Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 fyrir öll tölvurými og gagnaver Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræsti- kerfi Á tveggja daga hátíð sem ber nafnið Lýsa og haldin verður á Akur- eyri í byrjun september verður þétt dagskrá frá morgni til kvölds þar sem almenningur, stjórnmálafólk og fé- lagasamtök hittast og ræða um mikilvæg mál- efni. Fyrir þá sem vilja hafa áhrif á samfélagið er þetta sannkölluð hátíð fyrir inni- haldsrík samtöl og tækifæri til að tjá og hlusta á ólík sjónarmið. Samfélagsmálin rædd Þetta er fjórða árið í röð sem slík hátíð er haldin á Íslandi að norrænni fyrirmynd hátíða eins og Almendalen í Svíþjóð, Folkemødet í Danmörku og Arendal í Noregi. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir alla Íslendinga þar sem samfélagsmál eru rædd, auð- velt er fyrir félagasamtök og stjórn- málafólk að skipuleggja viðburði og ókeypis er fyrir almenning að taka þátt. Dýpt og traust Nú spyrja kannski sumir hvort ekki sé óþarfi að fólk ferðist á slíka hátíð á tímum þeg- ar hægt er að halda fjarfundi og skrifa pistla á fjölmarga sam- félagsmiðla. Þrátt fyrir að samfélagsmiðlarnir geri það auðveldara nú en nokkurn tíma fyrir einstaklinga, félaga- samtök og stjórn- málafólk að tjá sig um samfélagsmál þá skapa yfirlýsingar í 280 táknum ekki þá dýpt og traust sem samtal augliti til auglitis getur gert. Mark- mið Lýsu er að skapa tækifæri til innihaldsríkra samtala milli þín og mín og stjórnmálafólks og félaga- samtaka í landinu. Á sama hátt og það er gaman að hlusta á tónlist í sím- anum og allt önnur upplifun að sjá uppáhaldshljómsveitina á tónleikum, þá er skemmtilegt að tjá sig um sam- félagsmál á samfélagsmiðlum og allt annað að mæta á svæðið og eiga sam- tal við þann sem þú vilt hlusta á eða sannfæra. Hugmyndir gerjast og blómstra Það er grasrótarstarf félagasam- taka sem gerir Lýsu áhugaverða veislu þar sem hugmyndir gerjast og blómstra. Mörg félög nota tækifærið og halda félagsfundi sína á eða í tengslum við Lýsu og skipuleggja viðburði og samræður með öðrum þátttakendum. Almannaheill, samtök þriðja geirans er aðstandandi hátíð- arinnar og Menningarfélag Akureyr- ar er framkvæmdaraðili Lýsu. Við hvetjum allt áhugafólk um samfélags- mál að taka þátt. Lýsa er upplýsandi hátíð um samfélagsmál og öllum er boðið að mæta. Eftir Ketil Berg Magnússon Ketill Berg Magnússon » Það er grasrótar- starf félagasamtaka sem gerir Lýsu áhuga- verða veislu þar sem hugmyndir gerjast og blómstra. Höfundur er stjórnarformaður Almannaheilla. Rokkhátíð lýðræðisins Eins og ég drap á í pistli mínum „Eru verk- föll tímaskekkja?“, þá hafa verkföll almenns launafólks ekki skilað árangri til bættra raunkjara. Mæli ég það m.a. út frá því að árið 1979 dugði einstæðri, eins barns móður að vinna 70% afgreiðslu- starf í lyfjabúð til að leigja góða íbúð, hafa barn sitt á leikskóla og eiga fyrir nauðsyn- legum útgjöldum. Eng- inn léti sér detta í hug að reyna slíkt í dag. Ár- angur hefur einungis náðst hjá hópum sem hærra eru settir í launa- stiganum auk þess sem þeir launahópar fá frek- ar ýmiss konar auka- greiðslur. Þegar miðað er við hvernig kaupmáttar- aukning er oftast reikn- uð út virðist sá útreikn- ingur unninn út frá meðaltekjum allra kjarahópa sem vinnuveitendur gera kjarasamninga við. Í slíkum for- sendum eru láglaunahóparnir langt fyrir neðan meðaltalið en stöðu þeirra aldrei getið. Þeir hafa ekki heldur þá aðstöðu sem hærri tekju- hóparnir hafa margir, að geta um- svifalaust lamað mikilvæga þætti þjóðlífsins með vinnustöðvun. Verk- fallsaðgerðir þeirra hópa bitna yf- irleitt harðast á lágtekjufólki, sjúk- lingum og öldruðum sem enga aðkomu eiga að deilunni. Má þar t.d. nefna aðgerðir kennara, starfsfólks sjúkrastofnana og lögreglumanna. Aðferðir stéttarfélaga til öflunar kjarabóta fyrir félagsmenn hafa ekk- ert breyst í áratugi þótt lífshættir fólks og rekstrarfyrirkomulag fyr- irtækja hafi mikið breyst á sama tíma. Þetta hefur um langan tíma vakið mér undrun og hef ég lengi bent á leiðir sem farsælli væru til ár- angurs samhliða