Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
✝ Edda BáraGuðbjarts-
dóttir fæddist í
Reykjavík 27.
september 1961.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans við
Hringbraut 2. júlí
2018.
Edda Bára var
dóttir Bergljótar
Ragnheiðar Láru
Þorfinnsdóttur matráðs, f. 30.
apríl 1930, d. 10. nóvember
2014, og Guðbjarts Þórðar
Pálssonar bifreiðarstjóra, f. 2.
ágúst 1924, d. 21. mars 1977.
Sambýlismaður Bergljótar frá
1984 var Einar Magnússon, f.
25. september 1928. Systir
Eddu Báru sammæðra var
Björk Líndal, f. 4. júní 1950, d.
9. mars 2013, börn hennar eru
Grímur Atlason, f. 6. desember
eru Hulda Kristín, f. 18. júlí
1957, Jóhannes Jökull, f. 3.
ágúst 1962, og Sigrún, f. 2.
ágúst 1970.
Edda Bára ólst upp í
Reykjavík, Kópavogi og á
sumrin á Raufarhöfn þar sem
móðir hennar var matráður og
bjuggu þær mæðgur þá í
Báru, húsi móðurforeldra
hennar. Edda Bára gekk í
barnaskóla í Reykjavík og
Húsmæðraskólann á Varma-
landi. Hún fór snemma á
vinnumarkaðinn og starfaði
við ýmis umönnunar- og
verkamannastörf. Hún var sjó-
kokkur á sanddæluskipum
eins og móðir hennar og starf-
aði um árabil á Sjálfsbjargar-
heimilinu. Síðustu árin var
Edda Bára heimavinnandi hús-
móðir og sinnti listsköpun.
Heimili Eddu Báru var opið og
eru þau ófá börnin úr nærfjöl-
skyldu og vina hennar sem
nutu ástríkis og hlýju Eddu
Báru.
Úför Eddu Báru fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 13.
júlí 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1970 en hann er
uppeldisbróðir
Eddu Báru, og
Bergljót Nikulás-
dóttir, f. 18. apríl
1985. Systkini
Eddu Báru sam-
feðra eru Guð-
fríður, f. 22. maí
1947, Jón Gestur,
f. 13. september
1952, d. 4. ágúst
1990, Birgir, f. 4.
ágúst 1966, og Elva Hrönn, f.
2. ágúst 1967.
Eiginmaður Eddu Báru og
sambýlismaður sl. þrjá áratugi
er Ingólfur Jóhannesson stýri-
maður, f. 7. júlí 1955. For-
eldrar Ingólfs voru Gyða Ásdís
Sigfúsdóttir veitingamaður, f.
4. janúar 1935, d. 8. janúar
2002, og Jóhannes Ingólfsson
skipstjóri, f. 9. nóvember 1933,
d. 6. maí 1995. Systkini Ingólfs
Við kynntumst henni Eddu
Báru fyrir um 30 árum þegar þau
Ingólfur fóru að rugla saman reyt-
um. Hún var mikill dýra- og
mannvinur. Hún var glaðlynd og
elskuleg kona sem vildi öllum allt
hið besta. Hún var listræn og eig-
um við margt fallegt eftir hana
sem hún gaf okkur. Ógleymanleg-
ar stundir í sumarhúsum áttum
við og þegar hún heimsótti okkur
heim til Danmerkur. Við þökkum
fyrir það.
Elsku Ingólfur bróðir, mágur
og frændi. Sendum þér og fjöl-
skyldunni okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, hugur okkar er hjá
ykkur.
Minningin um Eddu mun lifa.
Ást og hlýja yfir hafið stóra.
Þinn bróðir,
Jóhannes, Steinunn, Jökull og
fjölskylda og Björn Pálmi.
Það er svo erfitt að meðtaka
það að þú sért búin að kveðja,
elsku Edda mín. Ég var svo hepp-
in að hafa haft þig alla tíð í mínu
lífi. Við ólumst upp saman í tíu ár
og okkar á milli voru alltaf sterk
bönd eins og hjá systrum. Nú ertu
farin til mömmu þinnar sem þú
saknaðir svo sárt.
Edda var einstök kona sem gaf
af sér svo mikla væntumþykju og
ást. Minningar úr æsku okkar
renna í gegnum hugann á þessari
stundu.
Manstu þegar við áttum skjald-
bökuna, hún hafði ekki hreyft sig í
marga daga svo að við héldum að
hún væri dáin, fundum stóran eld-
spýtustokk og jörðuðum hana,
héldum alvöru jarðarför. Þegar
mamma þín kom heim úr vinnunni
bað hún okkur vinsamlegast að ná
í skjaldbökuna því að hún væri
bara í dvala.
Eða þegar þú varst send á spít-
ala, þú varst örugglega 12 eða 13
ára, ég hef verið 6 eða 7 ára, en ég
hljóp eins og geðsjúklingur hring-
inn í kringum spítalann og
öskraði: Edda, komdu heim. Þú
komst að sjálfsögðu heim nokkr-
um dögum seinna og lofaðir að
fara aldrei aftur frá mér.
