Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 ✝ Friðrik Sigur-líni Friðriksson fæddist á Húsatúni, Látrum í Aðalvík, 20. júní 1931. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 25. mars 2018. Foreldrar hans voru Mikkalína Þorsteinsdóttir, f. á Borg í Skötufirði 18. ágúst 1892, d. 7. apríl 1942, og Friðrik Geir- mundsson, f. í Efri-Miðvík í Aðalvík 25. júlí 1891, d. 26. september 1967. Þau eignuðust tíu börn en þrjú dóu í bernsku. Systkini Friðriks, sem komust á legg, voru Jóhanna, f. 10. febr- úar 1914, d. 1. september 2008, Guðmundína, f. 19. júní 1915, d. 10. febrúar 1990, Friðgerður, f. 9. október 1917, d. 21. janúar 2004, Ari, f. 4. apríl 1924, d. 11. janúar 1944, Geirþrúður, f. 5. október 1926, d. 26. október 1995, og Elísabet Anna, f. 29. september 1934, d. 26. október 2015. Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir, f. 15. mars 1961. Sonur þeirra er Sigurjón Friðrik, f. 11. febrúar 2007. Friðrik lauk barnaprófi frá Barnaskólanum á Látrum og gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum á Ísafirði. Hann flutti til Reykjavíkur 1948, lærði hús- gagnasmíði og útskrifaðist sem húsgagnasmíðameistari fjórum árum síðar. Hann vann sjálfstætt á eigin verkstæði fyrstu árin, var með lærlinga í starfsnámi, auk þess sem hann setti á stofn og rak húsgagnaverslunina Hnot- una á Þórsgötu um árabil. Mest- an starfsaldur sinn starfaði hann þó hjá Húsgögnum og co á Smiðjuvegi 11 í Reykjavík og tók síðar við rekstri fyrirtækisins með öðrum. Friðrik var vand- virkur listasmiður og smíðaði innréttingar og húsgögn sem prýða heimili hans og margra fleiri. Listrænn áhugi hans kom einnig fram í að hann málaði fal- legar vatnslitamyndir. Friðrik var um árabil í stjórn Áss styrktarfélags og var gerð- ur að heiðursfélaga 2008 fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og þjónustuhóps þess. Útför Friðriks fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 6. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 11. Friðrik kvæntist 22. nóvember 1958 Önnu Þorbjörgu Jónsdóttur, f. í Sviðholti á Álfta- nesi 23. nóvember 1929, og lifir hún eiginmann sinn. Foreldrar Önnu voru Kristín Sigurðardóttir, f. í Sölvholti í Hraun- gerðishreppi 17. febrúar 1899, d. 30. nóvember 1991, og Jón Yngvi Eyjólfsson, f. í Sviðholti á Álftanesi 24. sept- ember 1887, d. 20. nóvember 1973. Börn Friðriks og Önnu eru: 1) Ingveldur Kristín, f. 2. janúar 1957. 2) Friðrik Ari, f. 28. mars 1959. Sambýliskona hans var Sólveig Björg Hlöðversdóttir, f. 2. desember 1956. Börn þeirra eru a) Jón Hlöðver, f. 12. maí 1995. b) Anna Björg, f. 7. júlí 1997. 3) Mikkalína María, f. 29. apríl 1962, d. 20. september 2016. 4) Sigurjón Hermann, f. 11. janúar 1965. Maki hans er Faðir okkar var á 87. aldursári þegar hann lést eftir stutta en snarpa glímu við illvíg veikindi. Við eigum reyndar bágt með að trúa að hann hafi kvatt þetta líf þar sem fram að því sagði aldur- inn lítið til um lífsorku hans og starfsþrek. Hann var alla ævi létt- ur á fæti og í góðu formi. Faðir okkar fæddist og ólst upp á Húsatúni á Látrum í Að- alvík til 13 ára aldurs. Foreldrar hans stunduðu búskap og faðir hans sótti sjó sem bátsformaður. Pabbi gekk í Barnaskólann á Látrum og lauk þaðan barnaprófi. Hann deildi með okkur góðum minningum frá skólagöngu sinni og sagði frá erfiðri lífsbaráttu íbúa þessarar mögnuðu af- skekktu byggðar sem þekkt er fyrir sumarfegurð og langa harð- neskjulega vetur. Þótt þröngt væri í búi hjá ört stækkandi fjölskyldu á Húsatúni hafði hún jafnan nóg til hnífs og skeiðar. Ýmis áföll dundu yfir. Þrjú af tíu systkinum létust ung, móðir pabba féll frá þegar hann var 11 ára og stuttu síðar drukkn- aði eldri bróðir hans, Ari. Faðir hans gat ekki hugsað sér að yngri sonurinn gerði sjósókn að ævi- starfi og lagði mikið á sig til að finna