ný sending – frábært úrval
Flottir
í fötum
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
gallabuxur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reykjavíkurborg mun að óbreyttu
geta veitt framkvæmdaleyfi vegna
milljarðauppbyggingar í Borgartúni
24. Hagsmunaaðilar hafa þó mögu-
leika á að leggja fram kæru í málinu
til úrskurðarnefndar auðlinda- og
umhverfismála.
Fjárfestar hyggjast byggja allt að
65 íbúðir og atvinnuhúsnæði á lóð-
inni Borgartúni 24. Miðað við fast-
eignaverð á svæðinu yrði söluverð-
mæti íbúðanna 3-4 milljarðar.
Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti í febrúar breytt deiliskipulag
lóðarinnar Borgartúns 24. Hafði lög-
maður húsfélags Mánatúns 7-17 þá
komið á framfæri mótmælum til
skipulagsfulltrúa. Fyrirhugaðar
skipulagsbreytingar væru í and-
stöðu við lög og brytu gegn lögvörð-
um hagsmunum íbúa Mánatúns.
Skipulagsstofnun gerði í apríl at-
hugasemdir við breytingar á deili-
skipulaginu. Taldi stofnunin að eins
„umfangsmiklar breytingar og ráð-
gerðar eru á lóð Borgartúns 24, bor-
ið saman við núverandi byggða-
mynstur á reitnum og gildandi
deiliskipulag reitsins, kalli á heildar-
endurskoðun deiliskipulags götu-
reitsins“. Af því tilefni sagði Einar
Páll Svavarsson, fulltrúi íbúa í
Mánatúni 7-17, við Morgunblaðið að
borgin hlyti að hætta við áformin.
Borgartún 24 er hluti af hugmynd-
um um þéttingu byggðar í Borgar-
túni 18-24 og Nóatúni 4.
Aðeins einn vildi breyta
Borgarráð samþykkti hið breytta
deiliskipulag Borgartúns 24 fyrr í
þessum mánuði. Með fylgdi svarbréf
skipulagsfulltrúa. Þar kom meðal
annars fram að niðurstaða viðræðna
milli borgarinnar og lóðareigenda
hefði verið sú að „einungis eigendur
á Borgartúni 24 voru … tilbúnir til
þess að breyta skipulagi á sinni lóð“.
Þær upplýsingar fengust hjá
Skipulagsstofnun að deiliskipulags-
breytingin hefði þegar tekið gildi
með birtingu í Stjórnartíðindum.
Eftir það hefðu hagsmunaaðilar
mánuð til að kæra skipulagið.
Bent var á að samkvæmt lögum
bæri Skipulagsstofnun að koma at-
hugasemdum á framfæri um form
eða efni ef hún teldi ástæðu til. Sveit-
arstjórn ætti á móti að taka afstöðu
til þessarar athugasemdar og bregð-
ast við ef formgallar væru og rök-
styðja ef hún væri ekki sammála um
efnisgalla. Það hefði borgin gert. Í
sjálfu sér væri ekki lagaskylda að
senda breytinguna aftur til yfirferð-
ar Skipulagsstofnunar. Þótt slíkt
væri oft gert hefði borgin uppfyllt
lagaskyldu um að bregðast við at-
hugasemdum stofnunarinnar.
Því hefði borgin heimild til að láta
skipulagið taka gildi án nýrrar yfir-
ferðar hjá stofnuninni. Málið væri
því úr höndum Skipulagsstofnunar.
Með birtingu í Stjórnartíðindum
hefði breytt deiliskipulag tekið gildi.
Þar með væri hægt að veita bygging-
arleyfi á grundvelli hennar.
Grænt ljós á háhýsaröð
Reykjavíkurborg mun að óbreyttu geta veitt framkvæmdaleyfi í Borgartúni 24
Háhýsabyggð var mótmælt Skipulagsstofnun hyggst ekki aðhafast frekar
Teikning/Yrki arkitektar
Drög að nýbyggingum Nú er einnar til þriggja hæða atvinnu- og skrifstofu-
húsnæði í Borgartúni 24. Áformað er að reisa allt að sjö hæða byggingu.
Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í tuttugasta og
sjöunda sinn í gærkvöldi á sumarsólstöðum.