Seinna meir þegar ég var að
komast á gelgjuna lánaðir þú mér
oft herbergið þitt í kjallaranum á
Miklubrautinni. Við upplifðum svo
margt saman, bæði gott og slæmt,
en þú varst svo dugleg að halda
sambandi og fylgdist vel með
börnunum mínum og barnabörn-
um.
Það er svo margs að minnast og
margs að sakna, engin Edda að
syngja fyrir mig afmælissönginn
eins og þú gerðir á hverju ári. Eða
fá send öll fallegu listaverkin sem
þú gerðir handa mér, svona gæti
ég haldið áfram endalaust!
Þegar þú komst ekki í minn-
ingarathöfn hennar ömmu Rósar
fékk ég óþægilega tilfinningu þar
sem Birna frænka var nýbúin að
segja mér frá draumi sem hana
dreymdi um þig, mig og ömmu
Rós. Bara ef ég hefði vitað að
þetta væri síðast sólarhringurinn
sem þú hafðir. Þegar ég kom heim
úr athöfninni þá frestaði ég að
hringja í þig, svo þegar ég hringdi
þá svaraðir þú ekki. Það næsta
sem ég vissi var að þú hefðir feng-
ið tvö hjartaáföll og þér væri hald-
ið sofandi. Á meðan þú svafst var
hugur minn allan tímann hjá þér,
þegar ég keyrði norður á Rauf-
arhöfn og var viðstödd jarðarför
hennar ömmu Rósar vonaði ég svo
að það væri ekki komið að þér.
Þegar ég var að laga til leiðið hjá
Diddu systur þinni og ömmu og
afa varð mér svo hugsað til þín.
Við vorum búnar að plana svo oft
að fara saman á Raufarhöfn ég, þú
og Begga. En ég var nýkomin
heim þaðan þegar Grímur okkar
hringdi með fréttirnar að þú værir
búin að kveðja.
Ég kveð þig, elsku Edda, með
sorg í hjarta en minnist um leið
glaðlegrar og yndislegrar konu
sem ég er svo heppin að hafa alla
tíð í mínu hjarta.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín systir,
Þóra Sumarlín.
Háaleitisbraut, Ásbraut,
Miklabraut og Holtsgata. Þarna
áttum við Edda Bára heima.
Begg’amma var mamma hennar
og við ólumst upp hjá henni.
Stundum vorum við bara þrjú í
heimili en oftast miklu fleiri. Það
var aldrei fyrirséð hvað margir
áttu heima hjá okkur á hverjum
tíma. Ég var vissulega einn af
þessum aukamönnum en ég
ílengdist og flutti ekki út fyrr en
22 ára. Þóra frænka bjó með okk-
ur í nokkur ár og ammalín um
tíma og pabbi og mamma alveg í
upphafi. Síðan voru það frænk-
urnar og frændurnir frá Raufinni
og Þórshöfn sem þurftu athvarf í
borginni um lengri eða skemmri
tíma. Vinir Eddu Báru áttu líka
margir athvarf hjá henni og Beg-
g’ömmu.
Edda Bára var meira stóra
systir mín en móðursystir. Ég var
eini strákurinn í hafsjó þessara
kvenna sem ríktu á heimilinu. Það
hafði vissulega sína kosti og á
stundum vandræðalegt á yngri
unglingsárum þegar umhverfið
utan heimilis tók að móta mig en
það var sem betur fer bara um
hríð. Þær dekruðu mig þessar
konur í lífi mínu og Edda Bára
hélt áfram að dekra mig og börnin
mín til síðasta dags. Afmæli, gift-
ingar, fæðingar, stórhátíðir við
allskonar önnur tækifæri og ekki
tækifæri voru henni tækifæri til
að gefa okkur eitthvað. Gjafirnar
hennar voru aldrei eitthvað eitt –
alltaf fjöldi smágjafa úr öllum átt-
um.
Líf Eddu Báru var ekki alltaf
dans á rósum. Hún var lesblind og
skólar á 7. og 8. áratugnum á Ís-
landi voru ekkert sérstaklega
uppbyggilegar stofnanir. Næmni,
listhneigð og tært hjarta hennar
fékk ekki notið sín innan veggja
skólans. Hún var líkamlega ekki
hraust eftir nýrnaveiki á barns-
aldri. En það sem Eddu Báru
skorti í hlýju og skilningi um-
hverfisins á þessum árum gaf hún
þeim mun ríkulegar til fólksins í
kringum sig alla tíð. Alltaf tók hún
á móti mér, líka þegar ég fetaði
einstigi neyslunnar. Það var því
mjög viðeigandi að 26. febrúar
1995 hafi ég vaknað heima hjá
henni og Ingólfi eftir síðasta fyll-
eríið mitt. Edda Bára hjúkraði
litla frænda og kom á lappir. Aldr-
ei fullþakkað.
Á Miklubraut 60 var oft margt
um manninn og á stundum voru
partíin hjá henni Eddu Báru
nokkuð löng. Litli frændi var
stundum vakandi og spjallaði við
gestina. Aldrei tóku þeir mér illa
og urðu fljótlega vinir mínir líka.
