Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
Reykjavík Þau gengu eftir Kirkjustræti með líkamsræktarpúða á öxlunum. Við strætið standa Dómkirkjan og Alþingishúsið. Götumyndin er að breytast með framkvæmdum við Landsímahúsið.
Eggert
Staða Íslands innan
Atlantshafsbandalags-
ins hefur verið einstæð
allt frá því að banda-
lagið var stofnað fyrir
69 árum. Íslendingar
skuldbundu sig ekki,
einir aðildarþjóðanna,
til að stofna her vegna
aðildarinnar. Jim
Mattis, varnarmála-
ráðherra Bandaríkj-
anna, á að hafa dregið athygli
Donalds Trumps Bandaríkjaforseta
að þessari staðreynd á fundi í Hvíta
húsinu.
Trump hafi verið með lista yfir
NATO-ríkin í höndunum. Við heiti
hvers þeirra var tala sem sýndi út-
gjöld til hermála sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu. Þar stóð tal-
an 0 við Ísland. Þetta þótti Trump
undarlegt og hneykslaðist. Þá benti
Mattis honum á að Íslendingar héldu
ekki úti eigin herafla. Framlag
þeirra til NATO væri annars eðlis.
Lét Trump þar við sitja.
Bandaríkjaforseti sendi sumum
stjórnarherrum NATO-ríkja bréf
fyrir fundinn nú í Brussel um hækk-
un fjárframlaga þeirra til sameig-
inlegra varna. Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra Íslands, fékk ekk-
ert slíkt bréf.
Sérstaða Íslands innan NATO
fólst lengi í því að íslenskur fulltrúi
sat ekki í hermálanefnd bandalags-
ins. Meðal íslenskra embættismanna
þótti herleysi ef ekki „hlutleysi“ Ís-
lands innan NATO stangast á við
setu í hermálanefndinni. Þetta
breyttist árið 1985 þegar Geir Hall-
grímsson, Sjálfstæðisflokki, var
utanríkisráðherra og endurskil-
greindi verkefni varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðu-
neytisins.
Í nóvember 1988
sendi Steingrímur Her-
mannsson, Framsókn-
arflokki, þáv. utanrík-
isráðherra, fasta-
fulltrúa Íslands hjá
NATO, Einar Bene-
diktsson, í fyrsta sinn
til fundar í kjarnorku-
áætlananefnd NATO.
Þar með hófu íslensk
stjórnvöld virka þátt-
töku í öllum lykil-
nefndum bandalagsins.
NATO-fundurinn í Brussel nú í
vikunni markar upphaf nýs kafla í
aðildarsögu Íslands. Í fyrsta sinn
sækir hann forsætisráðherra flokks
sem lýsir í orði andstöðu við aðild að
NATO.
Þáttur Trumps
Dagskrá leiðtogafundarins gaf
Trump ekki tækifæri til opinberra
yfirlýsinga. Fyrir fundinn bauð hann
hins vegar Jens Stoltenberg, fram-
kvæmdastjóra NATO, í morgunverð
í bandaríska sendiherrabústaðnum í
Brussel. Í upphafi morgunverðarins
lét Trump sjónvarpsmenn taka upp
þriggja mínútna ræðu þar sem hann
fór neikvæðum orðum um Þjóðverja.
Þeir væru bandingjar Rússa vegna
gaskaupa. Þeir ætluðu meira að
segja að auka þau um nýja leiðslu
sem Trump mótmælti. Svo ættu
Bandaríkjamenn að verja Þýskaland
gegn þessum sömu Rússum og kosta
til þess stórfé.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari sagði við blaðamenn á leið inn í
nýju NATO-höfuðstöðvarnar að hún
vissi hvað væri að vera bandingi Sov-
étríkjanna enda hefði hún alist upp í
Austur-Þýskalandi. Nú væri Þýska-
land frjálst og þar tækju stjórnvöld
eigin ákvarðanir á eigin forsendum.
Orðin voru sneið til Trumps – hún
þekkti óeðlilega afskiptasemi ann-
arra ríkja.
Trump og Merkel hittust síðan á
einkafundi síðdegis þennan sama
dag og að honum loknum sagði
Trump: „Samband okkar er mjög,
mjög gott, stórgóður fundur, við
ræddum um hernaðarmál og við-
skipti.“
Áður en Trump hélt frá Brussel til
London fimmtudaginn 12. júlí efndi
hann til langs blaðamannafundar í
Brussel. Hann taldi NATO-fundinn
hafa heppnast „frábærlega“ vel.
Hann hefði „trú á NATO“ enda hefðu
ríkin aukið útgjöld sín til bandalags-
ins um 33 milljarða dollara frá því að
hann krafðist meiri framlaga frá
þeim árið 2017. Haldið yrði áfram á
sömu braut. Innan bandalagsins ríkti
„mikill samhugur“ það væri „mjög
sterkt“ og „engin vandamál“. NATO
væri miklu öflugra en það hefði verið
áður en fundurinn hófst.
