Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
✝ Unnur Þórð-ardóttir fædd-
ist á Urðarstíg 15 í
Reykjavík 14. júní
1924. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 29. júní
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Þórður Ei-
ríksson, sjómaður
og netagerðar-
meistari frá Útey í
Laugardal, f. 13.10. 1896, d. 5.
ágúst 1985, og Jónína Guðrún
Steinsdóttir, húsmóðir frá Skúfs-
læk í Flóa, f. 17. apríl 1902, d. 16.
júní 1974. Yngri systir Unnar er
Eiríka Kristín Þórðardóttir, f.
28. mars 1928.
Unnur giftist 9. nóvember
1946 Jóni Guðbjartssyni, f. 23.10.
1913, síðar forstjóra í Reykjavík,
d. 16. apríl 1979. Börn þeirra
eru: 1) Steinn Jónsson læknir, f.
22. júlí 1951, kvæntur Jónínu
Björgu Jónasdóttur lögfræðingi,
f. 10. október 1950. Börn þeirra
eru: a) Jón, f. 19. desember 1976,
hagfræðingur í Bandaríkjunum,
kvæntur Emi Nakamura hag-
fræðingi og eiga þau börnin Od-
meðan verið var að byggja hús
þeirra á Vesturvallagötu 3. Unn-
ur vann þrjú sumur í sveit á ung-
lingsárum hjá föðurbróður sín-
um Eyvindi Eiríkssyni og
Katrínu Bjarnadóttur konu hans
í Útey í Laugardal og átti hlýjar
minningar um það. Unnur gekk í
Miðbæjarskólann og lauk gagn-
fræðaprófi frá Ingimarsskól-
anum í Reykjavík. Eftir það vann
hún við verslunarstörf, lengst af
hjá verslun Halla Þórarins á
Vesturgötu í Reykjavík. Unnur
og Jón hófu búskap sinn og
bjuggu lengst af á Vesturvalla-
götu 3 en þau byggðu yfir hús
Þórðar og Jónínu. Árið 1977
fluttu þau í hús sem þau létu
byggja að Sæbraut 18 á Seltjarn-
arnesi. Unnur helgaði fjölskyldu
sinni, barnabörnum og vinum
mest af sínum tíma, hafði yndi af
garðrækt og hélt við húsi sínu
sjálf. Unnur var manni sínum
stoð og stytta í störfum hans,
sérstaklega í fjölda viðskipta-
ferða til útlanda. Eftir að hann
lést sat hún um árabil í stjórn
Steinavarar hf. og varastjórn
Hampiðjunnar hf. Árið 1996
flutti hún að Þorragötu 9 í
Reykjavík þar sem hún bjó þar
til 2015, er heilsu hennar fór að
hraka.
Útför Unnar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag, föstudaginn
13. júlí 2018, og hefst athöfnin
kl. 13.
in og Völu. b) Hall-
grímur, f. 21. ágúst
1978, vélfræðingur
og framkvæmda-
stjóri í Vest-
mannaeyjum,
kvæntur Auðbjörgu
Höllu Jóhannsdóttir
kennara og eiga
þau dæturnar Unni
Birnu, Hrafnhildi
og Önnu Steinunni.
c) Þórunn Oddný, f.
27. apríl 1984, lögfræðingur, gift
Hjalta Gylfasyni verkfræðingi
og eiga þau dæturnar Þóru Mar-
íu og Hrafntinnu Líf. 2) Jónína
Guðrún Jónsdóttir, f. 15. júní
1956, viðskiptafræðingur, gift
Guðmundi Ragnarssyni raf-
eindavirkjameistara, f. 14. júní
1956. Sonur þeirra er Kári raf-
eindavirki, f. 10. janúar 1982.
Sambýliskona hans er Lísa Björk
Hjaltested, klæðskera- og kjóla-
meistari, og börn þeirra eru
Maríanna, Theodór Emil og Jón
Stirnir.
Unnur ólst upp hjá foreldrum
sínum fyrst að Holtsgötu 12 í
Reykjavík, en fjölskyldan bjó
einnig um tíma í Hafnarfirði
Fallin er frá kær tengdamóðir
mín. Ég kynntist henni fyrst þeg-
ar ég kom inn á heimili þeirra
Jóns fyrir hartnær 45 árum. Þá
bjuggu þau á Vesturvallagötunni
í húsinu þar sem Unnur hafði al-
ist upp, í sambýli við foreldra
Unnar og seinna með föður henn-
ar. Heimili verðandi tengda-
foreldra minna var afar fallegt og
mikið af fallegum munum. Unnur
var mikil húsmóðir sem hafði un-
un af því að hugsa um sitt fallega
heimili og bera fram góðar veit-
ingar.
Unnur bjó í sambýli við for-
eldra sína og skammt frá bjó
Eríka Kristín, systir hennar, sem
alltaf var kölluð Stína systir, með
eiginmanni og fjórum dætrum.
Náið samband var milli þeirra
systra og komu fjölskyldurnar
mikið saman. Í garðinum á Vest-
urvallagötunni var oft marg-
menni á sólardögum og mikið
gaman.
Við Steinn eignuðumst eldri
son okkar meðan við vorum enn
við nám í háskólanum. Þá opn-
aðist faðmur tengdaforeldra
minna sem aldrei fyrr. Þau um-
vöfðu drenginn ást og umhyggj-
an var óendanleg. Unnur var allt-
af boðin og búin að hjálpa okkur
hvenær sem var. Einhverju sinni
hringdi ég og spurði hvort hún
gæti komið og passað Jón meðan
ég skryppi frá. „Já, alveg sjálf-
sagt, ég var að setja köku í ofninn
og kem meðan hún er að bakast.“
Eftir að við komum heim frá bú-
setu erlendis bjó Unnur skammt
frá okkur. Þar áttu börnin okkar
þrjú alltaf athvarf og skjól eftir
skóla og á frídögum. Hún tók á
móti þeim og vinum þeirra og gaf
að borða eða drekka. Og veiting-
arnar eru í minnum hafðar, eink-
um döðlutertan sem aldrei hefur
tekist að baka jafngóða og hjá
ömmu, þrátt fyrir margar til-
raunir. Unnur reyndist mér afar
vel, studdi þegar á þurfti að halda
og sýndi mér mikla umhyggju.
Unnur var há og grönn og
mjög myndarleg kona. Hún hafði
gott auga fyrir fötum og var alltaf
vel tilhöfð. Hún hafði skemmti-
lega frásagnargáfu og auga fyrir
því spaugilega í fari fólks. Að
sitja og spjalla við hana var mjög
skemmtilegt, hlusta á frásögur
frá liðinni tíð, af gömlum ná-
grönnum og ættingjum. Hún
kvartaði aldrei, var ánægð með líf
sitt og sitt fólk.
Á síðustu mánuðum ævinnar
talaði Unnur mikið um liðna tíð,
foreldra sína og uppvöxtinn.
Einnig varð henni tíðrætt um
æskuvinkonu sína Guðrúnu Á.
Símonar söngkonu. Ég veit að
orðið hafa fagnaðarfundir þegar
Unnur hitti aftur Jón sinn og
aðra ættingja og að nú líður
henni vel með þeim. Við sem eftir
sitjum yljum okkur við minning-
ar um yndislega konu.
Hvíl í friði, kæra tengdamóðir.
Jónína B. Jónasdóttir.
Þegar ég var sjö ára gamall
fluttum við fjölskyldan heim frá
Bandaríkjunum. Eftir að búa eitt
ár í Vesturbænum fluttum við út
á Seltjarnarnes steinsnar frá
heimili Unnar ömmu. Ég var
fljótur að átta mig á því að ég var
alltaf velkominn í heimsókn til
ömmu og fékk alltaf eitthvað gott
í hverri heimsókn. Döðlukökurn-
ar voru lengi í miklu uppáhaldi.