Eina nóttina kenndi Þorleifur
Guðjóns mér á bassa og í öðru
partíi skrifaði Magnús Þeysari
texta á eldhúsrúllu. Eitt sinn þeg-
ar ég átti afmæli leigðum við Edda
Bára og vinir 12 vídeóspólur
kenndar við hrylling og horfum í
maraþoni á þær allar. Plötuskáp-
urinn hennar varð fljótlega minn
og þar fann ég án afskipta og
mengunar vina: 10cc, Clash,
Stranglers, Talking Heads, Can,
Bob Marley og King Crimson.
Ammalín, mamma, Begg’amma
og Edda Bára eru núna allar farn-
ar. Ég finn fyrir miklum söknuði
og veröldin er tómleg án þeirra.
Jólin verða fátæklegri án gjafanna
frá Eddu Báru. Að vera staddur
einhvers staðar niðursokkinn í
hversdagsleg leiðindi og þá kemur
falleg kveðja frá Eddu Báru.
Grísakótelettur í raspi og smjöri
og Hemmi hundur í pössun að ríf-
ast við mig. Ég á eftir að sakna
systur minnar.
Grímur Atlason.
Það er nú erfitt að lýsa Eddu
minni með örfáum orðum og ætla
ég ekki að reyna það. En mig
langar að þakka fyrir mig. Takk
fyrir ástina, þessa skilyrðislausu
ást og umhyggju sem þú sýndir
öllum í kringum þig. Takk fyrir
góðu stundirnar sem við áttum og
takk fyrir að vera þú. Ég vona að
þú sért í góðu kompaníi og bið að
heilsa.
Ást mætir ást
og afli safnar
meiri en menn viti;
margur dropi
verður móða fögur
og brunar fram að flæði.
(Jónas Hallgrímsson)
Bergljót Nikulásdóttir.
Elsku Edda.
Þú kvaddir okkur allt of fljótt
og eftir situr mikill söknuður hjá
okkur ættingjum og vinum. Lífið
verður fölara og tómlegra án þín
og hafa það verið forréttindi að
fylgja þér seinustu 30 árin.
Hjartahreinni, örlátari og hjálp-
samari manneskju en þig var vart
hægt að finna. Alltaf boðin og búin
að hjálpa og aðstoða ef eitthvað
stóð til eða þegar einhver stóð
höllum fæti.
Það verður eflaust tekið vel á
móti þér á áfangastað af fólkinu
þínu. Góða ferð, elsku Edda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Sigrún mágkona.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Góða ferð, elsku vinkona.
Sigurbjörg Einarsdóttir
(Sibba).
Edda Bára
Guðbjartsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGÞÓR ÁRMANN INGÓLFSSON,
bifvélavirki,
Móasíðu 2b, Akureyri,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 27. júní.
Hann var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. júlí í
kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum ættingjum og vinum hlýhug
á þessum erfiða tíma. Sérstakar þakkir færum við lyfjadeild SAK
og starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri fyrir hlýja og góða
umönnun.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu og
Hollvinasamtök SAK.
Guðlaug Jóhannsdóttir
börn, tengdabörn
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSTÞÓR KRISTBERG ÓSKARSSON,
Fannafold 80, Reykjavík,
lést á Krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut sunnudaginn 1. júlí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Sigrún Pétursdóttir
Agnes K. Ástþórsdóttir Benedikt J. Guðlaugsson
Óskar Á. Ástþórsson Grétar Einarsson
Guðrún Ástþórsdóttir Ingólfur Kristjánsson
afabörn og langafabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
BIRNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
hjúkrunarfræðingur,
lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð á
Akureyri að kvöldi föstudagsins 6. júlí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 17. júlí
klukkan 10.30.
Berglind Svavarsdóttir
Hildigunnur Svavarsdóttir Ögmundur H. Knútsson
Anna Margrét Svavarsdóttir Örvar Þór Jónsson
Sveinn Svavarsson Sigyn Sigvarðardóttir
og barnabörn
Elskulegur bróðir okkar, mágur og vinur,
JÓN TRAUSTI STEINGRÍMSSON,
Forsæti 8A, Sauðárkróki,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. júlí.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju
föstudaginn 20. júlí klukkan 13.30.
Sveinbjörn Steingrímsson Lína Gunnarsdóttir
María Steingrímsdóttir
Björn Jónsson Arndís Brynjólfsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI J. EYLAND,
Víðimýri 8, Akureyri,
lést sunnudaginn 8. júlí.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 19. júlí klukkan 13.30.
Dóróthea J. Eyland
Ólöf Jenny Eyland Sigurður B. Jóhannsson
Einar Eyland
afa- og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
OTTO DAVID TYNES
flugstjóri,
lést mánudaginn 2. júlí á Landspítalanum í
Fossvogi. Útför hans fer fram frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. júlí kl 15.
Bryndís Guðmundsdóttir
Sverrir Tynes Ása Kolka
Salome Tynes Pálmi Kristinsson
Otto Davið Tynes
Gunnar Örn Tynes
og aðrir aðstandendur
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar