Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
✝ ValurTryggvason
fæddist 22. mars
1939 í Reykjavík.
Hann lést á Vífils-
staðaspítala 3. júlí
2018.
Foreldrar hans
voru Tryggvi
Hjálmarsson, f.
17.8. 1906, d. 4.4.
1988, og Auðbjörg
Davíðsdóttir, f.
20.6. 1905, d. 28.5. 1959. Systk-
ini Vals eru Hilmar Örn
Tryggvason, f. 1932, Kristinn
Tryggvason, f. 1932, Gústaf Þór
Tryggvason, f. 1934, og Auður
Tryggvadóttir, f. 1943.
Eiginkona Vals er Sigríður
Einarsdóttir, f. 26.9. 1943. Börn
þeirra eru: 1) Valur E. Valsson,
f. 24.12. 1961, maki hans er
Kristín Ólafsdóttir, f. 10.7. 1962.
Börn þeirra eru
Kjartan Ágúst og
Sigrún María. 2)
Hildur Valsdóttir,
f. 26.9. 1964, maki
Kristbjörn Óli Guð-
mundsson, f. 15.2.
1961. Börn þeirra
eru Arna Björk,
Kristinn Óli og Eva
Kristín. 3) Gunnar
Þór Valsson, f. 4.11.
1969, maki hans er
Ólöf Magnúsdóttir, f. 20.11.
1973. Börn þeirra eru Þórdís
Melsted, Hildur Ýr, Daníel Aron
og Arnar Elí. 4) Tryggvi Örn
Valsson, f. 14.12. 1974. Sonur
hans er Ísar Valur. Barna-
barnabörnin eru 8
Útför Vals fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13.
júlí 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku pabbi okkar lést á Vífils-
stöðum 3. júlí 2018. Pabbi var ein-
staklega ljúfur maður og hafði ró-
legt yfirbragð þannig að manni
leið alltaf vel í kringum hann. Ef
pabbi var á staðnum voru barna-
börnin strax komin í fangið á hon-
um – hann hafði þessa ósýnilegu
áru sem börnin fundu greinilega
fyrir.
Pabbi var mikill vinnuþjarkur.
Hann sinnti ýmsum ábyrgðar-
stöðum í gegnum tíðina, t.d. sem
deildarstjóri hjá Almennum
tryggingum og sem fjármála-
stjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar.
Þó blundaði samt alltaf í honum
að vinna sjálfstætt og stofnaði
hann sitt eigið fyrirtæki, Bók-
haldsstofu Vals. Við systkinin
(Valur og Hildur) urðum þess að-
njótandi að vinna við hans hlið til
margra ára og var gott að starfa
með honum.
Pabbi tók sér yfirleitt gott frí á
haustin þar sem hann fór með
mömmu til útlanda til að hlaða
batteríin. Hann hafði gaman af
verslunarferðum og minnisstæð
er ein ferð þar sem pabbi ætlaði
að dressa dótturina upp. Þegar
við komum heim og sýndum
mömmu varninginn þá fékk hún
hálfgert sjokk yfir grænu úlpunni
með karrígula fóðrinu sem við
höfðum keypt og vorum hæst-
ánægð með.
Pabbi var mikill náttúruunn-
andi á sínum yngri árum og voru
ófáar útilegurnar farnar á Þing-
velli. Þar var tjaldað og veitt, sem
hann hafði sérlega gaman af.
Minnisstæðar eru líka veiðiferðir
með honum í Sogið en hann var
lunkinn veiðimaður og kom aldrei
heim öðruvísi en með góðan afla í
farteskinu. Hann fékk síðar mik-
inn áhuga á hundarækt, fékk sér
hund og sökkti sér niður í uppeld-
ið á honum og fékk mörg verðlaun
á hundasýningum.
Pabbi hafði mikla íþróttahæfi-
leika sem ungur maður og spilaði
m.a handbolta með ÍR og ófáar
sögurnar frá honum að lýsa kapp-
leikjum í Hálogalandi. Við bræð-
urnir stunduðum allir íþróttir líkt
og nokkur af hans barnabörnum
og barnabarnabörnum og ef ein-
hver sýndi hæfileika lét hann það
strax í ljós hvaðan þeir hæfileikar
kæmu – það væri alveg morgun-
ljóst. Pabbi hafði einnig mikinn
áhuga á knattspyrnu og mættu
hann og mamma á flesta leiki hjá
mér (Valur) þar sem ég spilaði
með Val. Eftir leiki var farið yfir
leikinn, hvernig ég hefði staðið
mig og lá hann ekki á skoðunum
sínum hvað betur mátti fara hjá
mér en hann var líka óspar á hrós-
ið ef ég stóð mig vel. Liverpool
var í miklu uppáhaldi hjá honum
og missti hann sjaldan af leik með
þeim.
