Morgunblaðið - 22.06.2018, Page 25

Morgunblaðið - 22.06.2018, Page 25
Mér eru sérstaklega minn- isstæðar stórhátíðir, þegar hún hafði lokið við frágang eftir veisluhöld handa fjölskyldu sinni fór hún til vinnu sinnar á Sjúkrahús Selfoss, þar sem hún hafði tekið vakt í stað einhvers annars sem hún taldi að hefði meiri þörf fyrir frí þá hátíðina. Unnur hugsaði meira um aðra en sjálfa sig og taldi ekki eftir sér að sinna öðrum í fjöl- skyldunni eða einhverjum sem átti undir högg að sækja, hvort sem er fátæk börn eða konur úti í heimi. Unnur tók einnig þátt í félagsskap sem hafði það að markmiði að hjálpa bág- stöddum. Unni varð tíðrætt um órétt- læti þessa heims og hún var mikil baráttukona réttlætis og jafnréttis og hafði hún mikil áhrif á dætur sínar sem og dætradætur. Unnur var frekar hlédræg og var ekki að trana sér fram eða hafa hátt um það sem hún hafði gert eða áorkað. Fyrir henni var umbunin að vita að hún gerði sitt besta. Í mínum huga er ekki spurn- ing að heimurinn væri mun betri ef fleiri væru jafn um- hyggjusamir og hún Unnur heitin, tengdamóðir mín. Guð varðveiti minningu hennar því hún er mikilvæg fyrirmynd komandi kynslóða. Hermann Kristjánsson. Á leið okkar á lífsgöngunni verðum við samferða fólki af hinum ólíkustu gerðum. Unnur vinkona mín sem kvödd er í dag var ein af þeim perlum sem gott var að kynnast og eiga samleið með. Ég kynntist henni fyrst í Zontaklúbbi Selfoss þar sem hún hafði starfað lengi og verið í forystu okkar í baráttu fyrir betri kjörum kvenna á heims- vísu. Unnur var einbeitt og skarpskyggn í störfum sínum, lagði alltaf gott til málanna og óþreytandi að vinna að málefn- um okkar. Í slíkum hópi mynd- ast vinátta og samstaða og átt- um við Zontasystur, eins og við kölluðum okkur, margar ánægjustundir við leik og störf og er mér minnisstæð ferð okk- ar á heimsþing Zonta í Gauta- borg þar sem Unnur naut sín vel. Eftir að við hættum störf- um fyrir alþjóðasamtökin binda okkur sterk bönd sem ekki slitna. Unnur var falleg kona, hafði einstaklega prúðmannlega framkomu og stafaði af henni rósemd og alúð. Það var gott að koma á hlý- lega heimilið þeirra Guðjóns og í fallega garðinn hennar. Unnur hafði góða frásagnar- gáfu og skopskyn og var fróð- legt og skemmtilegt að heyra hana segja frá ýmsum atvikum frá fyrri tíð. Við áttum oft löng símtöl þar sem við ræddum heimsmálin, forlögin og hvað lífið getur tek- ið á sig hinar ólíklegustu mynd- ir, gleðilegar, sorglegar og allt þar á milli. Það var alltaf gefandi að spjalla við Unni og ég fékk allt- af fallegar kveðjur og bless- unaróskir í lokin. Á síðustu árum bilaði heilsa Unnar og var það henni þung- bært en hún naut góðrar hjúkr- unar á Ási, fjölskyldan umvafði hana og hún kvaddi þessa jarð- vist í faðmi hennar á sumardegi í liðinni viku. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar í vinkvennahópn- um þegar ég sendi ykkur í fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Unnur er kvödd með virðingu og kærri þökk fyrir samfylgdina. Jósefína Friðriksdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Smáauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 11. júlí 2018 á skrifstofu félagsins að Hafnarbraut 6, Neskaupstað, kl. 11:00. Dagskrá: 1. Staðfesting ákvörðunar aðalfundar um kjör endurskoðenda 2. Önnur mál, löglega fram borin Stjórn Síldarvinnslunnar hf. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Svarfaðarbraut 16, Dalvíkurbyggð, fnr. 215-5294, þingl. eig. Vigdís Sævaldsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 27. júní nk. kl. 14:20. Eiðsvallagata 20, Akureyri, , fnr. 214-5765, þingl. eig. Klara Sólrún Hjartardóttir og Sigurður Óli Jónsson, gerðarbeiðendur Sella tann- læknar ehf og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 26. júní nk. kl. 10:15. Fannagil 28, Akureyri, fnr. 227-4147, þingl. eig. Axel Gunnar Vatnsdal og Margrét Baldvinsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Akureyrar- kaupstaður, þriðjudaginn 26. júní nk. kl. 11:00. Miðfjarðarnes 1, Langanesbyggð, ásamt rekstrartækjum, fnr. 156367, þingl. eig. Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir, gerðar- beiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Byggðastofnun, miðviku- daginn 27. júní nk. kl. 13:00. Kirkjuvegur 18, Fjallabyggð, fnr. 215-4192, þingl. eig. Agnar Baldur Steinarsson, gerðarbeiðendur Vörður tryggingar hf. og Fjallabyggð, fimmtudaginn 28. júní nk. kl. 10:00. Smáravegur 9, Dalvíkurbyggð, 50% eignarhluti, fnr. 215-5229, þingl. eig. Magdalena Ýr Hólmfríðardóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 27. júní nk. kl. 14:00. Vallartún 6, Akureyri, fnr. 228-2743, þingl. eig. Sigríður Jóhannes- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 26. júní nk. kl. 10:35. Staðarhóll lóð, Eyjafjarðarsveit, fnr. 232-2228, þingl. eig. Ess Garðars- son Fc ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 26. júní nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 21. júní 2018 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: B gata 9, Reykjavík, fnr. 229-4581, þingl. eig. þb. Band ehf, gerðar- beiðandi Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 26. júní nk. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 21. júní 2018 Tilkynningar                                                        !                              !! "# $  %  #   & & ' (  "           ) $ *"  &   "      +            ,,,    "  ! -    .           -             $   %  # !/01      ) 2 #  %) 0/3 4 " $   &     5   Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9.10. Vöfflukaffi kl. 14.15-15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Opið kaffihús kl. 14.30. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ, sími 565-6627, skrifstofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Gerðuberg Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 glervinnustofa (sumarfrí), kl. 10-12 prjónakaffi, kl. 10-10 leikfimi gönguhóps, kl. 10.30 gönguhópur um hverfið, kl. 13-16 bókband með leiðbeinanda, kl. 13- 15 kóræfing (sumarfrí), kl. 12.20-13.30 qigong (sumarfrí). Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Stólaleikfimi kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, botsía kl. 10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, síð- degiskaffi kl. 14-15. Allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, leikfimi í salnum Skólabraut kl. 13.30, spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eyðismýri kl. 13.30. Minnum á skráningu í sumarferðina. Skráning stendur til 2. júlí og ferðin verður farin 11. júlí. Skráningablöð liggja frammi á Skóla- braut og Eyðismýri. Ferðin er háð þátttöku, lágmarks þátttaka er 30 manns. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin. Ganga kl. 10. Hádegisverður kl. 11.30-12.15. Framhaldssaga kl. 13. Allir eru hjartan- lega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586. Stangarhylur 4. Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Félagsstarf eldri borgara Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Fasteignir Til sölu La Marína á Spáni 25 mín. frá Alicante flugvelli. Gott einbýlishús, stutt í alla þjónustu, strönd og golfvellir á svæðinu. 38 millj. ísl. kr. Upplýsingar í síma 7742501. eyvindur@simnet.is Veiði HM er tíminn S. 892 8655 • heimavik.is Tilboð á silunganetum Nr. 1 Ísland 1-? -10% afsláttur Nr. 2 Ísland 1-? -15% afsláttur Nr. 3 Ísland 2-? -20% afsláttur Nr. 4 Ísland - Keypt 3 net -20% afsláttur og við borgum flutning. Að auki með öllum tilboðum: Vettlingar í aðgerðina - bólfæri - netpokar fyrir þyngingu og eitthvað meira skemmtilegt. Þekking • Reynsla • Gæði Heimavík ehf Tveir góðir úr nýju netunum Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Húsnæði undir hárgreiðslustofu til leigu, staðsett í Félagsmiðstöð hjá Þjónustuíbúðum eldri borgara. Allar nánari upplýsingar veitir Drífa í síma 411-9450 eða á netfangið drifa.baldursdottir@reykjavik.is Atvinnuhúsnæði best þegar þú hlúðir að mömmu þegar hún var veik og þegar hún handleggsbrotnaði í nóv- ember þá hugsaðir þú svo vel um hana og heimilið þó þú vær- ir sjálfur sárkvalinn og aldrei kvartaðirðu. Enda voru það ófá skipti sem ég leitaði til þín í lífsins erfiðleikum til að fá huggun. Alltaf varstu til staðar og með svörin. Ég hugsa með miklum hlý- hug til starfsfólksins á gjör- gæslunni á Landspítalanum við Hringbraut. Gjörgæslan var orðin eins og annað heimili okk- ar og starfsfólkið á svo mikið hrós skilið. Þau hugsuðu um þig í 76 daga og komu þér í gegn- um ótrúlegustu veikindi sem herjuðu á þig. Þú varst kominn svo langt þegar þú gast útskrif- ast af gjörgæslunni og farið á lungnadeildina í Fossvogi en það var eins og allt færi niður á við og þú náðir ekki að vera þar í tvær vikur þangað til þú lést. Þú fórst svo skyndilega að við náðum ekki að koma til þín og vera með þér þegar þú kvaddir. Það felst þó huggun í því að hugsa að þú þurfir ekki að þjást lengur. Ég veit að afi og Gunna syst- ir þín hugsa vel um þig þangað til við hittumst á ný. Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er stund sem kveið ég svo fyrir að lifa. En þú ert nú horfinn á feðranna fund með fögnuði tekið á himneskri grund. Í söknuði sit ég og skrifa. Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð og gæska úr hjartanu sprottin. Mig langar að þakka þér farsæla ferð með friðsælli gleði ég kveðja þig verð. Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn. (Birgitta H. Halldórsdóttir) Pabbi, ég elska þig. Þín dóttir, Sandra. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.