Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 44
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 96. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Mikill eldur í Garðabæ 2. Öskrað á fólk að drífa sig út 3. Banaslys við Vík 4. Ljósmyndirnar af dætrunum farnar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fílharmóníuhljómsveit New York- borgar, undir stjórn Esa-Pekka Salo- nen, frumflutti í fyrrakvöld nýtt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur tónskáld. Verkið er flutt á þrennum tónleikum í vikunni, þeim síðustu í kvöld, föstu- dag, ásamt 3. píanókonsert og Eroica-synfóníu Beethovens. Tónverk Önnu nefnist „Metacosmos“ og var pantað sérstaklega af henni árið 2015 fyrir hina kunnu hljómsveit, en pönt- unin var hluti svokallaðra Kravis- verðlauna sem Anna hlaut þá og veitt eru ungu og upprennandi tónskáldi. Í grein í The New York Times í til- efni flutningsins á verki Önnu segir að tónlist hennar sé yfirleitt mótuð af landslagi og vistkerfum, og þá eink- um óhaminni orku íslenskrar náttúru, en nýja verkið sæki þó enn lengra, í krafta og dulúð stjörnukerfa. Birt er síða úr nótnahandritinu og rætt um hana við Önnu, sem segist hafa haft hljómsveitina í fullri stærð í huga þegar hún samdi verkið, en í því mæt- ist óreiða og fegurð. Morgunblaðið/Kristinn Pantað verk Önnu frumflutt í New York  Blár apríl, styrktarfélag barna með einhverfu, stendur fyrir styrktartón- leikum í Gamla bíói í kvöld kl. 20. Tón- leikarnir eru liður í árlegu vitundar- og styrktarátaki fyrir einhverf börn. Kynnir er Ævar Þór Benediktsson og fram koma Ylja, Birgir, Hafdís Huld, AmabA- damA, Snorri Helga- son og Moses Hightower. Blár klæðnaður er æski- legur, en í dag er einmitt blái dagurinn. Tónleikar til styrktar einhverfum börnum Á laugardag Vestlæg átt, 3-8 m/s og víða bjartviðri, en 8-13 með norðurströndinni og lítilsháttar él. Hiti 0 til 5 stig við suður- og suðvesturströndina, annars víða 0 til 5 stiga frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæglætisveður og bjart, en suðvestan 8-13 m/s á norðvestanverðu landinu eftir hádegi og þá stöku él vestan- lands. Hiti að 5 stigum syðra, en vægt frost nyrðra og eystra. VEÐUR Haukar eru komnir með undirtökin gegn fjórföld- um Íslandsmeisturum KR í körfubolta karla eftir sigur í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins á Ásvöll- um í gærkvöld, 76:67. Haukar skoruðu 30 stig gegn meisturunum í fyrsta leikhluta og sú byrjun reyndist fleyta þeim langleiðina til sigurs í leiknum. »3 Haukar með yfir- höndina gegn KR Eyjakonur jöfnuðu í gærkvöld metin gegn Fram í einvígi liðanna í undan- úrslitum Íslandsmóts kvenna í hand- knattleik með því að vinna annan leikinn í Vestmannaeyjum, 23:20. Fram hafði þó náð sjö marka forystu í fyrri hálfleiknum. Staðan er nú 1:1 og ljóst að minnst fjóra leiki þarf til að útkljá einvígið en liðin mætast í þriðja sinn á sunnudaginn. »2 ÍBV vann upp forskot Framkvenna í Eyjum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Blöðin hafa verið ótrúlega vinsæl í afmælisgjafir og allskonar tækifær- isgjafir,“ segir Laufey Guðmunds- dóttir. Hún selur gömul eintök af Morgunblaðinu í gegnum netið en blöðin komu upp í hendurnar á henni fyrir fjórum árum. „Það fannst fjöldi kassa með gömlum Moggum uppi á hálofti hjá langafa barna minna. Í kössunum var hvert einasta blað sem kom út frá febrúar 1942 til júlí 1989. Það var eitt eintak af hverju blaði og allt mjög vel með farið.