Eindreginn stuðningur Trumps
við NATO fellur að skoðun öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings sem
samþykkti með 97 gegn tveimur at-
kvæðum stuðning við NATO þriðju-
daginn 10. júlí.
Skýr ályktun
Áður en Trump hélt blaðamanna-
fund sinn bárust fréttir um að boðað
hefði verið til „neyðarfundar“ að ósk
Trumps til að ræða kröfu hans um að
ríkin stæðu við greiðsluskuldbind-
ingar sínar. Haft var eftir heimild-
armönnum að forsetinn hefði sagt að
Bandaríkin yrðu að „fara sína leið“ ef
ríkin borguðu ekki meira.
Þegar blaðamenn spurðu Trump
út í þetta sagðist hann hafa lýst
„mjög miklum vonbrigðum“ vegna
lágra fjárframlaga til NATO en und-
irtektirnar hefðu verið á þann veg að
fundurinn hefði verið „frábær“.
NATO væri „miklu öflugra nú en fyr-
ir tveimur dögum“.
Trump sagði að Jens Stoltenberg
mundi gera betri grein fyrir þróun
útgjalda til varnarmála og það gerði
framkvæmdastjórinn með því að
þakka Trump á lokablaðamanna-
fundi sínum fyrir forystu hans við
fjáröflun í þágu NATO. Útgjöld evr-
ópskra NATO-ríkja og Kanada hefðu
aukist um 41 milljarð dollara frá því
að Trump tók við embætti. Öflug for-
ysta Trumps á þessu sviði hefði aukið
árvekni aðildarríkjanna og þau hefðu
skuldbundið sig til að auka útgjöldin
enn umtalsvert.
Haft var eftir Emmanuel Macron
Frakklandsforseta að á „neyðar-
fundinum“ hefði ekki neitt verið sam-
þykkt. „Ályktunin var birt í gær,“
sagði forsetinn. „Þar er 2% mark-
miðið árið 2024 staðfest. Það er allt.“
Macron vísar þarna til yfirlýsingar
í 79 greinum (23 bls.) og styttri út-
dráttar með almennara orðalagi.
Í löngu útgáfunni er ályktað um
flotamálefni. Þar segir að fyrir liggi
hernaðarlegt mat á fjórum haf-
svæðum: Eystrasalti, Svartahafi,
Miðjarðarhafi og Norður-Atlants-
hafi. Lögð verði áhersla á æfingar á
lykilsviðum sjóhernaðar, það er
gagn-kafbátaaðgerða, landgöngu-
aðgerða og vernd siglingaleiða. Þar
er getið sérstaklega um Norður-
Atlantshaf með vísan til liðs- og
birgðaflutninga milli Norður-
Ameríku og Evrópu.
Í ályktun fundarins segir að
NATO myndi varanleg og órjúfanleg
tengsl yfir Atlantshaf milli Evrópu
og Norður-Ameríku sem miða að því
að þjóðirnar standi saman gegn
hvers kyns ógnum. Hluti þessa sé
óbifanleg skuldbinding um gagn-
kvæmar varnir í samræmi við 5. gr.
Atlantshafssáttmálans.
Textinn bendir ekki til neinnar
sundrungar innan NATO enda er
hún ekki fyrir hendi þegar litið er til
frumhlutverks NATO.
Ísland utan deilna
Eins og sagði í upphafi stendur Ís-
land utan við þessar deilur um út-
gjöld til varnarmála. Framlag Ís-
lendinga er annars eðlis. Í frétt sem
forsætisráðuneytið sendi frá sér seg-
ist Katrín Jakobsdóttir í ræðu sinni
hafa bent á mikilvægi þess „að nálg-
ast öryggismál á breiðum grunni“ og
stuðla beri „að friði með því að efla
jöfnuð og jafnrétti, berjast gegn
loftslagsbreytingum og leita frið-
samlegra og pólitískra lausna í erf-
iðum deilumálum“.
Katrín sagði við fréttamann Ríkis-
útvarpsins að til „töluvert hvassra
orðaskipta“ hefði komið á lokafund-
inum.
Trump telur slík orðaskipti sér og
NATO til tekna enda hafi útgjöldin
til varnarmála aukist.
Þótt málstaðurinn skipti vissulega
máli er Trump jafnvel meira í mun
að vera í sviðsljósinu og geta nýtt sér
fundi sem þessa til heimabrúks. Í því
ljósi ber að skoða alla framgöngu
hans, það skýrðist enn í Brussel.
Tíminn frá því að hann segir allt
ómögulegt þar til hann þakkar sér
hve vel allt gengur getur verið ótrú-
lega stuttur.
Eftir Björn
Bjarnason » Þótt málstaðurinn
skipti vissulega
máli er Trump jafnvel
meira í mun að vera
í sviðsljósinu.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Trump fer sæll og glaður frá NATO-fundi