Hlaupið var af stað um níuleytið frá Engjavegi í
Laugardal og hlaupnir ýmist 21, 10 eða 5 kíló-
metrar þar til komið var í mark í trjágöngunum
við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlaupið og sprett undir björtum næturhimni
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Guðmundur Kristjánsson, fráfar-
andi stjórnarformaður HB Granda,
hefur verið ráðinn forstjóri félags-
ins, en meirihluti stjórnarinnar
ákvað í gær að ganga til samninga
við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra,
um starfslok hans hjá félaginu. Tók
hann við sem forstjóri HB Granda
árið 2012 þegar Eggert Benedikt
Guðmundsson lét af störfum.
Magnús Gústafsson, fyrrverandi
aðalræðismaður Íslands í New York
og forstjóri Coldwater Seafood og
Hampiðjunnar, er nýr stjórnarfor-
maður í stað Guðmundar og Rann-
veig Rist, forstjóri Rio Tinto á Ís-
landi, verður áfram varaformaður.
Lætur af störfum hjá Brimi
Guðmundur mun samhliða láta af
störfum sem forstjóri Brims hf., en
félagið, sem er í eigu Guðmundar,
festi þann 18. apríl sl. kaup á 34%
hlut í HB Granda af félögum í eigu
Kristjáns Loftssonar. Í framhaldinu
tók Guðmundur sæti stjórnarfor-
manns í félaginu. Magnús var kjör-
inn nýr inn í stjórn á aðalfundi 4. maí
sl. og hafði stuðning Guðmundar, að
því er fram kom í Morgunblaðinu.
Þær Rannveig Rist og Anna G.
Sverrisdóttir voru sjálfkjörnar til
stjórnarsetu vegna lagafyrirmæla
um kynjakvóta, en þær sátu áður í
stjórninni. Rannveig kom fyrst inn í
stjórn með stuðningi Kristjáns
Loftssonar og Anna á grundvelli
stuðnings Lífeyrissjóðs verslunar-
manna. Eggert Benedikt Guð-
mundsson, fyrrv. forstjóri HB
Granda og N1, kom nýr inn í stjórn
að undirlagi lífeyrissjóða sem eiga
allstóran hlut í HB Granda.
Hvorki Guðmundur né Vilhjálmur
gáfu kost á viðtali í gær og þeir
stjórnarmenn sem náðist til vildu
ekki tjá sig um forstjóraskiptin.
Guðmundur
Kristjánsson
Vilhjálmur
Vilhjálmsson
Skipt um
mann í
brúnni
Guðmundur nýr
forstjóri HB Granda
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Víða um land skein sólin samfellt í
margar klukkustundir á miðviku-
dag, en alls óvíst er hvenær lands-
menn geta næst átt von á slíkum
glaðningi. Útlit er fyrir að lægðir
gangi hver af annarri yfir landið á
næstunni.
Spurð hvort lægðagangi fari ekki
að linna með breytingum á veðri
sunnan- og vestanlands segir Elín
Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur
og hópstjóri veðurþjónustu á Veð-
urstofunni, að ekki sé útlit fyrir
breytingar næstu viku til tíu daga.
Hún tekur þó fram að safnspár
séu ekki allar sammála um fjölda
lægða, en safnspár eru lang-
tímaspár með ýmsum möguleikum
þar sem reynt er að greina óvissu í
spánum. „Stóra myndin er sú sama;
það eru viðvarandi suðvestanáttir
og lægðabraut hér yfir landið.
Lengra fram í tímann eru merki
um breytingar, en ekki mjög áreið-
anlegar.“
Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur sagði í gær að fram til
mánaðamóta mætti sjá sex lægðir í
veðurspánum með úrkomuskilum.
Það hefði vætu í för með sér á
sunnan- og vestanverðu landinu, en
um helgina er spáð fínu veðri aust-
anlands þar sem hitinn fer í 20 stig
dag eftir dag, með sólskini annað
veifið að minnsta kosti.
Næturfrost á Þingvöllum
Á höfuðborgarsvæðinu er líklegt
að hitastig verði á næstunni um og
lítið eitt yfir tíu stig þegar hlýjast
verður að deginum. Í fyrrinótt
mældist næturfrost á Staðarhóli,
Grímsstöðum á Fjöllum og Þing-
völlum, þar sem hitastig fór í mínus
2,2 gráður, sem má rekja til þess
hversu heiðskírt var daginn áður.
Lægðagangur næstu daga
Ekki líkur á breyttu veðri Viðvarandi sunnanáttir
Vætutíð Áfram mun rigna í júní.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon