Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 163. tölublað 106. árgangur
UPPISTANDARI
FRÁ DALVÍK
Í EDINBORG STÓRLAXAR Í AÐALDAL
SUMARSÝNING
SAFNASAFNSINS
Í EYJAFIRÐI
ARNÓR MAXIMILIAN LUCKAS 4 MAGNHILDUR OG NÍELS 38-39BYLGJA BABÝLONS 12-13
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Aldrei hafa jafnmargir nýir höfund-
ar bæst í hóp STEFs, Sambands tón-
skálda og eigenda flutningsréttar, og
í fyrra. Þá gengu 278 manns í sam-
tökin. Framkvæmdastjóri STEFs,
Guðrún Björk Bjarnadóttir, segir
stefnt að meiri fjölgun. „Markmiðið
er að meðlimum fjölgi um 300 í ár.“
Ýmislegt gæti hafa orðið til þess að
höfundar sækja í auknum mæli í
STEF. „Við höfum lagt okkur eftir
því að ná til ungs fólks, meðal annars
í samstarfi við Músíktilraunir, og svo
höfum við líka hreinlega haft frum-
kvæðið að því að hafa samband við
ungt fólk í tónlist sem fær mikla spil-
un,“ segir Guðrún.
Sömuleiðis hafa þau í STEFi unn-
ið að því að gera samtökin sýnilegri.
Jafnframt gæti það spilað inn í
fjölgunina að tónlistarfólk missir af
tekjum frá tónlistarveitum eins og
Spotify, sé það ekki í rétthafasam-
tökum eins og STEFi. „Margt ungt
tónlistarfólk, til dæmis allir ungu
rappararnir sem hafa komið fram á
sjónarsviðið undanfarið, er duglegt
að gefa sín lög út rafrænt og setja
þau inn á Spotify. Ef fólk er ekki
meðlimir í STEFi verður það hrein-
lega af tekjum frá Spotify. Það fær
flytjendahlutann og ef það gefur út
sjálft fær það útgefandahlutann en
missir af höfundarréttarhlutanum.“
STEF hefur einnig unnið með Kí-
ton, félagi kvenna í tónlist, undanfar-
ið og vonar Guðrún að það verði til
þess að fleiri konur sæki í samtökin.
„Við viljum gjarnan sjá að tónlist-
arkonur fari að bera meira úr býtum
í gegnum okkur. Þetta samstarf er
strax farið að hafa einhver áhrif og
við vonumst til þess að það verði
framhald á því.“
Aldrei verið jafnmikil fjölgun í STEFi
Þeir sem ekki
eru félagar fá
minna frá Spotify
Morgunblaðið/Eggert
Tónlist Frá afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í mars. STEF gerir
nú samtökin sýnilegri, enda miklir hagsmunir fyrir tónlistarfólk.
Símamótið 2018 var sett með skrúðgöngu frá Smárahvammsvelli að Kópa-
vogsvelli í gærkvöldi. Þar hittu keppendurnir, stúlkur í 5.-7. flokki, knatt-
spyrnukonur úr íslenska landsliðinu. Allar báru merki síns liðs með stolti
og mátti víða heyra baráttuhróp um hvaða lið væri líklegast til sigurs.
Fengu að hitta stjörnurnar
Morgunblaðið/Hari
Fótboltafjör í Kópavogi
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra segir að stjórnvöld séu nú
stödd í miðju samtali við aðila vinnu-
markaðarins, um það hvert Íslend-
ingar vilji stefna í kjaramálum.
„Af okkar hálfu hefur verið lögð
áhersla á það að viðhalda samkeppn-
ishæfni atvinnulífsins, að rétt væri
að leggja áherslu á vöxt kaupmáttar
og stöðugleika í landinu,“ sagði fjár-
málaráðherra í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„En við sjáum mikla sundrungu á
vinnumarkaðnum og við sjáum ein-
staka hópa skera sig úr ítrekað og
segja að það komi ekki til greina að
þeir fylgi launaþróun sem er í
tengslum við það sem aðrir eru að
fara fram á. Þetta er uppskrift að
óstöðugleika, hærri vöxtum og verð-
bólgu,“ sagði ráðherra.
Hann segir að einhverjir kynnu að
segja að þessi orð hans væru bölsýni
og um sérstaka samningatækni af
hálfu ríkisins væri að ræða. „Svo er
ekki. Þetta er nákvæmlega það sem
reynsla kynslóðanna hefur kennt
okkur,“ sagði Bjarni. »15
Uppskrift
að verðbólgu
Segir einstaka hópa skera sig úr ítrekað
Morgunblaðið/Eggert
Viðræður Frá fundi samninga-
nefnda ljósmæðra og ríkisins.
Hraðaksturs-
brotum í um-
dæmi lögregl-
unnar á
Norðurlandi
vestra hefur
fjölgað mikið að
undanförnu og
voru í gær orðin
3.689 á árinu,
borið saman við
1.417 í fyrra.
Helgast þetta af auknum þunga
sem embættið hefur sett í umferð-
areftirlit á víðfeðmu varðsvæðinu,
sem nær yfir Húnavatnssýslur og
Skagafjörð. Stefán Vagn Stefáns-
son yfirlögregluþjónn segir þessar
áherslur í löggæslunni klárlega
skila sér, umferðarslysum á svæð-
inu hafi fækkað – sem gjarnan voru
veltur og útafakstur af vegum sem
liggja hátt í landinu. »4
Færri umferðarslys
en fleiri aka of hratt
Stefán Vagn
Stefánsson
Droplaugarstaðir ásamt fleiri
hjúkrunarheimilum nýta sér hugvit
Norðmanna til þess að auka ánægju
í líkamsrækt eldra fólks og kalla
fram minningar með hjóli, mynd-
böndum og hljóði.
Um er að ræða myndbandakerfið
Motiview sem tekið var í notkun að
loknu tveggja mánaða tilrauna-
verkefni sem gafst mjög vel og var
mælanlegur árangur á styrk,
gönguhraða og jafnvægi þátttak-
enda að því loknu.
Motiview er sagt nýtast vel fólki
með minnisglöp og það er sagt
bæta líkamlega og ekki síður and-
lega heilsu. »10
Ný tækni notuð
í sjúkraþjálfun
Tæknilausnir Næring á líkama og sál í
sjúkraþjálfun á Droplaugarstöðum.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Óljóst er nákvæmlega hver verða
áhrif þess að ljósmæður hefja yf-
irvinnubann en yfirljósmóðir á
Landspítalanum á erfitt með að
svara því hvort öryggi þeirra sem
þangað koma verði ógnað vegna
manneklu.
Bannið á að taka gildi á miðviku-
daginn. Ástandið er fordæmalaust
á spítalanum og verið er að vinna
að því að skýra stöðuna, sem er
grafalvarleg að sögn yfirljós-
móður.
Vaktaskýrsla sumarsins gildir
áfram en þar sem nú eru sumarfrí
verður erfitt að manna allar stöður.
Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra segist ekki geta
komið að samningaferlinu fyrr en
minna ber á milli deiluaðila. Hún
segir svigrúm sitt til aðgerða í mál-
inu lítið. »2
Stefnir í fordæma-
laust ástand á LSH
Morgunblaðið/Eggert
Kjaradeila Margir eru mjög
áhyggjufullir vegna ástandsins.