Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Haukur Heiðar Ingólfsson, læknir og píanóleikari, og synir hans, Halldór og Haukur Heiðar, leiða fjöldasöng í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík á sunnudag kl. 14. Haukur Heiðar hinn eldri hefur um áratuga skeið glatt Íslendinga með píanóleik sín- um, svo sem með Ómari Ragn- arssyni og með dinnertónlist. Geisladiskar hans með sígildum dægurlögum, leiknum sem sungn- um, hafa notið vinsælda. Synirnir tveir hafa getið sér gott orð fyrir söng, hvor á sínu sviði. Á söngskrá feðganna í Hann- esarholti er fjölbreytt blanda af þekktum og skemmtilegum dæg- urlögum, sænskum vísum og söngvum um vorið. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1.000 krónur. Feðgar flytja dægurlög í Hannesarholti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Píanóleikari Læknirinn Haukur Heiðar Ingólfsson við hljóðfærið á góðri stundu. Orka náttúrunnar hefur lokið við borun á nýrri vinnsluholu í Hvera- hlíð og er verið er að prófa holuna, sem lofar góðu. Fram kemur í til- kynningu frá ON að holan verði nýtt til rafmagnsvinnslu og heita- vatnsframleiðslu í Hellisheið- arvirkjun. „Við prófanirnar blæs holan jarð- hitagufu og sést tilkomumikill strókurinn frá henni vel frá þjóð- vegi 1 yfir Hellisheiði. Með gufunni berast upp jarðhitalofttegundir, þar á meðal brennisteinsvetni, sem ekki fer þá í hreinsun í loft- hreinsistöð líkt og gufa sem leidd er í gegnum Hellisheiðarvirkjun,“ segir í tilkynningu. Þá eru líkur á því að styrkur brennisteinsvetnis geti aukist á höfuðborgarsvæðinu. Ný borhola í Hverahlíð lofar góðu Borhola Prófanir á nýrri holu byrja vel. Morgunblaðið/RAX Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Alþingi kemur saman á nýjan leik næsta mánudag, 9. apríl, eftir 16 daga páskafrí. Samkvæmt starfs- áætlun Alþingis er gert ráð fyrir 15 þingfundar- dögum fram til 9. maí, að þingi verður frestað vegna sveitar- stjórnarkosning- anna 26. maí nk. Auk þess gerir starfsáætlun ráð fyrir 6 nefnd- adögum til 9. maí nk. Starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir að þing komi saman á nýjan leik hinn 28. maí, tveimur dögum eftir sveitar- stjórnarkosningar og að þingfund- ir verði 8 talsins, til 7. júní að Al- þingi verði frestað á nýjan leik til 17. júlí, en þá verði þingfundur og loks verði hátíðarþingfundur á Þingvöllum hinn 18. júlí, en þingi svo frestað til 11. september, en þá hefjist 149. löggjafarþing Al- þingis. 25 þingfundir á 14 vikum Alls eru því ráðgerðir 25 þing- fundardagar á næstu fjórtán og hálfri viku, eða til 17. júlí. Á þessu tímabili eru 67 virkir dagar og hafa þá verið undanskildir lög- bundnir frídagar, sem ber upp á virka daga, en það eru sumardag- urinn fyrsti, verkalýðsdagurinn 1. maí, uppstigningardagur og annar í hvítasunnu. Í ár ber þjóðhátíð- ardaginn 17. júní upp á sunnudag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, var í gær spurður hvort línur hefðu skýrst, hvaða þingmál yrði lögð áhersla á að ljúka afgreiðslu á, fyrir þinghlé 9. maí: „Nei, það hefur enn ekki verið rætt með þeim hætti, hvorki í þingflokknum né á milli flokkanna. Það liggur fyrir að fjármálaáætlunin verður stærsta einstaka málið og kemur til með að taka til sín ansi mikinn tíma og orku, en það er gert ráð fyrir því að fjármálaráðherra mæli fyrir málinu á miðvikudaginn í næstu viku,“ sagði Birgir. Hann segir að það sé ljóst að tíminn sem gefist til afgreiðslu fjármálaáætlunar í þinginu verði nokkuð knappur og líklega muni forseti Alþingis eitthvað hliðra áætlaðri dagskrá. „Að öðru leyti er ekki búið að forgangsraða mál- um og afgreiðslu þeirra, en samtöl á milli flokka um slíka forgangs- röðun fara væntanlega af stað í næstu viku,“ sagði Birgir. 15 þingfundardagar til 9. maí  Afgreiðsla fjármálaáætlunar mun væntanlega taka mestan tíma og orku Alþingis  Formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins á von á að þingmál verði rædd og þeim verði forgangsraðað í næstu viku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Fjármálaráðherra mælir væntanlega fyrir fjármálaáætlun 11. apríl. Birgir Ármannsson Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is LÍKA FYRIR STÓRU HUNDANA – fyrir dýrin þín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.