Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 www.gilbert.is SJÓN ER SÖGU RÍKARI ! SIF NART 1948 JÓN BERGSSON EHF HITAVEITUPOTTAR Hitaveitupottar tilbúnir til notkunar - Plug & play Þeir eru steyptir í heilu lagi og því alveg samskeytalausir Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is 40 ÁRA reynsla tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Á vef Landsbankans kemur fram að bankinn er sammála því að fram- kvæmd umræddra álagsgreiðslna hefði átt að vera betri, nánar til- tekið hefði átt að setja skýrari regl- ur um greiðslurnar og skrá upplýs- ingar um þær betur. Bankinn hafi þegar tekið upp breytt verklag og gengið úr skugga um að það sam- rýmist ofangreindu áliti Fjármála- eftirlitsins. Fjármálaeftirlitið greindi frá því á vef sínum í gær að eftirlitið teldi Landsbankann hafa brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um kaupaukakerfi með því að hafa á árunum 2014 til 2016 greitt hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til við- bótar föstum launum þeirra, án þess að það hefði verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. Fjármálaeftirlitið taldi hins veg- ar ekki ástæðu til að beita viður- lögum vegna brotsins og var þá horft til þess að Landsbankinn hafði gert líklegt að aukagreiðsl- urnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bank- ans á þeim árum sem voru til skoð- unar, auk þess sem bankinn sýndi samstarfsvilja og greip til fullnægj- andi úrbóta. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans, en hvorki var vís- að til umræddra greiðslna í ráðn- ingarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára Greiðslur ekki í samræmi við lög  Greiddi 76 starfsmönnum 85 milljónir Morgunblaðið/Kristinn Greiðslur FME telur aukagreiðslur Landsbankans hafa verið kaupauka. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Seðlabanki Íslands hélt 57. ársfund sinn í gær. Þar gerði Már Guðmunds- son seðlabankastjóri grein fyrir starfsemi bankans á liðnu ári ásamt því sem hann fjallaði um stöðu þjóð- arbúskaparins í dag. Benti hann í ræðu sinni á að vextir í landinu væru sögulega lágir þrátt fyrir þá miklu framleiðsluspennu sem einkennt hef- ur hagkerfið á undanförnum misser- um. Sagði hann að minnkandi spenna gæfi tilefni til bjartsýni en að enn þyrfti að halda vel á málum til þess að glutra ekki niður þeim árangri sem náðst hefur. Benti hann á að hinir sögulega lágu vextir og sú staðreynd að gengi íslensku krónunanr er afar sterkt um þessar mundir gerði það nauðsynlegt að horfa „raunsæjum augum hvort vænta megi frekari lækkunar vaxta ef ekki myndast beinlínis slaki í þjóðarbúinu“. Bætti hann því við að vextir Seðlabankans myndu á komandi mánuðum og miss- erum ráðast af því hvernig hagkerf- inu vindur fram en að þar geti „brugðið til beggja vona“. Seðla- bankinn hefur lækkað vexti sína um 0,75 prósentur frá því að hann hélt ársfund sinn um svipað leyti árið 2017. Frekari tilslakanir æskilegar Már benti einnig á að nauðsynlegt væri að stíga frekari skref í afnámi hafta „til að losna undan núverandi undanþágum alþjóðasamninga um óheftar fjármagnshreyfingar, bæði gagnvart EES og OECD,“ eins og hann orðaði það. Sagði hann það mat Seðlabankans að efnahagslegar for- sendur væru til þess að taka loka- skrefið í þá átt og vísaði í því efni til þeirra aflandskrónueigna sem enn eru undir höftum. Benti hann á að þær svöruðu nú til 3,5% af lands- framleiðslu en að þær hefðu numið um 40% af landsframleiðslu þegar höftum var komið á í skyndi í árslok 2008. Þrátt fyrir þá skoðun Seðlabank- ans að afnema beri fjármagnshöft á aflandskrónueigendur telur bankinn ekki forsendur til að lækka þá sér- stöku bindiskyldu sem sett hefur ver- ið á fjármagnsinnstreymi á skulda- bréfamarkaði og í hávaxtainnstæður. „Vaxtamunur gagnvart útlöndum er enn mikill þótt hann hafi minnkað töluvert síðan bindiskyldan var sett á í júní 2016,“ sagði bankastjóri og bætti því við að í ljósi hás raungengis væri ekki heppilegt að taka áhættu af frekari hækkun raungengis umfram það sem undirliggjandi aðstæður í efnahagskerfinu bjóði upp á. Aðstæður kalla á afnám hafta Morgunblaðið/Hari Fundahöld Seðlabankinn hélt ársfund sinn í 57. sinn síðdegis í gær.  Seðlabankastjóri segir mikilvægt að afnema fjármagnshöft vegna alþjóðasamninga  Áfram verði bindiskylda á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkaði og hávaxtainnstæður vegna vaxtamunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.