Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 26

Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 ✝ GuðmundurHelgi Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 15. maí 1932. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 29. mars 2018. Foreldar hans voru Kristjana Helgadóttir frá Ólafsvík og Sig- urður Guðmunds- son frá Tröð í Kol- beinsstaðahreppi. Systkini hans eru Sigurrós, f. 1926, Pálína Matthildur, f. 1928, Árný, f. 1930, Guðný, f. 1935, Svanhildur Guð- björg, f. 1938, d. á gamlársdag 1995, og yngstur er Páll Valgeir, f. 1940. Guðmundur ólst upp á heimili fjölskyldunnar á Freyjugötu 10a en þar bjuggu einnig föðurafi hans og -amma. Heimilið var samkomu- og gististaður stórfjöl- skyldunnar af Snæfellsnesi þeg- ar einhver átti leið í bæinn. Guðmundur gekk í Miðbæjar- skólann og lauk gagnfræðanámi frá Ingimarsskóla. Hugur hans stóð til frekara náms en aðstæður leyfðu það ekki og hóf hann að vinna almenn verkamannastörf. Guðmundur hóf störf í flug- afgreiðslu Flugfélags Íslands árið 1951 og starfaði þar til ársins 1962 er hann hóf rekstur efna- laugarinnar Hraðhreinsunar sem hann rak svo ásamt konu sinni til ársins 1997. Eftir það starfaði hann við eigin innflutning og loks við veitingarekstur. Guðmundur hætti störfum árið 2014, þá orð- inn 82 ára. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 6. apríl 2018, klukkan 15. Guðmundur kvæntist Bergdísi R. Jónasdóttur 1. október 1960. Þau eignuðust fjögur börn. Stúlkubarn andvana fætt 6. mars 1958, Jónas, f. 1961, Sigurð, f. 1963. Eiginkona Sigurðar er Svana Steinsdóttir og börn þeirra eru Bergdís Ýr, f. 1988, sambýlismaður henn- ar er Martin Vogt, Arnar Númi, f. 1995, og Breki, f. 2000. Yngst er Jóhanna, f. 1966. Eiginmaður Jóhönnu er Helgi Helgason. Dóttir Helga er Tinna Helga- dóttir, f. 1991. Elsku afi okkar er fallinn frá tæplega 86 ára að aldri. Við syst- kinin minnumst afa sem hægláts og ljúfs manns. Við höfðum yndi af því að koma í heimsókn í Rauða- gerðið og þá var afi oftar en ekki að raka lauf eða moka snjó í garðinum enda féll honum sjaldan verk úr hendi. Ekki spillti heldur fyrir að fá glóðvolgar pönnsur hjá ömmu Dísu, en við vorum varla komin inn úr dyrunum þegar hún var búin að munda pönnukökupönnuna og oft dugðu ekki færri en tvær slíkar til að hafa við okkur mathákunum. Af ýmsu er að taka þegar við hugsum til baka. Á okkar heimili festist nafnið afi Bumumur við afa þar sem nafnið Guðmundur var heldur óþjált fyrir lítinn gaur á öðru ári. Afi Bumumur hafði alltaf mikinn áhuga á fótbolta og reyndi ófáum sinnum að fá okkur barnabörnin til að hafa frekari áhuga á íþróttinni en án mikils árangurs. KR var hans lið og þegar við bjuggum í Vesturbænum og fórum á völlinn var alveg öruggt að þar var afi og veitingarnar voru í hans boði á vellinum, sem við nýttum okkur óspart. Afi var músíkalskur og hafði mikið yndi af tónlist og dansi. Mörg laugardagskvöldin þegar við vorum í pössun hjá afa og ömmu var James Last eða einhver annar uppáhaldstónlistarmaður settur á fóninn og við dönsuðum við afa. Svo að við næðum réttu danssporunum stóðum við ofan á fótunum hans, sem var ekkert mál þar sem hann var í skóstærð 48. Ekkert hálfkák þar, vals yrðum við að minnsta kosti að kunna. Afi hafði líka mikið yndi af því að hlusta á Núma og Breka spila og hvatti þá til að læra hin ýmsu lög sem hann hafði gaman af og