Pabbi var mjög veikur síðast-
liðið ár og stóð mamma alla tíð
eins og klettur við hans hlið. Hann
fékk tíðar lungnabólgur en alltaf
reis hann upp úr þeim. Í öllum
sínum veikindum sýndi hann
ótrúlegan styrk og æðruleysi og
alltaf þegar hann var spurður
hvernig líðanin væri – var svarið,
ég hef það bara fínt.
Elsku pabbi, það er mikill
söknuður að þér, þú varst fyrir-
mynd okkar í lífinu, þú kenndir
okkur margt og eitt af því var að
gera alltaf sitt besta í öllum verk-
efnum lífsins og gefast aldrei upp.
Þetta voru ekki bara orð frá þér
því þú svo sannarlega sýndir það
sjálfur í verki.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur, hvíl í friði, elsku
pabbi okkar.
Þín börn,
Valur, Hildur,
Gunnar og Tryggvi.
Elsku afi okkar er látinn.
Við vorum einstaklega heppin
að hafa átt svona margar ánægju-
legar stundir með afa. Margar
góðar minningar rifjast upp frá
Hörgatúninu þegar við fengum að
gista hjá afa og ömmu. Okkur
þótti svo gaman að fá að leika í
sólhúsinu og úti í garði hjá þeim.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til afa því hann tók alltaf svo
hlýlega á móti manni og vissi allt-
af hvað þurfti til svo við værum
ánægð. Afi sýndi barnabörnunum
sínum mikla athygli og hafði mik-
inn áhuga á því að vita hvað við
værum að brasa hverju sinni.
Afi var alltaf svo glaður og já-
kvæður sama hvað bjátaði á. Mér
(Hildi) þykir ótrúlega vænt um að
hafa fengið að eyða svona miklum
tíma með afa síðustu árin. Við
vorum miklir vinir og því mun ég
aldrei gleyma. Ég er svo þakklát
fyrir að afi varð svo glaður þegar
hann vissi að ég ætti von á barni
og að dóttir mín hafi fengið tæki-
færi til að kynnast elsku afa.
Við munum aldrei gleyma
þessum minningum og munum
sakna þín alla daga.
Þórdís, Hildur Ýr,
Daníel Aron og Arnar Elí.
Elsku afi Valur.
Einhvern veginn í minni barns-
legu trú hélt ég alltaf að þú yrðir
100 ára. Þannig var bara baráttu-
viljinn hjá þér, gamla íþrótta-
manninum sem ætlaði ekkert að
tapa. Þú kvartaðir ekki einu sinni
og varst þakklátur fyrir alla sem
hjálpuðu þér.
Það er ekki auðvelt að kveðja
þig, elsku afi, því þú varst svo
mikið gæðablóð. Ég var alltaf
mikil afastelpa og á margar góðar
minningar frá okkar tíma saman.
Aðallega úr Hörgatúninu, enda
var ég hálfgerður heimalningur
þar öll mín uppvaxtarár. Ég man
eftir því að bíða í forstofunni eða
úti á tröppunum eftir því að þú
kæmir heim úr vinnunni svo við
gætum fagnað hvort öðru, ég man
eftir að dunda með þér úti í skúr
eða í garðinum, labba í sund, fara í
pottinn í sólhúsinu, spila á hljóm-
borðið, liggja á teppinu á meðan
þú horfðir á fótboltaleik, spila
tölvuleiki á skrifstofunni þinni,
klifra upp í nammiskáp og stelast
í nammið þitt. Ísbíltúrar í Vest-
urbæinn þar sem þið amma sýnd-
uð mér gömul húsakynni. Það var
alltaf svo notalegt að vera hjá
ykkur. Ferðalögin okkar saman
eru líka eftirminnileg, aðallega
3ja vikna ferðin til Spánar þegar
við fórum með Óttar nýfæddan,
Þú varst svo hress og keyrðir
langömmubarnið um allar trissur
í vagninum, að starfsfólkið á hót-
elinu hélt að þú ættir barnið. Guð
minn góður hvað ég sakna þín. Þú
sýndir öllu sem ég hef lagt fyrir
mig ómældan áhuga, varst alltaf
svo stoltur af mér og studdir allar
mínar ákvarðanir og allt sem ég
hef tekið mér fyrir hendur í gegn-
um tíðina.
