Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nýr kafli á uppbyggðum Dettifoss-
vegi milli Mývatnsöræfa og Keldu-
hverfis er nú kominn í notkun. Frá
Hringveginum og
þaðan til til norð-
urs var fyrir
nokkrum árum
útbúinn nýr veg-
ur með slitlagi
sem er um 20
kílómetrar. Við-
bótin sem nú er
verið að ljúka við
er um 13 kíló-
metrar, það er frá
Dettifossi niður svonefndan Súlna-
læk en aka má á slitlagi niður fyrir
Hólmatungur og nú má aka um hluta
þessa vegar.
Starfsmenn Þ.S. verktaka á Egils-
stöðum eiga að ljúka verkinu í ágúst-
lok og þá vantar aðeins um 7 kíló-
metra upp á að kominn verði
uppbyggður heilsársvegur suður í
Kelduhverfi. Úr norðri er kominn
góður vegur frá Ásbyrgi og langleið-
ina í Vesturdal þar sem Hljóða-
klettar eru. Gunnar Bóasson, rekstr-
arstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík,
segir þess vænst að á næsta ári fáist
fjárveiting til framkvæmda á þeim
spotta á Dettifossvegi sem ólokið er.
Að því loknu verður komin sú sam-
göngubót sem lengi hefur verið kall-
að eftir á Norðurlandi.
„Gamli vegurinn er barn síns tíma,
moldarslóði sem að hluta er niður-
grafinn. Fyrsti snjór á haustin fer í
þessa gróf og leiðin er því oft ekki
fær fyrr en kemur fram í júní. Að fá
uppbyggðan veg alla leið verður al-
gjör bylting. Þetta er fjölfarin leið og
yfir veturinn, þegar við setjum snjó-
ruðningstækin á veginn fram að
Dettifossi, er alveg lestin af ferða-
fólki sem fylgir á eftir,“ segir Gunn-
ar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir Jarðvegi ekið í fyllingar og vegaxlir á nýja veginum skammt frá Hólmatungum nú í vikunni.
Áfanga er náð á nýja
Dettifossveginum
13 km viðbót Síðasti spottinn verði tekinn á næsta ári
Hrikalegur Flestir ferðamenn koma nú að Dettifossi vestanverðum.
Gunnar
Bóasson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað
á fundi sínum í gær að veita ferða-
þjónustufyrirtækjum tímabundið
leyfi, út árið 2018, til þess að fara í
skipulagðar ferðir á Skaftafellsjökul.
Fyrirtækin höfðu fært ferðir sínar
frá Svínafellsjökli, þar sem hætta er
á berghlaupi vegna stórrar sprungu
í Svínafellsheiði. Almannavarnir
vöruðu við ferðum við jökulinn í lok
júní og um síðustu helgi komu Veð-
urstofa Íslands og Háskóli Íslands
upp mælum til að mæla gliðnun
sprungunnar. Gróft mat gerir ráð
fyrir að efni sem hreyfist á svæðinu
sé um 60 milljónir rúmmetra.
Leggi fram nýtingaráætlun
Ekki er hefð fyrir hópferðum á
Skaftafellsjökul, en yfirvöld þjóð-
garðsins létu þær óátaldar í kjölfar
viðvörunar almannavarna. Formleg
ákvörðun um leyfi liggur nú fyrir.
„Meðan á óvissuástandi stendur
gerir stjórn ekki athugasemdir við
að skipulögðum gönguferðum verði
beint á Skaftafellsjökul í samráði við
þjóðgarðsvörð og landverði á svæð-
inu,“ segir í ákvörðun stjórnarinnar,
en tiltekin skilyrði eru þó sett. Þann-
ig skulu ferðir hefjast við upphaf
göngustígs (S1) við Skaftafellsstofu.
Eingöngu þeim fyrirtækjum sem
geta sýnt fram á að þau hafi verið að
fara í skipulagðar ferðir á Svínafells-
jökul verður heimilt að fara í skipu-
lagðar ferðir á Skaftafellsjökul og
áskilið er að fyrirtækin leggi fram
nýtingaráætlun þar sem fram komi
fjöldi áætlaðra ferða, upphafstími og
lengd ferðanna.
Fundur boðaður í sumarlok
Fjöldi ferða á hvert fyrirtæki er
takmarkaður, og miðast að hámarki
við þær upplýsingar sem „veittar
voru þjóðgarðsverði í samtölum við
forsvarsmenn fyrirtækja dagana
fyrir fund 5. júlí 2018. Ekki verður
heimilt að fjölga ferðum.“
Að lokum segir að stjórnin muni
boða fyrirtækin til fundar við svæð-
isráð ásamt þjóðgarðsverði í lok
ágúst eða byrjun september til að
kanna framtíðarmöguleika á jökla-
ferðum í Öræfum og nágrenni.
„Einn fulltrúi hvers fyrirtækis
yrði þá boðaður á samráðsfund um
stöðuna og hvaða möguleikar séu til
framtíðar varðandi jöklagöngur,“
segir í ákvörðun stjórnar.
Leyfa jöklagöngu
með skilyrðum
Mega fara með hópa á jökulinn
Fyrirtækin fá leyfi út árið 2018
Morgunblaðið/RAX
Skaftafellsjökull Ferðaþjónustufyrirtækin sem fyrir voru fá tímabundið
leyfi til að fara með hópa ferðamanna í göngu á jöklinum.
„Málið sem um
ræðir er starfs-
mannamál og því
höfum við tak-
markaðir heim-
ildir til að tjá okk-
ur um það eða
ræða opin-
berlega,“ segir
Stefán Eiríksson,
borgarritari
Reykjavík-
urborgar. Stefán vísar hér í deilur
starfsmannastjóra skrifstofu borg-
arritara við fjármálastjóra skrifstof-
unnar. Dómur féll í júní í Héraðs-
dómi Reykjavíkur þar sem
Reykjavíkurborg var dæmd til að
greiða fjármálastjóranum skaða-
bætur vegna framkomu skrif-
stofustjórans. Stefán segir jafnframt
að málið hafi verið kynnt og rætt á
fundi borgarráðs 7. júní sl. í kjölfar
þess að dæmt var í málinu 5. júní. Á
vefsíðu Reykjavíkurborgar er greint
frá því að málið hafi verið tekið fyrir
á fundi og var skrifstofustjóranum
umrædda vikið af fundi á meðan.
Ekki er farið nánar út í viðburði
fundarins á vefnum. Reykjavík-
urborg hafði mánuð til að áfrýja úr-
skurði dómsins en er sá tími nú lið-
inn og telst dómurinn því
fullnaðardómur. ninag@mbl.is
Borgin vill
ekki tjá sig
Stefán
Eiríksson
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MIKILVÆGUR
STUÐNINGUR
Bjóðum mikið úrval af vönduðum stuðningshlífum á góðu verði.
Kíktu til okkar og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina fyrir þig.
ÖKKLAHLÍF MJÓBAKSSPELKUR OLNBOGASPELKA
Vinnur á móti bjúgmyndun og bólgu.
Þægileg að vera í og gengur í flesta
skó. Notast eftir tognun og sem
fyrirbyggjandi.
Henta við miklum, langvarandi
bakverkjum og/eða óstöðugleika
í mjóbaki, útbungun á brjóski,
brjósklosi eða stenosu.
Olnbogaspelka sem vinnur á móti
bjúgmyndun. Notast m.a við tognun
í olnboga, tennis/golfolnboga eða
gigt í olnboga.
Nú í samn
ingi við
Sjúkratry
ggingar
Íslands
Buxum
Kjólum
Toppum
Bolum
afsláttur af
Str. 36-52
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook