Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Blaðsíða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018
Flestum leikur hugur á að finnatilganginn í tilverunni, ogjafnvel þótt menn komi ekki
auga á hann, vilja þeir engu að síð-
ur skilja hvernig lífið varð til og
hvernig það þróaðist.
Sumir eru ákafari leitendur en
aðrir.
Það var fyrsta lexían sem mér
fannst ég læra af lestri nýútgef-
innar bókar eftir Guðmund Egg-
ertsson, prófessor emeritus við Há-
skóla Íslands. Rök lífsins er heiti
bókarinnar.
Hún fjallar um erfðafræðirann-
sóknir allt frá Aristótelesi til vorra
daga. Hvers vegna Aristotelesi?
Var hann ekki fyrst og fremst
heimspekingur, meira að segja
sjálfur heimspekingurinn, sem
ásamt læriföður sínum Platóni,
skapaði grunninn fyrir heimspeki
Vesturlanda næstu rúmlega tvö
þúsund árin? Haft hefur verið á
orði að síðari tíma heimspeki sé
fyrst og fremst neðanmálsgreinar,
samþykki eða andmæli eftir atvik-
um, við hugsun þessara andans
jöfra frá fjórðu öld fyrir Krist.
Vissulega var arfleifð Ari-
stotelesar fyrst og fremst heim-
spekihugsun hans, en í bók sinni
um rök lífsins fræðir Guðmundur
Eggertsson okkur um það að alldr-
júgur hluti vinnudags Aristótelesar,
og í samræmi við það umfang rit-
verka hans, hafi snúið að líffræði.
Guðmundur tiltekur fjögur rit
sérstaklega, Historia animalium,
þar sem safnað hefur verið saman
gífurlegum fróðleik um dýr, líkams-
gerð þeirra, líffærafræði, lifn-
aðarhætti og atferli; De partibus
animalium, sem
fjallar annars
vegar um að-
ferðafræði og
hins vegar um
líffærafræði
dýra, De in-
cessu ani-
malium, sem
fjallar um
hreyfingar dýra og síðan yfirgrips-
mesta ritið, De generatione ani-
malium, sem fjallar um flesta þætti
líffræðinnar.
Heimspekingurinn og kennarinn
vildi með öðrum orðum vita allt,
skilja allt sem snerti tilveru okkar.
Lexía númer tvö er áminningin
um að hinir miklu gerendur sög-
unnar höfðu tíma til að sinna öllu.
Þetta höfum við líka lært annars
staðar frá. Afkastamestu menn
mannkynssögunar höfðu nefnilega
tíma í allt, lesa bækur, ganga á
fjöll, njóta tónlistar og rýna í Ari-
stóteles. En skilyrðin voru ekki
alltaf hagstæð.
Upphafsmaður nútíma erfðafræði
segir Guðmundur að hafi verið
Austurríkismaðurinn Jóhann Men-
del. Hann var af efnalitlu bænda-
fólki kominn og þar sem fjárráð
heimilsins dugðu ekki fyrir lang-
skólanámi, ákvað hinn ungi Mendel
að ganga í klaustur hjá vísindalega
sinnuðum ábóta. Hann endaði sjálf-
ur sem slíkur og þurfti að sinna
rekstri klausturs jafnframt því sem
hann gerðist frumkvöðull í mann-
kynssögunni. Þetta var á nítjándu
öldinni.
Þriðja lexían snýr að Guðmundi
Eggertssyni sjálfum. Hvað knýr
hann til að skrifa alþýðurit um sögu
erfðfræðinnar, mann sem nálgast
háan aldur og á að baki ótal rit-
smíðar á háfræðilegum grunni?
Í inngangi að bók sinni segir
hann okkur að hann hafi viljað
segja lesendum sínum frá rann-
sóknum merkra frumherja, því þar
með megi ætla að við öðlumst skiln-
ing á sögu erfðafræðinnar. Frá-
sagnir af frumherjunum séu „skrif-
aðar fyrir fróðleiksfúsan almenning
en geta vonandi
einnig orðið sér-
fróðum til nokk-
urs gagns og
gamans“.
Þarna finnum
við fyrir anda
upplýsing-
arinnar, Magnúsi
Stephensen, sem
öllum mönnum fremur hamaðist við
það upp úr aldamótunum 1800 að
uppfræða landslýðinn um gagn og
nauðsynjar í tilverunni. Atorka
hans átti sér engin takmörk.
Og þar erum við komin að fjórðu
og lokalexíunni af bók Guðmundar
Eggertssonar en hún lýtur að
atorkunni og dugnaðinum, sem
sumir einstaklingar búa yfir. Hvað
skýrir þennan kraft? Er ekki lík-
legt að brennandi löngun til þess að
skilja tilveruna og þá einnig örva
aðra til að leita eftir slíkum skiln-
ingi, sé orkugjafi í sjálfu sér, eins
konar eldsneyti andans; og að þetta
skýri jafnframt hvers vegna sumt
fólk býr yfir, að því er virðist,
óþrjótandi orku og reynist okkur
öllum hinum svo gjöfult?
Spyr sá sem ekki veit, en ein-
hvern veginn hljómar þetta í góðu
samræmi við rök lífsins.
Leitað að rökum lífsins
’Afkastamestu mennmannkynssögunarhöfðu nefnilega tíma íallt, lesa bækur, ganga á
fjöll, njóta tónlistar og
rýna í Aristóteles.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Auglýsingamaðurinn Örn Úlfar
Sævarsson skrif-
aði á Facebook:
„Ef það vantar
miða á leikinn í
Volgograd get ég
mögulega reddað
miðum gegnum
frænda minn Jonathan Obafemi
Sævarsson og hans fólk í Nígeríu,
hann er vel stæður olíujöfur, en
gæti verið heilsuhraustari, vonandi
enn á lífi. Sendið PM.“
Það var sitthvað meira að frétta
af Erni en hann tapaði Íslandsmeist-
aratitlinum í fimmaurabröndurum
til blaðakonunnar Margétar
Gústavsdóttur sem hafði þetta
að segja um málið:
„Merkisdagur í lífi
mínu í dag. Ekki
nóg með að mér
hafi verið skipað
sæti í menningar-
nefnd Seltjarnarnesbæjar fyrir
hönd Viðreisn og Neslistinn á Sel-
tjarnarnesi (þgf), – í morgun vann
facebookvinkona ykkar sigur í 5
aura brandarakeppni á K100 og
hafði þar með Íslandsmeistaratit-
ilinn af hinum geðþekka og glað-
lynda textagerðarmanni Erni Úlfari
Sævarssyni.“
Grínistinn Þorsteinn Guð-
mundsson óskaði henni til ham-
ingju og var með uppástungu: „Nú
höldum við uppistands-/fimmaura-
brandara-námskeið fyrir alla Sel-
tirninga saman :)“
Seltirningurinn
og bæjarfulltrúinn
Karl Pétur Jóns-
son óskaði henni
líka til hamingju og
skrifaði: „Vel gert.
Gaman að eiga svona fyndna vini.“
Ebba Guðný
Guðmunds-
dóttir kokkur
með meiru skrif-
aði um aðskiln-
aðarstefnu
Trumps Bandaríkjaforseta en í vik-
unni fóru hátt fréttir af því að börn
væru tekin af foreldrum sínum við
komu til landsins. „Ég óttast að að-
gerðir Trumps geti brotið mörg
börn, sem getur þýtt að afleiðing-
arnar verða brotnir einstaklingar,
sem svo búa til brotnar fjölskyldur
og þar með brotin samfélög.“
Óttarr Proppé tónlistarmaður
og fyrrverandi ráðherra skrifaði
líka um Trump: „Þessi forseti er að
stimpla Bandaríkin út. Úrsögn úr
mannréttindaráði sþ og aðskiln-
aður og fangelsun smábarna stað-
festa mannvonsku og fyrirlitningu á
mannréttindum og mannúð. Þessi
forseti er drasl!“
Halla Gunnarsdóttir, fem-
ínisti og alþjóðasamskiptafræð-
ingur, fagnaði
kvenréttindadeg-
inum 19. júní: „Til
hamingju með
daginn, kæra Ís-
land. Það var fá-
ránlegt að takmarka kosningarétt
við eignakarla. Og það er ennþá fá-
ránlegt að takmarka réttindi og
áhrifavald við þá sem eiga mest og
hafa hæst. Mér finnst líka að allir
eigi rétt á að borða góðan mat og
búa í húsnæði sem er með alls kon-
ar næs eins og fallegum sófa og
gestaklósetti, en það kemur þessu
kannski ekki beint við. Svo á amma
mín líka afmæli í dag. Ég ætla að
fagna því í þessari sömu stöðuupp-
færslu. Góðar stundir.“
AF NETINU
Ný kynslóð
málningarefna
SÍLOXAN
Viltu betri endingu?
u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn
u Framleiðendur múrklæðninga ráðleggja eindregið síloxan
u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti
u Einstök ending á steyptum veggjum
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Veldu betri málningu
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is