Takk fyrir alla hjálpina í gegn-
um allt. Takk fyrir að vera afi
minn og fyrir að vera afi strák-
anna minna.
Takk fyrir samveruna, elsku
afi. P.s. Ég kaupi vespuna fljót-
lega.
Þín
Arna.
Í dag kveðjum við Val hennar
Sirrýjar frænku. Það var alltaf
gott að koma í heimsókn til þeirra
Sirrýjar og Vals í Garðabæinn og
Hafnarfjörð. Valur hafði mikinn
áhuga á íþróttum og fylgdist hann
með öllum íþróttum.
Á árum áður fórum við sérstak-
lega í heimsókn til Vals og Sirrýj-
ar til að fylgjast með beinum út-
sendingum þar sem þau voru með
gervihnattadisk og þar var hægt
að fylgjast með viðburðum sem
annars voru ekki sýndir hér á
landi. Ekki skemmdi fyrir að börn
þeirra voru framarlega í sínum
íþróttum og var Valur ávallt að
fylgjast með þeim og leiðbeina.
Valur tók allt af miklli festu
sem hann tók sér fyrir hendur
eins og þegar þau hjónin tóku sig
saman og fengu sér hund, þá var
markið sett á fyrsta sætið, og
voru hundar þeirra vel tamdir og
fallegir.
Valur var farsæll í störfum sín-
um sem endurskoðandi, virðuleg-
ur og gegnheill í samskiptum.
Valur hefur verið mikið veikur
seinustu árin og hefur verið inn
og út af LSH en nú var þrótturinn
búinn og kveðjum við góðan
dreng.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku Sirrý, börn, tengdabörn
og barnabörn, við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður, Einar Gunnar
og Margrét Björg.
Valur Tryggvason
HINSTA KVEÐJA
Elsku tengdapabbi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(ÞS)
Þín
Kristín.
Elsku Valur minn.
Nú hefur þú fengið
hvíldina eftir erfið veikindi.
Ég mun sakna þín, ástin
mín, að eilífu.
Gef mér, faðir, ævi alla
æðrulaust að dvelja hér,
uns þú lætur á mig kalla,
í öllu mun ég treysta þér.
Þín
Sigríður (Sirrý).
✝ Sigríður Guð-jónsdóttir var
fædd í Villingadal á
Ingjaldssandi í
Norður-Ísafjarð-
arsýslu 3. apríl
1932. Hún lést á
Landspítala við
Hringbraut 3. júlí
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Rakel Katr-
ín Jóna Jörunds-
dóttir, f. á Brekku, Mýrahr.,
V-Ísafjarðarsýslu, 17. ágúst
1900, d. 6. maí 1956, og Guðjón
Guðmundsson, f. í Villingadal,
Ingjaldssandi, 2. júlí 1898, d. 8.
júní 1980. Systkini Sigríðar: Gísli
Guðjón, f. 26. september 1924, d.
2004, Svanborg, f. 21. október
1925, d. 1926, Guðmundur Haga-
þeirra eru Aron Eðvarð, Björgvin
Steinn og Karen Lilja. B) Katrín
Jóna, f. 2. febrúar 1954, dóttir
hennar er Rakel Hrund Ágústs-
dóttir, f. 1974, maki Sigurður
Brynjar Pálsson, þeirra synir eru
Sindri Páll, Sölvi Steinn, Sólon
Ingi og Salvar Máni. C) Hrönn
Theódórsdóttir, f. 7. mars 1959,
maki Matthías Harðarson, þeirra
dætur eru Arna Björk Árnadóttir,
fædd 1978, börn hennar eru
Marikó Mist og Máni Snær. Eva
Lind Matthíasdóttir, f. 1985, dæt-
ur hennar eru Natalía Freyja og
Silvía Rán. D) Guðjón Theódórs-
son, f. 3. janúar 1963, maki Ellen
Ólafsdóttir, synir þeirra eru Jök-
ull Guðjónsson, f. 1984, börn hans
eru Arnór og Jara. Birkir Guð-
jónsson, f. 1987, sambýliskona
hans er Ína Sigrún Rúnarsdóttir,
sonur þeirra er Maron Darri.
