Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
og níunda áratugnum en hleypti
mér lausum í verkefni þess tí-
unda. Hann var samt alltaf tilbú-
inn í samtal og yfirferð efnis.
Það var skemmtilegt að vinna
með Bjarna Braga enda var
hann opinn og glaðsinna. Hann
rakti líka ættir sínar saman við
fólk af miklu kappi. Það fór vel á
með okkur Bjarna Braga og við
vorum frændur og Cambridge-
menn. Eftir að ég kom aftur í
bankann 1991 fórum við tvisvar
saman á evrópsk hagfræðiþing
með Rósu hans og Elsu minni.
Það voru góðar stundir og Bjarni
Bragi naut sín vel.
Bjarni Bragi var ágætur söng-
maður eins og heyra mátti á góð-
um stundum. Í því sambandi
minnist ég þess að ég sat fyrir
nokkrum árum til borðs með
Helmut Schlesinger, fyrrverandi
seðlabankastjóra Þýskalands.
Hann rifjaði upp heimsókn sína
til Íslands og var upprifinn yfir
því að hagfræðingur við Seðla-
bankann söng fyrir hann utan-
bókar langa kafla úr Wagner á
óaðfinnanlegri þýsku. Það var
auðvitað Bjarni Bragi.
Eftir að Bjarni Bragi lét af
störfum hélt hann tryggð við
bankann og mætti á málstofur og
viðburði sem bankinn skipulegg-
ur fyrir fyrrverandi starfsmenn.
Síðast komu hann og Rósa á slík-
an viðburð í nóvember 2017. Það
var góð stund. Hann var samur í
andanum en töluvert af honum
dregið. Ég kveð hugsuð, höfð-
ingja, frænda og vin. Við Elsa
sendum Rósu og afkomendum
Bjarna Braga samúðarkveðjur.
Már Guðmundsson.
Því fylgir, að lifa lengur en
vinirnir, að tómleikinn ýtir
manni til að birta kveðjubréf. Nú
hefur hann Bjarni Bragi kvatt
okkur og vináttan ýtir mér út í
enn eitt kveðjubréfið.
Kunningsskapur okkar er frá
skólaárum í MR, en þangað
komu þeir æskufélagar Bjarni
Bragi, Árni Pálsson (seinna séra)
og Hreggviður Stefánsson
(seinna byggingafræðingur).
Þeir höfðu félagsskap, sem þeir
nefndu „Splæsfélagið“, eða sam-
eiginlega sjóðinn. Þetta var félag
útvaldra, sem þó opnaðist smám
saman og ég varð eins konar
aukagemlingur. Þrátt fyrir fjar-
vist mína utanlands naut ég vin-
áttu þeirra meðan þeir lifðu, en
stend nú enn einum vini skertur.
Ekki sakar að geta þess, að
látnir synir okkar Bjarna Braga,
þeir Jón Bragi og Ragnar, voru
mestu mátar. Blessuð sé einnig
minning þeirra.
Bjarni Bragi var inspector
scholae árgangsins og er mér fal-
ið af bekkjarráði að bera, ásamt
minni, kveðju skólafélaganna.
Ragnar G. Kvaran.
Kynni mín af Bjarna Braga
hófust þegar ég var fimm ára og
trítlaði með móður minni til að
heilsa upp á æskuvinkonu henn-
ar, Rósu, sem þá var nýflutt til
Íslands og í sama hverfi og við;
Hvammana í Kópavogi. Hann
var kankvís og hressilegur í við-
móti. Þarna var ég kynntur fyrir
jafnaldra mínum, Guðmundi
Jens, en við vinirnir munum hafa
sent hvor öðrum jólakort þegar
við vorum tveggja ára – þótt
hvorugur minnist þess að mæður
okkar hafi komið þar við sögu.