En vöfflur og smákökur voru líka
oft á boðstólum og ef maður kom
í hádeginu gat verið svartfugl,
lambalundir eða eitthvað af álíka
gæðum í matinn. Með matnum
fylgdi svo alltaf gott spjall. Marg-
ar af þeim sögum sem hún sagði
tengdust uppvaxtarárum hennar,
ferðum hennar og afa Jóns til út-
landa. Madeira og London komu
oft við sögu eða vinir hennar eins
og Gunna Sím. Vegna þess hvað
það var gott að koma í heimsókn
urðu heimsóknirnar mjög marg-
ar hjá mér og héldu áfram þegar
ég var kominn í menntaskóla og
amma var flutt á Þorragötuna.
Þá gat maður rölt við á Þorragöt-
unni á leiðinni út á Nes. Annað
skemmtilegt viðfangsefni sem
hefur eflaust mótað mitt viðhorf
voru sögur af langafa Þórði frá
síldarvertíðum og siglingum á
stríðsárunum. Það var mikið stolt
og ljómi yfir þeim tíma, m.a. þeg-
ar hann kom eitt sinn heim af
sjónum með hangilæri og flösku
og lýsti því yfir að hann væri bú-
inn að borga fyrir húsið á Vest-
urvallagötunni.
Við sem vorum svo lánsöm að
hafa varið miklum tíma með Unni
ömmu erum örugglega flest und-
ir áhrifum frá henni að mörgu
leyti. Maturinn sem hún bjó til
var hollur og góður. Stíllinn á
heimilinu óaðfinnanlegur –
Architectural Digest alltaf uppi á
borðum. Ég held meira að segja
að allir krakkarnir hafi skoðað
þessi blöð óspart.
Ég minnist þess aldrei að hafa
heyrt hana Unni ömmu segja
neitt illt um nokkurn mann. Það
er mikil huggun þegar maður
kveður mannaskju sem er manni
jafn kær að vera viss um að hún
hafi verið ánægð með sitt líf og
stolt af sínu fólki. Vertu sæl,
amma Unnur. Ég er þakklátur
fyrir allar góðu stundirnar og við
munum alltaf sakna þín.
Hallgrímur Steinsson.
Unnur amma mín var alveg
einstök manneskja. Hún var hlý,
jákvæð og full af skilyrðislausum
kærleik. Þvílík gæfa að fá að alast
upp með hana nánast í næsta
húsi. Þegar ég var að alast upp
var ég í leikskóla og síðar grunn-
skóla fyrir hádegi og síðan hjá
ömmu Unni eftir hádegi. Hún tók
á hverjum degi á móti manni
fagnandi með heitan veislumat og
í kaffitímanum voru oft bakaðar
vöfflur sem vinir mínir fengu að
njóta með mér í ófá skipti milli
þess sem við lékum okkur í verð-
launagarðinum hennar og höfð-
um það huggulegt úti í sófa-
rólunni.
Eftir að amma flutti af Nesinu
var rútínan sú sama: hjóla eða
taka strætó til ömmu, fá eitthvað
gott að borða og hafa það huggu-
legt. Það var einhvern veginn
alltaf alveg einstök ró og yfirveg-
un í kringum ömmu. Hún tók öll-
um nákvæmlega eins og þeir
voru sem gerði það að verkum að
manni leið alltaf vel með henni.
Amma Unnur var klár og
skynsöm. Hún hugsaði vel bæði
um sína eigin heilsu og einnig
heilsu okkar barnabarnanna.
Hún byrjaði hvern dag á að borða
grape og ab-mjólk með hörfræj-
um. Hún eldaði hollan mat fyrir
okkur barnabörnin og lagði mikla
áherslu á að við borðuðum hollan
mat. Þegar maður varð svo veik-
ur og gat ekki verið hjá henni
kom hún með fulla poka af appel-
sínum og kíví til að flýta batan-
um. Amma hafði mjög gaman af
innanhússhönnun og hefði orðið
góður arkitekt. Hún hafði auga
fyrir fallegum hlutum og þótti
gaman að eiga fallegt heimili.
Hún var óhrædd við að velja
djarfa liti og þótti seinna meir
mjög gaman að sjá sína liti vera
orðna móðins í blöðum eins og
Architectural Digest, sem var
mikið skoðað hjá ömmu á Sæ-
brautinni.
