Morgunblaðið - 06.04.2018, Page 39

Morgunblaðið - 06.04.2018, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Myndlistarmaðurinn Ásgeir Skúla- son opnar einkasýninguna Eitt leiðir af öðru og öðru og öðru í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16. Ásgeir útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og er þetta hans fyrsta einkasýning. Myndlist Ásgeirs einkennist af þrá- hyggjukenndri endurtekningu með aðferðir og efnivið en öll verkin á sýningunni eru unnin úr PVC- rafmagnseinangrunarteipi, eins og segir í tilkynningu. Um ferlið skrifar Ásgeir: „Ég ræð ekki við mig; þegar þráhyggjan kemur yfir mig verð ég að gera tilraunir. Ég verð að halda áfram sama hver endanleg útkoma verður, burtséð frá því hvort mér þyki hún góð eða slæm. Verkin á sýningunni eru afrakstur þessara tilrauna og þróunar.“ Þráhyggja ræður för Tilraunaglaður Ásgeir Skúlason. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta virðist vera óþrjótandi brunnur og hvert verk sem ég klára kallar á fleiri verk,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir höfundur og leikstjóri nýrrar óperu sem nefnist Fjóla, stjúpa, puntstrá og prins og frum- sýnd er í Iðnó í kvöld kl. 20. Um sjöundu óperu Þórunnar er að ræða og þá fyrstu sem Menntaskóli í Tónlist (MIT) frumflytur, en fyrri óperurnar voru allar frum- fluttar af Tónlist- arskólanum í Reykjavík, sem ásamt Tónlistarskóla FÍH stóð að stofnun MÍT sem tók til starfa haustið 2017. Ævintýraminni og -persónur „Þetta er í raun tvískipt verk. Fyrri hlutinn gerist í tónlistarskóla sem er í miklum kröggum, skóla- stjórinn er þunglyndur og hefur misst trúna á tónlistina. Til þess að bæta ástandið ákveða nemendur að setja upp ævintýraóperu um ráð- villtan prins sem fær það verkefni að velja sér konu á miklum dans- leik. Þangað mæta áfjáðar stúlkur og grimmar stjúpur auk veiði- manns og úr verður mikil flækja. Inn í þetta allt saman fléttast svo ástamál nemendanna í skólanum. Að sögn Þórunnar byggist fyrri hluti verksins á eldri óperu eftir hana sem nemendur Tónlistarskól- ans í Reykjavík settu upp 2012 og nefnist Tónlistarskólinn. „Í því verki settu nemendur skólans upp óperettuna Falinn fjársjóð eftir Of- fenbach, en að þessu sinni samdi ég í hennar stað nýja óperu þar sem ég nýti mér ýmis ævin- týraminni og ævintýrapersónur.“ Gefandi fyrir nemendur að vinna með hljómsveit Aðspurð segir Þórunn tónmálið tiltölulega hefðbundið. „Enda er markmið mitt ekki að tónlistin sé aðaláskorunin heldur að nemendur fái sviðsreynslu og þjálfist í því að vinna saman í samsöng og samleik. Það er líka mjög gefandi fyrir þau að fá að vinna með hljómsveit.“ Tólf nemendur eru í nafngreindum hlutverkum auk þess sem átta nemendur syngja í kórnum við undirleik níu manna hljómsveitar undir stjórn Hrafnkels Orra Egils- sonar. „Nemendur eru mjög mislangt komnir í sínu námi og því finnst mér mikilvægt að skrifa verkin með ákveðna nemendur í huga og út frá þeirra reynslu og getu,“ seg- ir Þórunn og bendir á að mikill kostur felist í því að vinna með nýtt sérsamið efni. „Það er mjög skemmtilegt fyrir mig sem höfund að vinna mína tónlist með nem- endum frekar en að setja upp gömlu meistarana. Í verkum þeirra eru oft tiltölulega fá hlutverk, gjarnan fleiri karlhlutverk og oft ansi mikil tónlistarleg áskorun. Ég lít þannig á að þau geti glímt við aríur meistaranna á tónleikum, en þau hafa líka svo gott af því að fá efni við sitt hæfi og á íslensku til að þjálfa sig í því að leika á sviði.