Mér þótti mikið til um að þessi
vinur minn hefði búið í Cam-
bridge og París; í útlöndum. Þeir
voru ekki margir metrarnir á
milli æskuheimila okkar í
Hvömmunum en vegferðin er
hins vegar orðin löng vegna mik-
ils samgangs, ævintýra og vin-
skapar.
Sem tíður gestur á heimili
Bjarna Braga og Rósu á æsku-
og unglingsárunum skynjaði
maður hvað þau hjón voru sam-
rýnd. Hann var sannast sagna
stálheppinn að kvænast Rósu.
Ekki veit ég hvar þeirra kynni
hófust en sterkur var strengur-
inn; svo samhent voru þau. Á
heimilinu kynntist maður auðvit-
að systkinum Guðmundar, Ólöfu
Erlu og stóra bróðurnum, Jóni
Braga, sem lést um aldur fram
fyrir nokkrum árum. Það var
ekki lítið sem okkur þótti Jón
Bragi mikill töffari.
Bjarni Bragi var litríkur; hann
var mikill karakter í hverfinu.
Hann var mannblendinn, glett-
inn og mjög blátt áfram. Hann
var frumlegur og gaf sig á tal við
okkur strákana með beinskeytt-
um og kómískum athugasemdum
og sögum; ekki síst á mennta-
skólaárunum þegar við félagarn-
ir komum gjarna nokkrir saman í
kjallaranum hjá Guðmundi við
Lindarhvamminn. Hann átti það
til að koma niður og heilsa upp á
okkur, láta ýmislegt flakka svo
úr urðu hlátrasköll. Hann tók
jafnvel lagið ef því var að skipta
enda söngelskur með afbrigðum
og raunar drjúgur í kórstarfi alla
tíð. Við höfðum gaman af honum
og sáum að honum leiddist ekki
heldur. Þessar stundir hafa oft
verið rifjaðar upp af okkur félög-
unum.
Hann var háfleygur og oft
hugsi. Hann lét að sér kveða í
hagfræði og skrifaði ótal greinar
um þau fræði – og það langt fram
eftir aldri. Hann kenndi mér
þjóðhagsreikninga og þjóðhags-
áætlanir í háskólanum og var
hressilegur kennari. Síðar átti
hann það til að hringja í mig til
að ræða ritstjórnargreinar mínar
eða viðtöl á öldum ljósvakans.
Mér þótti vænt um það.
Heima hjá mér er ljósmynd af
okkur fjórum æskufélögum um
átta ára gömlum fyrir utan húsið
hjá Guðmundi. Allir í lopapeys-
um, að sjálfsögðu. Þótt skamm-
tímaminni mitt sé tekið að
sljóvgast man ég það eins og
gerst hafi í gær þegar Bjarni
Bragi tók myndina. Hann kom
heim með myndavélina úr við-
gerð og langaði að prófa gripinn.
Smellti af okkur strákunum og
þessi líka fína svarthvíta mynd.
Ég kveð Bjarna Braga með
virðingu. Hann sýndi mér ávallt
hlýhug og það var gagnkvæmt.
Við Helga vottum Rósu, Guð-
mundi og Ástu og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúð. Það
geri ég líka fyrir hönd föður míns
og systkina. Farinn er eftir-
minnilegur maður sem skilur eft-
ir sig myndir; litríkar myndir
minninga.
Jón G. Hauksson.
Bjarni Bragi var um margt
maður bernsku minnar. Þau
bæði, yndisleg hjón, Rósa og
Bjarni Bragi. Tilhlökkunarefni
var alltaf að fá þau í heimsókn í
Söðulsholt. Og síðar er ég hafði
eignast fjölskyldu að Borg.
Vinir voru þeir úr bernsku,
Hreggviður Stefánsson, Bjarni
Bragi og pabbi, Árni Pálsson.
Höfuðstöðvarnar voru í kjallara-
herbergi pabba á Mánagötunni.