Amma er mín fyrirmynd í
flestöllu. Ég fékk aldrei að kynn-
ast afa Jóni en það ríkir alltaf
ákveðinn ljómi í mínum huga yfir
þeirra hjónabandi. Ég minnist
þess hve oft við amma sátum
saman og skoðuðum gamlar
myndir. Þau ferðuðust mikið og
það var gaman að heyra sögurnar
frá ferðalögunum til London og
svo seinna til heitari landa eins og
Madeira. Hún var alltaf jafn
ánægð með þeirra líf, hve mikið
þau nutu lífsins saman. Það gleð-
ur mig að hugsa til þess að nú séu
þau aftur komin á sama stað.
Þórunn Steinsdóttir.
Þegar fólk deyr og leiðir skilja
fer hugurinn í ferðalag og minn-
ingar koma upp.
Við andlát Unnar, móðursyst-
ur okkar, kemur húsið á Vestur-
vallagötu fyrst upp í hugann. Á
efri hæðinni bjó Unnur ásamt
fjölskyldu sinni en amma og afi á
þeirri neðri.
Þetta hús og fólkið sem þar bjó
var alveg einstakt. Öll okkar
bernska er samofin þessu húsi og
fólkinu sem þar bjó. Hátíðir, af-
mæli, ferðalög og síðast en ekki
síst sólríki, skjólgóði og gróður-
sæli garðurinn, sem skoskur vin-
ur þeirra kallaði porto fino.
Stundum fannst okkur eins og við
værum ein fjölskylda. Það kom
ekki síst í ljós á erfiðum stundum,
þá stóðu þau eins og klettur með
okkur. Þá var gott að eiga góða
að.
Unnur var glæsileg og aðsóps-
mikil kona. Hún var veraldarvön
og þau hjónin ferðuðust mikið á
þeim tímum þegar ferðalög voru
ekki algeng. Nutum við systurn-
ar góðs af því, þar sem hún keypti
nýjustu tískuföt þess tíma á okk-
ur ekki síður en á sín eigin börn.
Hún var söngelsk og á ferðalög-
um sínum sá hún ýmsa söngleiki,
sem hún flutti heim á Vestur-
vallagötu. Oklahoma, South Paci-
fic, My Fair Lady. Hún hreif okk-
ur með sér og við ferðuðumst
með henni í huganum um heims-
ins höf.
Ógrynni góðra minninga munu
lifa með okkur.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Unnur.
Jóna Maja,
Hildur og Þórunn.
Nú hefur móðursystir mín,
Unnur Þórðardóttir, kvatt þenn-
an heim eftir langa og gæfuríka
ævi. Eftir situr tómarúm, sem þó
fyllist skjótt af dýrmætum ljóslif-
andi minningum um elsku Unni.
Allt fas Unnar sameinaði full-
komlega glaðværð, glettni, al-
vöru og myndugleika. Jákvæðni,
bjartsýni, velvilji og hlýhugur
eru okkur efst í huga þegar við
minnumst Unnar. Hún gerði sér
ekki rellu út af hlutunum að
óþörfu, en var hörkutól þegar því
var að skipta og með afar skýra
siðferðisvitund og sterkar skoð-
anir. Ef einhver var með stæla
sem gengu nærri hennar prin-
sippum var hún snögg upp á lag-
ið, beitti röddinni þannig að ekk-
ert fór á milli mála og átti nóg af
vel völdum orðum til að vinda
hratt og örugglega ofan af vit-
leysunni. Hún valdi hins vegar
sínar orrustur af kostgæfni, var
alltaf yfirveguð og vel tengd við
það besta í sjálfri sér og lét ekki
stjórnast af öðru en því sem var
innra með henni sjálfri.
Samfundir við Unni voru eft-
irsóknarverðir og bætandi bæði
fyrir börnin okkar og okkur sjálf.
Hún var frænkan sem var í næsta
húsi frá barnæsku og unglings-
árum, nálæg alla tíð þótt vega-
lengdir á milli yrðu lengri þegar
fram liðu stundir. Það var ekki
svo sjaldan að öll fjölskyldan kom
veltandi inn úr dyrunum óforvar-
andis. En það skipti aldrei neinu
hvenær bankað var upp á. Alltaf
tekið fagnandi með orðum eins og
„Mikið er gaman að sjá ykkur“ og
dregnar fram dýrindis veitingar
sem allir kunnu að meta. Og ekki
skorti umræðuefnin. Hún var
alltaf áhugasöm um velferð okkar
og barnanna og þegar þeim um-
ræðum sleppti tóku við góðar
sögur úr fortíðinni eða umræður
um landsins gagn og nauðsynjar.
