Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 13
í fullu starfi í markaðs- deild Íslandsbanka auk þess að teikna skopmynd- ir í Stundina tvisvar í mánuði. Ósamstætt, ýkt og óvænt Blái tennisleikarinn er innblásinn af kvikmyndinni Borg vs McEnroe, sem Bjarni sá á RÚV um páskana, enda kveðst hann fá inn- blástur úr ýmsum áttum og hann tengi gjarnan saman ólíkar hug- myndir svo útkoman verði í senn skemmtileg, ýkt og óvænt. „… hluti sem passa alls ekki saman,“ útskýrir hann. Vel að merkja þá er fígúra #30; barnslegi gaur- inn með snuðið og hríðskota- byssuna, ein gleggsta birting- armynd þess. „Ég hef teiknað skopmyndir fyrir Stundina síðastliðin ár og fannst allt í einu að ég væri alltaf að teikna sama karakterinn. Við blasti að eina leiðin til að auka fjöl- breytileikann í persónugalleríinu var að teikna meira eins og ég byrjaði að gera um áramótin. Ég hafði áður tek- ið svipaða syrpu því árið 2013 teikn- aði ég eina hauskúpu á dag allt árið og þannig byrjaði eiginlega þetta skopmyndadæmi,“ segir Bjarni, sem ekki aðeins teiknaði hauskúpurnar á pappír upp á gamla móðinn og vatns- litaði sumar þeirra heldur mótaði þær í leir í nokkrum útgáfum eftir að hafa sótt keramiknámskeið í Mynd- listarskóla Kópavogs. „Maður reynir að halda sér í formi með því að sækja námskeið og prófa stöðugt eitthvað nýtt. Nota hugann,“ segir hann. Og á hann þó heilmikið nám að baki í hinni graf- ísku list, BA frá Listaháskóla Íslands og meistaragráðu í upplýsingamiðlun og hönnun frá listaháskóla í Kent á Bret- landi. Auk þess sem hann hefur starfað sjálf- stætt að smáum sem stórum verkefnum fyrir fyrirtæki og stofn- anir. Eigin hauskúpa fyrirmyndin „Bara af því að ég hef svo mikinn áhuga á hauskúpum,“ svarar hann spurður um til- tækið með hauskúp- urnar. En þar með er ekki öll sagan sögð. „Bara“ er ekkert svar eins og hann átt- ar sig strax á og bætir um betur. „Þegar ég var tíu eða ell- efu ára greindist ég með æxli í kinn- bein, sem reyndist góðkynja, en tókst ekki að fjarlægja og er því var- anlegur hluti af sjálfum mér. Ég fékk afrit af sjúkraskránni með myndinni af hauskúpunni og lét prenta eftir henni þrívíddarmynd, sem síðan hefur fylgt mér og verið fyrirmynd að mörg hundruð út- færslum af hauskúpum. Eftir að verkefnið var til sýnis á mínum fyrri vinnustað, Arion banka, keypti danskur safnari megnið af verk- unum.“ Hauskúpuáhuginn loðir enn við Bjarna og speglast til dæmis í fígúr- um með þessi löngu, mjóu augum augu, sem hann áður lýsti, auk þess sem hauskúpur og mannabein læða sér inn í mörg hans verk. En hvað ætlar hann að gera við alla karakter- ana, sem einn af öðrum spretta fram á iPadinum hans og meiningin er að verði eitt hundrað talsins um áramót- in? „Framtíð þeirra er enn óráðin,“ svarar hann íbygginn. „Ég get þó alltaf gripið til þeirra ef á þarf að halda og gefið þeim hlutverk. Mögu- leikarnir eru margir, kannski geta þeir orðið sögupersónur, hugsanlega í barnabókum, þótt sjálfur sé ég ekki endilega besti maðurinn í að semja um þá sögur.“ Flughræddur frímerkjasafnari Þrátt fyrir að hafa komið víða við á starfsferlinum, t.d. verið stundakennari í LHÍ, fengist við hugmyndavinnu af ýmsu tagi, hreyfi- grafík, silkiþrykk og sitt hvað fleira hefur hann ekki myndskreytt bækur. Aðspurður segir hann slíkt vel koma til greina og ábyggilega vera skemmtilegt. „Ég lít fyrst og fremst á verk- efnið sem æfingu í að búa til áhuga- verða og ýkta karaktera, en ekki „fíniseraða“ útgáfu. Ég hef því sett mér það markmið að vera ekki leng- ur en klukkutíma að dúlla mér í að teikna hvern og einn. Fyrir mér er þetta nokkurs konar tilraun til að brjóta niður múra í sköpunarferlinu því maður getur auðveldlega fest í að búa alltaf til svipaða karaktera. Ég hef ekki gefið þeim nafn, en aftur á móti hafa vinir og vandamenn beðið mig um að skapa Áhættusækna end- urskoðandann og Flughrædda frí- merkjasafnarann, svo dæmi séu tek- in,“ segir Bjarni, sem stóð fyrir teikniviðburði í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars þar sem hann töfraði fram nokkrar furðufígúrur að beiðni gesta og gangandi. Ekki yfir strikið Skopmyndirnar, sem Bjarni teiknar í Stundina, eru af öðrum toga. Hann útilokar þó ekki að ein- hver fígúranna úr eitt hundrað per- sóna gallerínu 2018 fái þar auka- hlutverk í fyllingu tímans. Þær opinberu eru oftast í aðalhlutverki. „Þegar ekkert er að gerast í sam- félaginu og engin leið að finna fynd- inn vinkil, lauma ég stundum inn aulabröndurum með fígúrum sem ég á á lager eða einfaldlega bý til nýjar.“ Oftast fela skopmyndirnar í sér pólitíska ádeilu, sem eru algjörlega runnar undan rifjum Bjarna. Honum kemur til góða að hafa alist upp á heimili þar sem var nánast skylda að fylgjast með fréttum. Upp úr dúrn- um kemur að faðir hans er Helgi Bjarnason, blaðamaður á Morgun- blaðinu um áratugaskeið. „Fyrst fannst mér mesta áskorunin vera að teikna opinberar persónur þannig að þær væru þekkjanlegar og var satt að segja ekkert flinkur til að byrja með,“ segir Bjarni og bætir við að að- alatriðið sé að ýkja andlitsdrættina – gera persónuna skoplega á að líta. Og hvern skyldi honum hafa tekist best upp með? „Ólaf Ragnar Grímsson, fyrr- verandi forseta, hann hefur svo sterk karaktereinkenni,“ svarar hann um- hugsunarlaust. „Mér fannst líka gaman að spreyta mig á að teikna Davíð Oddsson, þegar hann fór í for- setaframboð og komst fyrir vikið aft- ur í sviðsljósið. Hins vegar var rosa- lega erfitt að teikna Vigdísi Finnbogadóttur og oft einnig ungt fólk, sem ennþá er með slétt og fellt andlit. Sjálf hafa viðfangsefnin aldrei kvartað, enda reyni ég að halda mig innan ákveðins ramma og forðast persónuníð,“ segir teiknarinn sem fer ekki yfir strikið. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Umhverfishátíð í Norræna húsinu verður haldin kl. 13-17 helgina 7.-8. apríl. Markmiðið er að kynna einfald- ar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænna heimili. Boðið verður upp á m.a. smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildar- myndir. Viðburðirnir eiga sammerkt að kynna leiðir til að nýta betur verð- mætin allt í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum. Heimili okkar – hús og garður – eru lítil vistkerfi þar sem við setjum reglurnar. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Viðburðir fyrir börn/fjölskyldur. Nánari upplýsingar um dagskrána eru á vef Norræna hússins, www.http://norraenahusid.is. Umhverfishátíð í Norræna húsinu Lausnir fyrir grænni heimili Matarsóun Markmiðið er m.a. að kynna leiðir til að minnka matarsóun. Hestur, grár fyrir járnum. Illúðlegi kvenbox- arinn. Ítalskur, tveggja kúlna ís. Gaur á óræðum aldri. Hrokkinhærði tennisleikarinn. Stundarspé Bjarni hefur teiknað skop- myndir í Stundina síðastliðin ár. Þessar opinberu fígúrur eru auðþekkjanlegar. Gamall gítar- leikari með háan hatt. Úr hauskúpusyrpunni Eitt árið teiknaði Bjarni hauskúpu daglega. VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM SÖLUMANNI Mikilvægt er að viðkomandi tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð, vinni vel með öðrum, sé drífandi, hugmyndaríkur og léttur í lund. Hann þarf að búa yfir miklum söluhæfileikum og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum. Söludeild Morgunblaðsins, K100 og mbl.is Hæfniskröfur • Þjónustulund, kurteisi og jákvætt viðmót er skilyrði. • Reynsla af sölustörfum er kostur. • Nákvæmni og skipulag. • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendast á netfangið siljaj@mbl.is Nánari upplýsingar um starfið gefur Silja Jóhannesdóttir, sölustjóri, í síma 569 1170 eða í tölvupósti á netfangið siljaj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.