Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Fyrsti borgarstjórnarfundur ný-kjörinnar borgarstjórnar var
haldinn á þriðjudag og var um margt
sérstakur. Þar komu meðal annars
fram ásakanir frá fulltrúum minni-
hlutaflokkanna um trúnaðarbrest og
leka, sem tæplega er farsælt í upp-
hafi kjörtímabils.
Ekki er síður umhugs-
unarvert það sem
fram kom hjá Vigdísi
Hauksdóttur, fulltrúa
Miðflokksins, og Kol-
brúnu Baldursdóttur,
fulltrúa Flokks fólks-
ins, eftir fundinn.
Vigdís sagðist „orð-laus yfir þeim
ávirðingum og árás-
um sem nýkjörinn
borgarfulltrúi Sósíal-
ista, Sanna Magda-
lena fær yfir sig úr öllum áttum – ég
bara næ þessu ekki. Það var með
miklu stolti sem ég greip til varna
fyrir hana á borgarstjórnarfundinum
eftir að bæði Dagur og Lív voru búin
að hæða hana og spotta úr pontu
borgarstjórnar. Það er bæði ljótt og
subbulegt að fólk sem hefur reynslu
á þessum vettvangi ráðist að ný-
kjörnum borgarfulltrúa á hennar
fyrsta fundi“.
Kolbrún tjáði sig á svipuðum nót-um: „Á mínum fyrsta borg-
arstjórnarfundi 19. júní sem stóð yfir
í 9 tíma kom það mér mjög á óvart
hvernig sumir höguðu sér og leyfðu
sér að tala til annarra borgarfulltrúa
í stjórnarandstöðu. Það mátti heyra
fliss eins og verið væri að hæða og
spotta okkur í stjórnarandstöðunni. Í
tvígang taldi ég mig knúna til að fara
í pontu og krefjast þess að fólk hag-
aði sér vel, sýndi kurteisi, virðingu
og væri málefnalegt enda get ég ekki
liðið að sitja þögul við þessar að-
stæður.“
Ætli þetta sé fyrirboði þess semkoma skal hjá hinum nýja
gamla meirihluta?
Fliss, háð
og spott?
STAKSTEINAR
Kolbrún
Baldursdóttir
Vigdís
Hauksdóttir
Veður víða um heim 21.6., kl. 18.00
Reykjavík 11 alskýjað
Bolungarvík 13 alskýjað
Akureyri 14 alskýjað
Nuuk 6 rigning
Þórshöfn 12 heiðskírt
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 15 léttskýjað
Stokkhólmur 12 skýjað
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 14 léttskýjað
Dublin 17 heiðskírt
Glasgow 16 heiðskírt
London 18 heiðskírt
París 19 heiðskírt
Amsterdam 14 skúrir
Hamborg 11 skúrir
Berlín 17 léttskýjað
Vín 32 skýjað
Moskva 24 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 29 heiðskírt
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 25 þrumuveður
Aþena 29 léttskýjað
Winnipeg 27 alskýjað
Montreal 15 léttskýjað
New York 23 skýjað
Chicago 19 rigning
Orlando 29 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18
DJÚPIVOGUR 2:10 23:49
Dagur Hoe Sigurjónsson hefur verið
dæmdur í 17 ára fangelsi, sekur um
manndráp og manndrápstilraun.
Hann var ákærður fyrir að hafa orðið
Albananum Kelvin Sula að bana með
hnífstungu á Austurvelli aðfaranótt 3.
desember sl. Dómur var kveðinn upp
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Þá var Dagur einnig ákærður fyrir
manndrápstilraun, en hann réðst
einnig á Elio Hasani. Sá var útskrif-
aður af sjúkrahúsi fljótlega eftir árás-
ina. Dagur neitaði sök við þingfest-
ingu málsins og bar við minnisleysi
við aðalmeðferð þess. Sagði hann að
mennirnir tveir hefðu veist að honum
og veitt honum höfuðhögg. Eftir höf-
uðhöggið kveðst hann ekki muna
hvað gerðist.
Verjandi Dags sagði vankanta á
rannsókn málsins og skort á rann-
sóknar- og sönnunargögnum eiga að
leiða til sýknu hans. Aftur á móti
sagði saksóknari engan vafa ríkja um
sekt Dags og fór fram á 18 ára fang-
elsisrefsingu.