Þar hafði hún ákveðnar skoðanir
og alltaf af nógu að taka. Í ára-
raðir var það föst rútína að enda
Þorláksmessurúntinn hjá Unni.
Hlýjar móttökur hennar og nota-
leg kvöldstundin var ómissandi
þáttur í jólaundirbúningnum.
Unnur var glæsileg kona með
mikla útgeislun og það sópaði að
henni hvar sem hún kom. Veg-
tyllur og metorð var hins vegar
ekki eitthvað sem hún gekk fyrir
því hennar vettvangur var lífið
sjálft. Hún var leiðtoginn í eigin
lífi. Í því hlutverki vildi hún vera
og augljóst að í því naut hún sín
til fulls. Forgangurinn var á
hreinu. Velferð og hamingja fjöl-
skyldunnar og annarra þeirra
sem voru henni kærir skipti öllu
og hún naut þess að veita og
miðla af öllu sínu án nokkurra
skilyrða. Hún missti eiginmann
sinn, Jón Guðbjartsson, þegar
hún var einungis 55 ára. Þau
höfðu alla tíð verið mjög náin og
samhent í öllu, en hún hélt ótrauð
áfram á sínum eigin forsendum í
þau tæpu 40 ár sem hún átti eftir
ólifuð.
Minningin um Unni verður
okkur alltaf dýrmæt og mun ætíð
vekja góðar og hlýjar tilfinning-
ar. Þannig lifir hún að eilífu í
huga okkar og hjarta. Við und-
irrituð og börnin okkar, Þórður,
Kristján og Fríða, erum þakklát
fyrir að hafa fengið að vera henni
samferða í allan þennan tíma og
fengið að njóta alls þess sem hún
hefur af örlæti sínu og rausnar-
skap veitt okkur.
Björg og Bjarni Snæbjörn.
Elsku Unnur frænka mín er
látin, 94 ára gömul. Unnur og
móðir mín, Hulda Júlíusdóttir,
voru systkinabörn en móðir mín
dó langt fyrir aldur fram, aðeins
34 ára gömul. Fjögurra ára
aldursmunur var á milli þeirra en
þrátt fyrir það voru þær góðar
vinkonur enda mikill samgangur
á milli heimila þeirra. Unnur átti
heima á Vesturvallagötu 3 ásamt
foreldrum sínum og systur, Stínu
(Eiríku Kristínu), en mamma átti
heima á Holtsgötu 13 með for-
eldrum sínum og systkinum. Af
myndum af dæma voru þær oft
þrjár saman, svo fallegar og
skemmtilegar að sjá. Þegar þær
svo stofnuðu heimili bjuggu Unn-
ur og Jón heitinn, hennar góði
maður, á efri hæð Vesturvalla-
götu 3 en foreldrar mínir fluttu í
„nýju“ blokkina sem byggð var á
lóð ömmu minnar að Holtsgötu
13. Áfram var því mikið nábýli
milli þeirra frænkna og okkar af-
komenda þeirra.
Það var einhvern veginn alltaf
svo mikið líf og fjör á Vesturvalla-
götunni. Bak við húsið var stór og
flottur garður og þar var einstak-
lega gott skjól fyrir norðanátt-
inni. Þegar sólin skein, sem var
mjög oft í minningunni, sóluðu
ungu mömmurnar sig og krakk-
arnir léku sér. Ég man líka að
Unnur átti stórt og flott segul-
bandstæki og var búin að taka
upp alla skemmtilegustu söng-
leikina sem voru svo vinsælir á
sjöunda áratugnum, t.d. Okla-
homa og South Pacific. Ég held
að hún hafi heldur viljað hafa þá á
bandi því þá þurfti hún ekki að
snúa plötunni við þegar hún var
upptekin við að sinna sínu fal-
lega, smekklega heimili. Í minn-
ingunni söng Unnur hástöfum
með. Enn þann dag í dag minna
lögin úr þessum söngleikjum mig
á Unni frænku.
