Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tæplega 2.400 einstaklingar voru starfandi á vegum starfsmannaleiga fyrstu fimm mánuði ársins. Það er um 40% aukning milli ára. Þá er fjöldinn um fimmfalt meiri en 2016. Gísli Davíð Kristjánsson, sérfræð- ingur hjá Vinnumálastofnun, segir flest störfin í mannvirkjagerð. Þá hafi þó nokkuð margir starfsmenn verið ráðnir á dekkjaverkstæði. Til upprifjunar er starfsmanna- leiga í lögum skilgreind sem þjón- ustufyrirtæki sem leigir út starfs- menn til notendafyrirtækja gegn gjaldi. Starfsmennirnir eru undir verkstjórn notandans. Hins vegar fækkaði útsendum starfsmönnum hjá þjónustufyrir- tækjum úr 695 í 637 í maí milli ára, eða um 8,3%. Útsendir starfsmenn eru þeir sem koma á vegum fyrir- tækja í Evrópu og vinna að ákveðnum verkefnum, yfirleitt um skemmri tíma. Gísli Davíð segir fjölda starfs- manna hjá þjónustufyrirtækjum mikið ráðast af stærri verkefnum eins og uppbyggingu á Bakka og byggingu kísilvers í Helguvík. Þess- um verkefnum sé nær lokið. Skortsleyfum fjölgar enn Vinnumálastofnun gaf út 119 at- vinnuleyfi árið 2016 vegna skorts á vinnuafli, svonefnd skortsleyfi. Til samanburðar voru gefin út 229 slík leyfi í fyrra, sem var 92% aukning. Til samanburðar voru veitt 98 slík leyfi frá janúar til maí í ár. „Þessar tölur benda til að umsókn- um um skortsleyfi sé enn að fjölga,“ segir Gísli Davíð og tekur fram að margt geti breyst á árinu. Skortur á húsnæði á sumum svæð- um á landsbyggðinni eigi þátt í slík- um leyfum, sem og leyfi til mat- reiðslumanna. „Allar þessar tölur benda til skorts á starfsfólki á Íslandi. Það er eftirspurn eftir starfsfólki sem virð- ist ekki vera á innlendum vinnu- markaði. Stór hluti starfsmanna á starfsmannaleigum kemur frá öðr- um löndum. Um tveir af hverjum þremur nýskráðum starfsmönnum hjá starfsmannaleigum í maí voru í mannvirkjagerð. Það virðist vera búið að hreinsa upp innlendan vinnu- markað í þessu efni. Að það sé búið að ráða alla sem hafa áhuga eða þekkingu og getu á þessu sviði,“ segir Gísli Davíð. Ekki jafn margir síðan 2014 Alls voru 4.456 einstaklingar á at- vinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofn- un í lok maí. Til samanburðar voru 3.856 á skránni í lok maí í fyrra. Atvinnuleysið mældist 1,9% í maí í fyrra en 2,2% í maí í ár. Þar af voru 2.893 íslenskir ríkisborgarar án vinnu í lok maí 2017 en 3.060 í lok maí í ár. Þá fjölgaði atvinnulausum er- lendum ríkisborgurum úr 963 í lok maí í fyrra í 1.396 í maí í ár. Hafa ekki svo margir í þeim hópi verið án vinnu síðan í febrúar 2014. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnu- leysistölur almennt benda til að hægt hafi á nýráðningum, einkum í ferðaþjónustu. „Það er alltaf svo að þegar hægir á hagkerfinu standa út- lendingar verr að vígi. Þá út af tungumálakunnáttu og slíkum þátt- um. Þeir missa þá frekar vinnuna en Íslendingarnir, til dæmis í ferða- þjónustu. Það getur verið skýringin. Annað atriði er að útlendingum fjölgaði gríðarlega hratt á landinu í fyrra og á vinnumarkaði líka. Það var eitt mesta innflutningsár útlend- inga í sögunni. Því vaknar sú spurn- ing hvort þeir hafi verið farnir að bítast um sömu vinnuna. Að hingað hafi e.t.v. komið of margir útlend- ingar,“ segir Karl um þessa þróun. Alls fluttu 7.900 fleiri erlendir ríkisborgarar til Íslands í fyrra en frá landinu. Það er metfjöldi en fyrra metárið, 2006, voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta 5.535. Á fyrsta fjórðungi í ár var þessi tala komin í rúmlega 1.700. 