Mesta hluta starfsævi sinnar
starfaði Sigríður hjá Haraldi
Böðvarssyni og co. á Akranesi.
Útför Sigríðar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 13. júlí 2018,
og hefst athöfnin klukkan 13.
lín, f. 9. maí 1927, d.
1993, Eiríkur Sig-
urður, f. 30. júní
1929, d. 1993, Guð-
berta, f. 9. sept-
ember 1934, d. 1999,
Sjöfn, f. 16. apríl
1939, d. 1993, Bára,
f. 23. febrúar 1943,
og Rakel Katrín, f.
10. mars 1959.
Börn Sigríðar
með fyrrverandi
eiginmanni sínum, Theódóri Eð-
varði Magnússyni, f. 6. júlí 1932,
d. 2. desember 2010, eru: A)
Magnús Eðvarð, f. 9. nóvember
1952, börn hans eru Elín Magn-
úsdóttir, f. 18. apríl 1984, d. 1.
maí 1984, og Björn Aron Magn-
ússon, f. 1985, sambýliskona hans
er Guðrún B. Úlfarsdóttir, börn
Ég er gjörsamlega lömuð af
sorg að elsku mamma sé dáin og
við ekki lengur til staðar hvor fyr-
ir aðra. Mamma var ein dugleg-
asta manneskja sem ég veit um.
Nánast allan sinn starfsaldur
vann hún hjá HB og Co á Akra-
nesi en þar lauk hún sinni starfs-
ævi 70 ára gömul. Þegar við
systkinin vorum yngri kom
mamma alltaf heim í hádeginu og
eldaði heitan mat fyrir okkur. Á
þeim klukkutíma sem hádegishlé
varði náði hún að elda mat og
ganga frá, það var ekki í hennar
anda að koma seint til vinnu.
Á síldarárunum var unnið frá
morgni til kvölds. Ekki skipti
máli á hvaða tíma sólarhringsins
eða á hvaða degi síldin barst að
landi. Það var bara unnið þegar á
þurfti að halda og fengum við
krakkarnir stundum að fara með
og aðstoða við söltun sem var
mjög skemmtilegt.
Fyrstu árin eftir að ég eign-
aðist dóttur mína Rakel Hrund
bjó ég inni á heimili foreldra
minna. Það voru ófáar stundirnar
sem mamma passaði stelpuna
mína og um leið aðstoðaði við
uppeldið. Mamma var alveg of-
boðslega góð við hana og hefur
Rakel mín ávallt litið upp til
ömmu sinnar og þykir óendan-
lega vænt um hana sem hefur
verið svo sannarlega í báðar áttir
hjá þeim. Ég er endalaust þakk-
lát mömmu fyrir þennan tíma.
Mér er minnisstætt eitt sumar
þegar mamma var í sumarfríi frá
HB í kringum 1987 þá réð hún sig
til vinnu í ferðir um hálendi Ís-
lands. Hún vann í svokölluðum
eldhúsbíl og eldaði mat fyrir er-
lenda ferðamenn.
Eftir að mamma hætti að vinna
70 ára þá réð hún sig í nokkra
mánuði sem au-pair til Þýska-
lands, hún var ótrúleg kona og al-
gjör nagli.
Einnig byrjaði mamma í golfi
eftir að hún hætti að vinna og
stundaði þá íþrótt þegar færi
gafst.
Fjölskyldan var mömmu hjart-
ans mál og fylgdist hún vel með
fólkinu sínu. Stórfjölskyldan hitt-
ist nánast öll þegar afmælisveisl-
ur voru haldnar. Þær eru ófáar
dýrmætu stundirnar sem við fjöl-
skyldan höfum átt saman. Minn-
isstæð er ferð sem við fórum sam-
an fjölskyldan til Frakklands í
siglingu í tilefni af sjötugsafmæli
mömmu sem og Floridaferð með
allri fjölskyldunni fyrir tveim ár-
um. Yndislegar minningar.
Ein af föstum hefðum fjöl-
skyldunnar var að koma saman á
jóladag hjá mömmu. Mamma eld-
aði þvílíkan veislumat ásamt
drekkhlöðnu kökuborði. Mamma
bakaði bestu flatkökur, kleinur
og pönnukökur sem fyrirfinnast.
Síðustu jól gaf ég mömmu
minni ferð til Tenerife og ætluð-
um við tvær saman í þá ferð 12.
febrúar en aldrei fórum við í
þessa ferð, því elskuleg móðir
mín datt svo illa í lok janúar og
lærbrotnaði. Hún náði sér ekki
eftir það, sem erfitt er að sætta
sig við.