hrós- aði þeim fyrir þegar þeir voru búnir að ná tökum á þeim. Afi var alla tíð líkamlega hraustur og mik- ill íþróttagarpur, sem sannaðist þegar hann vílaði ekki fyrir sér að fara með okkur sundgörpunum í stungukeppni þegar hann var 75 ára í sumarfríinu okkar skemmti- lega á Spáni. Við kveðjum þig, elsku afi, með þessum orðum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku amma, þú hefur misst mikið en minningin mun lifa í hjörtum okkar. Bergdís Ýr, Arnar Númi og Breki. Árið 1932 fæddist rúmlega tutt- ugu marka piltur á Freyjugötu 10a. Systur hans sögðu að hann hefði alltaf verið prúður og stillt- ur, það fylgdi nafninu Guðmundur Helgi. Við vorum reyndar oft minntir á það bræðurnir þegar faðir okkar fór með okkur í messu í Dómkirkjunni og við vorum í elt- ingaleik um alla kirkju. En fljótt tók Guðmundur Helgi (Mummi) upp á að temja sér ýmsa ósiði. Hann gekk í KR og lék með þessu Vesturbæjarliði. Því var hann sendur í Mýrdalinn til hans Gísla til að láta hann fást við eitthvað nytsamlegra. Þegar hann í bæinn kom fékk hann sér fyrsta Fordinn til að heilla Bergdísi, Dísu, sem varð svo eiginkona hans. Áttu þau langa og ljúfa fundi á Þórsbarnum. Stutt var á milli þeirra því að Mummi var með herbergi í kjallaranum Freyjugötu 10a, sem sneri út að götunni. Þegar bróðir minn og Dísa fluttu saman fékk ég herbergið hans. Litavalið á herberginu var sérstakt: loftið var svart, grænir og rauðir veggir og einn veggur- inn var með hvítu og svörtu vegg- fóðri þar sem litirnir liðust saman í alls konar bylgjum og bugðum sem höfðu undarleg áhrif á mann. Mummi var eindreginn Flug- félagsmaður og undi þar við vinnu sína sæll og glaður. Honum þótti landinn ganga óhreinn til fara og í krumpuðum brókum. Þá tók hann að sér að hreinsa, slétta og bæta þessar krumpuðu brækur. Hann keypti Efnalaug Austurbæjar og stofnaði síðan Hraðhreinsum sem hafði aðsetur inni í Súðarvogi. Þar vann hann lengst af starfsævinnar og reyndar fjölskyldan öll. Hann seldi Fönn fyrirtækið og starfaði þar um tíma en endaði starfs- ævina sem barþjónn (82 ára) á Blásteini. Við bræður vorum miklir áhugamenn um knattspyrnu og fórum oft á leiki saman, hann KR- ingur en ég Valsari. Reyndar breyttist það með árunum og fékk hann rauða slikju á sig þar sem strákarnir hans fóru í Val. Síðustu leikirnir sem við fórum saman á voru leikir Vals og Víkings Ólafs- vík síðastliðið sumar. Fyrst fórum við til Ólafsvíkur í boði Jónasar, sonar Mumma, lentum svo í grill- veislu hjá Björgu frænku okkar og fórum síðan á völlinn. Þegar Vík- ingur lék svo við Val á heimavelli sínum fórum við í síðasta skipti saman á völlinn. Árið 2010 fóru þau hjónin með okkur Ídu í tveggja vikna ferð til Benidorm, en þau höfðu ekki tekið sér sumar- frí í 15 ár. Kvaddur er bróðir, mágur, góður vinur og félagi. Kæru Dísa, Jónas, Sigurður (Siggi) Jóhanna og fjölskyldur. Allt virðist nú svart og enga ljós- glætu að sjá í myrkrinu. En eftir lifir minning um góðan dreng sem alltaf kom með birtu inn í til- veruna. Skáldið Tómas Guð- mundsson segir: Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. Kær kveðja, Páll V. og Ída, Jóna, Einar Freyr og fjölskyldur. Guðmundur Helgi Sigurðsson ✝ BrynhildurEinarsdóttir fæddist í Ólafsfirði 13. janúar 1923. Hún lést á Horn- brekku 27. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Dagbjört Sigvalda- dóttir, f. 15. júlí 1900, d. 12. júlí 1997, og Einar Ein- arsson, f. 15. ágúst 1901, d. 30. október 1952. Brynhildur var elst sjö systkina. Árið 1942 giftist Brynhild- ur Ásgrími Guðmundi Björns- syni, f. 15. desember 1914, d. 3. febrúar 1950, og eignuðust þau þrjú börn: 1) Önnu Lilju, f. 18. nóvember 1942, d. 18. nóvember 2000, eignaðist hún fjögur börn, níu barnabörn og átta barnabarnabörn; 2) Björn, f. 21. janúar 1944, d. 31. ágúst 2010, eignaðist hann fjögur börn, 12 barna- börn og eitt barnabarnabarn, og 3) Dagbjörtu Sólrúnu, f. unni þegar hún var að leggja neðsta lagið. Eftir fermingu hélt hún til Akureyrar og vann sem vinnukona og passaði meðal annars börn. Brynhildur og Guðmundur giftust 31. desember 1942 og bjuggu alla sína hjúskapartíð á Siglufirði. Eftir að hann lést flutti hún aftur með börnin á Búðarhól. Þar kynntist hún Konna og giftist honum 31. desember 1954. Þau bjuggu lengst af í Vesturgötunni á Ólafsfirði. Brynhildur vann lengi í frystihúsinu. Einnig stundaði hún sjóróðra með Konna. Hún var í Kirkjukór Ólafsfjarðar og tók mikinn þátt í félags- starfi eldri borgara og varð eitt sinn botsía-meistari þeirra. Hún var mjög virk í öllu félagsstarfi og var í kvenfélag- inu, kór eldri borgara og slysavarnafélaginu svo eitt- hvað sé nefnt. Brynhildur gat búið á heim- ili sínu nánast fram á síðasta dag og dvaldi einungis síðustu vikuna á Hornbrekku þar sem hún lést. Brynhildur verður jarð- sungin frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 6. apríl 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. 27. desember 1948, eignaðist hún fimm börn og á sjö barna- börn. Árið 1954 gift- ist Brynhildur seinni manni sín- um, Konráði Ant- onssyni, f. 4. júlí 1929. Þau eign- uðust synina: 4) Ásgrím Guðmund, f. 8. júní 1952, eignaðist hann þrjá syni og á 10 barnabörn; 5) Viðar, f. 24. ágúst 1955, eign- aðist hann fimm börn og á sjö barnabörn, og 6) Anton, f. 5 júní 1960, eignaðist hann fjór- ar dætur og á sjö barnabörn. Alls eru afkomendurnir orðnir 93. Brynhildur ólst upp í Ólafs- firði. Á níunda ári fluttist hún á Búðarhól á Kleifunum til Sólrúnar, móðursystur sinnar, og manns hennar, Steingríms. Ung að aldri fór hún að salta síld og svo lítil var hún að tærnar stóðu rétt upp úr tunn- Gengin er nú guðs á fund mín góða móðir ættingjarnir eftir hljóðir, ausnir minninganna sjóðir. Gæðakona ljúf hún var og létt í lundu elskuleg, það allir fundu ávallt glöð á góðri stundu. Föður traustan fann, og síðan fast á trúði af hjarta æ, að trúnni hlúði þar hvílist nú í blómaskrúði. Hugljúfi hún hvers manns var og hlátur vakti húmorinn í hröðum takti hló á meðan öndin blakti. Í uppvexti ég átti hana og aldrei gleymi minninguna í mér geymi mamma, þú varst best í heimi. Takk fyrir lífið, elsku mamma. Viðar. Hlátur og gleði heyrast af himnum ofan. Mikið er gaman hjá ykkur ömmu Önnu og Bjössa núna. Þið mæðgurnar er- uð sennilega komnar í krumpu- gallana ykkar og farnar að brasa eitthvað saman, mögulega að sletta í nokkrar perutertur með rassafari. Þegar við komum til ykkar á Vesturgötu 11 töfraðir þú fram þvílíkar kræsingar. Oft voru það vöfflur með öllu tilheyrandi og alltaf var það sparistellið. Þú vildir að við hringdum á undan okkur svo þú gætir verið búin að galdra veisluborð fram úr erminni áður en við kæmum. Elsku amma okkar, fyrir- mynd í einu og öllu. Síðast þegar ég (Anna Lilja) kom til ykkar afa Konna dróstu mig