Vináttu sína nefndu þeir –
Splæsifélagið – sem átti líklega
að merkja að allir gæfu þeir hver
öðrum allt.
Það gerðu þeir líka sannar-
lega, þessi ólíku menn: sameig-
inlegan áttu þeir húmorinn,
sögugleðina og ást á liljum vall-
arins og fuglum himins. Þeir
kunnu á augnablikið, andartakið
sem kemur og fer – sviplaust ef
það er ekki notað. Carpe diem,
þannig lifðu þeir. Hver andrá var
einhvers virði. Þeir auðguðu líf
margra.
Glatt á hjalla, kátir laxar;
hratt farið, hátt lifað. Mikið líf,
skemmtilegheit og andagift óg-
urleg. Þannig var það alltaf.
Þeir voru í MR, róttækir,
kommúnistar. Ætluðu að bjarga
heiminum; gerðu það líka allir
hver á sinn hátt. Bragi snérist þó
til hægri. Breytti engu um vin-
áttu þeirra. Hina sönnu mennsku
áttu þeir alla tíð – það sem fer yf-
ir og langt út fyrir pólitík og lífs-
skoðanir. Þeir voru hjartans vin-
ir og líka hver öðrum skjól í
hrakviðrum heimsins, því veðra-
samt gat verið.
Margt hef ég að þakka úr
bernsku minni. Þar eru Bjarni
Bragi og Rósa sterk í minning-
unni. Endalaust góð, skemmti-
leg, einhvern veginn umvefjandi
með kærleika og umhyggju.
Og er ég eignaðist fjölskyldu
og við settum okkur niður á Borg
komu þau iðulega og strákarnir
okkar Önnu fengu sömu athygli
og atlæti og um hagi þeirra var
grennslast og við þá talað eins og
viti bornar manneskjur, en ekki
eins og hálfvita. Það þurfa börn.
Að vera tekin sem gildar mann-
eskjur.
Alltaf var Bjarni Bragi fastur
á sínu. Við deildum hraustlega
þegar ég var í MH, um pólitík,
Víetnam, um bjargráð heimsins.
Af öllu því lærði ég margt og
vonandi meðal annars það að tala
ekki niður til þeirra sem eru ung-
ir og djarfhuga. Virða skoðanir
þeirra og skilja að engin þrosk-
ast til góðs nema að fá að máta
sig við þá sem eru eldri.
Bragi var linnulaus óvissuferð.
Fasmikill. Yfirleitt alltaf glaður,
fjörmaður, fullur af sögum, frek-
ur til athyglinnar, en það fer
sumum vel; gat sprungið út í
söng þegar minnst varði þegar
lífsgleðin flæddi yfir alla varn-
argarða sem hversdagsmaðurinn
setur yfirleitt allt í kringum sig.
Og það var Bragi aldrei; hag-
fræðingurinn og bankastjórinn
var langt utan allrar vísitölu var-
kárninnar. Ágengur, krefjandi
og umfram allt uppspretta gleði
og fagnaðar. Gegnum lífsins æð-
ar allar streymdi lofgjörð hans.
Aldrei doði eða grámygla ná-
lægt þessum einstaka manni.
„Lofa þú Drottin sála mín, og
allt sem í mér er, hans heilaga
nafn; lofa þú Drottin sála mín og
gleym eigi neinum velgjörðum
hans …“ segir í Davíðssálmi.
Það er gæfa og lofsefni að hafa
þekkt Bjarna Braga. Þannig
hugsa margir nú og þakka, trúi
ég. Líf okkar margra auðgaði
hann.
Hvíld sína hefur Bragi fengið.
Guð blessi heimvon hans.
Splæsifélagið er nú ekki meir
á jörðu. Það er nú allt komið inn
á nýja jörð, undir nýjan himin.
Gleður sig í fögnuði í paradís.
Þar hlýtur að vera gaman.
Guð geymi Bjarna Braga og
helgi minningar þeirra sem eftir
lifa.
Þorbjörn Hlynur Árnason.
Bjarni Bragi kemur gangandi
niður Lindarhvamminn. Hann
kallar til okkar nýju nágrann-
anna þar sem við erum að bar-
dúsa á lóðinni. Við bregðumst
við, tilbúin að spjalla. Bjarni er
óðar horfinn en setningarnar
liggja eftir í loftinu. Hann flýtir
sér heim til Rósu sinnar og
barna eftir annasaman dag í
bankanum. Þetta endurtekur sig
á næstu sumrum, en við vorum
nágrannar í fjóra áratugi.
Ég hitti nágranna minn í lyftu
Seðlabankans. Þá falast hann
eftir áliti mínu á verkum Ólafar
Erlu dóttur hans, sem hafði ný-
verið opnað frábæra sýningu á
keramikverkum.
Árin líða. Rósa fer í kennara-
nám og kennslustörf og það kem-
ur að því að þau Bjarni Bragi
flytja. Rósa sinnir áhugamáli
sem tengist þekkingu minni og
kunningsskapur okkar þróast í
vináttu. Rósa leitar stundum til
mín um álit á vatnslitamyndum
sem hún er með í takinu. Bjarni
Bragi verður fyrir áfalli 2014 og
þá leitar Rósa eftir reynslu minni
af slíku frá því tveimur árum áð-
ur og vináttan styrkist enn.
Rósa og Bjarni Bragi áttu 70
ára brúðkaupsafmæli síðastliðið
vor. Mér verður hugsað til þess
að gagnkvæm ást, tillitssemi og
virðing skapi svo langa sambúð.
Ég hitti Rósu óvænt á Heilsu-
stofnun NLFÍ fyrir rúmum
tveimur vikum. Þar eyddum við
saman dögunum og ég fylgdist
með því sem gaf á bát hennar
síðustu dagana þar. Ég sendi af-
komendum Bjarna Braga og
Rósu – þessari síungu og frá-
bæru vinkonu minni – innilegar
samúðarkveðjur frá okkur
Herði.
Kristín Þorkelsdóttir.
Starfsferill Bjarna Braga var
fjölbreyttur og glæsilegur. Að
loknu kandídatsprófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla Íslands 1950
starfaði hann við útflutningsdeild
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga þar til hann hóf störf sem
hagfræðingur í Framkvæmda-
banka Íslands 1955. Viðfangsefni
hans voru þar öðru fremur gerð
þjóðhagsreikninga fyrir Ísland
og hagrannsóknir. Við verkefni á
þessu sviði starfaði hann um
nokkurt skeið hjá OECD í París
eftir framhaldsnám við Cam-
bridge University árin 1957-
1959. Þegar Efnahagsstofnunin
var sett á fót 1962 varð Bjarni
Bragi forstöðumaður þjóðhags-
reikningadeildar hennar. Hann
varð svo eftirmaður Jónasar Ha-
ralz sem forstjóri Efnahags-
stofnunar árin 1969-71. Árið 1972
varð hann framkvæmdastjóri
áætlunardeildar Framkvæmda-
stofnunar ríkisins til ársins 1976,
en réðst það ár til Seðlabanka Ís-
lands, fyrst sem aðalhagfræðing-
ur bankans og síðar sem aðstoð-
arbankastjóri og hagfræðilegur
ráðunautur bankastjórnar þar til
hann lét þar af störfum 1998.
Ég kom til starfa á Efnahags-
stofnun beint frá prófborði árið
1964 í deildinni sem Bjarni Bragi
veitti forstöðu. Mér er það minn-
isstætt hversu mikil starfsgleði
og áhugi einkenndi öll hans störf
og leiðsögn fyrir nýja starfs-
menn. Þessir eiginleikar hans
voru hvetjandi fyrir okkur ný-
græðingana og áttu ríkan þátt í
því að móta jákvæðan starfsanda
í hópnum. Þessi andi fylgdi
Bjarna Braga alla tíð.
