Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Misty CATE Haldari 7.990 kr. Buxur 2.990 kr. Dekraðu við línurnar TOPPUR 10.995.- Glæsilegar vorvörur Kringlunni 4c – Sími 568 4900 BOLUR 9.990.- JAKKI 9.990,- Á Facebókar-síðu Breka VE hefur Finnur Kristjánsson, vélstjóri og eft- irlitsmaður, haldið dagbók frá því að lagt var stað frá Kína 22. mars. Kennir þar ýmissa grasa í gamni og alvöru. Greinilegt er á lestrinum að hitinn er mesta áhyggjuefnið. Menn lýsa dvölinni í fiskilestinni jafnvel sem himnaríki, en þar er mun svalara heldur en í vistarverunum. Einn daginn var lítill loftblásari sem einn skipverjanna keypti í Kína settur upp til aukakælingar á matvælakælivél. „Er því hlutverk þessa loftblásara orðið annað en til var ætlast í upphafi en hann átti að vera til loftræst- ingar í hesthúsi í Skagafirði,“ segir í dagbókinni. Eins og oft í slíkum skrifum fær kokkurinn um borð nokkrar línur og um matinn á páskadag mátti lesa: „Kjúllinn í hádeginu sérlega góður og sirloin-steik um kvöldið. Ingó flottur.“ Á þriðjudag var þetta fært til bókar: Þarna mættum við einu af 27 stærstu flutningaskipum sem smíðuð hafa verið. Lengd 399 metrar og breidd 59 metrar. Skip þessi geta borið 20.560, 20 feta gáma. Ýmislegt fleira hefur borið fyrir augu eins og flugfiska í loftköstum og skipverjar fengu heimsókn. „Stoppaði stutt og vildi lítið þiggja af góðgerðum nema vatn. Þetta var merkt dúfa. Spök og vel alin sýndist okkur.“ Á öðrum degi heimsiglingarinnar var sagt frá því í dagbókinni að gaddavír hefði verið strengdur yfir skutrennuna til varnar ,,óboðnum gestum“, sem kunna að koma um borð mönnum að óvörum. Talsverðar tafir urðu á smíði og afhendingu skipanna og skömmu eftir brottför frá Kína fyrir hálfum mánuði skrifaði Finnur: „Til að vera sanngjarn þá veit ég ekki hvorir voru fegnari. Við að losna loksins frá Huanghai-skipa- smíðastöðinni eða þeir stöðvarmenn að losna við okkur.“ Gaddavír fyrir skutrennuna DAGBÓK FRÁ ÞVÍ AÐ LAGT VAR AF STAÐ FRÁ KÍNA Rauðahaf Heimild: Vinnslustöðin hf. Heimsigling Breka VE og Páls Pálssonar ÍS Vestmannaeyjar Ísafjörður Rongcheng Kólombó Miðbaugur K Í N A Indlandshaf Kyrrahaf Atlantshaf Súes Breki VE og Páll Pálsson ÍS voru væntanlegir til Kólombó á Srí Lanka í nótt. Skipin þurfa að sigla fyrir Horn Afríku og inn Aden- flóa og Rauðahaf til að fara í gegnum Súesskurðinn. Horn Afríku Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forystumenn bænda hafa lagt fyrir stjórnvöld nýjar tillögur til lausnar á vanda sauðfjárræktarinnar. Fel- ast þær meðal annars í því að jafna tímabundnar sveiflur í grein- inni með mark- aðsjöfnunarsjóði sem byggður yrði á fjármunum sem kæmu úr grein- inni sjálfri. Einn- ig þyrfti að hjálpa bændum að hætta. Oddný Steina Valsdóttir, for- maður Landssamtaka sauð- fjárbænda, greindi frá þessum til- lögum við setningu aðalfundar samtakanna í gær. Þær eru svar við ummælum landbúnaðarráðherra um að honum hugnuðust ekki út- flutningsbætur og óskaði eftir hug- myndum um nýjar leiðir. Oddný sagði að sambærilegir sjóðir væru nýttir í sama tilgangi víða um heim, meðal annars á EES-svæðinu. Með þeim væri ekki gripið inn í sam- keppni eða unnið á móti hagræð- ingu, heldur leitast við að jafna tímabundnar sveiflur. Samhliða þyrfti að byggja inn í búvörusamningana verkfæri til að tempra framleiðsluna, valfrjálsa hvata sem myndu gagnast þeim sem vildu fækka fé eða draga sig út úr greininni. Oddný málaði stöðu markaðsmála sauðfjárræktarinnar dökkum litum. Sauðfjárbændur væru í djúpri kreppu. Aðgerðir ríkisvaldsins í lok síðasta árs hefðu gengið til að mæta tekjutapi en tækju ekki á rót vand- ans. Hún tók fram að bændur ætl- uðust ekki til gjafa úr ríkissjóði. Hins vegar væri nauðsynlegt að bregðast við því að sauðfjárbúin væru ekki rekstrarhæf við núver- andi aðstæður. Hlutverk ríkisvalds- ins væri að setja ramma sem bænd- ur gætu starfað innan. Hún sagði að bændur ættu allt undir afurðaverðinu. Í núverandi verðlagskerfi væru bændur valda- lausir, ekki af aumingjaskap heldur vegna fákeppni í smásölunni. Allri ábyrgð og öllum kostnaði vegna launahækkana hjá smásölum, heildsölum og afurðastöðvum ásamt afleiðingum af brostnum mörkuðum hefði verið ýtt yfir á bændur. Hvatti hún til þess að hagræðingarmögu- leikar í afurðageiranum yrðu greindir og nýttir. „Það er hægt að minnka sóun í þessu ferli gagnvart umhverfi og efnahag, til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi harðnandi samkeppni á kjötmarkaði við inn- flutt matvæli,“ sagði Oddný. Sjóður til að jafna markað kindakjöts  Nýjar tillögur sauðfjárbænda Morgunblaðið/Eggert Réttir Sauðfjárbúin eru illa sett vegna brostinna útflutningsmarkaða.Oddný Steina Valsdóttir Ljósmynd/Hálfdán Óskarsson Um borð í Páli Pálssyni Grétar Þór Magnússon kokkur (t.v.) og Jón Arnar Hinriksson yfirstýrimaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.