húsaskjól á Ísafirði til að drengurinn kæmist í nám. Það tókst og lauk pabbi gagnfræða- prófi 1946. Sumarið 1945 dvaldi faðir okk- ar í heimahögum en upp úr því fóru Látramenn að flytja burt og byggðin lagðist í eyði. Það leið meira en áratugur þar til hann heimsótti Aðalvík á ný. Þá arkaði hann um fjallshlíðarnar af þvílík- um krafti að við héldum ekki í við hann. Við munum líka alltaf eiga góðar minningar um yndislegar samverustundir á Húsatúni síð- astliðið sumar. Þar nutum við til hins ýtrasta fegurðar og frið- sældar Aðalvíkur og gleðinnar yf- ir sameiginlegu átaki við að end- urbyggja Húsatún. Þá var ómetanlegt að geta leitað í reynslubanka pabba sem var fyrstur til verka að morgni og síð- astur til að leggja frá sér ham- arinn að kvöldi. Frá Ísafirði lá leiðin til Reykja- víkur 1948 til náms í húsgagna- smíði. Þar kynntust foreldrar okk- ar, giftu sig, hófu búskap og hafa síðan fylgst að í sextíu ár. Börnin komu í heiminn eitt af öðru, fjögur talsins. Foreldrar okkar vöktu yfir velferð barna sinna og voru alltaf til staðar fyrir Mikku systur sem þurfti á sérstökum stuðningi að halda vegna fötlunar. Þau sýndu henni einstaka umhyggju og ást. Fjölskyldan hefur alltaf verið samheldin og í sumarfríum nutum við þess að dvelja hjá móðurafa okkar og -ömmu á Álftanesi við bústörf og heyskap. Síðar á ævinni gafst foreldrum okkar tækifæri til að ferðast og skoða heiminn. Þau ljómuðu þegar heim var komið og þau sögðu frá ævintýrum sínum. Við hefðum viljað hafa þig lengur hjá okkur, elsku pabbi, en gangi lífsins verður ekki breytt. Við trúum því að þú hafir hitt Mikku systur og að nú líði ykkur vel. Við kveðjum þig með fyrsta erindinu í ljóði Jóns Péturssonar um Aðalvíkina okkar kæru. Sól að hafi hnígur, hamra gyllir tind. Með söngvum svanur flýgur sunnan móti þýðum vind. Króna hægt á blómum bærist, brosa þau svo unaðsrík. Kvölds þá yfir friður færist, fegurst er í Aðalvík. Guð geymi þig, elsku pabbi, og hjartans þakkir fyrir allt. Inga, Friðrik Ari og Sigurjón. Það hefur verið mikil gæfa fyr- ir okkur að þekkja hann Friðrik og eiga hann og fjölskyldu hans sem vini. Móðir mín kynntist þeim þegar hún var starfsmaður hjá honum og hann rak húsgagna- verslunina Hnotuna en það er ekki venjan að vinnuveitendur og starfsmenn þeirra verði vinir fyr- ir lífstíð. Friðrik hefur alltaf verið ein- stakt ljúfmenni og traustur per- sónuleiki. Mannréttindi og vel- ferð almennings hefur alltaf verið honum hugleikin, það er hluti af menningararfinum frá nyrstu byggð á Vestfjörðum. Það lýsir Friðriki nokkuð vel hvernig hann brást við mótlæti en ef andstæð- ingar unnu kosningar leitaði hann alltaf eftir því besta í fari hjá mót- herjunum og vonaði að þetta yrði allt að lokum til góðs. Heilsteypt lundarfar foreldr- anna hefur augljóslega erfst af- komendunum, en þau eru að vinna að því að endurbyggja æskuheimili foreldranna bæði nyrst á Vestfjörðum og við sjáv- arsíðuna á Suðurnesjum. Þeim er meira í mun að hlúa að rótunum og byggja upp heilbrigt samfélag en að hámarka gróða án tillits til nokkurs annars. Ég veit að Friðrik trúði á fram- haldslíf og að hann trúði á það góða. Þó að ég sé ekki mjög leit- andi í trúmálum tel ég mig hafa fengið sæmilega staðfestingu á því að hann hafði rétt fyrir sér og lít ég því með björtum augum til þess tíma er við hittumst aftur. Guðmundur Svavarsson. Hann Friggi frændi er búinn að kveðja og kominn í Blóma- brekkuna til Mikku dóttur sinnar, níu systkina sinna og foreldra, sem hafa tekið vel á móti honum. Hann lifði lengst systkinanna tíu frá Húsatúni, Látrum í Aðalvík, barna Mikkalínu Þorsteinsdóttur og Friðriks Geirmundssonar. Takk elsku frændi fyrir öll sím- tölin sem við höfum átt og góðu stundirnar, ég er svo þakklát fyr- ir að þú komst í desember sl. í frænkuhittinginn til okkar systra. Einkenni