Ritstörf Bjarna Braga voru
umfangsmikil, ekki síst í tímarit-
unum Úr þjóðarbúskapnum og
Fjármálatíðindum. Auk þess að
vera brautryðjandi á sviði hag-
rannsókna og þjóðhagsreikninga
var Bjarni Bragi höfundur
margra nýyrða á þessu sviði sem
hafa náð festu í tungunni. Hann
hafði frumlega og frjóa aðkomu
að viðfangsefnum hagfræðinnar
og hreyfði oft við mikilvægum
hugmyndum um hagstjórn í
greinum sínum. Ég vil nefna
tvennt meðal hugðarefna hans
þar sem hann með skrifum sín-
um og ráðgjöf hefur án efa haft
mikil áhrif til góðs á hagstjórn á
Íslandi: Beiting auðlindagjalda
til að tryggja hagkvæma nýtingu
náttúruauðlinda landsins og mik-
ilvægi verðtryggingar lánsfjár-
magns til að tryggja jafnvægi í
þjóðarbúskapnum.
Ég var svo lánsamur að vera
samstarfsmaður Bjarna Braga
um margra ára skeið og vil að
leiðarlokum þakka honum þau
góðu kynni. Með honum er geng-
inn brautryðjandi í greiningu og
ráðgjöf um efnahagsmál sem
stuðlað hefur að framþróun í ís-
lenskum þjóðarbúskap.
Við Laufey vottum Rósu og
fjölskyldu hennar innilega sam-
úð.
Jón Sigurðsson.
Það kom í hlut hagfræðinga af
kynslóð Bjarna Braga Jónssonar
að takast á við hagsveiflur í þjóð-
arbúskap sem var mun einhæfari
en nú er og langvinna verðbólgu
sem erfitt reyndist að sigrast á. Í
Seðlabankanum var óskoraður
forystumaður Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri. Starfaði í bank-
anum einvalalið og var Bjarni
Bragi Jónsson framarlega í þeim
hópi, en hann gegndi um árabil
stöðu aðstoðarbankastjóra auk
þess sem hann var yfirmaður
hagfræðideildar bankans.
Glíman við verðbólguna var
hörðust þegar landslag peninga-
og lánamála var með allt öðrum
hætti en síðar varð. Skipulegur
markaður fyrir skuldabréf hafði
vart slitið barnsskónum, hluta-
bréfamarkaður heyrði framtíð-
inni til, fjármálaviðskipti við út-
lönd fólust einna helst í lántökum
á erlendri grundu en viðskipti
milli landa með verðbréf voru
óþekkt. Fjármálastofnanir af því
tagi sem nú þekkjast sem bjóða
fjölbreytta þjónustu við ávöxtun
fjár og miðlun voru vart komnar
til sögunnar. Þrautaráð við þess-
ar aðstæður var að binda hag-
stærðir við vísitölur eins og enn
gætir í verulegum mæli. Um úr-
ræðið sem gripið var til í ljósi
skilyrða eins og upp voru á sín-
um tíma má e.t.v. segja að það
felur í sér verkfræðilega nálgun
af vélrænu tagi. Efnahagslífið er
á hinn bóginn síkvikt og gætt líf-
rænni eiginleikum en á við um
fastskorðaðar trissur og tannhjól
verkfræðinganna.
Leiðir okkar Bjarna Braga
lágu saman í Seðlabankanum og
minnist ég hans fyrir hve við-
ræðugóður hann var og hlýlegur
í viðkynningu. „Jæja, þá er
mættur fulltrúi forsetaættarinn-
ar,“ varð mér stundum að orði
við Bjarna Braga en svo eru
stundum kallaðir afkomendur
Jens Sigurðssonar rektors, bróð-
ur Jóns Sigurðssonar forseta.
