Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 6

Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pronto bolli og undirskál Verð 3.580 kr. Minningarathöfn um Jónas Krist- jánsson, ritstjóra, var haldin í gær í Hátíðarsal Gamla bíós í Reykja- vík en Jónas lést 29. júní sl., 78 ára að aldri. Jónas starfaði sem blaðamaður í tæpa sex áratugi og var meðal annars ritstjóri Vísis, Dagblaðsins og DV. Eftir hann liggja einnig ferðabækur og bækur um uppruna og ættir íslenskra hesta Þá var hann um tíma stundakennari í blaðamennsku við símennt Háskól- ans í Reykjavík. Við athöfnina flutti Silja Aðal- steinsdóttir kveðjuorð Sveins R. Eyjólfssonar, samstarfsmanns Jón- asar á fyrrnefndum blöðum, og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir flutti kveðjuorð kaffifélaganna, sem Úlfar Þormóðsson samdi. Tónlistarmennirnir Sigríður Thorlacius Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson léku og sungu. Athafnarstjóri var Jóhann Björns- son. Morgunblaðið/Valli Jónasar Kristjáns- sonar minnst Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Það hefur varla farið fram hjá íbúum á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi að sumarmánuðirnir þar hafa verið ansi vætusamir. Úrkoma í maí- mánuði var sú mesta sem mælst hef- ur frá upphafi mælinga í Reykjavík, eða 128,8 millimetrar. Í Stykkis- hólmi mældist úrkoman 113,2 mm, sem er það mesta sem hefur mælst þar síðan 1875, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofu Íslands á tíð- arfari í maí. Gera má ráð fyrir að júlí- mánuður verði sömuleiðis „vel blaut- ur,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið . Hressilegt regn væntanlegt „Þó svo að ekki myndi vera mikil úrkoma það sem eftir lifir mánaðar þá myndi hann líka fara í þann flokk yfir afar úrkomusama júlímánuði,“ segir Óli um vætutíðina. „Hressi- legrar“ viðbótar af rigningu er að vænta í kvöld og í nótt og er sú úr- koma ekki hluti af leifum fellibylsins Chris, en það vatnsveður mun gera vart við sig á sunnudag. „Þetta er í raun úrkomubakki sem ýtir á undan sér, sem önnur smálægð sem er stödd suðvestur af Hvarfi sendir til okkar áður en leifar Chris ganga yfir landið. Lægðinni fylgir lítill vindur en hins vegar mikil rigning,“ segir Óli um veðrið sem gengur yfir í kvöld. Í næstu viku mega íbúar sunnan- og vestanlands þó vænta betra veðurs, ef marka má veðurspá. Miklir þurrkar í Skandinavíu Í Skandinavíu og á meginlandi Evópu hefur á meðan verið afar þurrt og hlýtt það sem af er sumri. Nýleg frétt á vef norsku veðurstof- unnar greinir frá því að þurrkurinn þar í landi vilji engan enda taka og hann sé sá versti í 70 ár. Einnig hef- ur verið óvenjuþurrt í Danmörku. „Miklar og staðbundnar hæðir hafa verið yfir Skandinavíu og Norð- ur-Evrópu og því hefur verið mjög hlýtt og þurrt þar. Hæðin heldur úr- komunni og lægðabrautinni yfir Ís- landi og vestan við land, eins og við höfum aðeins fundið fyrir í sumar,“ segir Óli um hvað útskýri þessar miklu andstæður í sumarveðrinu. Stefnir í áframhaldandi metúrkomu  Síðustu tveir mánuðir hafa verið óvenjuvætusamir á höfuðborgarsvæðinu  Veðurspá næstu viku færir sárabót fyrir íbúa sunnan- og vestanlands  Hæðir yfir Evrópu halda lægðum yfir Íslandsslóðum 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 3119 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 MaíApríl Heildarúrkoma í maí Heildarúrkoma í júní Júní Yfirlit úrkomu í Reykjavík 2018 Heimild: Veðurstofa Íslands. 15 mm 20 mm 25 mm 30 mm 25. maí 27,7 mm 88,4 mm 40,5 mm 128,8 mm 257,7 mm var heildarúrkoman í Reykjavík frá sumar- deginum fyrsta, 19 apríl, til loka júní Það er um 1 metri af úrkomu á mánuði Heildarúrkoma í apríl frá og með sumardeginum fyrsta 19 3, 4 % u m fr am m eð al ta l* 76 ,4 % u m fr am m eð al ta l* *Meðaltal áranna 1961-1990. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Lyfjastofnun hefur samþykkt úr- bótaáætlun Landspítalans vegna út- gáfu á starfsleyfi til að reka línu- hraðal, eða jáeindaskanna, á spítalanum. Stofnunin gerði úttekt á geisla- virku lyfi sem gefa þarf sjúklingum sem fara í skannann í apríl sl., en framleiða þarf lyfið á spítalanum. Hraðallinn var að mestu leyti fjár- magnaður af Íslenskri erfðagrein- ingu árið 2015. Landspítalinn vinnur nú að því að framfylgja áætluninni, sem spítalinn hafði áður sent stofnuninni til sam- þykktar, að því er fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins, en Lyfjastofnun gerði nokkrar athuga- semdir við umsókn spítalans um starfsleyfi. „Stefnt er að því hjá Lyfjastofnun að starfsleyfið verði gefið út þegar þau atriði sem kröfðust úrbóta sam- kvæmt úrbótaáætlun hafa verið lag- færð,“ segir í svarinu. Línuhraðall brátt í notkun  Lyfjastofnun samþykkti úrbótaáætlun Landspítalans  Starfsleyfi gefið út þegar spítalinn líkur úrbótunum Morgunblaðið/Eggert Hraðall Spítalinn vinnur að úrbótum vegna athugasemda Lyfjastofnunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.