inn í herbergi til að sýna mér mynd á náttborðinu þínu af ykkur afa Guðmundi þar sem þið voruð hamingjusamt ungt par, skælbrosandi, liggjandi í grænni laut. Þú sagðir mér frá honum, hversu erfitt var að missa hann frá þremur ungum börnum ykkar. Tárin streymdu niður kinnar mínar, tveggja barna móður í nútímanum að reyna að skilja hvernig er hægt að vera svona sterk í gegnum lífið. Þú varst svo miklu meira en langamma, þú varst tilfinn- ingarík, sterk, glöð, dansandi fyrirmynd. Þú talaðir alltaf fallega um mennina þína tvo, afa Guðmund og afa Konna. Sagðir oftar en ekki þegar þú bentir okkur á myndir af þeim: „Þarna eru þeir, kærastarnir mínir,“ brostir svo þínu fallega og stríðnislega brosi. Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla og svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla og bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla – drjúpi’ hana blessun drottins á um daga heimsins alla. (Jónas Hallgrímsson) Elsku amma Binna, minning þín lifir. Anna Lilja og Bríet Guðmundsdætur. Brynhildur Einarsdóttir ✝ Edda Emils-dóttir fæddist í Reykjavík 13. mars 1940. Hún lést á heimili sínu í Tibro í Svíþjóð 12. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Emil Jón- atan Jónsson, f. 10. október 1906 á Vak- ursstöðum í Vind- hælishreppi, d. 8. febrúar 1967, og Elín Sigríður Pétursdóttir Blöndal, f. 13. júní 1895 í Tungu á Vatnsnesi, d. 10. október 1969. Systkini Eddu, börn Elínar og Snæbjarnar Guð- mundssonar, f. 6. desember 1901, d. 30. október 1936, sem byggðu og bjuggu að Snælandi í Kópa- vogi eru: Ester Snæbirna, f. 7. september 1923, d. 31. júlí 2016, Pétur, f. 16. febrúar 1925, d. 20. desember 1995, Ingibjörg, f. 15. janúar 1927, d. 24. september 2011, Dagbjört Sóley, f. 11. febr- úar 1932. Hún lifir systkini sín, Snæbjörn, f. 9. ágúst 1936, d. 18. 1963, maki Peter Wall, f. 10. júlí 1963. Börn þeirra: Frans Philip, f. 22. júní 1994, og Anna Cecelia, f. 27. maí 1996. 3) Emil Daði Tómasson, f. 19. maí 1970. Sam- býliskona Emils er Tina Carolina Hedegaard, f. 6. október 1978. Þeirra börn: Edda Elli, f. 14. október 2008, og Edward Eero, f. 21. september 2011. Edda og Tómas bjuggu í Reykjavík 1960- 1970. Þar sem Tómas vann sem vélamaður við þungavinnuvélar og Edda við fóstrustörf. Fluttu 1970 til Svíþjóðar þar sem Tóm- as fór í byggingatæknifræðinám og Edda van sem fóstra. Þau settust að í Tibro og bjuggu þar síðan. Eftir nám tók Tómas að sér stjórnunarstörf í þróunar- málum í Afríku og var fyrst í Túnis síðan í Alsír og Líbíu. Þar sem Edda var stundum í Svíþjóð og stundum með honum í Afríku, en þar vann hún við kennslu- störf. Eftir að þau komu aftur til Svíþjóðar vann Tómas hjá bygg- ingafyrirtæki og Edda sem fóstra þar til að þau hættu störf- um vegna aldurs. Útför hennar verður gerð frá jarðarfararkapellunni í Tibro 6. apríl 2018 klukkan 14. mars 1995. Edda útskrifaðist frá Fóstruskóla Sumargjafar 15. maí 1960. 10. júní 1961 giftist Edda Tómasi B. Sigurðs- syni, f. 26. október 1936, Barkar- stöðum, Fljótshlíð. Foreldrar hans voru María Sig- urðardóttir, f. 20. september 1909, d. 20. apríl 1977, og Sigurður Tómasson, f. 19. desember 1897, d. 20. apríl 1977. Börn Eddu og Tómasar eru: 1) Sigurður Tómasson, f.19. nóvember 1961. Hann kvæntist 19. nóvember 1989 Rebecku Stjarnas, f. 1. júlí 1970, skildu. Þeirra börn eru Tómas Börkur, f. 16. júlí 1989, og Margret Eme- lie Maja, f. 27. maí 1991. Hennar sambýlismaður Markus Carls- son, f. 24. apríl 1991. Sambýlis- kona Sigurðar er Helen Alex- anderson, f. 29. mars 1965. 