Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Stórbruni í Garðabæ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Stórbrunar eru fátíðir hér á landi og miðað við nágrannalöndin er manntjón og eignatjón í brunum hér helmingi minna en þar miðað við mannfjölda. Þetta segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Eldvarnasvið stofnunarinnar hefur yfirumsjón með slökkvistarfi sveitar- félaga og gætir þess að ákvæðum laga og reglugerða um brunavarnir sé fylgt. „Við verðum sífellt að halda vöku okkar á þessu sviði,“ segir Björn, en telur þó bruna- varnamál í stórum dráttum í góðu lagi hér á landi. Hann telur að þetta megi m.a. rekja til steyptra húsa, hitaveitu og þess hve samfélagið er fámennt og mikil tengsl á milli fólks. Veikleikarnir séu einkum hjá minni sveitarfélögum vegna gríðarlegs uppgangs í ferðaþjónustu og fjölg- unar gististaða. Víða úti á landi skorti mjög á að nægir fjármunir séu til eldvarnaeftirlits á nýjum stöðum. Bruninn í Miðhrauni í Garðabæ í gær er einn mesti eldsvoði sem slökkviliðin í Reykjavík og nágrenni hafa orðið að takast á við á síðustu árum. Þar varð mörg hundruð milljóna tjón og ekki öll kurl komin til graf- ar. Aðrir minnisverðir stórbrunar í Reykja- vík undanfarin ár eru eldsvoðinn í Skeifunni í júlí 2014, hjá Hringrás í Klettagörðum í júlí 2011, við Lækjartorg í apríl 2007 og hjá Teppalandi í Fákafeni í ágúst 2002. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa einnig orðið nokkrir stórbrunar á síðustu árum, svo sem bruninn í Plastiðjunni á Selfossi í nóvember 2015, Trésmiðju Akraness í september 2013 og gamla fiskmarkaðnum á Grundarfirði í ágúst 2009. Í Skeifunni brann meðal annars verslunar- húsnæði Griffils og Rekstrarlands og þvotta- hús Fannar. Skemmdir urðu einnig á öðrum fasteignum á sama reit, svo sem þar sem Stilling var til húsa og ýmsum skrifstofum sem vísuðu í átt að Hagkaupum. Við brunann á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða 2011 lagði þykkan reykjarmökk yfir Reykja- vík frá dekkjum sem kviknaði í. Þar hafði áð- ur orðið mikill eldsvoði 2004 og varð þá að flytja um 600 manns úr íbúðum við Klepps- veg í öryggisskyni. Í brunanum á horni Lækjargötu og Austurstrætis 2007 eyðilögð- ust sögufrægar byggingar, en ráðist var í miklar endurbyggingar á reitnum í kjölfarið. Meira en sólarhring tók að slökkva eldinn í Fákafeni 2002. Þar kviknaði í verslunar- og lagerhúsnæði Teppalands og varð gífurlegt tjón. Í kjallara hússins voru geymd listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur. Morgunblaðið/Sverrir Fákafen 2002 Meira en sólarhring tók að ráða við eldinn í verslunar- og lagerhúsnæði. Morgunblaðið/Júlíus Miðbærinn 2007 Sögufræg hús brunnu vor- ið 2007, en ráðist var í endurbyggingu. Morgunblaðið/Júlíus Hringrás 2011 Dökkan mökk lagði frá Sundahöfn yfir stóran hluta Reykjavíkur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skeifan 2014 Mikið tjón varð og er enn óljóst um uppbyggingu á reitnum. Minna brunatjón hér en erlendis  Stórbrunar fátíðir  Staða eldvarna góð í höfuðdráttum  „Verðum að halda vöku okkar“ Björn Karlsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við kölluðum strax út allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, einnig þá sem voru á frívakt, því ljóst var í upphafi að eldurinn væri mik- ill,“ segir Birgir Finnsson, vara- slökkviliðsstjóri á höfuborgarsvæð- inu, í samtali við Morgunblaðið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk meðal annars liðsauka frá Brunavörnum Árnessýslu og Bruna- vörnum Suðurnesja til að ráða niður- lögum eldsins. „Við fengum aðstoð frá björgunar- sveitinni og aðgerðabíl frá þeim, en einnig fengum við aðstoð frá Veitum og Vatnsveitu Garðabæjar,“ segir Birgir og bætir við að sjúkrabílar hafi verið fengnir annars staðar frá til þess að sinna sjúkraflutningum og öðrum daglegum verkefnum í borg- inni meðan á slökkvistarfi stóð. Þá segir Birgir einnig að nýliðar slökkviliðsins, sem staddir voru á námskeiði þegar brunakallið kom, hafi einnig tekið þátt í verkefninu. Fengu þeir því eldskírn sína í bruna gærdagsins, sem er sá stærsti hér á landi frá því að stórt verslunarhús- næði gjöreyðilagðist í bruna í Skeif- unni í Reykjavík árið 2014. 15% fást bætt utan heimilis Sigurjón Andrésson, forstöðu- maður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, segir að allt að 15% af vá- tryggingarfjárhæð almenns innbús í fjölskyldutryggingu fáist bætt af innbúi sem er geymt utan heimilis. Ef heilu búslóðirnar eru settar í geymslu þá þurfi hins vegar að til- kynna breyttan tryggingarstað til þess að innbústryggingin gildi á þeim stað, að sögn Sigurjóns. Þá segir Sigurjón að fjölmargir hafi haft samband við trygginga- félagið í gær til að nálgast upplýs- ingar um stöðu sinna mála og til að tilkynna tjón. Ekki sé hins vegar hægt að vinna úr tjónstilkynningum fyrr en slökkvilið og lögregla hafa skilað af sér brunavettvangi. Með stærstu brunum síðari ára Vanir menn Alls tóku vel yfir 100 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu og stóðu aðgerðir yfir langt fram á kvöld. Morgunblaðið/Eggert Eldhaf Slökkviliðsmenn tókust á við mikinn eld og beittu meðal annars hjólsögum til að rjúfa veggi og hurðir. Barátta Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var kallað út vegna brunans.  Allt tiltækt lið sökkviliðs kallað út vegna eldsins  Tryggingar ná yfir 15% af innbúi sem geymt er utan heimilis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.