Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 44
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 194. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. 200 milljóna tap Vesturkots … 2. Telur hvalinn vera steypireyði 3. Fundu dularfulla svarta steinkistu 4. Stormy handtekin í vinnunni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngvaskáldið Bjartmar Guðlaugs- son heldur sína árlegu tónleika ann- að kvöld kl. 21 í Kaffi Norðurfirði á Ströndum. Mun ávallt vera margt um manninn og mikið fjör á þessum ár- legu tónleikum og fer miðasala fram við innganginn. Morgunblaðið/Golli Bjartmar heldur tónleika í Norðurfirði  Hammond í Hörpu er yfirskrift söfnunartónleika sem haldnir verða í Hörpu 26. ágúst næstkomandi, til minningar um Bjarka Friðriksson sem lést 19 ára gamall og var ungur og upprennandi Hammond-orgelleikari. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborg og verður safnað fyrir Hammond- orgeli af hinni eftirsóttu B3-tegund ásamt Leslie-hátalara. Orgelið verður svo í Hörpu til afnota fyrir tónlistar- menn sem þar koma fram og hefur verið stofnað félag um orgelið sem mun halda utan um rekstur þess í samstarfi við Hörpu, að því er fram kemur í tilkynningu. Á tónleikunum munu helstu hljóm- borðsleikarar landsins koma fram með úrvali tónlistarmanna en þeirra á meðal eru Anna Gréta Sigurðar- dóttir, ASA-tríó, Ásgeir Ásgeirsson, Björgvin Halldórsson, Jón Ólafsson, Kristjana Stefáns- dóttir, Moses Hightower, Maus, Ólafur Hólm, Ragga Gröndal, Sigga Ey- rún, Sigurður Guð- mundsson, Sig- tryggur Baldurs- son og Þórir Baldursson. Safnað fyrir orgeli í minningu Bjarka Á laugardag Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10, og víða vætu- samt árdegis, en síðan mun úrkomuminna og víða þurrt er líður á daginn. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr úrkomu vestanlands undir hádegi. Áfram bjartviðri austanlands. Austlæg eða breytileg átt, 5-13 og talsverð rigning á sunnanverðu landinu í kvöld. Hiti 10 til 20 stig. VEÐUR Íslensku knattspyrnuliðin FH, Stjarnan og ÍBV voru öll í eldlínunni í forkeppni Evr- ópudeildarinnar í gærdag. FH vann 3:0 sigur á Lahti frá Finnlandi ytra og þá vann Stjarnan 3:0 sigur á eistneska liðinu Nõmme Kalju í Garðabæ. ÍBV tapaði hins vegar 4:0 fyrir norska liðinu Sarpsborg 08 í Vest- mannaeyjum. Seinni leikir liðanna fara fram 19. júlí næstkomandi. »2-3 Glæsilegir sigrar FH og Stjörnunnar „Við spiluðum virkilega vel og sköp- uðum okkur fullt af færum og mér fannst við eiga sigurinn skilinn,“ sagði Sonný Lára Grétarsdóttir, markvörður knattspyrnuliðs Breiða- bliks, en hún fór á kostum þegar Blikar unnu topp- slaginn við Val í 9. umferð Pepsi- deildarinnar í vikunni. Sonný Lára reiknar með að baráttan á toppi Pepsi- deildarinnar verði jöfn og úrslit ráðist ekki fyrr en í loka- umferðinni. »4 Kapphlaup fram í síðasta leik mótsins Þrjú íslensk félagslið taka þátt í EHF- keppninni í handknattleik á næstu leiktíð. Handknattleikssamband Evr- ópu hefur staðfest að Íslandsmeist- arar ÍBV, FH og Selfoss fái öll sæti í keppninni. Fjórða íslenska liðið sem tekur þátt í Evrópukeppninni á næsta keppnistímabili verður kvennalið Vals sem tekur sæti í Áskorendakeppn- inni. »1 Fjögur lið spreyta sig í