Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 18

Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Rétta þjálfunin sem veitir vellíðan! Vorafsláttur í ræktina! Kynntu þér málið á jsb.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Það er boðað stórátak í uppbygg- ingu vegakerfisins í fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar. Það stenst ekki skoðun,“ segir Sig- urður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. „Þegar litið er yfir forgangs- röðun ríkistjórnarinnar í uppbygg- ingu innviða er vegamál ekki að finna á lista yfir fimm helstu atrið- in. Það segir sína sögu. Af þeim 340 milljörðum sem leggja á í innviðauppbyggingu fer um þriðjungur í samgöngumál sem er lítillega meira en áformað hefur verið á undanförnum árum,“ segir hann. Að sögn Sigurðar munu kom- andi kynslóðir þurfa að greiða fyrir bættar samgöngur ef ekkert verði gert. „Það verður æ dýrara eftir því sem tíminn líður og ástandið versnar.“ Ásdís Kristjánsdóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins, segir eðlilegt að hið opinbera leggi nú aukna áherslu á fjárfestingar í innviðum. „Við hefðum þó viljað sjá stjórn- völd opna á þann möguleika að einkaaðilar taki þátt að hluta í fjármögnun þeirra. Hið opinbera er nú þegar umsvifamikið í hag- kerfinu og væri aðkoma einkaaðila að slíkum verkefnum til bóta.“ Sigurður segir að það valdi von- brigðum að tryggingagjaldið verði ekki lækkað um meira en hálft prósent á kjörtímabilinu. „Það er ekki síst vegna tryggingagjaldsins sem skattar eru með þeim hæstu hér á landi í alþjóðlegum sam- anburði. Háir skattar bitna á samkeppnishæfni fyrirtækja á al- þjóðlegum mörkuðum.“ Óverulegar skattalækkanir Ásdís segir að ráðist verði í lítilsháttar skattalækkanir á kjör- tímabilinu sem sé jákvætt en þær séu aftur á móti óverulegar miðað við þær skattahækkanir sem áttu sér stað eftir hrun. „Við hefðum viljað sjá stjórnvöld leggja aukna áherslu á að skapa svigrúm þannig að mögulegt yrði að draga frekar úr skattbyrði á landsmenn. Flest- ar skattahækkanir eftirhruns- áranna standa enn nánast óhreyfð- ar en við teljum ekki góða stefnu að festa Ísland í sessi sem há- skattaríki. Í fjármálaáætluninni fer lítið fyrir umræðu um for- gangsröðun útgjalda, né verðum við vör við áherslu á að skattfé landsmanna sé betur nýtt. Áhersl- an hefur verið síðustu ár á að auka opinber útgjöld án þess að leggja mat á hverju það skilar.“ Sigurður fagnar því að þak á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verði afnumið. Það sé mikið hagsmunamál fyrir atvinnu- lífið. „Auk þess er ánægjulegt að framlög til háskóla verði aukin og stefnt er að því að þau verði í takt við meðaltal OECD-ríkjanna,“ seg- ir Sigurður Ásdís segir að fjármálaáætlunin geri ráð fyrir afskaplega litlum af- gangi og byggist á því að hér verði samfelldur hagvöxtur til ársins 2023. „Ef það raungerist yrði þetta ein lengsta uppsveifla Ís- landssögunnar. Við teljum þess vegna forsendurnar bjartsýnar. Stefna stjórnvalda virðist sú að opinber umsvif og skattheimta verði áfram ein sú mesta meðal þróaðra ríkja og um leið að treysta á samfelldan hagvöxt í 13 ár hið minnsta. Ef forsendur breytast, hagvöxtur verður minni og skatt- tekjur dragast saman þá liggur fyrir að afgangurinn mun minnka, jafnvel hverfa. Það væri for- vitnilegt að sjá hvernig stjórnvöld myndu bregðast við því.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skattar Skattalækkanir sem á að ráðast í á kjörtímabilinu eru óverulegar miðað við skattahækkanir eftir hrun, segir Ásdís Kristjánsdóttir. Útgjöld til vega sögð vonbrigði  Bjartsýni í fjármálaáætlun um hagvöxt Sigurður Hannesson Ásdís Kristjánsdóttir 6. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 98.73 99.21 98.97 Sterlingspund 138.76 139.44 139.1 Kanadadalur 77.22 77.68 77.45 Dönsk króna 16.267 16.363 16.315 Norsk króna 12.654 12.728 12.691 Sænsk króna 11.764 11.832 11.798 Svissn. franki 102.75 103.33 103.04 Japanskt jen 0.9225 0.9279 0.9252 SDR 143.14 144.0 143.57 Evra 121.16 121.84 121.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.9759 Hrávöruverð Gull 1343.15 ($/únsa) Ál 1971.0 ($/tonn) LME Hráolía 68.15 ($/fatið) Brent Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dróst saman um 30% á milli ára og nam tæplega 8,7 milljónum evra, jafnvirði eins milljarðs árið 2018. Útgerðin greiðir hluthöfum 8 millj- ónir evra, jafnvirði 968 milljóna króna, í arð fimmta árið í röð. „Afkoma félagsins var viðunandi 2017 í ljósi aðstæðna,“ segir Sigur- geir B. Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, í fréttatilkynningu. „Rekstrarskil- yrðin voru erfið og fara versnandi, sem skýrist af háu gengi krónunnar og kostnaðarhækkunum, fyrst og fremst stórauknum launakostnaði í fyrra. Mér líst satt best að segja ekkert á blikuna. Umræðan í samfélaginu snýst hins vegar mest um stórfelldar launahækkanir á næstunni, sem hver hópurinn á fætur öðrum ætlar sér að sækja með góðu eða illu, og um aukna skattlagningu út og suð- ur, helst á atvinnugreinar sem halda landsbyggðinni gangandi,“ segir hann. Eiginfjárhlutfall félagsins var 32% í lok árs 2017. Heildarskuldir jukust um 29% vegna fjárfestinga í varanlegum rekstrarfjármunum, kaupa á Útgerðarfélaginu Glófaxa og hækkunar handbærs fjár. Fjárfestingar Vinnslustöðvar- innar voru miklar á árinu. Félagið tók í gagnið nýtt uppsjávarfrysti- hús, frystigeymslu, mjölhús og hrá- efnisgeyma á athafnasvæði sínu. Þá var nýr togari, Breki VE, eignfærð- ur á árinu 2017. Skipið var smíðað í Kína og er á leið þaðan til Íslands. helgivifill@mbl.is Hagnaður VSV dróst saman um þriðjung

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.