2) Elín Tómasdóttir, f. 15. maí Dáðrík gæðakona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óskadætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Mér er bæði ljúft og skylt að minnast mágkonu minnar, Eddu Emilsdóttur, sem lést á heimili sínu í Svíþjóð daginn áður en hún hefði orðið 78 ára. En þangað fluttu hún og Tómas bróðir minn árið 1970. Edda var sannur Ís- lendingur og hafði sterkar taugar hingað. Hún var hörkudugleg, sterk, umhyggjusöm og fórnfús. Hún þreifst ekki nema geta gefið og fórnað sér fyrir þá sem henni þótti vænt um og lét þá sjálfa sig jafnvel mæta afgangi. Á heimili þeirra naut ég oft gestrisni og góðvildar. Þar var stjanað við mann með öllu móti, farið í fínar skoðunar- og skemmtiferðir. Þegar þau voru hjá okkur voru þau alltaf á bíl og gátu farið allra sinna ferða, en hún var svo hrædd um að vera okkur byrði að hún naut sín ekki nema skaffa í mat- inn, útbúa hann og þrífa. Ég er sérstaklega þakklát fyrir að hafa komið til þeirra núna milli jóla og nýárs og átt með þeim góða stund. Ekki var hún sátt við að ég skyldi ekki vera hjá þeim. En tím- inn var stuttur og Siggi sagði við hana: „Mamma mín, er ekki kom- inn tími til þess að þú sleppir einu sinni billega?“ En hún varð að gera eitthvað fyrir mig og leið betur með að taka mig með sér í hádegismat á hjúkrunarheimilið, þar sem Tómas var aðra hverja viku, en hina vikuna var hann heima og hugsaði hún um hann af framúrskarandi dugnaði og um- hyggju. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka mágkonu minni samfylgdina. Ég votta Tómasi, börnum þeirra og fjöl- skyldum innilega samúð og bið þeim guðs blessunar. Margrét Sigurðardóttir. Fyrr var oft í koti kátt. Nú er hún Edda frænka, barna- gælan og fóstran „till the end“, farin ennþá lengra frá okkur. Þótt hún hafi búið hjá Svíum lungann af sínu lífi þá grunar mig nú samt að Íslendingurinn í henni hafi enst henni út ævina. Hún var litla syst- ir hennar mömmu og yngsta barn- ið hennar ömmu minnar sem allt gat. Ég man Eddu best frá því ég var barn, til dæmis þegar ég heim- sótti hana á ævintýralega staðinn Steinahlíð með stóra garðinum þar sem hún var í útileikjum um- kringd hlaupandi börnum og hún faðmaði mig að sér skellihlæjandi. Einhvers staðar leynist líka af henni mynd sem ég finn ekki leng- ur, hún er þar svona 10 ára í kjól- gopa og stuttum sokkum en með kött undir hendinni eins og sam- kvæmisveski. Ég horfði oft á þessa mynd og hugsaði að ég hefði sko verið til í að leika við þessa stelpu en því miður var kynslóð milli okkar. Ég heimsótti hana bara einu sinni til Svíþjóðar og var þá tekið með kostum og kynjum þótt ég væri bara sautján ára peningalaus á puttanum og með nokkra froska í farteskinu, engir fordómar fyrir því hjá henni. Og ég veit að ég hefði alltaf getað leitað til hennar og sonur hennar Sigurður hefur seinna hjálpað mér og mínum meir en lítið. Ég vil þakka það og þakka samveruna, og vona nú bara að Edda sé einhvers staðar skellihlæjandi með henni ömmu yfir allri vitleysunni í okkur. Bestu samúðarkveðjur frá okk- ur mömmu og öllum sem urðu eft- ir á Íslandi. Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Edda Emilsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.