40% fjölgun ráðninga  Aukin umsvif starfsmannaleiga  Mannvirkjageirinn sagður kalla á starfsfólk  Skortsleyfum fjölgar einnig  Atvinnulausum erlendum ríkisborgurum fjölgar Atvinnuleysi íslenskra og erlendra ríkisborgara Fjöldi atvinnulausra frá janúar 2012 til maí 2018 Atvinnulausir í lok maí 2018 Atvinnulausir erlendir ríkisborgarar í maímánuðiErlendir starfsmenn í maímánuði 2016-2018 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 1.800 1.500 1.200 900 600 300 0 Hjá starfsmannaleigum Hjá þjónustufyrirtækjum 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Vinnumálastofnun 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Alls 4.456 1.396 963 877 1.042 1.290 1.439 1.731 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Pólskir ríkisborgarar Atvinnulausir alls 330 695 637 485 1.715 2.395 2016 2017 2018 Alls 815 Alls 2.410 Alls 3.032 3.060 1.396 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óvenju margir varadómarar hafa verið kallaðir til starfa í Hæstarétti Íslands að undanförnu. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri réttarins, segir að um síðustu áramót hafi Hæstiréttur átt eftir að dæma í 270 einkamálum sem áfrýjað var fyrir áramót. Rétturinn taldi nauðsynlegt að hraða meðferð þessara mála. Tek- in var ákvörðun um að í málum sem dæmd yrðu af þremur dómurum dæmdu tveir fastir hæstaréttardóm- arar og einn varadómari. Þorsteinn segir að mest hafi verið um mál sem dæmd voru af þremur dómurum frá síðustu áramótum. Því hafi verið kall- aður til einn varadómari í hverju máli. 37 einstaklingar hafa verið kallaðir til sem varadómarar. Þeim má skipta í fjóra meginhópa. Það eru fyrrver- andi hæstaréttardómarar, landsrétt- ardómarar, héraðsdómarar og pró- fessorar við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Auk þess er einn eða tveir sem falla ekki undir fyrrtalda hópa. Þorsteinn segir að flestir, ef ekki allir, varadóm- ararnir hafi verið kallaðir til oftar en einu sinni. Sama fyrirkomulag í haust Síðasta málið sem flutt var fyrir réttarhlé í Hæstarétti var flutt í gær- morgun. Þorsteinn segir að þau 64 mál sem eftir standa af þeim 270 mál- um sem áfrýjað var fyrir áramótin verði dæmd í haust. Þá verður sama fyrirkomulag haft varðandi mál sem dæmd eru af þremur dómurum. Hins vegar munu fastir dómarar Hæsta- réttar dæma í málum sem dæmd eru af fimm dómurum, nema um sé að ræða vanhæfi eða lögmæt forföll sem valda því að ekki sé hægt að manna dóminn með föstum dómurum. Svo háttar til í tveimur til þremur málum sem eftir er að dæma í. Margir vara- dómarar  Hæstiréttur brást við málafjöldanum Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Rétta þjálfunin sem veitir vellíðan! Haustkortið á sérstökum sumarafslætti 43.900 kr. Tilboð gildir dagana 20. - 29. júní! TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Hópur sjálfboðaliða heldur í hreins- unarferð á Hornstrandir frá Ísa- firði í dag. Þetta er í fimmta skipti sem farið er af stað í slíka hreinsun og í ár verða fjörur Bolungarvíkur á Ströndum hreinsaðar af rusli. Að- sókn var mjög góð í ár líkt og fyrri ár, að sögn Gauta Geirssonar, skipuleggjanda hreinsunarinnar, og ljóst að færri komust að en vildu. Í ár er 40 manna hópur sem leggur í þennan leiðangur og mun hóp- urinn gista tvær nætur á Ströndum áður en haldið er heim á sunnudag. Landhelgisgæslan er einn sam- starfsaðila hreinsunarinnar og mun varðskip hennar sjá um að ferja ruslið í land. Sjálfboðaliðar hreinsa rusl á Hornströndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.