“ Enginn afsláttur gefinn Spurð hvort það sé mikil áskorun að stýra eigin verki svarar Þórunn: „Það er stundum sagt að það sé ekki gáfulegt að höfundur leikstýri eigin verki þar sem honum gætu yfirsést jafnt gallarnir og mögu- leikarnir. Það eru praktískar ástæður fyrir því að ég leikstýri eigin verkum. Ég veit sem bæði höfundur og leikstjóri hverju ég vil ná út úr hverjum nemanda. Síðan er þetta líka spurning um kostnað, því þetta er allt sett upp af mikilli sparsemi þótt aldrei sé gefinn neinn afsláttur,“ segir Þórunn. Í ljósi þess að óperan fjallar um tónlistarskóla í miklum fjárhags- kröggum liggur beint við að spyrja hvort Þórunn hafi leitað innblást- urs í raunveruleikanum. „Fyrri hluta verksins samdi ég þegar Tónlistarskólinn í Reykjavík ramb- aði á barmi gjaldþrots, en í millitíð- inni hef ég endurskoðað verkið og bætt við það. Á þeim tíma spegl- aðist verkið skuggalega mikið í raunveruleikanum, en sem betur fer eru aðeins bjartari tímar núna.“ Meiri tími til að semja Þórunn sinnir söngkennslu í fullu starfi og gegndi jafnframt stöðu að- stoðarskólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík til síðustu áramóta. „Ég ákvað að láta af því starfi til að hafa meiri tíma til að skrifa og semja,“ segir Þórunn. Spurð hvort hugmyndirnar séu óþrjótandi rifjar Þórunn upp að þegar hún skrifaði sitt fyrsta verk í fullri lengd, söng- leikinn Kolrössu sem frumsýndur var 2002, hafi hún verið sannfærð um að þetta yrði eina verkið sem hún skrifaði. „Ég sá ekkert endi- lega fyrir mér að ég myndi fá fleiri hugmyndir. En það er eiginlega þvert á móti. Núna eru þrjár hug- myndir sem leita á mig sem ég á eftir að sinna.“ Þess má að lokum geta að aðeins verða þrjár sýningar á óperunni, í kvöld, annað kvöld og sunnudags- kvöld, kl. 20 alla daga. Miðar eru seldir á tix.is og við innganginn. Raunir Prinsinn, sem Gunnar Thor Örnólfsson leikur, rekur raunir sínar fyrir hirðinni í óperunni Fjóla, stjúpa, puntstrá og prins eftir Þórunni Guð- mundsdóttur sem Menntaskóli í tónlist frumsýnir í Iðnó í kvöld kl. 20. Skrifar með ákveðna nemendur í huga  MÍT frumsýnir óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur Þórunn Guðmundsdóttir Dómstóll á Ind- landi hefur dæmt Bolly- wood-stórstjörn- una Salman Khan í fimm ára fangelsi fyrir veiðiþjófnað árið 1998. Khan var ákærður fyrir að hafa drepið tvær friðaðar antilópur í miðjum tökum á myndinni Hum Saath Saath Hain. Hann hefur þrisvar áður verið ákærður vegna veiðiþjófnaðar í tengslum við myndina, en ávallt sýknaður. Árið 2015 var hann einn- ig sýknaður í hæstarétti fyrir að hafa 2002 valdið dauða heim- ilislauss manns sem hann ók á undir áhrifum áfengis. Dæmdur fyrir veiðiþjófnað 1998 Salman Khan Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:30 Frums. Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Lau 14/4 kl. 20:30 2. s Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Sun 15/4 kl. 20:30 3. s Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Mið 18/4 kl. 20:30 aukas. Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Fim 19/4 kl. 20:30 4. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Nýtt leikverk byggt á hrífandi skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Efi (Kassinn) Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Faðirinn (Kassinn) Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 32.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 33.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Mán 9/4 kl. 11:00 Vík Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Þri 10/4 kl. 11:00 kirkjub.klaustur Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 24/4 kl. 11:00 Hveragerði Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00 Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30 Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið) Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og úlfurinn Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og Siggi Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og Siggi Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.