Bjarni Bragi tók því vel að vera
ávarpaður með þessum hætti
enda var hann stoltur af uppruna
sínum þar sem gætir mjög lær-
dóms- og embættismanna.
Starfaði ég í hagfræðideild
bankans undir forystu Bjarna
Braga í rúmt ár áður en ég hvarf
til annarra starfa í bankanum.
Var ætíð gott að leita til hans um
ráð og leiðbeiningar. Eftir
Bjarna Braga liggja margar
gagnlegar ritsmíðar um hag-
fræði og efnahagsmál. Má sér-
staklega geta merkrar ritgerðar
hans um hafta- og styrkjakerfi á
Íslandi á tímabilinu 1930-60 í
bókinni Frá kreppu til viðreisnar
þar sem hann sat í ritnefnd og
Jónas H. Haralz ritstýrði. Alltaf
var ánægjulegt að hitta Bjarna
Braga og eiginkonu hans Rósu
Guðmundsdóttur á mannamót-
um. Hann var skemmtinn og
hláturmildur en að baki bjó al-
varlega þenkjandi maður.
Með Bjarna Braga Jónssyni
er genginn gagnmenntaður og
djúpt hugsandi hagfræðingur og
traustur embættismaður. Ég
kveð Bjarna Braga með virðingu
og þakklæti og færi Rósu, börn-
um þeirra, og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Ísleifsson.
Bjarni Bragi Jónsson var
fæddur 8. júlí 1928. Hann stóð
því á níræðu þegar hann lést. Í
föðurkyn var hann af ætt Mýra-
manna en móðurleggurinn átti
rætur austur í Skaftafellssýslum
og víðar. Bjarni var stoltur af
uppruna sínum og hafði unun af
að rekja sögu forfeðra sinna í
marga ættliði. Einn þeirra sem
stóð honum nærri hjarta var Jón
bóndi í Haukatungu, sem bar
auknefnið „dýrðarsöngur“ vegna
óvenjugóðrar söngraddar, enda
forsöngvari í sóknarkirkju sinni
á Kolbeinsstöðum.
Tilefni þessara örfáu minn-
ingarorða eru einmitt kynni okk-
ar Bjarna Braga í gegnum söng-
inn og tónlistina. Ég kynntist
honum ekki fyrr en á miðjum
aldri, en þekkti þó til hans og
skyldmenna hans af afspurn. En
í þeim stóra frændgarði voru og
eru margir þjóðþekktir einstak-
lingar bæði karlar og konur.
Bjarni Bragi og jafnaldrar hans
voru börn aldamótakynslóðar-
innar, ólust upp við takmarka-
lausa bjartsýni á framtíð lands
og þjóðar og sóttu sér bestu fá-
anlegu menntun til að geta orðið
samfélaginu að sem mestu gagni.