Ekki veit ég hvernig lífið verð-
ur án þín, elsku mamma mín,
þakka þér fyrir samfylgdina.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Katrín Theódórsdóttir.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Kveðjustundir eru erfiðar,
hjarta mitt og hugur hefur síð-
ustu daga fyllst af minningum um
fallegu, góðu og duglegu ömmu
mína og þar munu þær lifa um
ókomna tíð.
Minningar um spilaborgirnar
sem risu á stofugólfinu í Merki-
gerðinu, nýbakaðar kleinur og
sögur sem þú sagðir þegar ég var
lítil.
Umhyggjan þegar þú baðst
mig að klæða mig betur í ófá
skipti þegar ég var á unglings-
aldri og oftar en ekki lánaðir þú
mér vettlinga og eyrnaband áður
en ég fór frá þér.
Dugnaðurinn sem þú kenndir
mér ásamt réttu handtökunum í
frystihúsinu, ég er þakklát fyrir
hvern dag þegar ég var send „upp
til ömmu“ því oftast græddi ég á
því samverustund og spjall um
allt og ekki neitt.
Dætur mínar nýkomnar í
heiminn þegar þú komst og hittir
þær í fyrsta sinn og alltaf varst þú
til staðar fyrir okkur. Aldrei leið
afmælisdagur sem við ekki hitt-
um þig eða fengum símtal og þú
passaðir uppá að ekki liði of langt
á milli þess sem þú bauðst stór-
fjölskyldunni til þín.
Amma, þú varst svo mikill töff-
ari, það sýndi sig vel þegar þú
skelltir þér í þyrluflug með elstu
langömmustrákunum þínum í
Florida í fjölskylduferðinni okk-
ar. Það hefði bara ekki komið mér
á óvart ef þú hefðir ákveðið að
koma með mér í fallhlífarstökk.
Við stelpurnar erum heppnar
að eiga svo margar minningar um
þig, elsku amma, nú þegar þú ert
komin í sumarlandið. Við kveðj-
um þig með trega og söknuði og
vitum að þú vakir yfir okkur.
Elska þig, amma.
Þín
Eva Lind.
Elsku amma.
Það er sárt að setjast niður til
að skrifa nokkur minningarorð
um þær stundir sem við áttum
saman og tilhugsunin um að við
hittumst ekki aftur. Þær eru ófá-
ar stundirnar sem við höfum setið
og spjallað um lífið og tilveruna.
Þegar ég hitti þig síðast óraði
mig ekki fyrir því að það yrði í
síðasta skipti sem við myndum
hittast og spjalla saman. Við gát-
um spjallað tímunum saman og
áttum margt eftir ósagt þegar þú
fórst. Samt get ég ekki annað en
þakkað þér fyrir allar þær
ógleymanlegu stundir sem við
áttum saman, það var alltaf gott
að kíkja í heimsókn til ömmu
Siggu þar sem var alltaf á boð-
stólum að fá kleinur og flatkökur
með laxi. Þú varst ekki feimin við
að láta þínar skoðanir í ljós en tal-
aðir aldrei illa um nokkurn mann
og vildir öllum vel. Allar minn-
ingar sem við eigum saman um
jólin, þær sumarbústaðaferðir
sem við fórum og auðvitað Flor-
ida- og Frakklandsferðir sem
stórfjölskyldan fór í, eru brot af
fjölmörgum ógleymanlegum
minningum. Ég er þakklátur fyr-
ir hversu góð mamma þú varst
börnunum þínum, hversu góð
amma þú varst okkur barnabörn-
unum og hversu góð langamma
þú varst Maroni Darra. Ég mun
stoltur segja börnum mínum sög-
ur af ömmu Siggu. Elsku amma
Sigga, ég vildi óska þess að ég
gæti faðmað þig og átt fleiri sam-
töl við þig við eldhúsborðið á
Merkigerði og sagt þér fréttir af
okkur fjölskyldunni. Ég sakna
þín meira en orð fá lýst en veit að
þú munt áfram vaka yfir okkur
öllum.
Þú lifir áfram í hjörtum okkar
allra.
Hvíl í friði.
Birkir Guðjónsson.
Sigríður
Guðjónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma. Takk fyrir
samfylgdina. Hugsa til þín
með bæninni sem þú
kenndir mér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín
Rakel.