Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Qupperneq 26
Þ að var ekki aðeins New York sem var eins og aukapersóna í Beðmálum í borginni en tískugyðjan spilaði líka stórt hlutverk í þáttunum. Aðalpersónur þáttanna eru þeim sem horfðu mjög minnis- stæðar; þær Carrie Bradshaw, Miranda Hobbes, Samantha Jones og Charlotte York höfðu allar ólíkan persónuleika og fatastíl. Framleiddar voru sex þáttaraðir, með alls 94 þáttum, og tvær bíómyndir en aðdáendur hafa ekki fengið nóg og bíða enn eftir þriðju myndinni. Hér verður rifjað upp hvað einkenndi fatastíl þeirra og litið á nokkra hluti sem þær eða aðdáendur þeirra myndu klæðast í dag. Það er að minnsta kosti hægt að fá innblástur hvort sem þú ert Carrie, Miranda, Samantha eða Charlotte. Bomburnar í Beðmálum Núna í júní eru 20 ár liðin frá því að fyrsti þátturinn af Sex and the City, eða Beðmálum í borginni eins og heitið var svo skemmtilega þýtt á íslensku, var frumsýndur. Tískan í þáttunum er eftirminnileg en stílisti var Patricia Field. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Stíll þeirra þróaðist heilmikið á öllum þessum árum. TÍSKA 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018 Dagblaðakjóllinn frá Dior úr 17. þætti þriðju þáttaraðar er einn sá eftirminnilegasti. Refinery 29 lét reikna út hvað þessi alklæðnaður hefði kostað en það var a.m.k. 2,5 milljónir. Skórnir voru frá Christian Louboutin, taskan frá Bea Valdes og hálsmenið frá Chahan Minassian en það var dýrasti hluturinn, uppá rúmar 2 milljónir. Eftirminnilegur dagblaðakjóll Þessi persóna sem Sarah Jessica Parker lék svo eftirminnilega var ekki síst þekkt fyrir aðdáun sína á háhæluðum skóm og þá helst pörum frá Manolo Blahnik. Carrie myndi áreiðanlega vera greind með skófíkn ef hún tæki viðeigandi próf. Teng- ing persónunnar við skó er svo mikil að Parker er nú með sína eigin skólínu, þar sem glys og glimmer er allsráðandi. Eitt sinn þegar Carrie var að velta fyrir sér peningamálum í þáttunum þá komst hún að því að hún hefði eytt 40 þúsund dölum (um 4,4 milljónum króna) í skó en hafði samt ekki efni á að kaupa fasteign. Þó Carrie gengi jafnan um í dýrum skóm kunni hún líka að blanda saman ódýrum hlutum og dýrum. Hún gekk í notuðum fötum í bland við ný en það var ekki síst það hvernig hún raðaði hlutum saman sem skapaði stíl hennar. Hún gekk gjarnan um í stuttum kjólum eða buxum þannig að legg- irnir fengu að njóta sín. Pelsar, útvíð pils, stór skrautblóm og ber magi er á meðal þess sem einkennir stíl hennar. Hún var alltaf til í tilraunastarfsemi og út- koman var oftar en ekki eitt- hvað ferskt og spennandi. Það er þægi- legt að vera með töskuna um sig miðja. NET-A-POR- TER.COM 68.000 KR. Háhælaðir satínskór frá Vetements + Manolo Blahnik.BAUM UND PFERD- GARTEN 42.900 KR. Nýtt pils frá þessu danska merki sem er gott í sumar. Í upphafi þáttanna var algengt að Carr- ie væri íklædd pels. NET-A-PORTER.COM 96.000 KR. Gucci-beltistaska er fal- legur fylgihlutur. ZARA 2.995 KR. Heklaður toppur. Carrie gerði stór blóm eins og þessi að einkennismerki sínu. Tjullpils og út- víð pils af ýmsu tagi eru nauðsynlegur fatnaður í skáp Carrie. Alltaf til í tilraunir CARRIE BRADSHAW

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.