Bjarni lagði fyrir sig hagfræði,
enda talnaglöggur með afbrigð-
um, og sinnti bankastörfum og
peningamálum allan sinn feril,
síðast sem aðstoðarseðlabanka-
stjóri. En Bjarni Bragi átti líka
sín áhugamál utan brauðstrits-
ins. Hann var ekki fráhverfur
hestamennsku og tók þá gjarnan
lagið þegar í hnakkinn var kom-
ið. Þar fann hann að: „mest er
yndi á okkar landi, út um víðar
sveitir ríða“. Hann lét ekki þar
við sitja og veturinn 1970 skellti
Bjarni Bragi sér í kórskóla og
gekk þar með til liðs við kór-
stjórnanda, sem líka átti rætur
að rekja austur á Breiðabólstað á
Síðu. Hann söng síðan í Pólýfón-
kórnum í 16 ár og var þar ein af
stólparöddum í tenórnum. Bjarni
var afburðaskemmtilegur félagi,
sífellt glaðbeittur með spaugs-
yrði á vörum, en mest virði fyrir
kórinn var þó þekking hans á
fjármálakerfinu, kunningsskapur
við bankamenn og lagni að tala
við rétta menn þegar afla þurfti
fjár til stórverkefna, sem enginn
sá fyrir að hægt væri að fram-
kvæma. Gilti það bæði um utan-
landsferðir til tónleikahalds í
helstu menningarlöndum Evr-
ópu og flutning margra af
stærstu og umfangsmestu stór-
virkjum tónlistarsögunnar, svo
sem Passíur J.S. Bachs og
Óratóríu Händels. Pólýfónkórinn
átti sín erfiðu tímabil samhliða
skínandi frægðarsól. Eftir sigur-
för til Ítalíu sumarið 1977 stóð til
að kórinn legðist endanlega nið-
ur. Ég fullyrði að fáir ef nokkur
annar, nema Friðrik formaður,
hafi átt stærri hlut en Bjarni
Bragi að því að það tókst að end-
urvekja kórinn til áframhaldandi
starfa, sem lauk svo endanlega
árið 1988, enda var Bjarni Bragi
þá hættur þátttöku í kórstarfinu.
Ég tel mig hafa þekkt nokkuð vel
til þessara mála, sem gjaldkeri
kórsins, en var langt frá því hálf-
drættingur í fjáröflun miðað við
hagfræðinginn.
Fyrir þessi ómetanlegu störf í
þágu menningarmála og okkar
persónulegu kynni, vil ég að
leiðarlokum þakka Bjarna Braga
fyrir hönd fyrrum söngfélaga í
Pólýfónkórnum á starfsferli
kórsins. Ég sendi Rósu Guð-
mundsdóttur og eftirlifandi
börnum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Guðmundur Guðbrandsson.
Bjarni Bragi Jónsson, fv. að-
stoðarbankastjóri Seðlabanka
Íslands, lést á hjúkrunarheim-
ilinu Grund að morgni sunnu-
dagsins 1. júlí síðastliðins, rétt
tæplega níræður að aldri.
Bjarni Bragi var formaður
stjórnar Stofnunar Sigurðar
Nordals frá 1993 til 1999 og
varaformaður 2002-2005. Hann
sinnti því verkefni af miklum
áhuga og alúð þótt hann hefði í
mörgu öðru að snúast sem hag-
fræðilegur ráðunautur banka-
stjórnar Seðlabankans. Vegna
starfa sinna var Bjarni Bragi
gjörkunnugur íslenskri stjórn-
sýslu og margfróður um land og
þjóð enda víðlesinn og gjörhug-
ull. Hann stundaði framhalds-
nám við Háskólann í Cambridge
í Englandi 1957-59 og fór í náms-
og kynnisferðir til ýmissa er-
lendra og alþjóðlegra hagfræði-
stofnana. Hann hafði einnig farið
víða um lönd vegna starfa sinna á
alþjóðavettvangi, var víðsýnn og
fordómalaus.
Sem forstöðumaður Stofnunar
Sigurðar Nordals, á meðan hún
var og hét, átti ég gott samstarf
við Bjarna Braga um árabil.
Samkomulag okkar var alltaf
gott. Bjarni Bragi var glaður og
reifur, hress í bragði, fór aldrei í
manngreinarálit, alltaf tilbúinn
að liðsinna og gekk óhikað að
hverju úrlausnarefni. Stofnunin
átti stuðning hans vísan jafnt eft-
ir að hann hafði látið af stjórn-
arformennsku.
Þau Bjarni Bragi og Rósa
Guðmundsdóttir, kona hans,
voru samrýnd og samtaka, fé-
lagslynd og vingjarnleg. Það var
alltaf gaman að hitta þau hvort
heldur var á heimili þeirra eða
opinberum vettvangi. Henni,
börnum og fjölskyldum þeirra
votta ég samúð mína við fráfall
góðs drengs.
Úlfar Bragason.