Auk fangelsisvistarinnar er Degi
gert að greiða rúmar fimm milljónir
króna í sakarkostnað. Þá ber honum
að greiða móður Sula miskabætur að
fjárhæð rúmlega fjórar milljónir
króna og föður Sula rúmlega þrjár
milljónir. Þá ber honum að greiða
Hasani 1,5 milljónir í miskabætur.
Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi
Sakfelldur fyrir hnífstungu á Aust-
urvelli og tilraun til manndráps
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dæmdur Dagur Hoe Sigurjónsson,
t.h., mætir hér í héraðsdóm.
Jón Steinar
Gunnlaugsson,
fyrrverandi
hæstarétt-
ardómari, var í
Héraðsdómi
Reykjaness í
gær sýknaður
af kröfu Bene-
dikts Bogasonar
hæstarétt-
ardómara í
meiðyrðamáli sem sá síðarnefndi
höfðaði í fyrra. Benedikt fór fram á
að ummæli sem Jón Steinar við-
hafði um hann í ritinu „Með lognið
í fangið – Um afglöp Hæstaréttar
eftir hrun“ yrðu dæmd dauð og
ómerk.
Benedikt byggði málsókn sína á
því að ummælin „dómsmorð“ væru
ærumeiðandi aðdróttanir eins og
þau birtast í kafla bókarinnar um
mál Baldurs Guðlaugssonar.
Byggði hann á því að leggja yrði til
grundvallar tilvitnaða skilgreiningu
J.B. Hort, sem stefndi vísar til í
riti sínu, á því hvað felst í hugtak-
inu „dómsmorð“.
Benedikt fór fram á að fá greidd-
ar tvær milljónir króna úr hendi
Jóns. Málskostnaður féll niður fyrir
héraðsdómi.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jón Steinar
sýknaður
Ummæli um
„dómsmorð“ standa
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt kaupsýslumanninum Sigmari
Vilhjálmssyni og fyrirtækinu
Sjarmi og Garmi ehf. í vil í málsókn
gegn Stemmu hf. Sigmar hafði
stefnt Stemmu vegna deilna hans
við Skúla Gunnar Sigfússon um
ferðaþjónustuverkefni á Hvolsvelli.
Hvatinn að lögsókninni var höfn-
un Skúla á tilboði Íslandshótela í
lóðirnar upp á 50 milljónir króna.
Þess í stað var tilboð Fox ehf. og
Þingvangs um kaup á annarri lóð-
inni og kauprétt á hinni upp á 40
milljónir samþykkt.
Ákvörðunin hefur nú verið ógilt
og Stemmu gert að greiða Sigmari
4 milljónir í bætur.
Sigmar Vilhjálms-
son fær sínu fram-
gengt í héraðsdómi
Landsréttur sneri í gær við úr-
skurði héraðsdóms í máli Atla
Helgasonar. Atli hafði lagt fram
kröfu um að öðlast málflutnings-
réttindi á ný eftir að hann var svipt-
ur þeim í kjölfar fangelsisdóms sem
hann hlaut fyrir morð árið 2001.
Héraðsdómur hafði áður tekið
kröfu Atla til greina en með
ákvörðun Landsréttar er nú ljóst að
Atli mun ekki hljóta réttindin á ný.
Í niðurstöðu Landsréttar var vísað
til þess að bú Atla hefði verið tekið
til gjaldþrotaskipta árið 2001 og að
lögum samkvæmt megi því ekki
veita honum réttindin.
Atli fær ekki mál-
flutningsréttindi
Mótmælafundur var haldinn á Aust-
urvelli í gær fyrir mannúðlegri
stefnu í málefnum flóttamanna og
innflytjenda á heimsvísu.
Eftir ræðuhöld var gengið að
bandaríska sendiráðinu, en kveikjan
að fundinum voru aðgerðir Banda-
ríkjamanna á landamærum Mexíkó
þar sem börn hafa verið skilin frá
foreldrum sínum eftir að ákveðið var
að draga fyrir rétt alla fullorðna sem
kæmu til landsins með ólögmætum
hætti. Snæbjörn Brynjarsson var
fundarstjóri og ræðumenn voru
Anna Lúðvíksdóttir, Prodhi Man-
isha, Nicole Leigh Mosty, Dóra
Magnúsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir
og Þórunn Ólafsdóttir.
Morgunblaðið/Valli
Mótmæli Þórunn Ólafsdóttir flutti ávarp á Austurvelli ásamt fleirum.
Mótmæltu slæmri
meðferð barna
Gengu að bandaríska sendiráðinu