því að valda þjóð- félaginu minni skaða. Nýjar leiðir til kjarabóta Inn í núverandi fyrirkomulagi kjarasamninga launafólks við vinnu- veitendur um bætt launakjör fyrir framlagða vinnu er þvælt atriðum sem lúta að ákvörðun löggjafarþings annars vegar og samtökum sveitarfé- laga hins vegar. Eru það atriði varð- andi lagaleg og félagsleg réttindi alls launafólks á Íslandi óháð stéttar- félögum eða kjarasamningum, t.d. skattamál, heilbrigðis- og trygginga- mál, vinnuverndarmál ásamt atriðum er varða lög og reglur um aðbúnað á vinnustöðum svo eitthvað sem nefnt. Sameiginleg réttindamál allra ættu að vera tekin fyrir af þver- pólitískri nefnd allra þingflokka sem semdi um nauðsynlegar lagabreyt- ingar við sameiginlega nefnd allra stéttarfélaga. Niðurstaða slíkra við- ræðna lægi fyrir áður en 2. umræða fjárlaga hæfist. Í samningum sem hér er reifað væri gagnaðili launafólks hinn eig- inlegi viðsemjandi. Annars vegar væri það ríkisstjórn og Alþingi en hins vegar samtök sveitarfélaga. Út- færsla á ferli viðræðna gæti verið í álíka farvegi tímafrests og skýrt verður hér á eftir um ferli í kjara- samningum stéttarfélaga og atvinnu- rekenda. Ferli og uppfærsla þessara tveggja ólíku samninga annars veg- ar við Alþingi og sveit- arfélög um réttinda- mál og lagaumhverfi og hins vegar við vinnuveitendur um launakjör og aðbúnað af hálfu vinnuveitenda geta og þurfa að fylgj- ast nokkuð að þó að uppfærsla og gild- istaka hvors fyrir sig sé sjálfstæð og ótengd framvindu hins samn- ingsins. Ferli samnings- gerðar Gerð kjarasamninga milli stéttarfélaga og atvinnurekenda lúti ákveðnum skýrum leikreglum settum með lögum frá Alþingi sem m.a. felist í eftirfar- andi. 1. Þremur mánuðum fyrir lok samnings- tímabils skal stéttar- félagi skylt að leggja fyrir atvinnurekendur viðkomandi starfs- greinar kröfur sínar um breytingar á gildandi kjarasamning við lok yf- irstandandi samningstímabils. 2. Innan 14 daga frá afhendingu krafna stéttarfélaga skulu viðkom- andi atvinnurekendur hafa svarað erindinu með skipulegri heildar- tillögu um breytingu á kjarasamn- ingnum. 3. Frá þeim tíma skulu aðilar skiptast á heildartillögum að nýjum kjarasamning á sjö daga fresti. Skal breyting hverju sinni frá síðustu heildartillögu vera að lágmarki 5% af mismunatölu milli heildartillagna að- ila að mati ríkissáttasemjara. Upp- fylli annar hvor aðilinn ekki skilyrði um framlagningu nýrrar heildar- tillögu á tilsettum tíma skoðast síð- asta tillaga vera nýr kjarasamningur. 4. Nýr kjarasamningur taki æv- inlega gildi frá og með fyrsta degi eftir lokadag síðasta kjarasamnings. 5. Náist ekki að ljúka nýjum kjara- samningi fyrir lok gildistíma fyrri samnings skal ríkissáttasemjara heimilt að breyta tímalengd skila- frests nýrra heildartillagna og ákveða aðra prósentutölu sem breyt- ingu frá fyrri tillögu. Slíka breytingu tilkynni ríkissáttasemjari samnings- aðilum með sjö daga fyrirvara. 6. Óski annar hvor samningsaðila eftir að funda með gagnaðila um mál- efni kjarasamningsins skal sá fundur haldinn hjá ríkissáttasemjara. 7. Viðræðunefndir beggja aðila skulu vera jafnfjölmennar, skipaðar 5-7 mönnum hvor. Allir nefndarmenn beggja aðila að undanskildum tveim frá hvorum aðila skulu hafa beina tengingu við málefnið. Hér hafa verið dregin fram meg- inatriði þeirra breytinga sem ég tel mikilvægar til að raunverulegar kjarabætur fari að renna til lægstu launahópanna. Mikilvægasti þáttur alls þessa er að með öllu verði hætt að gera kjarasamninga í prósentu- hlutföllum. Framvegis verði ein- göngu miðað við krónutöluhækkanir þar sem meiri hækkanir verði rök- studdar með bættu tekjuumhverfi launagreiðenda eftir ákveðnum formúlum. Kjarabætur án verkfalla Eftir Guðbjörn Jónsson »Hætt verði að mæla hækkanir kjara- samninga í pró- sentutölum og hækkanir í krónutölum verði rök- studdar með bættu tekju- umhverfi launa- greiðenda. Guðbjörn Jónsson Höfundur er fv. hagdeildarmaður í banka. Allt um sjávarútveg Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi um- ræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.