Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
María Jóna Magnúsdóttir er fertug í dag. Hún er nýráðin fram-kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins og tók við störfum í loksíðasta mánaðar. Hún hefur annars verið í bílabransanum í
vel á annan áratug. Byrjaði hjá Toyota árið 2000, var þar til 2010, fer
þaðan í banka og síðan til Heklu í tvö ár, þaðan í BGS. Þá útskrifaðist
hún úr CBS árið 2012 með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótun.
Bílgreinasambandið er viðamikil skipulagseining. Aðildarfélögin eru
155 og starfsmenn í greininni hérlendis um 4.000. Að taka við ábyrgð-
arstöðu segir María að sé krefjandi á skemmtilegan hátt. „Ég ber sem
sagt ábyrgð á Bílgreinasambandinu ásamt stjórn. Það eru mjög spenn-
andi tímar framundan og um leið margar áskoranir. Stór verkefni. Ég
er ekki stressuð fyrir þessu heldur full bjartsýni.“
Afmælinu fagnar María með ferðalagi vestur um haf. Þar ætlar hún
að hitta systur sína, sem er búsett þar. „Ég er hérna í Miami í systra-
ferð. Eyði afmælisdeginum í sól og sælu. Það er fínt að eiga svona
systrahelgi.“ María er fjölskyldukona. „Ég er ekki fyrir stór afmæli,
stór partí eða svoleiðis. Mér finnst best að njóta bara dagsins í faðmi
fjölskyldunnar.“
Að öðru leyti er María mikil íþróttakona. Rennir sér á skíðum þegar
færi gefst og stundar aðra allsherjarhreyfingu eins og fjallgöngur og
líkamsrækt. Kærasti Maríu er Emil Þór Vigfússon, fæddur 1974.
snorrim@mbl.is
Bjartsýn „Það eru mjög spennandi tímar framundan.“
Í bílabransanum
öll sín fullorðinsár
María Jóna Magnúsdóttir er fertug í dag
Á
svaldur Andrésson fædd-
ist á Seyðisfirði 13. júlí
1928 og ólst þar upp.
Ásvaldur kláraði nám í
barna- og unglinga-
skólanum 12 ára gamall og fór þá að
vinna sem sendill á símstöðinni á
Seyðisfirði. Síðar fór hann á vertíðir,
veturinn 1944, þá 15 ára gamall, á
Djúpavog og veturinn eftir á Horna-
fjörð. Hann vann sem beitninga-
maður eða það sem var kallað land-
maður á þeim tíma.
Á æskuárunum á Seyðisfirði var
mikið um að vera að sögn Ásvaldar
en þar voru hernámslið og Seyðis-
fjarðarhöfn var skilgreind sem her-
skipahöfn með olíubirgðaskipið El
Grillo. Fyrir hádegi þann 16. febrúar
1944 var sprengjum varpað á skipið
af þýskum sprengjuflugvélum. Ás-
valdur, sem var staddur við glugga
heima hjá sér þegar sprengjurnar
féllu í sjóinn við framstefni skipsins,
var fljótur að hugsa og náði í gamla
Kodak-myndavél og hljóp út á tún og
náði mynd af skipinu þegar það var
að sökkva, fyrst þegar stefnið fór í
sjóinn og síðan þegar miðskipið
hvarf. Skipið var síðan með skutinn
upp úr sjó til kvölds en var síðan
sökkt af hernámsliðinu og hvarf sjón-
um bæjarbúa. Myndin hefur verið
birt víða, meðal annars í bókum
þeirra Þórs Whitehead, Friðþórs Ey-
dal og Hjálmars Vilhjálmsonar um
seinni heimsstyrjöldina og nú síðast í
bókinni Stríðsárin 1938 til 1945, eftir
Pál Baldvin Baldvinsson.
Haustið 1945 flytur Ásvaldur með
móður sinni og systur til Keflavíkur
en þá um veturinn hafði faðir hans
látist eftir skammvinn veikindi og Ás-
valdur tók að sér að vera fyrirvinna
heimilisins, þá 17 ára gamall.
Á Keflavíkurárunum vann Ásvald-
ur við ýmis störf, meðal annars í fisk-
vinnslu og hjá Keflavíkurbæ á ýms-
um tækjum. Einnig við fjölbreytt
störf á á Keflavíkurflugvelli hjá hern-
um og hjá fyrirtækinu Hamilton,
Smith og Beck.
Ásvaldur flutti til Reykjavíkur árið
1955 og hóf síðan nám í bifreiðasmíði
við Iðnskólann og hjá Agli Vilhjálms-
syni hf., hann lauk sveinsprófi 1962
og öðlaðist meistararéttindi 1965. Ás-
valdur starfaði á yfirbygginga- og
réttingaverkstæði Egils Vilhjálms-
sonar hf. í tuttugu og sjö ár en þar af
var hann verkstjóri í þrettán ár.
Hann fór síðan yfir til trygginga-
félaganna og starfaði við tjónaskoðun
frá árinu 1983, fyrst hjá Brunabót og
eftir sameiningu tryggingafélaganna
hjá Sjóvá-Almennum. Ásvaldur lauk
starfsævinni hjá Securitas og vann
þar allt til ársins 2001 er hann hætti
störfum.
Ásvaldur hefur verið mjög virkur í
félagsmálum alla sína tíð. Hann gekk
í Félag bifreiðasmiða að námi loknu,
sat í samninganefndum á vegum fé-
lagsins, var gjaldkeri þess um skeið
og formaður þess í fimmtán ár. Jafn-
framt sat hann í stjórn Málm- og
skipasmíðasambands Íslands. Þá sat
hann í sveinsprófsnefnd fyrir Félag
bifreiðasmiða og síðan Bíliðnafélagið
á árunum 1972-88.
Ásvaldur er í Lionsfélagi Kópa-
vogs og hefur verið þar frá árinu
1981. Hann hefur sinnt þar öllum
stjórnunarstörfum, verið ritari, for-
maður, gjaldkeri og siðameistari.
Ásvaldur var stofnfélagi í Seyð-
firðafélaginu sem var stofnað í
Reykjavík 1981 meðal annars með
það að markmiði að kaupa hús til or-
lofsdvalar á Seyðisfirði. Hann varð
Ásvaldur Andrésson bifreiðasmiður – 90 ára
Stórfjölskyldan Samankomin á 85 ára afmælisdegi Ásvaldar fyrir fimm árum.
Sá El Grillo sökkva
Reykjavík Sigrún Lilja
fæddist 6. febrúar 2018.
Hún vó 4.720 g og var 54 cm
að lengd. Foreldrar hennar
eru Baldur Baldvinsson og
Nanna Þ. Möller.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is