Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio YOYO S Bluetooth hátalari 26.900 kr. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra er ekki sammála þeirri gagnrýni að tilvísunarleið, sem notuð hefur verið á Norður- löndunum við innleiðingu nýrrar persónuverndarreglugerðar Evr- ópusambandsins (ESB), sé besta leiðin við innleiðingu á Íslandi. Sig- ríður segir að til þess beri að líta að Ísland sé ekki í ESB, heldur í EES eins og Noregur. Noregur hafi notast við tilvísunarleiðina og norska persónuverndarstofnunin hafi þegar gert miklar at- hugasemdir við innleiðinguna þar. „Reglugerð- in kveður á um svigrúm ríkja til útfærslu á ein- stökum ákvæð- um en venjulega eru reglugerðir teknar upp óbreyttar, ólíkt tilskipunum þar sem er meira svigrúm til stað- bundinna útfærslna. Ég mun leggja fram frumvarp til nýrra persónuverndarlaga og reglugerð- in verður í viðauka. Reglugerðin gildir en lagatextinn skýrir ákvæði sem svigrúm er til að útfæra nánar skv. henni. Ég tel þetta skil- merkilegri aðferð gagnvart þeim sem byggja rétt sinn á og þurfa að hlíta reglugerðinni. Hún er í anda íslenskrar hefðar í lagasetningu og þess sem hentar best í okkar laga- umhverfi.“ Sigríður hafnar því að innleið- ingin hérlendis sé of íþyngjandi og segir að sitt sýnist hverjum eftir hvar hagsmunirnir liggja, reglu- gerðin sé sett til verndar persónu- réttindum einstaklinga, en vill taka undir að það sé mikil áskorun að tileinka sér ný vinnubrögð fyrir alla aðila. Hún lofar ítarlegri svör- um í grein sem hún hyggst birta von bráðar. „Sitt sýnist hverjum eftir hvar hagsmunirnir liggja“  Sigríður Andersen segist vera ósammála gagnrýni Sigríður Á. Andersen Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Börur, sem notaðar eru við sjúkra- flutninga, þurfa nú að geta borið meiri þyngd en áður vegna aukinnar offitu fólks. Stefán Pétursson, for- maður Félags slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna, segir sjúkraflutn- ingamenn finna vel fyrir því að Íslendingar séu „stærri en áður“ og að hugsanlega megi rekja aukna tíðni stoðkerfisvandamála fé- lagsmanna til þessa. Áður báru hefðbundnar sjúkra- börur, sem notaðar eru við sjúkra- flutninga, allt að 120 kg. Meðalþyngd Íslendinga hefur aukist og of feitum fjölgað og nú þola hefðbundnar bör- ur 30% meiri þyngd. Þá eru í all- nokkrum sjúkrabílum börur sem geta borið allt að 225 kg. „Elstu börurnar, sem eru notaðar við sjúkraflutninga, eru um 20 ára og eru gefnar upp fyrir 120 kg að há- marki. Framleiðandinn smíðar bör- urnar í samræmi við þarfirnar á hverjum tíma og flestar af nýjustu börunum okkar geta borið 160 kíló. Það er einfaldlega vegna þess að fólk er þyngra nú en fyrir 20 árum,“ segir Stefán. Mikil fjarvera vegna álags Hann segir að á nokkrum stöðum á landinu séu komnar rafdrifnar bör- ur sem létti störf sjúkraflutninga- manna talsvert. „Það er um 30% fjar- vera frá vinnu vegna stoðkerfisvandamála í stéttinni og þetta hlutfall hefur hækkað jafnt og þétt. Þó að það hafi ekki verið rann- sakað sérstaklega, þá held ég að það sé alveg óhætt að fullyrða að ein ástæðan er að fleiri Íslendingar eru of þungir nú en áður var.“ Fyrr í vikunni greindi norska dag- blaðið Aftenposten frá því að sjúkra- hús í Þrándheimi hefði þurft að fjár- festa í rafdrifnum sjúkrabörum sem geta borið allt að 318 kg og að breyta hefði þurft innréttingum sjúkrabíla þannig að hægt væri að sinna mjög þungum sjúklingum. Þetta var gert vegna þess að sjúklingum, sem vega meira en 250 kíló, hefur fjölgað mjög í Noregi. Stefán segist sjálfur hafa flutt mjög þunga sjúklinga á börum sem voru hannaðar fyrir minni þyngd. „Þá þurfum við einfaldlega að gera öryggisráðstafanir og kalla út auka- mannskap. Vera þrír til fjórir í stað- inn fyrir tvo. Þegar um svona þungt fólk er að ræða getum við heldur ekki sett upp skjólborðin, sem loka hliðunum á börunum og þurfum að óla fólk niður. Svo getur verið snúið að athafna sig í sjúkrabílnum þegar um er að ræða mjög feitt fólk, því þar er takmarkað pláss.“ Þungir þurfa aukamannskap „Við verðum svo sannarlega vör við þetta. En sem betur fer hefur ekki komið til þess að einhver hefur verið svo þungur að við höfum ekki getað flutt hann,“ segir Styrmir Sig- urðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir að þar þurfi að kalla til aukamannskap nokkrum sinnum á ári, ýmist fleiri sjúkraflutningamenn eða lögreglu, til að flytja þunga sjúklinga. „Slíkum tilvikum fer fjölgandi ár frá ári,“ seg- ir Styrmir. Hann segir að töluvert sé um stoðkerfisvanda, einkum bak- vandamál, meðal samstarfsfólks síns og segir aukna tíðni þess vera í beinu samhengi við fleiri mjög þungra sjúklinga. „Það er alveg beint sam- hengi þarna á milli,“ segir hann. Í nokkrum sjúkrabílum á Suður- landi eru börur, sem taka 225 kíló og Styrmir segir að sér sé kunnugt um að í einhverjum bílum á landinu séu börur sem þoli meiri þyngd en það. „Þar fyrir utan er verið að innleiða rafmagnsdrifnar börur og það er mikið hagsmunamál fyrir okkur sem störfum við sjúkraflutninga.