Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 14

Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Nánar á www.BILO.is Ford Transit D/C 350 Trend - L3 FWD 3.999.000+vsk - L3 4WD 5.150.000+vsk Eigumeinnig 6mannameð sendirými! LARTILBOÐSVERÐ Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Grein, þar sem ítalski skurðlækn- irinn Paolo Macchiarini, var einn höfunda, birtist í virtu vísinda- tímariti þótt sænsk siðanefnd hafi sex mánuðum fyrr talið hann ábyrgan fyrir vísindalegu mis- ferli vegna greinaskrifa hans og fleiri um plastbarkarann- sóknir í blaðinu The Lancet árið 2011. Vísindatíma- ritið Science birti í apríl á vefsíðu sinni www.sciencemag.org umfjöllun þar sem fram kemur að Macchiarini hafi í mars ritað grein í vísinda- tímaritið Journal of Biomedical Matrerials Research. Í greininni var meðal annars fjallað um gervi- vélinda og stofnfrumur. Macchi- arini gerði rannsóknina meðan hann starfaði hjá Kazan Federal- háskólanum (KFU) í Rússlandi með styrk frá rússnesku vísinda- stofnuninni (RFS). Í mars 2017 hætti RFS stuðningi við rann- sóknina og mánuði síðar var Macchiarini rekinn frá skólanum. Þrátt fyrir brottreksturinn notaði Macchiarini merki háskólans og netfang sem vísað er til í greininni og er titlaður sem aðalábyrgðar- maður greinarinnar. Science hefur eftir Jeremy Gil- bert, ritsjóra Journal of Biomedi- cal Materials Research að ekki hafi verið vitað um sögu Macchi- arini þegar ákvörðun var tekin um að birta greinina. Macchiarini enn í vísindaskrifum  Birti í mars grein um gervivélinda Háskóli Machhiarini starfaði áður við Kazan Federal University. Paolo Macchiarini Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir unnið að gerð samninga vegna mögulegrar gerðar umskipunarhafnar í Finna- firði í samvinnu við Bremenport. „Sveitarstjórnin fól mér í fyrra, að vinna að gerð samninga og hef- ur sú vinna staðið að undanförnu,“ sagði Elías í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir að lögfræðingar sam- starfsaðila hafi verið að vinna að útfærslu einstakra þátta samninga og sú vinna hafi gengið ágætlega. Vinna við undirbúninginn hefur staðið með hléum frá því haustið 2013, en í október það ár var frum- athugun þýskra sérfræðinga frá Bremenport, um að Finnafjörður gæti verið ákjósanlegur staður fyr- ir umskipunarhöfn í Norður-Atl- antshafi, kynnt íbúum Langanes- byggðar og Vopnafjarðar. Elías segir að sér hafi verið falið að formgera verkefnið af hálfu sveitarfélagsins og gera samninga sem snúa að stofnun þeirra fyr- irtækja sem til þarf. Stór og flókin verkefni „Þetta hefur kannski tekið heldur lengri tíma en menn vonuðust eftir, en hér er um stór og flókin verkefni að ræða. Við gerum okkur vonir um að sjái fyrir endann á þeirri vinnu með haustinu,“ sagði Elías. Hann segir að í kjölfar undirbún- ingsvinnunnar muni taka við samn- ingar á milli Bremenport og sveitar- félagsins. Það verði ekki fyrr en þá sem hægt verður að fara með verk- efnið út í heim og leita að meðfjár- festum með Bremenport. Sveitarfé- lagið fari sér hægt og sé afar varkárt og muni alls ekki ganga í neinar ábyrgðir vegna verkefnisins. Fram kom árið 2013, að frum- athugun gaf það góð fyrirheit að Bremenport vildi skoða til hlítar hvort það sé hagkvæmt og raun- hæft að byggja umskipunarhöfn á svæðinu sem gæti vaxið og stækkað í umsvifum í áföngum á næstu ára- tugum samhliða breytingum í norð- urhöfum. Áfram unnið að höfn í Finnafirði  Unnið að gerð samninga um höfn í samvinnu við Bremenport  Vona að myndin skýrist í haust Morgunblaðið/Líney Finnafjörður Þýsku sérfræðingarnir sögðu að Finnafjörður gæti verið ákjósanlegur staður fyrir umskipunarhöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.