Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem þú
velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú hvorutveggja.
Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is
ENDURNÝJAÐU TENGSLIN
MEÐ KODIAQ OG KAROQ.
KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA.
ŠKODA KAROQ frá:
3.890.000 kr.
ŠKODA KODIAQ 4x4 frá:
5.590.000 kr.5á
ra
áb
yr
g
ð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
ílu
m
H
E
K
LU
að
up
p
fy
llt
um
ák
væ
ð
um
áb
yr
g
ð
ar
sk
ilm
ál
a.
Þ
á
er
að
fi
nn
a
á
w
w
w
.h
ek
la
.is
/a
b
yr
g
d
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verktakar við byggingu Marriott
Edition-hótelsins við hlið Hörpu í
miðbæ Reykjavíkur eru komnir upp
úr jörðinni. Nú er verið að steypa
veggi jarðhæðar hótelsins. Þegar
hér er komið sögu er lokið rúmlega
helmingi af vinnu við uppsteypu
hússins. Ólíklegt er að hótelið geti
opnað dyr sínar fyrir gestum á
næsta ári eins og áformað var.
Eigendur hótelbyggingarinnar
sömdu við Ístak um uppsteypu
hússins. Mikill kraftur fór í bygg-
ingu kjallarans, sem er tveggja
hæða bygging, sextán metra há og
með þykkum veggjum og loftplöt-
um. Þar verða bílageymslur, tækni-
rými, eldhús og fleira.
Starfsmennirnir þurftu að glíma
við bæði sjó og rigningarvatn ofan
úr bæ þegar þeir voru að steypa
upp kjallarann. Neðsti hluti hans er
átta metrum undir sjávarmáli.
Miklu vatni var því dælt í sjóinn.
Þorvaldur Guðjónsson, yfirverk-
fræðingur hjá Ístaki, segir að kjall-
arinn hafi þó ekki á neinum stigum
farið á flot.
Unnið á jarðhæðinni
Kjallarinn er innpakkaður í
vatnsheldan dúk og með því er
reynt að takmarka eins og hægt er
að vatn eða sjór flæði inn. Einnig
verða neyðardælur þar eins og í
öðrum byggingum á þessum stað.
Með uppsteypu kjallarans er lok-
ið við rúmlega helming af verkefni
Ístaks við hótelbygginguna.
Ofan á kjallarann er byggður sjö
hæða hótelturn. Nú eru verktak-
arnir að steypa upp veggi jarðhæð-
ar en þar verður meðal annars mót-
taka hótelsins og veitingasalir. Á
hinum hæðunum verða síðan yfir
250 hótelherbergi.
Þorvaldur segir að uppsteypu
hússins verði lokið fljótlega á næsta
ári. Með því lýkur verkefni Ístaks.
Við tekur lagnavinna og frágangur
að utan og innan. Þorvaldur veit
ekki til þess að þau verk séu komin
í útboðsferli.
Haft var eftir fulltrúa eigenda
hússins í Morgunblaðinu í ágúst á
síðasta ári að áformað væri að opna
hótelið á árinu 2019. Sú áætlun mið-
aðist við að uppsteypu yrði lokið
síðari hluta þessa árs. Ekki er vitað
til þess að komin sé endanleg áætl-
un um opnun Marriott-hótelsins.
85 menn vinna við bygginguna, að
sögn Þorvaldar. Ístak byggir einnig
verslunar- og íbúðarhús við hlið
hótelsins, fyrir Íslenskar fasteignir.
Á vinnusvæðinu eru því alls um 160
starfsmenn fyrirtækisins.
Hótel kemur upp á yfirborðið
Uppsteypu sextán metra hás og umfangsmikils kjallara Marriott Edition-hótelsins við Hörpu er lokið
Þar með er lokið rúmlega helmingi uppsteypu hótelsins Ólíklegt að hægt verði að opna á næsta ári
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hótel rís Með uppsteypu kjallarans er lokið við rúmlega helming af verkefni Ístaks við hótelbygginguna.
Verktakar hafa lítið pláss til að
athafna sig á byggingarlóðunum
við Hörpu. Hver fermetri er nýtt-
ur.
Ístak er að byggja tvö hús á
Hörpureitnum, hús fyrir vænt-
anlegt Marriott-hótel og sjö
hæða verslunar- og íbúðarhús.
Þorvaldur Guðjónsson yf-
irverkfræðingur segir að fyr-
irtækið þurfi pláss fyrir mót,
timbur og járn, auk verkfæra.
Reynt sé að flytja sem mest á
milli hæða. Þá séu lóðirnar nýtt-
ar til hins ýtrasta og jafnvel eitt-
hvað auðar lóðir í nágrenninu.
Þá segir hann að stanslausir
flutningar séu á efni til og frá
höfuðstöðvum Ístaks í Mos-
fellsbæ.
Eigandi íbúðar- og versl-
unarhússins við Geirsgötu leysti
plássvandræðin að hluta með
því að taka á leigu pramma sem
liggur bundinn við bryggju. Þor-
valdur segir að þegar skemmti-
ferðaskipin komi í næsta mán-
uði verði pramminn að fara en
hann verði væntanlega dreginn
á sinn stað í haust.
Hver fermetri
lóða nýttur
LÍTIÐ SVIGRÚM