Veturinn 1962-3 dvaldi ég
meira og minna hjá þeim Unni,
Jóni og börnum. Segja má að
Unnur hafi tekið mig að sér
þennan vetur en þá var mamma
mín orðin mjög veik. Unnur var
mér sérstaklega góð og ég minn-
ist þess hvað það var oft gaman
hjá þeim. Þau fóru með okkur
krakkana á skíði í Skíðaskálann í
Hveradölum og nestið var heitt
kakó og hvítt franskbrauð.
Stundum var sunnudagshádegis-
matur borðaður á Grillinu á Sögu
sem var ævintýralegt. Eftir að
mamma féll frá í janúar 1963 var
ég áfram hjá þeim um tíma. Ég
fékk sérherbergi hjá fjölskyld-
unni á Vesturvallagötunni og þau
voru mér alveg einstaklega góð,
sérstaklega auðvitað Unnur sem
var óþreytandi að hugga mig
þegar ég var döpur. Í mínum
augum voru þau Unnur og Jón
sérlega glæsileg og hamingjusöm
hjón, svo lífsglöð og skemmtileg
og gerðu svo margt skemmtilegt
með börnum sínum Steina og
Jónu Guðrúnu.
Eftir að ég varð fullorðin
heimsótti ég Unni frænku nokk-
uð reglulega og alltaf fannst mér
gott og gaman að hitta hana. Ég
kom nokkrum sinnum til hennar
eftir að hún fluttist á Sóltún en
þar leið henni afskaplega vel.
Augljóst var að Unnur var mjög
vinsæl meðal starfsfólksins á Sól-
túni enda var hún alltaf svo skap-
góð, jákvæð og skemmtileg.
Ég vil þakka Unni frænku
minni þá umhyggju og góðvild
sem hún ávallt sýndi mér. Inni-
legustu samúðarkveðjur til ykk-
ar, elsku Jóna Guðrún og Steini
og fjölskyldur.
Lára Helga Sveinsdóttir.
Unnur
Þórðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guðmundur Gunnarsson.
„Hver einasti maður
hefur sinn tilgang.
Hver maður hefur fram
að færa einstæða gjöf
eða sérstakar gáfur til að gefa öðrum.“
(Deepak Chopra)
Lárus var góður vinur og sam-
starfsmaður, léttur í lund og vildi
leysa hvers manns vanda. Hann
var giftur frænku minni sem ég
hef alltaf litið upp til í starfi mínu
sem hjúkrunarfræðingur.
Í samstarfi sem stóð í tæpa
þrjá áratugi var oft tekist á um
menn og málefni og stefnur í
geðheilbrigðismálum. Hann
starfaði ötullega að því að koma
langveikum vistmönnum sem
dvalið höfðu á Kleppsspítala í
Lárus Jakob
Helgason
✝ Lárus JakobHelgason var
fæddur 10. sept-
ember 1930. Hann
lést 23. júní 2018.
Útför Lárusar
fór fram 5. júlí
2018.
einn til tvo áratugi í
sjálfstæða búsetu á
vegum Félagsmála-
stofnunar og Geð-
verndarfélags Ís-
lands, ásamt Mar-
gréti Sæmunds-
dóttur hjúkrunar-
fræðingi. Þetta var
langtímaverkefni
sem tók nokkur ár.
Skilningur utanað-
komandi og innan
Landspítalans var ekki sem
skyldi og mættu þau mörgum
hindrunum þar að lútandi. Það er
einkennilegt að flestir haldi að
það sé það sama að starfa með
vistmönnum geðdeilda og að
skera burt mein á skurðstofu en
svo er ekki. Viðhorfsbreyting og
skilningur sjúklings á eigin
ástandi tekur langan tíma. Að-
alsmerki Lárusar var að gefast
aldrei upp. Hann hafði trú á að
allir gætu óháð aldri breytt um
lífsstíl, náð betri tökum á sinni
tilveru og aukið sín lífsgæði.
Þórunn S. Pálsdóttir.