Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Boðað var tilleiðtoga-fundar í Ankara í vikunni þar sem þeir Re- cep Tayyip Er- dogan, forseti Tyrklands, Vla- dimír Pútín, forseti Rússlands, og Hassan Rouh- ani, forseti Írans, sammælt- ust um að leita yrði allra leiða til þess að koma á varanlegu vopnahléi í sýrlenska borg- arastríðinu. Fundur forset- anna þriggja var fróðlegur fyrir margra hluta sakir, ekki síst fyrir þá sök að forseti Bandaríkjanna var hvergi sjá- anlegur, þó eiga Bandaríkin að heita bandalagsríki Tyrk- lands og áhrifaríki í þessum heimshluta. Samskipti Erdogans og vesturveldanna hafa hríð- versnað á síðustu vikum og mánuðum og herferð Tyrkja gegn Kúrdum, sem hingað til hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn Ríki íslams í Sýrlandi, hefur ekki orðið til þess að bæta þar úr. Og það var til þess tekið, hversu mikil sam- staða virtist ríkja á milli Er- dogans og hinna forsetanna tveggja, jafnvel þó að Tyrkir hafi reynt að bola Assad Sýr- landsforseta úr embætti í óþökk hinna. Ljósmyndir sem birtust frá fundinum af forsetunum þremur ýttu enn frekar undir þá ímynd að þarna væru þrír nánir bandamenn að hittast, frekar en bakhjarlar fylkinganna tveggja sem nú berast á bana- spjót í Sýrlandi. Sama dag og leiðtogafund- urinn var haldinn bárust svo fregnir um að Trump Banda- ríkjaforseti vildi draga allt bandarískt herlið til baka frá Sýrlandi sem fyrst. Segja má að þær hafi undirstrikað að Bandaríkjamenn hafa verið á afturfótunum í Sýrlandi, nær allar götur frá því að Obama setti fram innantóma hótun sína um „rauð strik“ og „al- varlegar afleiðingar“ ef Assad myndi beita efnavopnum gegn saklausum borgurum. Þó að tíðindin væru að hluta til bor- in til baka síðar um daginn voru skilaboðin skýr: Banda- ríkin munu ekki ráða því hver niðurstaðan í Sýrlandi verður. Raunar virðist sem endan- leg úrslit séu ljós. Eftir rúm- lega sjö ára blóðsúthellingar er staða Assads nærri því jafntraust og þegar upp- reisnin hófst, þó að landið sem hann ríkir yfir sé að stórum hluta rústir einar. Verði þetta niðurstaðan má líka spyrja hvort ekki hefði mátt binda enda á þjáningar almennra borgara mun fyrr? Assad mun líklega halda völdum í rústum Sýrlands} Fundað um örlögin Oft vill bera áþví í umræðu um menntamál og heilbrigðismál að nær allur rekstur á þessum sviðum skuli vera á hendi hins op- inbera. Þegar þessu er fylgt eftir í framkvæmd, eins og of mikið er gert af hér á landi, er hætt við að þjóðfélagið missi af miklu. Með því að stuðla að fjölbreyttara rekstrarformi leysist úr læðingi sköp- unarkraftur og líklegt er að fólk standi þá frammi fyrir meiri fjölbreytni og betri þjón- ustu. Í þessu sambandi má benda á athyglisvert viðtal við Hol- lendinginn Simon J. Steen, for- mann Samtaka sjálfstæðra skóla í Evrópu, sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Steen bendir á að sjálfstæðir skólar, sem eru þeir skólar sem ekki eru reknir af hinu opinbera, hafi notið mikillar velgengni í Hollandi. Flestir skólar þar séu sjálfstæðir, þar sé eftirlit með skólum og samanburður þeirra á milli, en þar sé ekki aðal- námskrá þó að gerðar séu lág- markskröfur um árangur. Og árang- urinn virðist vera í lagi, í það minnsta hefur Holland staðið sig vel í PISA-könnunum, að sögn Steen. Í viðtalinu er hann spurður út í mögulega mismunun barna eftir efnahag foreldra í þessu kerfi, en hann bendir á að í Hollandi komi allt rekstrarfé skólanna frá hinu opinbera, þannig