Evrópukeppninni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Aron Þórður Albertsson Alfons Finnsson „Við erum alls sex talsins sem kom- um að þessu verkefni,“ segir Jón Ásgeir Jónsson skóglíffræðingur, um sjálfboðaliðaverkefni á vegum Evrópusambandsins. Hugmyndin með verkefninu er að fólk sem hefur áhuga á að hjálpa til við skógrækt í Evrópu geti skráð sig á lista á vef Evrópusambandsins og þannig átt möguleika á að halda til lands þar sem aðstoðar þess er óskað. Síðustu vikur hafa fimm erlendir sjálfboðaliðar starfað hér á landi undir merkjum Skógræktarfélags Íslands en þeir komu hingað til lands í gegnum verkefnið. Á meðan dvöl sjálfboðaliðanna hefur staðið hafa þeir aðstoðað skógræktarfélög við viðhald á ræktunarreitum víða um land. „Þetta er í fjórða sinn sem við erum með þetta í gangi en þetta er verkefni sem ýmis samtök hér á landi hafa nýtt. Ég myndi giska á að 10-14 samtök taki á móti sjálf- boðaliðum í gegnum þetta verkefni,“ segir Jón og bætir við að ferðirnar séu mislangar. Þá séu verkefnin margþætt en hópurinn sem er á vegum Skógræktarfélags Íslands hefur veitt minni skógræktar- félögum liðsinni með ýmis verkefni síðustu vikur. Mikil ástríða fyrir skógrækt „Við erum að fara í ferðir á nokkra staði úti á landi og erum þá að hjálpa minni félögum við almennt viðhald á þeirra svæðum. Undan- farið höfum við verið við störf í Þumlaskógi í Ólafsvík þar sem við höfum verið að gera stígakerfi. Ásamt því höfum við verið að byggja brýr og annað sem stígagerð fylgir. Þetta hefur verið vinna sem Skógræktarfélag Ólafsvíkur hefur staðið í síðustu tuttugu árin. Þess utan erum við að fara á aðra staði og aðstoða við sambærileg atriði,“ segir Jón. Spurður hvers vegna sjálfboðalið- arnir koma hingað til lands ein- göngu til að vinna launalaust í um fimm mánuði segir Jón ástæðuna einfalda. „Þetta er fólk sem kemur hingað vegna ástríðu fyrir skógrækt auk þess sem þetta eru allt nátt- úruunnendur sem vilja bæta land- ið,“ segir Jón og bætir við að mikill áhugi sé fyrir ferð hingað til lands á vegum Evrópusambandsins. „Það hafa yfirleitt verið nokkur hundruð manns sem sækja um þetta á hverju ári.Við veljum síðan úr þeim hópi og tökum yfirleitt það fólk sem hefur mestan áhuga og ástríðu. Þess utan reynum við alltaf að taka fólk með mismunandi bakgrunn og uppruna inn í hópinn,“ segir Jón. Hafa staðið sig gríðarlega vel Evrópusambandið borgar flug- ferð sjálfboðaliðanna til landsins og hluta af uppihaldi. Það sem eftir stendur fellur í skaut Skógræktar- félags Íslands að greiða. „Þau gista í húsinu okkar við Úlfljótsvatn þar sem höfuðstöðvar okkar eru. Þess utan útvegum við þeim bíla meðan á dvöl þeirra stendur,“ segir Jón sem er gríðarlega ánægður með hópinn í ár. „Veðrið í sumar hefur ekki verið eins og best verður á kosið. Þrátt fyrir það hafa þau öll verið mjög dugleg og staðið sig alveg ótrúlega vel,“ segir Jón. Rækta skóglendi launalaust  Erlendir sjálf- boðaliðar dvelja hér í fimm mánuði Morgunblaðið/Alfons Skógrækt Hópurinn er samsettur af sjálfboðaliðum frá fjórum löndum: Póllandi, Spáni, Tékklandi og Ítalíu. Þeir hafa verið við störf á ræktunarreitum víða um land en komu hingað til lands í gegnum verkefni á vegum ESB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.