Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Kókosjógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Niðurstöður starfshóps vegna nýrr- ar flugstöðvar í Vatnsmýri verða kynntar á næstunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveit- arstjórnarráð- herra, segir tíma- setningar ekki ákveðnar. Þær muni ráðast af samtali við borg- ina, flugrekendur og hagsmuna- aðila. Horft sé til þriggja valkosta. „Niðurstaðan mun liggja fyrir fyrr en seinna,“ segir Sigurður Ingi. Geri flugið ódýrara Hann ræddi stöðuna í fluginu á aðalfundi Isavia í gær. Sigurður Ingi segir líka styttast í að kynntar verði leiðir til að styrkja innanlandsflugið. „Þjónustan mun aukast, sama hvaða leið við förum. Tilgangurinn er að efla innanlandsflugið. Þetta er spurning hvernig við nýtum þá fjár- muni sem við erum með til stuðn- ings fluginu. Við erum til að mynda að skoða skosku leiðina. Í þeirri leið er hluti flugkostnaðar endur- greiddur hjá þeim íbúum sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur að öðru leyti. Skotar byrjaðu með 40% endurgreiðslu og hækkuðu hlutfallið svo í 50%.“ Myndi auka tíðnina Sigurður Ingi rifjar svo upp að á málþingi í haust kom fram að ef skoska leiðin yrði farin myndi það kosta 500-700 milljónir á ári. „Þetta myndi auka tíðni flugs. Það þarf að skapa hvata sem gera það auðveldara og ódýrara að fljúga fyrir íbúana. Með því fjölgar ferðum sem nýtast öðrum, til dæmis ferða- mönnum, sem aftur skapar hvata fyrir flugrekendur til að lækka flug- fargjöld. Að sama skapi skapast hvati fyrir flugvellina með því að umferðin eykst og tekjurnar þar með,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir aðspurður raunhæft að þetta verði farið að leiða til lækkunar á verði flugmiða árið 2020. „Við myndum þurfa þetta ár til að skipuleggja þetta og svo tæki við vinna við næstu fjárlagaáætlun og fjárlagagerðir,“ segir Sigurður Ingi. Valið á nýrri flugstöð í Vatnsmýri nálgast  Ráðherra segir niðurstöðu að vænta Sigurður Ingi Jóhannsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það veikir samkeppnishæfni Kefla- víkurflugvallar að launakostnaður er á uppleið samhliða styrkingu krónu. Miklar launakröfur í kjara- samningum eru því áhyggjuefni. Þetta segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, og bendir á að framundan séu framkvæmdir fyrir 25-30 milljarða á þessu og næsta ári. Síðan taki við framkvæmdir fyr- ir 90-95 milljarða árin 2020-25. Vegna þessara útgjalda þurfi flug- völlurinn að auka tekjur með gjald- töku. „Keflavíkurflugvöllur er ekki ódýr í rekstri. Ef krónan heldur áfram að vera mjög sterk, og ef launahækkanir verða mjög miklar, mun það hafa áhrif á samkeppnis- stöðuna. Þessar miklu framkvæmd- ir munu hafa áhrif á gjaldskrá fé- lagsins. Ef það verður dýrt að fljúga til Keflavíkur eru aðrir flugvellir til- búnir að bjóða svipaða þjónustu. Það getur líka gerst að menn vilji fljúga beint yfir hafið í staðinn fyrir að stoppa á Íslandi,“ segir Björn Óli sem ræddi þessi mál á aðalfundi Isavia í gær. Kom þar meðal annars fram að tekjur Isavia voru um 38 milljarðar í fyrra, eða um 5 milljörðum meiri en 2016. Hagnaður ársins var 3,95 milljarðar en 6,92 milljarðar 2016. Þurfa að sýna varkárni Björn Óli segir verslunum og veitingastöðum á vellinum munu fjölga. „Á næstu tveimur árum verður verslunarsvæðið stækkað umtalsvert. Nú er verslunarsvæðið, og sérstaklega veitingasvæðið, orðið of lítið miðað fjölda farþega,“ segir Björn Óli. Hann segir næsta skref að byggja tengibyggingu milli norð- ur- og suðurhluta flugstöðvarinnar og stórt svæði fyrir verslun og veit- ingar. Það verði líka notað fyrir vegabréfa- og innflytjendaeftirlit. Jafnframt gefi það tímabundið auk- ið rými í töskusalnum, sem sé brýnt. „Það er stundum þröngt í tösku- salnum og miklu þrengra en ætti að vera samkvæmt þeim stöðlum sem við viljum vinna eftir. Það er jafn- framt hluti af næstu framkvæmdum að byggja nýtt hús til að gegnum- lýsa farangur. Það þarf að auka þetta rými áður en við förum í stóra verkefnið,“ segir Björn Óli. Vísar hann þar til stórrar viðbyggingar austan við núverandi flugstöð. Þar verði meðal annars fjöldi nýrra hliða fyrir flugvélar. Er ekki samkvæmt stöðlum „Svo verða nýjar byggingar fyrir innritun farþega. Þar verður líka nýtt tolla- og töskusvæði. Þetta er risaframkvæmd. Við erum að tala um eina og hálfa Smáralind í fer- metrum talið. Byggingin er mjög tæknilega flókin. Til viðbótar mun nýtt flokkunarkerfi fyrir töskur kosta milljarðatugi,“ segir hann. Fram kom í máli Björns Óla á aðalfundinum að Isavia á 3,6 millj- arða kröfu á hendur Ríkisskatt- stjóra. Félagið hafi enda ekki fengið útskatt endurgreiddan frá árinu 2016. Hann segir aðspurður þetta vega þungt í bókhaldi Isavia. Áttu að halda útskattinum „Þegar Isavia var stofnað var á hreinu í hvers konar virðisauka- skattsumhverfi við værum. Fyrir- komulagið hefur verið reglulega til skoðunar hjá Ríkisskattstjóra. Það kom okkur á óvart að við skoðunina árið 2016 skyldu þeir halda eftir út- skattinum. Við höfum rætt við skattinn um þetta mál og sent gögn varðandi lagahliðina og fyrirkomu- lag hjá erlendum samkeppnisaðil- um. Það er ljóst að ef þessu fyr- irkomulagi verður breytt verðum við eini flugvöllurinn meðal helstu samkeppnisflugvalla sem er með erfiðara skattaumhverfi. Þarna er um að ræða fé sem annars hefði runnið til framkvæmda. Við þurft- um því að taka lán fyrir fram- kvæmdum. Við getum ekki fjár- magnað þær með eigin fé.“ Þá sagði Björn Óli frá því í ræðu sinni að Isavia tapaði 3,4 milljörðum í fyrra vegna gengismunar í kjölfar styrkingar krónunnar. Hann segir aðspurður þessa stærð sveiflast eft- ir gengi krónunnar. Samkeppnishæfni Kefla- víkurflugvallar minnkar  Forstjóri Isavia segir félagið eiga milljarða kröfu á RSK Morgunblaðið/Árni Sæberg Ársfundur Isavia Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, fór yfir reksturinn. Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.