að val á skóla ræðst ekki af efnahag foreldra. Mikilvægt er í umræðu um rekstrarform í menntakerfi og heilbrigðiskerfi að greina á milli rekstrarformsins og þess hver greiðir fyrir þjónustuna. Ekkert er því til fyrirstöðu að hið opinbera greiði stærstan hluta eða jafnvel allan kostn- aðinn við þjónustuna þó að reksturinn geti verið á höndum annarra en hins opinbera. Kostir einkarekstrarins geta engu að síður náðst fram með betri þjónustu og hagkvæmari rekstri. Einkareknir skólar hafa skilað góðum árangri í Hollandi} Sjálfstæðir skólar Þ að hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur gefið út fjármálaáætlun fyrir árin 2019- 2023. Ég viðurkenni að ég var spennt þegar ég fékk áætlunina í hendur. Yfirskriftin leit ágæt- lega út, þ.e.: „Styrkari samfélagsinnviðir, lægri skattar og betri þjónusta.“ Það var jú í lagi að vera eftirvæntingarfull, sérstaklega þegar mér var í fersku minni markmiðið sem ríkisstjórnin setti sér í upp- hafi. Þar kom m.a. fram að það skyldi einhenda sér í þau lykilverkefni sem kæmu Íslandi í fremstu röð þannig að hér væri gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna. Þvílík vonbrigði, fjármálaáætlunin sýnir svo ekki verð- ur um villst hver er hin raunverulega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Það á t.d. að lækka sérstakan banka- skatt og fjárfesta í Húsi íslenskra fræða en það er hvergi minnst á það einu orði að það eigi að bæta afkomu þeirra sem lökustu kjörin hafa. Það er hvergi talað um þau rúm 9% barna sem líða hér mismikinn skort. Ekki er einu ein- asta orði vikið að því að leiðrétta kjör eldri borgara og ör- yrkja sem þó er sífellt lofað kjarabótum fyrir hverjar kosningar. Innantóm svikin loforð sem enginn vilji virðist vera til að efna. Nú í boði ríkisstjórnar Katr- ínar Jakobsdóttur. Við búum í einu ríkasta landi heims í bull- andi góðæri. Ég skil ekki af hverju við getum ekki komið okkur saman um að útrýma fá- tækt. Það er svo margt hægt að taka til bragðs, t.d. lagfæra skerðingarkerfið þannig að margir öryrkjar og eldri borgarar eigi möguleika á að losa sig úr fátæktinni sem þeir nú búa við. Við getum endurskoðað persónu- afsláttinn þannig að þeir sem hafa minnstu tekjurnar greiði engan skatt. Við getum byggt upp félagslegt húsnæðiskerfi fyrir alla þá sem þurfa á því að halda. Við getum gert allt fyrir fólkið okkar, það eina sem til þarf að koma er samstaða og viljinn til góðra verka. Tökum saman höndum hvar í flokki sem við stöndum Ég á mér þann draum að einn góðan veðurdag auðnist okkur sú gifta að allir alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, sameinist í baráttunni gegn fátækt. Að við sem höfum verið valin til að hugsa um velferð þjóðarinnar séum þess verðug. Að þegar lögð er fram 5 ára fjárhags- áætlun sé það aldrei neinn vafi hver forgangsröðunin er Fólkið fyrst ! Inga Sæland Pistill Útrýmum fátækt og gerum það saman Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Frá síðustu aldamótum erufjögur dæmi um að ein-staklingar yngri en 18 árahafi stofnað til hjúskapar hérlendis eða verið í hjúskap þegar þeir fluttu til landsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er um að ræða tvo Íslendinga og tvo ein- staklinga frá Evrópulöndum, allt stúlkur frá 16 ára aldri. Ekki var þó um hjónabönd einstaklinga með telj- andi aldursmun að ræða. Fyrirspurn um barnahjónabönd hefur verið lögð fram á Alþingi, frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni VG, til Sigríðar Á. Andersen. Í fyr- irspurninni er m.a. spurt hve oft ráðuneytið hafi veitt undanþágu vegna einstaklinga undir sjálfræð- isaldri vegna hjúskapar, frá því nú- gildandi hjúskaparlög tóku gildi árið 1993. Heimild fyrir undanþágu Í lögunum er heimild fyrir und- anþágu frá kröfu um að ein- staklingar hafi náð sjálfræðisaldri þegar þeir stofna til hjúskapar, að fenginni afstöðu forsjárforeldra. Sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum upp í 18 ár með lögræð- islögum sem tóku gildi í janúar 1998, en það er fimm árum eftir að hjú- skaparlögin tóku gildi. „Hugmyndin að fyrirspurninni kviknaði á hliðarviðburði sem ég sat á vegum kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í síðasta mánuði,“ sagði Andrés Ingi í samtali við Morgunblaðið. Íslensk stjórnvöld ásamt stjórnvöldum í Afríku- ríkjunum Malaví og Sambíu í sam- starfi við Stofnun SÞ um kynja- jafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) við Háskóla Íslands stóðu að við- burðinum, sem haldinn var 15. mars sl. og yfirskrift hans var „Áskoranir og tækifæri við að ná fram kynja- jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í dreifbýli.“ Í því samhengi var rætt um leið- ir sem Malaví og Sambía hafa farið til að koma í veg fyrir að börn, að- allega stúlkur, séu giftar á barns- aldri, skv. upplýsingum af vef stjórn- arráðsins. Þriðjungur barnabrúða mun eiga heima í Afríku sunnan Sahara. Heimsmarkmið SÞ um sjálf- bæra þróun er að afnema alla skað- lega siði, þ.á m. barnahjónabönd, fyr- ir árið 2030, en aðeins hefur dregið úr þeim um 15% á sl. áratug. „Þar sem þetta er vandamál, sérstaklega sunnan Sahara, eru oft glufur í lögum notaðar til að komast í gegn með barnahjónabönd. Af rælni kíkti ég á íslensku lögin og kom auga á svona glufu. Ég reikna ekki með því að hún hafi verið notuð og spurði því ráðherrann hversu mörg dæmin væru hérlendis og vonast til að svar- ið verði núll. Hvert sem svarið verð- ur vona ég að við getum orðið sam- mála um að loka þessari glufu af því að ég sé ekki hvaða ástæða er til að hafa hana í lögum,“ segir Andrés Ingi. Ísland líti í eigin barm „Við erum í þróunarsamvinnu að vinna bug á barna- hjónaböndum í öðrum löndum. Spurningin er hvort við ættum þá ekki að fara fram með góðu fordæmi og loka þessari glufu í okkar lögum,“ að sögn Andrésar Inga. Skrifstofa Alþing- is staðfesti móttöku fyrirspurnarinnar og vísaði henni til dóms- málaráðuneytisins 20. mars sl. Barnahjónabönd eru möguleg á Íslandi Ljósmynd/UNICEF Barnahjónabönd Einstaklingar yngri en 18 ára geta sótt um undanþágu til að stofna til hjúskapar sem má veita að fenginni afstöðu foreldra. Mikil reiði blossaði upp í Sví- þjóð er útlendingastofnun þar- lendis gaf út leiðbeiningabækl- ing til fólks í hjúskap með einstaklingi á barnsaldri. Hann hefur nú verið fjarlægður. Í Svíþjóð voru 132 börn skráð í hjónaband árið 2016, en lög- legur aldur er 18 ár. The Local segir að hjónabönd barna séu viðurkennd í Svíþjóð, hafi verið stofnað til þeirra erlendis. Stjórnvöld hafa nú lagt til bann við hjónaböndum yngri en 18 ára. Gagnrýnendur segja sum Evrópuríki leyfa hjúskap frá 16 ára aldri og algert bann geti valdið mörgum erf- iðleikum. Of mikil inn- grip stjórnvalda verði í einkalíf fólks. Öðrum finnst tillagan ekki ganga nógu langt og segja að Svíar eigi að ganga fram fyrir skjöldu með algeru banni. Olli mikilli hneykslun BÆKLINGUR Í SVÍÞJÓÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.