þitt var brosið þitt, þú varst alltaf brosandi, glaður og hress. Elsku Anna, Inga, Ari, Sigur- jón og aðrir aðstandendur, ég bið um styrk og ljós fyrir ykkur við fráfall elskulegs eiginmanns, föð- ur og afa. Minning um góðan dreng lifir. Læt hér fylgja með eina vísu úr erindi sem þið systkinin létuð semja fyrir föður ykkar þegar hann varð 75 ára. Verum aftur eins og heima, ung og hress og vonarrík. Látum hlýjan hugann sveima, heim til Látra í Aðalvík. (Guðmundur Ingi Kristjánsson) Kristín Gunnlaugsdóttir. Friðrik Sigurlíni Friðriksson ✝ SteinbjörgElíasdóttir fæddist 15. janúar 1948 í Grundar- firði. Hún lést 17. mars 2018 á Land- spítalanum. Foreldrar henn- ar voru Petrea Guðný Pálsdóttir, f. 1927, d. 2013, og Elías Magnús Finn- bogason, f. 1923, d. 1996. Systkini hennar eru Petr- ína Guðný, f. 1950, Páll Guð- finnur, f. 1955, d. 2007, Margrét, f. 1956, Elín Katla, f. 1958, Sig- mundur Magnús, f. 1959, d. 1992, Finnbogi, f. 1960, og Kjartan, f. 1962. Steinbjörg eignaðist fimm börn, elstur er Elías Magnús, f. 1967, maki Laufey S. Birgis- dóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn, fað- ir Elíasar er Rögn- valdur Ingólfsson. Steinbjörg giftist Árna Eiríkssyni 1970 og eru börn þeirra Árni, f. 1972, d. 2004, Daníel, f. 1976, sambýliskona hans er Sunna Dís Ólafsdóttir, hann á fimm syni. Arin- björn, f. 1980, maki hans er Luis F.T. Meza. Erna Sofie, f. 1985, sambýlismaður Sigurður E. Axelsson og á hún tvo syni. Steinbjörg ólst upp í Grundarfirði og bjó þar að mestu fram til 1982 en flutti þá til Grindavíkur. Útför Steinbjargar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 6. apríl 2018, klukkan 14. Elsku mamma. Mikið ofboðs- lega á ég eftir að sakna þín. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur elsku mamma. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason) Arinbjörn. Elsku mamma mín. Ég er enn að reyna að ná átt- um, þetta gerðist allt svo snöggt. Það síðasta sem við gerðum saman var að ég grét í fanginu á þér og þú huggaðir mig og varst svo sterk og góð. Það er svo lýs- andi fyrir hvernig þú varst, mamma, þú varst alltaf svo hlý og alltaf til staðar. Ég veit að þú ert enn hjá okkur þó svo að við sjáum þig ekki alltaf, vakir yfir okkur og fylgist stolt með okkur. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín dóttir Erna Sofie Árnadóttir. Elsku Steina. Nú þegar kallið er komið og þú hefur kvatt sit ég eftir og staldra við. Eftir alltof stutta vegferð með þér í gegnum lífið sit ég og vermi mig gegnum kulda sorgarinnar með hlýjum minningum um þær stundir sem við áttum saman. Þessar minning- ar ná allt frá fyrstu skiptunum sem Arinbjörn fór með mig í heim- sókn til þín og ég þurfti að passa fyrir þig Jökul Pál (og hann náði að leika sér með kakó) að síðasta deginum sem við fjölskyldan vor- um saman á spítalanum og Arin- björn var að stríða þér og leika sér með rúmið þitt. Spjallið okkar í kaffiheimsókn- unum mun ég geyma hjá mér um ókomna tíð. Alltaf mun ég hugsa til þín, um hláturinn sem var sterkur, fallegur og æðislegur. Hafðu mikla þökk fyrir allt og meira til, farðu í friði, Steina mín. Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér of sefa. (Úr Hávamálum) Þinn tengdasonur, Luis Felipe Torres Meza. Í dag kveð ég elsku systur mína Steinu sem kvaddi þennan heim svo skyndilega eftir stutt veikindi. Stórt skarð hefur myndast í systk- inahópinn því nú eru þrjú af átta horfin yfir móðuna miklu. Palli lést árið 2007 og Sigmundur árið 1992. Þetta er gangur lífsins en hann er samt svo sár og ótímabær. Steina var elst af átta systkinum svo mikið hefur oft mætt á henni. Hún var stundum ansi þreytt á okkur krökkunum því við vorum oft ansi óþekk. Hún sagði oft að hún ætlaði aldrei að eiga börn en eignaðist samt fimm og reyndist þeim öllum vel, hún var höfuð fjöl- skyldunnar og hélt henni vel sam- an. Stærsta sorg hennar í lífinu var þegar Árni Eiríkur sonur þeirra hjóna lést í slysi í Svíþjóð árið 2004 aðeins 32 ára gamall. Steina systir gaf mér fyrsta og eina hjólið sem ég eignaðist þegar ég var 12 ára gömul og ég fór mína fyrstu utanlandsferð þegar ég var 16 ára til Danmerkur með henni og Arne manninum hennar, sem er danskur, ásamt tveimur elstu börnunum sem barnapía. Það var ekkert smá ævintýri sem ég gleymi aldrei. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Ég kveð systur mína með mikl- um söknuði og sorg og mun varð- veita allar góðu minningarnar um ókomna tíð. Elsku Arne og fjöl- skylda, innilegar samúðarkveðjur, hugur minn er hjá ykkur. Margrét Elíasdóttir. Elsku systir er núna farin frá okkur og eftir sitjum við með mik- inn söknuð. Steina var okkur stoð og stytta í uppeldinu á Grundar- firði og hjálpaði mömmu við heim- ilisstörfin þegar hún hafði aldur til, enda elst af okkur systkinum og tíu árum eldri en ég. Það verð- ur erfitt að fara í okkar árlegu systraferð til Grundarfjarðar án þess að hafa Steinu með. Við hjón- in keyptum hjólhýsi á Laugar- vatni í fyrrahaust og reiknuðum með að eiga þar góðar stundir með Steinu og Arne sem höfðu komið sínu hjólhýsi þar fyrir. Steina var alltaf með dekkað borð fyrir gesti, hvort sem var heima eða í hjólhýs- inu. Það var sárt að sjá hvað Steina kvaddi þennan heim með stuttum fyrirvara. Með þessum fáu orðum kveð ég Steinu systur og þakka fyrir góðar stundir sem við höfum átt saman. Megi góður Guð geyma þig, elsku systir. Þín systir, Elín Katla Elíasdóttir. Elsku systir, þetta líf hér á jörðu er búið hjá þér. Þú greindist með krabbamein, það tók þig viku frá því þú greindist og þangað til þú varst farin frá okkur. Foreldrar þínir, bræður og son- ur hafa tekið á móti þér opnum örmum. Ég á margar minningar um það sem við gerðum saman. Ég þakka þér fyrir allar útilegurnar sem við fórum í saman, á sumarstæðinu í Hveragerði og á Borg. Ekki má gleyma bingóinu sem við elskuð- um að fara í og öllum bæjar- ferðunum sem við fórum í saman, þá var verslað og farið á kaffihús. Við systurnar fjórar fórum oft saman á kaffihús og það stóð til að fara eina svona ferð enn, en hún var aldrei farin, af því þú hafðir ekki heilsu. Við systurnar fórum alltaf saman á vorin til Grundar- fjarðar og sáum um leiði foreldra okkar og leiði Palla bróður og sett- um blóm á minnisvarðann í minn- ingu um Sigmund bróður okkar. Nú er komið skarð í okkar hóp. Við getum ekki lengur fengið okk- ur kaffisopa og spjallað við eldhús- borðið um ýmsa hluti og sem bet- ur fer getur borðið ekki kjaftað frá. Ég er svo þakklát fjölskyldu þinni fyrir að hafa leyft mér að vera hjá þér síðasta daginn sem þú lifðir. Við vorum alltaf eins og tvíburar, gerðum svo margt saman. Elsku systir, ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Við Óli vottum fjöl- skyldu Steinu okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Þín systir, P. Guðný Elíasdóttir. Steinbjörg Elíasdóttir Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir, mágkona, barnsmóðir og móðursystir, ERLA SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR félagsráðgjafi, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 2. apríl. Helga Júlíana Jónsdóttir Guðríður J. Guðmundsdóttir Hallgrímur Hallgrímsson Elín Hallgrímsdóttir Steinn Guðmundsson Berglind Hallgrímsdóttir Helgi Skúli Friðriksson Guðmundur S. Hallgrímsson Jón Bjarni Magnússon Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og mágs, BJARNA ÞÓRS PÁLMASONAR, sem lést á Landspítalanum 11. mars. Sérstakar þakkir eru til vina hans í Hinu húsinu. Pálmi Kristinsson Salome Tynes Hjalti Þór Pálmason Ingunn Agnes Kro Elísabet Pálmadóttir Grétar Már Pálsson Ágúst Ottó Pálmason Birna Lind Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.