“ Þurfa að geta borið þriðjungi meira en áður  Áður voru sjúkrabörur hannaðar fyrir 120 kg hámark, nú eru það 160 kg Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sjúkraflutningamenn Álag á þá eykst með meiri þyngd landsmanna. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við getum ekki annað en fagnað því að þarna kemur töluverð innspýting næstu þrjú ár. Þó það sé mest talað um framkvæmdir þá trúi ég því nú að þetta eigi bæði við um fram- kvæmdir og viðhald,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinn- ar kemur fram að 16,5 milljarðar króna eru ætlaðir í sérstakt átak í samgöngumálum. Þeir skiptast þannig niður að 5,5 milljörðum verð- ur varið til þessa á hverju ári 2019- 2021 auk hefðbundinna fjárveitinga til málaflokksins. Hreinn segir að þessir fjármunir séu kærkomnir en þeir dugi þó skammt til að sinna öllu því sem gera þarf í vegamálum. „Þetta er langt frá þeim tölum sem talað er um að skorti inn í kerfið, sem eru 100-200 millj- arðar króna,“ segir hann. „Ástandið á vegakerfinu víða um land er þannig að ég treysti því að hluti af þessum viðbótarfjármunum verði nýttur í viðhaldið auk brýnna nýframkvæmda,“ segir Hreinn en endanleg útfærsla á þessu verður í höndum Alþingis þegar samgöngu- áætlun verður lögð fram í haust. Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar og staðfengill for- stjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri fagnaðarefni að í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar væri gert ráð fyr- ir kaupum á þremur nýjum björg- unarþyrlum en tveir milljarðar eru eyrnamerktir verkefninu á næsta ári. „Þetta er allt á plani og við fögn- um því að stjórnvöld standi við það sem tekin hefur verið ákvörðun um,“ segir hann. Í færslu á Facebook-síðu Land- helgisgæslunnar í gær kemur fram að stofnunin vinni nú að gerð útboðs- gagna og standa vonir til að útboðs- ferli geti hafist í lok þessa árs. Með því geti nýjar þyrlur verið komnar í rekstur á árabilinu 2021-2023. „Jafnframt er ánægjulegt að áætlunin gerir ráð fyrir því að bætt verði í rekstur Landhelgisgæslunnar og er stefnt að því að stofnun- in verði með 6 þyrlu- áhafnir í lok árs 2019 sem mun auka ör- yggi til sjós og lands,“ segir í færslu Landhelgis- gæslunnar. Fjármálaáætlun næstu fimm ár 338 milljörðum króna verður varið til fjárfestinga í innviðum út árið 2023 5,5milljörðumverður v a r i ð ár le ga ís ér st ak tá tak ísamgöngumálum á á ru nu m 20 19 -2 0 21 ,a lls 16 ,5m illjörðum. Meðalfram kvæ m daeru D ýrafjarðargöng, Dettifos sveg ur,G rind avík urv egu r og Ves turl and sveg urum Kjalarnes 35% hækkun verður á fram-lögum til umhverfis- mála frá árinu 2017. Uppbygging er boðuð á fjölsóttum ferðamannastöðum Stofnaður verði miðhálendis- þjóðgarður 124 milljörðum verði varið til uppbyggingar samgöngu- innviða á tímabilinu Ljósleiðaravæðingu Íslands á að ljúka árið 2020 0,25% lækkun verður á tryggingagjaldi á næsta ári 75 milljarðar króna fara í fjárfestingu í sjúkrahússþjónustu. Stærsti hlutinn fer til byggingar nýs Landspítala við Hringbraut 20% Stefnt er að því að heildarskuldir ríkissjóðs verði ekki meira en 20% af VLF í árslok 2023 1% lækkun verður á skatthlutfalli neðra þreps. Gjaldtaka á ferðamenn hefjist frá og með árinu 2020 en útfærsla liggur ekki fyrir Virðisaukaskattur verður afnuminn af bókum í byrjun næsta árs Þá verði endurskoðuð skattlagning á fjölmiðla, tónlist og höfundarréttargreiðslur Mikilvægt að hluti fjárins fari í viðhald  Vegamálastjóri fagnar innspýtingu til vegaframkvæmda Framlög til háskólastigsins juk- ust um 15,2% að nafnvirði milli áranna 2016 og 2018. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er fyrirhugað að fjárveitingar til háskólastigins muni halda áfram að aukast og hækki upp í 47,2 milljarða árið 2023. Þetta þýðir vöxt upp á tæp 12% á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá mennta- og menning- armálaráðuneytinu. „Öflugir háskólar eru for- senda þess að auka samkeppn- ishæfni þjóðarinnar ásamt því að stuðla að stöðugu og fyrirsjáanlegu starfsum- hverfi fyrirtækja,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Meira fé til háskólanna FJÁRMÁLAÁÆTLUN Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.