“ Þegar blöðin voru tekin niður af háaloftinu var þeim umstaflað í um 80 bananakassa. Þá rak Laufey aug- un í kassa merktan fæðingarári sínu og gróf eftir blaðinu sem kom út á fæðingardegi hennar. „Við vorum að spá í að henda þessu en ákváðum svo að reyna að selja blöðin. Það gladdi okkur svo að finna blöðin okkar að við ákváðum að gleðja aðra líka með því að bjóða þeim að kaupa sín blöð.“ Engin blöð fyrir mánudagsbörn Frá upphafi hefur verið mikið að gera í blaðasölunni sem Laufey sinn- ir samhliða fullri vinnu en hún fékk tvær dætur sínar til aðstoðar. „Það er mikil vinna að svara fyrir- spurnum og finna hvert blað. Það er heilmikið farið en samt lygilega mik- ið eftir. Við fórum í Kolaportið með blaðabunkann í nokkur skipti og þar var alveg brjálað að gera,“ segir Laufey sem þarf að leigja geymslu undir öll blöðin. Spurð hvort hún hafi íhugað að hætta í blaðasöl- unni segist hún hafa gert það mörgum sinnum. „Svo þegar maður heyrir af ein- hverjum sem verður ægi- lega glaður hætti ég við. Þetta er svo persónuleg gjöf, þarna ert þú með blað sem er nákvæmlega jafn gamalt og þú.“ Sömu fréttirnar og í dag Morgunblaðið kom ekki út á mánudögum og ekki eftir rauða daga á þessum árum og því geta ekki allir fengið afmælisblöðin sín. „Það er heppni ef allt er til og líka ef enginn hefur fæðst á mánudegi. Þeir sem eru mánudagsbörn hafa stund- um fengið sér þriðjudagsblaðið því fréttirnar þeirra eru þar.“ Laufey geymir sinn fæðingar- mogga vel. Hún segir ekkert eftir- minnilegt hafa gerst á þeim degi en margar skemmtilegar ballauglýs- ingar séu í blaðinu. „Það eru sömu fréttirnar í þessum gömlu blöðum aftur og aftur, um frið og óeirðir. Sömu fréttirnar og eru í blöðunum sem koma út í dag.“ 80 bananakassar af Moggum  Selur Morgun- blöð sem komu út frá 1942 til 1989 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gamlir Moggar Linda Rós og Rebekka Karin glugga í gömul Morgunblöð sem Laufey Guðmundsdóttir selur. Mest hefur verið spurt um eintök Morgunblaðsins sem komu út 17. og 19. júní 1944, þar sem fjallað er um stofnun lýðveld- isins. „Þessi blöð fóru strax, það var ungur strákur sem keypti þau að gamni sínu. Það er líka mikið spurt um blöð í kringum sérstaka atburði eins og Vestmannaeyjagosið og slíkt. Eitthvað er til af slíkum blöðum því sumir panta blöð en sækja þau svo aldrei.“ Laufey segir fólk oft ekki með dagsetningarnar sem það er að biðja um á hreinu og panti blöð í fljótfærni. „Það hef- ur meira að segja komið fyrir að karlmenn hafi keypt vit- laust ár fyrir konurnar sínar. Það er ekki alltaf hægt að laga það því það er ekki víst að rétta blaðið sé til.“ Hægt er panta blöð í gegnum Facebook-síðuna Gamla Mogga. KARLAR KAUPA VITLAUST ÁR FYRIR KONUR SÍNAR Forsíða Morg unblaðsins 23. janúar 19 73. Mest spurt um 17. júní 1944 Ungt íslenskt karlalandslið í hand- knattleik tapaði naumlega fyrir Norð- mönnum í fyrsta leiknum á alþjóð- legu móti sem hófst í Noregi í gær. Guðmundur Þ. Guðmundsson stýrði liðinu í fyrsta sinn í sex ár og segja má að frumsýning táninganna hafi gengið framar vonum. Nokkrir yngri leikmannanna fóru á kostum, m.a. hinn sextán ára gamli Haukur Þrastarson sem stal senunni í seinni hálfleik. »4 Frumsýning sem gekk framar vonum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.